Morgunblaðið - 21.08.1984, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984
33
• Lið ÍA, sigurvegarar (4. flokki, ásamt þjálfara aínum og iiðastjóra. Mocgunt>MM/RAX.
ÍA íslands-
meistari í 4. flokki
ÚRSLITAKEPPNIN ( 4. aldurs-
flokki á íalandsmótinu ( knatt-
spyrnu fór fram um helgina á
Selfossi. Liö af öllu landinu
mættu þar til leiks og leiknir
voru 16 leikir. Strákarnir gerðu
sér lítið fyrir og skoruöu hvorki
fteiri nó færri en 79 mörk. Leikiö
var á fimmtudag, föstudag og
laugardag ( undanúrslitunum
en á sunnudeginum láku liöin
um einstök sæti og uröu úrslit
þau aö Skagastrákarnir sigruöu
KR í úrslitaleik meö tveimur
mörkum gegn einu (æsispenn-
andi leik. Skagamenn voru vel
aö þessum sigri komnir, þeir
unnu alla sína leiki og markatal-
an hjá þeim úr þessum fjórum
leikjum var 16:3.
Úrslit leikja uröu þannig að á
fimmtudeginum unnu Skaga-
menn Selfyssinga 5:1, Stjarnan
vann Súluna 7:0, KR vann Víking
1:0 og KA vann Grindavík 7:1,
samtals voru skoruö 22 mörk
þann daginn. Föstudagurinn var
enn meiri markadagur, þá vann
Selfoss Súluna 7:0, Skaginn
vann Stjörnuna 3:1, KR vann KA
4:0 og síöasti leikurinn þann
daginn var á milli Grindvíkinga
og Víkinga. Víkingur sigraöi 7:2
og þar meö voru mörkin oröin 24
þann daginn.
Á laugardaginn lék ÍA viö Súl-
una og vann 6:0, KR vann
Grindavík 2:0, Stjarnan sigraöi
Selfoss 7:0 og Víkingur vann KA
3:1.
Úrslitakeppnin fór fram á
sunnudeginum og þar léku
Grindvíkingar og Súlan um 7. til
8. sætiö. Grindavík vann leikinn
3:0 og hafnaöi í sjöunda sæti. KA
vann Selfoss 4:2 í leiknum um
fimmta sætiö og Stjarnan tryggöi
sér þriöja sætiö meö 2:0 sigri á
Víkingum. Úrslitaleikinn léku KR
og ÍA og lauk honum eins og áö-
ur sagöi meö sigri Skagastrák-
anna sem skoruöu tvö mörk
gegn einu marki KR.
KS tók stig
af FH-ingum
KS-FH
1:1
EFSTA liö 2. deildar, FH, og eitt
þeirra liöa sem hvaö harðast
berst fyrir 2. sætinu, KS, skildu
jöfn á Siglufjaröarvelli á laugar-
daginn, hvort lið skoraöi eitt
mark, 1—1. Staöan í hálfleik var
1—0 fyrir FH.
Leikur þessi skiptist nokkuö í
tvö horn, FH-ingar voru sterkari
II' I 'iWIIUUII.. l.P. i. ii'i l
• Ólafur Danivalsson skoraöi
mark FH.
framan af og náöu forystunni um
miöjan hálfleikinn. Þaö var gamla
kempan Ólafur Danivalsson sem
skoraöi markiö. FH-ingar hóldu
frumkvæöinu úr fyrri hálfleik, en
fljótlega í þeim síöari fór heimaliö-
iö aö taka sig saman í andlitinu og
sækja grimmt. Liöinu tókst fljót-
lega aó jafna og var markiö skoraö
úr vítaspyrnu. Colin Packer, Eng-
lendingur i liöi KS, skoraöi úr vítinu
sem dæmt var vegna brots innan
vítateigs.
Ljósm./ Amór.
Tvær vítaspyrnur í Garðinum
— þegar Skallagrímur sigraöi heimamenn
LÉTTLEIKANDI og ákveönir
Borgnesingar geröu góöa ferð i
Garöinn sl. laugardag. Unnu þeir
heimamenn meö fjórum mörkum
gegn þremur og voru vel aö sigr-
inum komnir.
Leikmenn Skallagríms léku und-
an vindi í fyrri hálfleik og á 7. mín-
útu varö Gísli markvöröur Víöis aö
taka á öllu sinu og bjarga meö
góöu úthlaupi. Þaö voru þó Víö-
ismenn sem uröu fyrri til aö opna
markareikning sinn. Guöjón Guö-
mundsson skoraöi af nokkru færi
eftir fyrirgjöf frá Gretari Einarssyni.
