Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 54
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Alltaf hægt að komast gangandi — segir Eiríkur Björnsson í Svínadal Það er gríðarlegt vatnsmagn í Skaftá, þar sem hún æðir belj- andi niður dalinn, steypist niður gljúfur í nokkrum kvíslum og hægt er að fylgjast með hvernig hún breiðir sífellt meira úr sér. Gusurnar ganga stundum nokkra metra upp í loftið, þar sem straumköst mætast eða brýtur á hraundrangi. Gnýrinn er eins og í hljóðfrárri þotu — ef maður lokar augunum og leyfir ímyndunaraflinu að leika laus- um hala, þarf ekki mikið til að heyra gjöreyðingardrunurnar úr „Apocalypse Now!“. Fjárgöturn- ar eru orðnar að fossandi jök- ulkvíslum og upp úr hraunboll- unum milli bæja og afleggjar- anna þangað heim standa grá- svartar gusur. Neðar, þar sem heitir Eldvatn, milli Svínadals og Múla, er Stóra-Hvammsbrúin. Nokkrum metrum austar er önnur brú, minni, og þar á milli er vatn far- ið að seytla yfir veginn. Ekki er annað að sjá en tekið sé að grafa undan brúarstólpunum, þegar ekið er nær og yfir brúna. Hún á að halda 10 tonnum svo öllu er óhætt, en er komið er yfir hana brýtur vatnið sér nýja leið niður að veginum og tekur að streyma í tveimur lænum. Rúmlega hálfri klukkustund síðar rennur áin yfir veginn í nær tveggja metra breiðri samfellu. Skaftá er enn að bæta í sig undan jökli. „NEI, VIÐ höfum engar áhyggjur af því, að þaö verði ófært — það er alltaf hægt að komast gangandi,“ sagði Eiríkur Björnsson, bóndi í Svínadal, þegar Morgunblaðs- menn hittu hann að máli þar á hlaðinu síðdegis í gær. Þá var vatn farið að flæða yfir veginn heim að bænum svo hann var að verða ófær minni fólksbflum. „Þetta er að verða nokkuð mikið og fer dagvaxandi," sagði Eiríkur og benti yfir leirurnar austan við bæinn, þar sem að jafnaði er þurrt, þótt ekki sé það nýtt að neinu ráði. „En við höf- um séð meira vatn hér. Það hef- ur komist upp fyrir hornstólp- ann í girðingunni umhverfis tún- blettinn í kringum íbúðarhúsið. Ætli það hafi ekki verið á að giska metra hærra en það er núna. Hvernig þetta endar veit maður náttúrlega ekki,“ sagði Eiríkur. Hann sagði hlaup í Skaftá á vetrum erfiðari fyrir fólkið í Svínadal. Þá ætti ís til að hindra rennsli árinnar fram leirurnar og þá flæddi fyrr og meira yfir heimreiðina. „Nú kemst þetta allt niður. Vatnið lónar sér talsvert hérna fram undan — það gera þrengslin hér sunnan við nærri Stóra-Hvamms- brúnni." — Okkur sýndist vera að byrja að flæða yfir veginn þarna á milli brúnna. „Já, vegurinn þarna er lægri Morgunblaðið/ RAX Eiríkur Björnsson, bóndi í Svína- dal. en hann var svo hlaupin ryðji honum og brúnum síður burtu. Eftir að vegurinn var lækkaður og brúin sett á þarna kringum 1930, held ég, hefur vegur haldið betur en áður, en vatnið lónar hærra hér en það gerði," sagði Eiríkur. Hann bætti því við, að vöxtur- inn í ánni væri ótrúlega hraður. „Það er ekki lengra síðan en í gærkvöld að það kom heyvagn hér að austan og beint yfir sand- ana,“ sagði hann og benti út yfir vatnselginn, „og það heldur áfram að vaxa.