Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 35 Sigurganga Vals heldur áfram — vann Þrótt í gærkvöldi og stefnir á annað sætið „ÞETTA voru ágæt stig sem viö fengum og við erum ákveðnir í því að veita Keflvíkingum harða keppni um annað sætið í deild- inni. Við misstum leikinn niöur í seinni hálfleik um leið og þeir bættu manni við á miöjuna og auk þess er alltaf tilhneiging hjá manni að halda fengnum hlut. Annars hefðum við átt að gera út um leikinn í fyrri hálfleik,“ sagöi Grímur Sæmundsen, fyrirliði Vals, eftir að liöiö sigraði Þrótt á Laugardalsvelli í 1. deild í gær- kvöldi. Lokatölur leiksins uröu 1:2. Það var hið besta knattspyrnu- veður þegar liðin hófu leik og þaö hélst út allan leikinn. Valsmenn byrjuðu af sama krafti og þeir léku leikinn gegn Skaganum á þriöju- daginn var. Léku mjög vel á milli sín og gáfu Þrótturum ekki neitt tækifæri til aö byggja upp spil hjá sér. Þróttur lék með Pál Ólafsson á miöjunni í fyrri hálfleiknum og Pét- ur Arnþórsson nokkuö framarlega og gaf þaö vægast sagt ekki nógu góða raun, enda breyttu þeir því í leikhléi. Páll fór þá framar og Pétur á miðjuna og áttu þær stöður greinilega betur viö þá báöa. Þróttur - Valur 1:2 Valsmenn fengu óskabyrjun. Strax á fjóröu mínútu skoruöu þeir mark og var þaö sérstaklega glæsilegt. Valur Valsson átti þá góöa sendingu af hægri kanti fyrir markiö á vítateigslínuna þar sem Hilmar Sighvatsson lagði sig fal- lega niöur og negldi knettinum í netiö. Glæsilega gert hjá honum og fallega aö markinu staöiö á alla vegu. Valsmenn sóttu mun meira og er mér til efs aö Stefán markvörö- ur þeirra hafi haft eins lítið aö gera í einum hálfleik eins og í þessum fyrri hálfleik Vals og Þróttar. Hilm- ar skaut framhjá í dauöafæri, Guö- mundur Þorbjörnsson skallaöi rétt framhjá og Bergþór átti glæsilegt langskot sem Guðmundur Erl- ingsson varöi vel. Á 28. mínútu fengu Valsmenn aukaspyrnu alveg út viö hliðarlínu og var hún nokkuð vafasöm, aö því er virtist. Hilmar tók spyrnuna og sendi fastan bolta meö jöröu á nær stöngina þar sem Guðmundur Þorbjörnsson kom á fleygiferö og náöi aö breyta stefnu boltans þannig aö hann fór yfir nafna hans í markinu. Þarna var vörn Þróttar illilega sofandi á veröinum aö láta Guðmund komast upp meö þetta einan og óáreittan. Rétt fyrir leikslok átti Örn Guö- mundsson skot aö marki Þróttar, eöa hann ætlaði aö skjóta. Hann hitti boltann illa og í staö þess aö fara aö marki Þróttar fór hann til Bergþórs sem var aleinn á mark- teig, mjög skyndilega og skot hans fór framhjá. Valsmenn vildu fá vítasþyrnu í lok hálfleiksins en dómarinn var á ööru máli og flaut- aöi til leikhlés. Síöari hálfleikurinn var tíðinda- lítill. Þróttarar sóttu nokkuö stíft á köflum en Valsmenn áttu skyndi- sóknir sem sköpuöu hættu. Þrótt- ur skoraði sitt eina mark á 56. mín- útu og var þaö hálf neyöarlegt. Páll braust upp aö endamörkum, gaf fyrir og Arnar Friöriksson náöi aö pota í boltann meö tánni og hopp- aöi skot hans yfir Stefán í markinu sem haföi hent sér en misreiknaö boltann. Undir lokinn átti Guömundur Þorbjörnsson glæsilegt skot sem fór í þverslána og niöur en ekki vildi hann þó inn fyrir línuna og flautaö var til leiksloka og áhorf- endur fóru hver