Eftir markið sótti Skallagrímur stíft
og var oft mikil þvaga viö Víöis-
Víöir — Skallagrímur
3:6
markiö. Á 16. mínútu skorar svo
Garöar Jónsson og mínútu síöar
skorar Björn Axelsson fyrir Skalla-
grim og staóan allt í einu oröin
2—1 Skallagrim í vil. Þá er komiö
aö Víöi aö sækja og bjarga varn-
armenn Skallagríms á línu á 20.
minútu. Tveimur mínútum siöar á
Vilberg skot aó markí Skallagríms
en rétt yfir.
Á 38. minútu fær Skallagrimur
víti sem þjálfari þeirra Ólafur Jó-
hannesson tekur en Gísli mark-
vöröur varöi glæsilega. Á 46. mín-
útu jafnaði Grétar Einarsson og
tók því ekki aö byrja fyrri hálfleik-
inn á ný eftir markið.
Ekki var síöari hálfleikur nema
einnar mínútu gamall þegar Garö-
ar Jónsson skorar sitt annaö
mark. Aödragandinn var nokkuö
óvenjulegur. Borgnesingar höfóu
veriö í sókn sem rann út i sandinn
og voru leikmenn á hraóri leiö frá
• Hart barist í leik Vföis og
Skallagríms.
marki Víöis en Vióismenn spila
grimma rangstööutaktik. Ólafur
Jóhannesson þjálfari Skallagríms
sá hvaö veröa vildi og stefndi á
móti hópnum meö boltann. Eitt-
hvaö fum kom á Víöisvörnina og
sendi Ólafur stungubolta í gegnum
hópinn sem framherjar Skalla-
gríms unnu vel úr.
Víóismenn héldu uppi stórsókn
eftir markiö og myndaöist hvaö
eftir annaö stórhætta viö mark
Borgnesinga. Þjálfari Víöis tók
mann útaf úr vörninni og setti
sóknarleikmann inná í hans staó.
Á 21. mínútu er Grétar Einars-
son felldur inni í vítateig og víti
réttilega dæmt. Guöjóni Guö-
mundssyni brást ekki bogalistin
3—3.
Á 26. minútu síöari hálfleiksins
skorar svo Ómar Sigurösson mark
fyrir Skallagrím úr þvögu eftir góöa
sókn vestanmanna, og enda þótt
Víöismenn ættu hverja sóknarlot-
una af annarri eftir þaö tókst þeim
ekki aö jafna. Ef þeir komust fram-
hjá sterkri vörn Skallagríms stóö
markvöröurinn eins og kóngur í
ríki sinu og varöi allt sem á markiö
kom — oft meö miklum tilþrifum.
Liö Skallagríms er þaö besta
sem spilaö hefir gegn Víöi i Garö-
inum í sumar. Sterkir i vörn, meö
góöa framveröi og yfirvegað spil.
Víöisliöiö lék ágætlega en hitti ein-
faldlega ofjarla sina aö þessu
sinni. Leikurinn var mjög opinn og
skemmtilegur og heföi allt eins
getað endaö 7—6.
Einherji loks
með sigurleik
Einherji - Völsungur
20
EINHERJI frá Vupnafiröi vann
sinn fyrsta sigur á íslandsmótinu
í 2. deild, er liðiö fékk Völsung frá
Húsavík ( heimsókn. Einherji
sigraöi 2—0 og komu úrslitin eins
og þruma úr heiöskíru lofti, þv(
Húsvíkingarnir áttu fyrir leikinn
talsverða möguleika á þv( aö
næla I 2. sætiö ( deildinni sem
gefur sæti í 1. deild. Minnkuöu
möguleikar liösins verulega viö
ósigurinn aö sjálfsögðu.
Einherjar eiga litla möguleika á
því aó bjarga sér frá falli, en sigur-
inn lagaði stööu liósins. Leikmenn
iiösins lögóu allt í sölurnar og upp-
skáru samkvæmt því, staöan var
1—0 í hálfleik og ef eitthvaö var,
var heimaliöió nær því aö skora
fleiri mörk heldur en gestirnir aö
komast á blaö.
Eitt mark leit dagsins Ijós í hvor-
um hálfleik. Gísli Daviösson skor-
aöi fyrra markiö viö mikinn fögnuö
áhorfenda og ekki var fögnuöurinn
minni er Páll Björnsson bætti síö-
ara markinu viö í seinni hálfleik og
innsiglaói sigur liös síns. Völsung-
ar voru furöu daufir í leiknum,
a.m.k. miöaö viö hvaö í húfi var.
Ekki er þó öll nótt úti enn hjá liö-
inu.