Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 1

Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 206. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Enn dregur „Flick-hneykslið** dilk á eftir sér: Barzel þingforseti sagði af sér embætti Vilja Marcos frá Nokkur reiði greip um sig á Fil- ippseyjum, er hlutlaus rannsókn- arnefnd um morðið á stjórnar- andstöðuleiðtoganum Aquino taldi sig ekki geta bendlað Marcos for- seta við ódæðið. Á meðfylgjandi mynd má sjá u.þ.b. 6000 manna útifund í höfuðborginni Manila í dag. Hrópaði fólkið vígorð að for- setanum og krafðist afsagnar hans. Símamynd AP. Löghald lagt á eigur samtaka námumanna Bonn, 25. oklóber. AP. KAINEK Barzel, forseti vestur- þýska þingsins, hefur sagt af sér því embætti vegna ásakana um að hafa þegið mútur upp á 1,7 milljónir marka af Flick-fyrirtækjasamsteyp- unni. Flick-málið er enn í rannsókn og ýmsir stjórnmálamenn tengjast því. Alfred Dregger, formaður þing- flokks kristilegra demókrata, flokks Barzels, las upp uppsagn- arbréf hans á þingflokksfundi, en Barzel fór huldu höfði og blaða- fulltrúi hans sagði hann veikan heima. í bréfi Barzels stóð m.a. að hann hefði sagt af sér vegna hins óskaplega pólitíska- og andlega álags sem Flick-málið hefði í för með sér. Stóð að hann yrði og að segja af sér til að þingið gæti starfað eðlilega undir stjórn nýs forseta. Þetta er í annað skiptið sem þingforseti í Vestur-Þýskalandi hættir vegna hneykslismáls, en Rainer Barzel árið 1969 sagði Eugen Gersten- mayer af sér eftir að hafa verið sakaður um vafasöm fjármála- umsvif. Barzel hefur ætíð neitað því að hafa þegið mútur af Flick. Sjá nánar á bis. 21. Presteránið: Höfuðpaurinn háttsettur í lögreglunni? V.rsjá, 25. oklóber. AP. PÓLSKA herstjórnin tilkynnti í dag, að þrír menn hefðu verið handteknir og sakaðir um aðild að ráni prestsins Jerzy Popieluszko á Töstudaginn. Einn mannanna er starfsmaður í pólska inn- anríkisráðuneytinu, en Iftið er vitað um hina tvo sem sagðir eru hafa verið f vitorði með þeim fyrrgreinda. Prestur- inn er enn ekki kominn í leitirnar og Jozef Glemp, æðsti maður pólsku kirkjunnar, óttast að hann kunni að hafa verið myrtur. Glemp hefur krafist þess af stjómvöldum að þau hraði rannsókn málsins og geri niðurstöðurnar heyr- inkunnar og dragi ekkert undan. Sendi Glemp frá sér yfirlýsingu um málið og kom á óvart að hún var lesin bæði f útvarpi og sjónvarpi. Ráöa menn af því, að yfirvöld óttist viðbrögð almennings því Popieluszko var ekki einungis einn vinsælasti prestur Póllands, heldur opinber og eldheitur stuðningsmaður „Sam- stöðu". Jerzy Urban, talsmaður pólsku herstjórnarinnar, sagði f dag, að sönnunargögn hefðu fundist i bifreið aðalsakborningsins, m.a. hár sem talin eru úr höfði prestsins. Starfs- menn í innanríkisráðuneytinu sem ekki vildu láta nafna getið, sögðu að- alsakborninginn vera lögreglumann með umtalsverðan titil. Londoii. 25. oklóber. AP. DÓMSTÓLL úrskurðaði í dag að löghald skyldi lagt á eigur og sjóði samtaka brezkra kolanámamanna þar sem samtökin skirrtust við að greiða 200 þúsund sterl- ingspunda sekt er þau voru dæmd í nýlega fyrir að boða verkfall án þess að bera það áður undir félagsmenn. Er þetta annað áfallið sem sam- tökin verða fyrir á tveimur dögum, en í gær aflýstu námuverkstjórar fyrirhuguðu verkfalli, sem stöðvað hefði allar kolanámur landsins. Talið er að í sjóðum samtak- anna séu allt að átta milljónir sterlingspunda. Hefur endur- skoðunarfyrirtækinu Price Wat- erhouse í London verið falið að gera sjóðina upptæka. Skömmu eftir úrskurð dóm- stólsins fór Anne Scargill, eigin- kona leiðtoga námamanna, Arthur Scargill, í höfuðstöðvar samtakanna í Sheffield, hirti þar skjalabunka og ók á brott án þess að gera starfsfólki grein fyrir ferðum sínum. Leiðtogar námamanna og stjórn kolanámanna komu sam- an til fundar í dag þar sem reynt Frægur vís- indamaður landflótta Stokkhólmí. 