Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 5

Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUft 26. OKTÓBER 1984 5 Auður og Halldér Laxnes. Söfnuðu hlutafé fyrir 5,1 milijón LOKIÐ er hlutafjársöfnun hjá ís- lenzka útvarpsfélaginu og að sögn Ólafs Haukssonar, eins forráða- manna félagsins, söfnuðust 5,1 millj- ón króna. Aðstandendur félagsins höfðu sett sér það lágmark að safna tveimur milljónum króna og hámark 5,1 milljón. KAUPMÁTTUR GREIDOS TlMAKAUPS MIOAÐ VIÐ VfSUÖUJ nUMFÆKSUJKOSntMMR isao-100 BARNA- OG UNGUNGADEILD KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 SÍMI FRÁ SKIPTIBORDI 45800. Hrafn Gunnlaugsson Ný framkvæmda- stjórn Listahátíðar — Kvikmyndahátíd haldin í maí Ný framkvæmdastjórn Listahátíð- ar í Reykjavík 1986 tók nýlega til starfa. Formaður hennar er Hrafn Gunnlaugsson, en hann er fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórninni, varaformaður er Kristinn Hallsson, fulltrúi menntamálaráðuneytisins. Aðrir í stjórninni eru Birgir Sigurðs- son rithöfundur, Kristín Jóhannes- dóttir leikstjóri og Stefán Baldurs- son leikhússtjóri, kjörinn af fulltrúa- ráði Listahátíðar. Ákveðið hefur verið að halda næstu kvikmyndahátíð í vor, frá 18. til 26. maí, en þá er skólum u.þ.b. að ljúka. Að þessu sinni verður kvikmyndahátíðin haldin í Austurbæjarbíói sem hefur núna þrjá sýningarsali. Ólafur Hauksson sagði að há- markinu hafi verið náð vonum fyrr en félagsmenn hefðu búizt við. Á þriðja hundrað manns hafa lofað að kaupa hluti i félaginu og verður framhaldsstofnfundur fé- lagsins haldinn á þriðjudag, 30. október. Hann kvað menn nú vera með í skoðun, hvaða útvarpssenda hentugast væri að kaupa, en ann- ars myndu menn bíða átekta og sjá hverjar breytingar yrðu á frumvarpi því, sem fyrir Alþingi liggur um breytingar á útvarps- lögum. Þróun kaupmáttar Á þessu línuriti sést þróun kaupmáttar greidds tímakaups miðað við vísitölu framfærslukostnaðar. Árið 1980 er kaupmátturinn sagður 100 og síðan er línan dregin eftir því. Tekið er mið af verkamönnum, verkakonum og iðnaðarmönnum. Þetta línurit sýnir bestur en flest annað hve kaupmátturinn hrundi þegar óðaverðbólgan var sem mest frá síðari hluta árs 1982 fram á árið 1983. Þegar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar tóku að hafa áhrif á þriðja ársfjórðungi 1983 stöðvaðist hrun kaupmáttarins og síðan hefur hann haldist og frekar aukist en hitt. Bókaútgáfan Vaka: Endurminningar Auðar Laxness VÆNTANLEG er á markaðinn frá bókaútgáfunni Vöku endurminn- ingar Auðar Sveinsdóttur Laxness, bókin ber heitið Á Gljúfrasteini. Bókina hefur Edda Andrésdóttir skrifað í samvinnu við Auði, og er hún byggð á viðtölum og dagbókum, sem Auður hefur haldið. Bókin fjallar um líf Auðar sem fléttast eðlilega saman við feril nóbelskáldsins Halldórs Laxness, en þau gengu í hjónaband á að- fangadag 1945. „Bókin spannar tímabilið frá fæðingu hennar 1918 allt til þessa dags,“ sagði Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi í samtali við Mbl. „Hún fjallar um uppvöxt hennar, eril unglingsáranna og fyrstu kynni þeirra Halldórs. Auður fjallar um lífið á Gljúfrasteini, ferðalög þeirra hjóna, nóbelshá- tíðina og allt það sem henni fylgdi. Auður segir mjög hispurslaust og líflega frá og við sögu kemur fjöldi manna bæði innlendra og erlendra. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þessi bók varpi nýju ljósi á líf Auðar og Halldórs," sagði Ólafur ennfremur. Bókin er talsvert á þriðja hundrað síður að stærð og hana prýða fjöldi mynda. A morgun er fyrsti vetrardagur og viö erum auövitaö byrjuö aö taka fram vetrarfötin fyrir börn og unglinga. Vorum að taka upp úlpur, jakka, peysur, boli, buxur og skó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.