til síns heima í Sprækir Þórsarar unnu KR-inga örugglega • Halldór Áskellsson úr Þðr lék mjðg vel í gær og skoraöi hann tvö mörk í leiknum gegn KR á Akureyri. Hér mé sjé Halldór skora í fyrri leik liðanna í sumar sem lauk meö 5:2 sigri Þórs og viröast þeir hafa góð tök é KR-ingum. ÞÓR sigraöi KR mjög örugglega með 3 mörkum gegn 1 í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi, leikurinn fór fram é Akureyri. Þórsarar léku við hvern sinn fingur og hefðu hæglega getað unnið enn stærri sigur. KR-ingarnir voru é hinn bóginn heillum horfnir og spiluðu bók- staflega illa. Staðan í hélfleík var 1—0 fyrir Þór. Þór-KR 3:1 Þórsarar byrjuöu leikinn af mikl- um krafti og eftir aðeins fimm mín- útur var staðan oröin 1—0. Guö- jón Guömundsson skoraði markiö meö góöu skoti af 10—15 metra færi, eftir aö hafa leikiö á varnar- mann fyrir utan vítateig. Markiö gaf tóninn og Þórsarar sóttu lát- laust allt til leikhlés. Þeir Bjarni Sveinbjörnsson, Halldór Áskels- son og Sigurbjörn Viöarsson voru allir nærri því aö skora áöur en KR-ingarnir fengu sitt eina færi í fyrri hálfleik, þrumufleygur Hálf- dáns sem Baldvin markvöröur varði vel. Nói var næstum búinn aö skora rétt fyrir hlé, en rétt eftir, eöa á 50. mínútu, var mark ekki umflúiö. Halldór Áskelsson fékk góöa stungusendingu inn fyrir teig og skoraöi örugglega. KR-ingar svöruðu fimm mínút- um síöar, er Hálfdán skoraöi beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Lyfti knettinum snyrtilega yfir Baldvin sem haföi hætt sér of framarlega. Halldór Áskelsson skoraöi þriöja mark Þórs meö skalla eftir hornspyrnu Bjarna Sveinbjörnssonar á 64. mínútu og meira aö segja eftir þaö fengu Þórsarar dauðafæri sem ekki nýtt- ust. Lokatölur 3—1. Þórsliöiö stóö sig vel aö þessu sinni, en að öörum ólöstuöum léku þeir Bjarni og Halldór best í annars jöfnu og góöu liöi. Um leikmenn KR veröur ekki fjölyrt, þeir léku illa og eiga ekki lof skiliö. EINKUNNAGJÖFIN ÞÓR: Baldvin Guömundsson 6, Sigurbjörn Viöarsson 6, Jónas Róbertsson 7, Nói Björnsson 7. Óskar Gunnarsson 6, Einar Ara- son 6, Kristján Kristjánsson 7, Guójón Guö- mundsson 6, Bjarni Sveinbjörnsson 8, Árni Stefánsson 6, Halldór Áskelsson 8. KR: Stefán Jóhannsson 6, Jón G. Bjarnason 4, Willum Þórsson 4, Sævar Leifsson 6, Jakob Pétursson 5, Jósteinn Einarsson 5, Ágúst Már Jónsson 6, Haraldur Haraldsson 5, Björn Rafnsson 5, Sæbjörn Gudmundsson 6, Hálf- dán örlygsson 6, Gunnar Gíslason (vm.) á 60. mínútu 5, SigurÖur Helgason (vm) lék of stutt. í STUTTU MÁLI: Akureyrarvöllur 1. deild Þór: KR 3—1 (1—0) Mörk Þórs: Guöjón Guömundsson og Halldór Áskelsson (2). Mark KR: Hálfdán örlygsson. Gul spjöld: Jakob Pétursson og Jón G. Ðjarnason KR, Kristján Kristjansson og Árni Stefánsson Þór. Áhorfendur: 740. Oómari: Þorvaröur Björnsson. Átti sæmilegan dag. AS/gg. Nói Björnsson, fyrirliói Þórs: „Vorum miklu betri SÍ6 „ÞETTA var sanngjarn sigur, viö vorum miklu betra liö,“ sagöi Nói Björnsson, fyrirliði Þórs, eftir sig- urleikinn gegn KR í gærkvöldi. „Við slökuðum nokkuö á og drógum okkur aftur er staöan var oröin 2—0 og þá komu KR-ingarnir meira inn í leikinn. viö sögöum þá stopp hins vegar og tókum okkur á á nýjan leik, þeir áttu ekkert í leiknum," sagði