Morgunblaðið - 26.10.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 26.10.1984, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Steindór starfar með fimm bílum FIMM bflstjórar á Bifrciöastöð Steindórs fcngu atvinnuleyfi til leigubflaaksturs við síðustu úthlutun og munu þeir reyna að halda áfram rekstri stöðvarinnar fyrst um sinn, á meðan verið er að kanna rekstrar- grundvöll fyrir áframhaldandi starf- semi. Með dómi Hæstaréttar í byrjun júlí sl. féllu úr gildi atvinnuleyfi leigubílstjóra, sem gefin voru út á stöðina, en samgönguráðuneytið veitti bílstjórum á stöðinni frest til að stunda leiguakstur fram til 11. október sl., og var sá frestur síðan framlengdur fram yfir síð- ustu úthlutun, sem veitt var í fyrradag. Bifreiðastjórar á Stein- dóri hættu svo í gær akstri þeirra leigubifreiða, sem ekið hafa hjá stöðinni að undanskildum þeim fimm, sem fengu leyfi. Á fundi, sem haldinn var í stjórn Steindórs í gær var ákveðið að kanna Áfengi og tóbaki stolið á Akranesi Akrmnesi, 25. oklóber. Innbrot var í útsölu Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins hér á Akranesi síðastliðna nótt, og er talið að töluverðu magni af áfengi og tóbaki hafi verið stolið. Lög- reglan á Akranesi hefur rannsókn málsins með höndum en ekkert hefur enn komið fram sem upplýst getur innbrotið. Talið er að inn- brotið hafi verið framið á milli 1 og 5 síðastliðna nótt. Lögreglu- þjónn á vakt varð var við að brotin hafði verið upp hurð á afgreiðslu verzlunarinnar og farið þar inn. Ekki er að fullu ljóst hve miklu var stolið, en jafnvel er talið að það sé um töluvert magn að ræða. grundvöll fyrir áframhaldandi rekstri stöðvarinnar, en ljóst er, að ekki verður unnt að halda rekstrinum áfram til lengdar með fimm bifreiðum, þótt það verði reynt fyrst um sinn. „Þetta er millibilsástand," sagði Sigurður Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri og stjórnarformað- ur Steindórs í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Við erum að gera okkur vonir um að þessu sjötíu ára gamla fyrirtæki, brautryðjanda í leigubílaakstri hér á landi, verði skapaður rekstrargrundvöllur til að starfa áfram, enda ekki um það deilt að þörf er fyrir áframhald- andi starfsemi stöðvarinnar," sagði Sigurður. Deila BÍ og útgefenda: Sáttafundur í dag Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Blaðamannfé- lags íslands og biaðaútgefenda til sáttafundar klukkan 16 í dag. Síð- asti fundur deiluaðila var haldinn á þriðjudag. Morgunblaftið/Júlfus Lögregluþjónn við skotvopnin sem fundust við nýja útvarpshúsið I gærkvöldi. Byssurnar fundust við útvarpshúsið BYSSURNAR, sem stolið var úr verzluninni Vesturröst aðfaranótt miðvikudags, fundust liggjandi skammt frá nýja útvarpshúsinu laust fyrir klukkan 20 í gær- kvöldi. Ókunn rödd hringdi í DV og sagði að byssurnar lægju við útvarpshúsið. Þegar var hringt í lögregluna og fór hún á staðinn og fann byssurnar vafðar í lak. Auk þess fannst nokkurt magn skota í íþróttatöskum, auk ann- ars þýfis. Augljóst virtist, að byss- urnar hefðu legið þama skamma stund þegar þær fundust. Alls var tíu byssum — sex rifflum og fjórum haglabyss- um, stolið úr verzluninni Vest- urröst. Logreglan í Reykjavík notfærði sér heimild í lögum til þess að taka skotvopnin í sína vörzlu, þar sem eigendur verzl- unarinnar hafa ekki þótt sýna næga aðgæzlu. Síðastliðinn vet- ur var haglabyssunni, sem not- uð var við vopnaða ránið við útibú Landsbankans við Lauga- veg, stolið úr Vesturröst. Nýi kraninn losar lyf Morgunbl&ðiA/Júlíus VERKFALLSSTJÓRN BSRB veitti í gær leyfi til uppskipunar úr ms. Álafossi, sem lá við bryggju í Sundahöfn. Var þar skipað upp lyfjum og heilsugæslubúnaði. Við uppskipunina var hinn nýi krani Eimskips notaður í fyrsta sinn, og að sögn kunnugra reyndist hann vel við verkið. