Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 33 • Lið ÍA, sigurvegarar (4. flokki, ásamt þjálfara aínum og iiðastjóra. Mocgunt>MM/RAX. ÍA íslands- meistari í 4. flokki ÚRSLITAKEPPNIN ( 4. aldurs- flokki á íalandsmótinu ( knatt- spyrnu fór fram um helgina á Selfossi. Liö af öllu landinu mættu þar til leiks og leiknir voru 16 leikir. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og skoruöu hvorki fteiri nó færri en 79 mörk. Leikiö var á fimmtudag, föstudag og laugardag ( undanúrslitunum en á sunnudeginum láku liöin um einstök sæti og uröu úrslit þau aö Skagastrákarnir sigruöu KR í úrslitaleik meö tveimur mörkum gegn einu (æsispenn- andi leik. Skagamenn voru vel aö þessum sigri komnir, þeir unnu alla sína leiki og markatal- an hjá þeim úr þessum fjórum leikjum var 16:3. Úrslit leikja uröu þannig að á fimmtudeginum unnu Skaga- menn Selfyssinga 5:1, Stjarnan vann Súluna 7:0, KR vann Víking 1:0 og KA vann Grindavík 7:1, samtals voru skoruö 22 mörk þann daginn. Föstudagurinn var enn meiri markadagur, þá vann Selfoss Súluna 7:0, Skaginn vann Stjörnuna 3:1, KR vann KA 4:0 og síöasti leikurinn þann daginn var á milli Grindvíkinga og Víkinga. Víkingur sigraöi 7:2 og þar meö voru mörkin oröin 24 þann daginn. Á laugardaginn lék ÍA viö Súl- una og vann 6:0, KR vann Grindavík 2:0, Stjarnan sigraöi Selfoss 7:0 og Víkingur vann KA 3:1. Úrslitakeppnin fór fram á sunnudeginum og þar léku Grindvíkingar og Súlan um 7. til 8. sætiö. Grindavík vann leikinn 3:0 og hafnaöi í sjöunda sæti. KA vann Selfoss 4:2 í leiknum um fimmta sætiö og Stjarnan tryggöi sér þriöja sætiö meö 2:0 sigri á Víkingum. Úrslitaleikinn léku KR og ÍA og lauk honum eins og áö- ur sagöi meö sigri Skagastrák- anna sem skoruöu tvö mörk gegn einu marki KR. KS tók stig af FH-ingum KS-FH 1:1 EFSTA liö 2. deildar, FH, og eitt þeirra liöa sem hvaö harðast berst fyrir 2. sætinu, KS, skildu jöfn á Siglufjaröarvelli á laugar- daginn, hvort lið skoraöi eitt mark, 1—1. Staöan í hálfleik var 1—0 fyrir FH. Leikur þessi skiptist nokkuö í tvö horn, FH-ingar voru sterkari II' I 'iWIIUUII.. l.P. i. ii'i l • Ólafur Danivalsson skoraöi mark FH. framan af og náöu forystunni um miöjan hálfleikinn. Þaö var gamla kempan Ólafur Danivalsson sem skoraöi markiö. FH-ingar hóldu frumkvæöinu úr fyrri hálfleik, en fljótlega í þeim síöari fór heimaliö- iö aö taka sig saman í andlitinu og sækja grimmt. Liöinu tókst fljót- lega aó jafna og var markiö skoraö úr vítaspyrnu. Colin Packer, Eng- lendingur i liöi KS, skoraöi úr vítinu sem dæmt var vegna brots innan vítateigs. Ljósm./ Amór. Tvær vítaspyrnur í Garðinum — þegar Skallagrímur sigraöi heimamenn LÉTTLEIKANDI og ákveönir Borgnesingar geröu góöa ferð i Garöinn sl. laugardag. Unnu þeir heimamenn meö fjórum mörkum gegn þremur og voru vel aö sigr- inum komnir. Leikmenn Skallagríms léku und- an vindi í fyrri hálfleik og á 7. mín- útu varö Gísli markvöröur Víöis aö taka á öllu sinu og bjarga meö góöu úthlaupi. Þaö voru þó Víö- ismenn sem uröu fyrri til aö opna markareikning sinn. Guöjón Guö- mundsson skoraöi af nokkru færi eftir fyrirgjöf frá Gretari Einarssyni. Eftir markið sótti Skallagrímur stíft og var oft mikil þvaga viö Víöis- Víöir — Skallagrímur 3:6 markiö. Á 