“ ÓV Beljandinn í Skaftá neðan eystri Stóra-Hvammsbrúarinnar. Skaftá í ham: Morgunblaðið/RAX. Gjöreyðingardrunur beljandi flaumsins Kirkjubæjarklaustri, 20. ágúst. Frá Ómari Valdimarssyni, blaöamanni ÞAÐ ÞARF EKKI að fara lengi upp með Skaftá til að verða var við blaupið. Lyktin leyn- ir sér ekki — þótt hún sé ekki nærri eins brennisteinsmettuð og stundum áður. Liturinn er engu iíkur — nema kannski steypu með of miklum sandi í. Enda er vatnið allt að því þykkt og setji maður skóinn út í situr leirinn eftir þegar vatnið þornar. Jökulvatnið var áber- andi dökkt á móti bænum Svartárdal, sem nú Morgunblaðsins. er fullkomlega vegasambandslaus. Um 300 metra frá vestari brúnni, sem hefur verið ein af alls 14 brúm yfir Skaftá, liggur vegurinn ofan í beljandi fljótið og upp úr því aftur rétt vestan við brúna. Hún virðist tilgangslaus þar sem hún stendur og sú eystri ekki síður. Heim að bænum er ekki annað aö sjá en allt sé með felldu. Fólk sést ganga til verka sinna, það hefur séð hann svartari en í dag. Í. ■■■■■ ■ Talið er að upptök Skaftárhlaups megi rekja til þessa sigketils í norðvest- anverðum Vatnajökli mitt á milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Myndina tók Reynir Ragnarsson í gærmorgun. „Svona er þetta og ekkert í því að gera“ Feðgarnir í Múla teknir tali við Stóru-Hvammsbrú FEÐGARNIR í Múla, Sæmundur Björnsson og Oddsteinn Sæmunds- son, voru að smala fjárhópi yfir Stóra-Hvammsbrú, skammt ofan við Múla, þegar Morgunblaðsmenn bar að. Kindurnar, nærri 40 talsins, höfðu verið á beit austan árinnar og voru um það bil að lokast inni. „Það verður að ná því, sem hægt er, svo það verði ekki inn- lyksa,“ sögðu feðgarnir. „Það er talsvert fleira fé hér beggja vegna og það getur komið, en ekki er langt í að vegurinn milli brúnna grafist sundur." Þeir sögðust hafa séð meira vatn í ánni á þessum slóðum, en þó yxi það í henni mjög hratt. „Það hefur hækkað mikið í ánni seinnipartinn í dag,“ sagði Sæ- mundur, „og fer hríðvaxandi." Oddsteinn gat um mikið hlaup sumarið 1972. „Þá hefur ekki vantað nema svona hálfan metra í að vatnið fiæddi yfir brúna,“ sagði hann. „Það var miklu meira en þetta er núna. Vegurinn milli Feðgarnir í Múla með fjárhópinn við Stóra-Hvammsbrýrnar. Stóra-Hvammsbrúar og litlu brú- arinnar var í sundur og sömuleið- is flæddi yfir veginn austan við. Það var allt á kafi hér. Svínadal- ur var alveg úr vegasambandi og fé hér um alla hólma.“ Feðgarnir töldu að þetta Skaft- árhlaup kæmi á alversta tíma vegna heimagöngu fjárins, sem væri á beit í hólmunum upp og niður með ánni. „Það er betra að fá hlaup að vetrum að því leytinu til,“ sögðu þeir. — Missið þið margt, þegar áin hleypur svona fram? „Maður veit aldrei hve margt það er, en það er alltaf eitthvað. Sumarið 1972 fórum við á báti hér til að bjarga fénu, sem var strandað í hólmunum. Samt náð- um við ekki öllu. Það verður allt- af eitthvað eftir og svo finnur maður hræin kannski, þegar ver- ið er að smala á haustin. Það fer ekki allt í hlaupinu sjálfu, en á eftir lendir það í sandbleytu til og frá og þá bjargar það sér ekki allt. En svona er þetta," sögðu þeir Múlafeðgar um leið og þeir héldu eftir fjáhópnum, „og það er ekkert í því að gera.“ í sama mund braut áin þriðja skarðið í veginn og þar með mátti hann teljast lokaður. ÓV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.