Nói ennfremur. • Úr leik Þróttar og Vals é Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þaó eru þeir Ársæll Kristjánsson úr Þrótti og Guömundur Þorbjörnsson úr Val sem hér eru að kljést um boltann. Að lokum haföi Valur betur og vann leikinn 1:2. kvöldsólinni, nokkuö sem ekki er algengt hér í borg. EINKUNNAGJÖFIN: ÞRÓTTUR: Guðmundur Erlingsson 7, Arnar Friörtksson 6. Kristján Jónsson 6, Ársæil Kristjánsson 6. Asgeir Eliasson 6. Ottó Hreinsson 5, Páll Ölafsson 6, Pétur Arnþórs- son 6, Siguröur Hallvarösson (vm á 77. min.) lék of stutt. Þorsteinn Sigurösson 4. Nikulás Jónsson (vm. á 46. min.) 6. Þorvaldur Þor- valdsson 5. Birgir Sigurösson 6. VALUR: Stetán Arnarson 5. Grimur Sæmund- sen 7. Guðmundur Kjartansson 6, Þorgrimur Þráinsson 8. Guöni Bergsson 8. Ingvar Guó- mundsson 6. Örn Guömundsson 6, Hilmar Sighvatsson 8, Bergþór Magnússon 7, Valur Valsson 6, Guömundur Þorbjörnsson 7. í STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 1. deild. Þróttur—Valur 1:2 (0:2). Mark Þróttar: Arnar Friöriksson á 56. min. Mörk Vals: Hilmar Sighvatsson á 4. min. og Guömundur Þorbjörnsson á 28. min. Gul spjöld: Arsæll Kristjánsson Þrótti og Hilm- ar Sighvatsson Val. Dómari: Kjartan Tómasson og var hann slak- ur. Áhorfendur: 537. sus. Besta markið DÓMARAR hafa nú valió mark 14. umferðarinnar í 1. deildinni í knattspyrnu. Það var Bjðrn Rafnsson úr KR sem skoraði fal- legasta markiö og fékk han kon- fektkassa fré SEIKO í verðlaun. Björn skoraöi þetta mark í leikn- um gegn KA é KR-vellinum í sió- ustu viku. Fallegt mark hressti annars daufan leik EYJAMENN tóku sig nokkuð é í stigasöfnuninni í 2. deild þegar þeir sigruöu Njarðvíkinga í Eyjum í gærkvöldi. Skoraöi ÍBV eina mark leiksins um miöjan síöari hélfleik. Þetta var malarleikur og því gefiö mél að gæöi knattspyrn- unnar voru ekki upp é marga fiska. Leikurinn einkenndist af gífurlegri baréttu é miðjunni og marktækifæri sérafé, alla vega ekki slík aö vert væri aö ómaka sig við skré þau niður. Fyrir utan lífleg átök á vallar- miöjunni, var leikur þessi lengst af ákaflega tíöindalítill, en þegar loks mark var skorað, var þó vel að því staöiö. Þaö var á 64. mínútu, sem Jón Bragi Arnarsson, ungur nýliöi í liöi ÍBV, braust með boltann út úr herkvínni á miöjunni, sendi hann út á hægri kantinn til Bergs Ágústs- sonar sem lék upp aö endamörk- um og sendi síðan þoltann þvert yfir á vítateigshorniö. Þar var óval- daöur Viöar Elíasson sem skoraði af yfirveguðu öryggi. Nokkuö löng lýsing á einu marki, en eitthvaö ÍBV - UMFN 1:0 jákvætt varö aö skrifa frá þessum leik, sem smám saman eftir markiö fjaraöi út. Sigur ÍBV veröur aö telj- ast sanngjarn, liðið var meira meö boltann og nýtti aö minnsta kosti þetta eina tækifæri em liöiö fékk. Þaö er meira en sagt veröur um liö Njarövíkinga. Nýliöarnir í liði ÍBV, Elias Frið- riksson og Jón Bragi komust Ijóm- andi vel frá þessum leik og sömu- leiöis áttu þeir Jóhann Georgsson og Kári Þorleifsson góöan leik. Njarövíkingar sýndu góöa baráttu, en uröu aö láta í minni pokann fyrir betra liöi og bölvaðri mölinni. Freyr Sverrisson Skúli Rósantsson og Guömundur Sigurösson voru þeirra bestu menn. hkj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.