16. mínútu skorar svo Garöar Jónsson og mínútu síöar skorar Björn Axelsson fyrir Skalla- grim og staóan allt í einu oröin 2—1 Skallagrim í vil. Þá er komiö aö Víöi aö sækja og bjarga varn- armenn Skallagríms á línu á 20. minútu. Tveimur mínútum siöar á Vilberg skot aó markí Skallagríms en rétt yfir. Á 38. minútu fær Skallagrimur víti sem þjálfari þeirra Ólafur Jó- hannesson tekur en Gísli mark- vöröur varöi glæsilega. Á 46. mín- útu jafnaði Grétar Einarsson og tók því ekki aö byrja fyrri hálfleik- inn á ný eftir markið. Ekki var síöari hálfleikur nema einnar mínútu gamall þegar Garö- ar Jónsson skorar sitt annaö mark. Aödragandinn var nokkuö óvenjulegur. Borgnesingar höfóu veriö í sókn sem rann út i sandinn og voru leikmenn á hraóri leiö frá • Hart barist í leik Vföis og Skallagríms. marki Víöis en Vióismenn spila grimma rangstööutaktik. Ólafur Jóhannesson þjálfari Skallagríms sá hvaö veröa vildi og stefndi á móti hópnum meö boltann. Eitt- hvaö fum kom á Víöisvörnina og sendi Ólafur stungubolta í gegnum hópinn sem framherjar Skalla- gríms unnu vel úr. Víóismenn héldu uppi stórsókn eftir markiö og myndaöist hvaö eftir annaö stórhætta viö mark Borgnesinga. Þjálfari Víöis tók mann útaf úr vörninni og setti sóknarleikmann inná í hans staó. Á 21. mínútu er Grétar Einars- son felldur inni í vítateig og víti réttilega dæmt. Guöjóni Guö- mundssyni brást ekki bogalistin 3—3. Á 26. minútu síöari hálfleiksins skorar svo Ómar Sigurösson mark fyrir Skallagrím úr þvögu eftir góöa sókn vestanmanna, og enda þótt Víöismenn ættu hverja sóknarlot- una af annarri eftir þaö tókst þeim ekki aö jafna. Ef þeir komust fram- hjá sterkri vörn Skallagríms stóö markvöröurinn eins og kóngur í ríki sinu og varöi allt sem á markiö kom — oft meö miklum tilþrifum. Liö Skallagríms er þaö besta sem spilaö hefir gegn Víöi i Garö- inum í sumar. Sterkir i vörn, meö góöa framveröi og yfirvegað spil. Víöisliöiö lék ágætlega en hitti ein- faldlega ofjarla sina aö þessu sinni. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur og heföi allt eins getað endaö 7—6. Einherji loks með sigurleik Einherji - Völsungur 20 EINHERJI frá Vupnafiröi vann sinn fyrsta sigur á íslandsmótinu í 2. deild, er liðiö fékk Völsung frá Húsavík ( heimsókn. Einherji sigraöi 2—0 og komu úrslitin eins og þruma úr heiöskíru lofti, þv( Húsvíkingarnir áttu fyrir leikinn talsverða möguleika á þv( aö næla I 2. sætiö ( deildinni sem gefur sæti í 1. deild. Minnkuöu möguleikar liösins verulega viö ósigurinn aö sjálfsögðu. Einherjar eiga litla möguleika á því aó bjarga sér frá falli, en sigur- inn lagaði stööu liósins. Leikmenn iiösins lögóu allt í sölurnar og upp- skáru samkvæmt því, staöan var 1—0 í hálfleik og ef eitthvaö var, var heimaliöió nær því aö skora fleiri mörk heldur en gestirnir aö komast á blaö. Eitt mark leit dagsins Ijós í hvor- um hálfleik. Gísli Daviösson skor- aöi fyrra markiö viö mikinn fögnuö áhorfenda og ekki var fögnuöurinn minni er Páll Björnsson bætti síö- ara markinu viö í seinni hálfleik og innsiglaói sigur liös síns. Völsung- ar voru furöu daufir í leiknum, a.m.k. miöaö viö hvaö í húfi var. Ekki er þó öll nótt úti enn hjá liö- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.