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var síðdegis í gær má sjá er verið var að losa skipið. Símaþjónusta við Djúp: Deilan komin til kasta sýslumanns HJÁ sýslumannsembættinu á ísa- firði fer nú fram rannsókn á verk- fallsaðgeróum BSRB á símstöð- inni á ísafirði en eins og fram hefur komið í Mbl. virðir BSRB ekki úrskurð Kjaradeilunefndar um að símstöðin skuli opin í þrjá tíma á dag fyrir almenna síma- Íijónustu við þá fjóra hreppa við safjarðardjúp sem búa við hand- virkan síma. Póst- og símamálastjóri óskaði eftir rannsókninni í fyrradag og að gerðar yrðu við- eigandi ráðstafanir til að úr- skurður Kjaradeilunefndar nái fram að ganga. Ólafur K. Ólafsson fulltrúi sýslumanns hóf í gær rannsókn málsins með yfirheyrslum yfir síma- stúlkum. Sagði hann að rann- sókn lokinni yrði tekin ákvörð- un um framhald þess. Jón Skúlason póst- og símamála- stjóri sagðist ekki hafa óskað eftir rannsókn á neitunum BSRB og símamanna um að fara eftir úrskurðum Kjara- deilunefndar við viðgerðir á síma og telex í Reykjavík. Sagði hann að Póstur og sími væri skuldbundinn til að fara eftir úrskurðum Kjaradeilunefndar en vonaðist til að málin leyst- ust áður en lengra væri haldið. Úrskurðir Kjaradeilunefndar varðandi símamál sem BSRB hefur gert ágreining um og neitað að virða voru sumir hverjir a.m.k. samþykktir sam- hljóða í Kjaradeilunefnd . Mbl. er kunnugt um að svo var um úrskurðina um fyrirkomulag telexþjónustu og viðgerðir á bilunum í jarðsímakerfum og sjálfvirkum stöðvum. Ók rúma 200 km til að komast í samband við fólk ísafirði, 25. október. GÍFURLEG óánægja er meðal íbúa ísafjarðardjúps með afskipti BSRB af ákvörðun kjaradeilunefndar um að símstöðin á fsaflrði skuli vera opin fyrir símaþjónustu við sveita- hreppana fjóra, sem í Djúpinu eru, þrjá tíma á dag. Mjög erfiðlega gengur að afla upplýsinga um málið, þar sem símasambandslaust er við alla bæina. En bóndi þaðan, sem fréttaritari hitti í dag, sagðist hafa þurft að aka yflr 200 kflómetra til að komast í sambandi við fólk. Hrepparnir norðan Djúpsins ná ekki sambandi við ísafjörð og í slysa- eða veikindatilfellum þarf jafnvel að aka að Kirkjubóli í Langadal, þar sem símstöð hér- aðsins er. Þar á að vera neyðar- vakt, að sögn Pósts og síma, en engar ráðstafanir hafa verið gerð- ar til að einhver sé við símann á stöðinni á Kirkjubóli ef heimafólk er utan dyra við vinnu sína. Allt að 250 kílómetrar eru frá fjærstu byggð til ísafjarðar og verða bændur þá að aka þá leið eða bíða á milli ferða hjá Djúpbátnum til að fá nauðsynjar. En báturinn gengur tvisvar í viku. Vitað er um mann sem hefur verið í talstöðvarsambandi við fólk á þessum stöðum og hefur hann getað aðstoðað fólk við að koma nauðsynjum á Djúpbátinn. Nú hefur heyrst að umdæmis- stjóri Pósts og síma á ísafirði hyggist láta taka stöð þessa niður, þar sem hún brjóti i bága við fjar- skiptalög. Er að heyra að mikil reiði sé í fólki ef stöðva á þennan eina tengilið Djúpmanna við laekna og aðra neyðarþjónustuað- ila meðan mörg hundruð kílómetr- ar skilja á milli að hægt sé að koma til hjálpar ef hætta steðjar að Úlfar BSRB-menn hafa sýnt ótrú- lega stífni og ófyrirleitni segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra Sibíð^Seltí^fífun Morgunblaðið fór í prentun seint í upphaflega krafan. Þetta kalla „ÞAÐ VERÐUR ekkcrt lagt fram af okkar hálfu. Við bíðum eftir gagntilboði frá þeim,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins skömmu fyrir sáttafund ríkisins og BSRB, sem hófst í gærkvöldi. Á fundi með frétta- mönnum fyrr um daginn höfðu for- ystumenn BSRB ítrekað þá skoðun sína, að þeir teldu fjármála- ráðherra eiga næsta leik í stöð- unni. Sáttafundurinn stóð enn er gærkvöldi. Aðspurður um þá skoðun BSRB-manna, að hann ætti næsta leik í stöðunni sagði fjár- málaráðherra m.a.: Þeir eru búnir að segja þetta allan tím- ann og hafa svo verið að skila gagntilboðum, sem eru af sömu stærðargráðu og upphaflega krafan. Það lítur bara ekki út fyrir að þeir vilji semja. Þrátt fyrir tilslakanir ríkisins höfum ég ekki samningaviðræður. Mér liggur við að kalla þetta algjört einræði af þeirra hálfu. Þeir haga sér eins og valdhafar." Fjármálaráðherra var spurður hvort hann ætti von á að raun- hæft gagntilboð kæmi frá BSRB-mönnum á fundinum. Hann svaraði því til að samn- inganefnd ríkisins biði eftir ein- hverri hreyfingu frá samninga- nefnd BSRB. „Til að hægt sé að semja verða báðir aðilar að setj- ast niður og tala saman. Við bíð- um því eftir að einhver hreyfing komi frá þeim. Við höfum í einu og öllu komið fram við þá á full- komlega heiðarlegan hátt, án þess að hafa fengið hreyfingu í rétta átt á móti. Þetta gengur ekki svona Iengur. Fólk verður bara að fá að vita, að þeir eru með svo ótrúlega stífni og ófyr- irleitni að engu tali tekur, og slíkt gengur auðvitað ekkí ef samningar eiga að takast," sagði Albert Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.