25. október. AP. SÆNSK STJÓRNVÖLD hafa stað- fest, að heimsfrægur sovéskur vís- indamaður hafi óskað eftir hæli sem pólitískur flóttamaður I Sviþjóð. Nafn mannsins hefur þó ekki verið gefið upp. Hann mun hafa gefið sig fram við sænsku lögregluna I lok síð- ustu viku. Lögreglan, útlendingaeft- irlitið og utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. verður að finna leiðir til lausnar deilunni. Til átaka kom við ýms- ar kolanámur í Norður-Englandi með þeim afleiðingum að 17 lögregluþjónar slösuðust. 4 skipum sökkt í Persaflóa BaKhdad. frak. 25. október. AP. TAI.SMADl'R herráðs íraka greindi frá því í dag, að herþotur hefðu ráðist á skipalest við mynni hafnarinnar t ír- önsku borginni Bandhar Khomeini og sökkt fjórum skipum. Eigi lét hann þess getið hvort um erlend kaupskip eða írönsk sjóhersfley væri að ræða. Umræddur talsmaður bætti við, að Irakar hefðu mikinn hug á því að auka til muna umsvif sín gegn skipa- ferðum í Persaflóa, einkum og sér i lagi á leiðinni milli Khargeyju og Bandhar Khomeini. íranir hafa sjálfir svarað í sömu mynt, ráðist á skip vítt og breitt um Persaflóa, síð- ast 19. október, er herþotur þeirra sökktu skipi frá Panama og drápu um leið þrjá sjómenn og særðu sjö til viðbótar úr áhöfn skipsins. Bardagar voru enn miðsvæðis á víglinunni og gumuðu báðir stríðsað- ilar af mannvígum í liði andstæð- inganna. Yasser Arafat leiðtogi PLO hefur lagt fram tillögu um frið í stríðinu, en sérfræðingar telja hverfandi horfur á því að deiluaðilar hafi áhuga á því. Frakkar um „sprengjumálið**: Úlfaldi úr mýflugu Lundúnuin, 25. október. AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, sagði í ræðu í full- trúadeild breska þingsins í dag, að „sprengjuirálið" umtalaða er lög- regluhundar fundu sprengju sem einn af öryggisvörðum Francois Mitterrand Frakklandsforseta hafði komið fyrir til að kanna ör- yggisgæslu bresku lögreglunnar, hefði verið hið „leiðinlegasta og alvarlegasta mál,“ og að Frakkar yrðu krafðir nánari svara um hvernig svona lagað gæti átt sér stað. í tilkynningu frá franska sendiráðinu sagði að um mikinn og leiðan misskilning hefði verið að ræða, en Bretar og sérstaklega bresk blöð, hefðu gert allt of mikið úr málinu. „Það hefur verið gerður úlfaldi úr mýflugu,” sagði í tilkynningu frá franska sendiráðinu sem fullyrti auk þess að sprengjunni hafi verið komið fyrir með vit- und breskra lögreglumanna og í gríni hafi hinir bresku og frónsku öryggisverðir rætt sín á milli um að prófa þefskyn sprengjuleitarhundanna." í yfir- lýsingu frá franska utanríkis- ráðuneytinu var auk þess fullyrt að það væri ekkert hæft í yfir- lýsingum Breta um að öryggis- verðinum franska hafi verið skipað að kanna öryggisgæsluna. Stjórnvöld beggja landa hafa þó lagt á það áherslu að málið megi alls ekki verða til þess að draga úr gildi heimsóknar Mit- terrands til Bretlands sem hefur verið hin gagnlegasta. Á hinn bóginn breikkaði gjáin á milli bresku og frönsku öryggisþjón- ustanna, en síðasta hámark kuldans þar á milli var I júní síðastliðnum, á efnahagsþinginu í Lundúnum, en þá stukku bresk- ir öryggisverðir á tvo af lífvörð- um Mitterrands og afvopnuðu þá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.