Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 6

Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Clty of Perth 31. okt. Bakkafoss 9. nóv. Laxfoss 17. nóv. Cify of Perth 29. nóv. NEWYORK City of Perth 29. okt. Bakkatoss 7. nóv. Laxfoss 15. nóv. City of Perth 27. nóv. HALIFAX Laxfoss 18. nóv. Laxfoss 18. des. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Alafoss 4. nóv. Eyrarfoss 11. nóv. FELIXSTOWE Álafoss 5. nóv. Eyrarfoss 12. nóv. ANTWERPEN Álafoss 6. nóv. Eyrarfoss 13. nóv. ROTTERDAM Álafoss 7. nóv. Eyrarfoss 14. nóv. HAMBORG Álafoss 8. nóv. Eyrarfoss 15. nóv. GARSTON Fjallfoss 6. nóv. USSABON Vessel 23. nóv. LEIXOES Vessel 24. nóv. BILBAO Vessel 25. nóv. NORDURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Vessel 24. okf. Skógafoss 2. nóv. Lagarfoss 9. nóv. Skógafoss 16. nóv. KRISTI4NSANO Vessel 29. okt. Skógafoss 5. nóv. Lagarfoss 12. nóv. Skógafoss 19. nóv. MOSS Skógafoss 6. nóv. Lagarfoss 9. nóv. Skógafoss 20. nóv. HORSENS Skógafoss 8. nóv. Skógafoss 22. nóv. GAUTABORG Vessel 31. okt. Skógafoss 7. nóv. Lagarfoss 14. nóv. Skógafoss 21. nóv. KAUPMANNAHÖEN Vessel 1. nóv. Skógafoss 9. nóv. Lagarfoss 15. nóv. Skógafoss 23. nóv. HELSINGJABORG Vessel 2. nóv. Skógafoss 9. nóv. Lagarfoss 16. nóv. Skógafoss 23. nóv. HELSINKI Vessel 12. nóv. GDYNIA Vessel 14. nóv. TORSHAVN Skógafoss 3. nóv. N. KÖPING Vessel 13. nóv. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -Iram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP * Samningamálin milli ASÍ og VSÍ: Björn Þórhallsson formaður Landssambands verzlunarmanna: Sízt orðið til að greiða fyrir samningum „MENN voru í gær tilbúnir að r«ða þessar hugmyndir VSÍ og því kom það á menn flata að frétta, eftir ýms- um leiðum, samþykkt ríkisstjórnar- innar í gærkvöldi og í morgun, þar sem hún setur það skilyrði að það sé gengið alfarið að hugmyndum VSÍ. VSI setti aldrei neitt slíkt fram sem lokaorð,“ sagði Björn bórhallsson formaður Landssambands verzlun- armanna. Björn sagði ennfremur, að sér fyndist lítið samræmi í samþykkt ríkisstjórnarinnar og að hún hefði sízt orðið til þess að greiða fyrir samningum. Hann sagði ennfrem- ur: „Ég býst við að í hugum flestra hafi verið, að skattalækkun yrði notuð til þess að kauphækkun í krónum yrði minni en menn ann- ars teldu þurfa að vera, en að ekki væri miðað við það að peninga- launahækkun yrði 4%, 5% eða 6% nákvæmlega." Aðspurður um, hvort hann teldi að skattalækkunarleiðin væri þar með úr sögunni sagði hann: „Við vitum ekkert hvað tekur við. Við viljum eiginlega helst ekki taka mark á þessu. Við vorum með bréf frá ríkisstjórninni og við héldum að það væri fullnægjandi til þess að við gætum rætt þessa hluti saman. Við samþykktum í mið- stjórn í dag að halda áfram við- ræðum við VSf og ég býst við að við komum þar á framfæri hug- myndum um niðurskurð og það sem þarf til að unnt verði að fram- kvæma skattalækkanir. Björn Þórhallsson sagði að lok- um, að mönnum hefði brugðið mjög við fréttimar af samþykkt ríkisstjórnarinnar. Við hefði legið í gærmorgun að menn hentu öllu frá sér í fússi, en tekist hefði að draga úr óánægjunni eftir því sem leið á daginn. Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri VSÍ: Um þrjár leiðir er nú að ræða MAGNÚS Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að boðað yrði til samningafundar með ASf síðdegis í dag. Hann kvað ýmislegt af því sem fram kom í gær frá forsvarsmönnum ASf nokkuð óraunhæft. Til dæmis væri þar hvergi nefnt að í tilboði VSÍ fælist, að ef framfærsluvísitalan færi yfir ákveðna punkta, þá væri VSf reiðubúið til að borga einn flokk í viðbót. Magnús sagði ennfremur að all- ar viðmiðunartölur, sem VSÍ hefði gefið upp með tilboðinu, væru miðaðar við erfiðustu aðstæður. Hann var spurður hvort hann teldi að skattalækkunarleiðin væri með þessu úr sögunni. „Ég held að það sé nú um þrjár leiðir að ræða,“ svaraði hann. „í fyrsta lagi að við komumst að samkomu- lagi, þó það þurfi ekki að vera efn- islega nákvæmlega eins og tilboð okkar, en þó þannig að ríkisstjórn- in geti sætt sig við það. Síðan gæt- um við sameiginlega farið fram á að ríkisstjórnin skoðaði möguleik- ann á að standa við sitt tilboð. f öðru lagi getum við litið algjörlega fram hjá skattalækkunum og far- ið í samninga í stíl við það sem gert hefur verið á vinnumarkaðin- um. í þriðja lagi gætum við skoðað aðra möguleika, sem menn hafa ekki séð áður, en gætu orðið til þess að við næðum sameiginlegum markmiðum." Magnús Gunnarsson sagði að lokum: „Það er ljóst að við erum í samningum og semja verðum við, hvernig sem hlutirnir velta. Auð- vitað hlýtur það að vera von allra að sá samningur haldi, en verði ekki eins og orðið hefur svo oft og mörgum sinnum áður.“ Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: A vissan hátt úr öðrum heimi „ÞESSI yfirlýsing ríkisstjórnarinnar virðist á vissan hátt vera úr öðrum heimi og ekki í samhengi við samn- ingamálin yfirleitt. Það er augljóst mál, að það er útilokað fyrir ríkis- stjórnina að leggja sig þannig á milli aðila sem eru að semja, að hún geri öðrum aðilanum að ganga án breyt- inga að umræðugrundvelli, sem hinn aðilinn hefur lagt fram,“ sagði As- mundur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands íslands. Ásmundur sagðist í gærkvöldi vænta þess, að VSf boðaði til samningafundar í dag. Varðandi yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sagðist hann fyrst hafa frétt af henni í fjölmiðlum. Hann hefði ekki fengið hana í hendur fyrr en hann hefði hringt í forsætisráðu- neytið í gær og farið fram á að fá eintak. Um efni yfirlýsingarinnar sagði hann ennfremur: „Það eina sem getur skýrt málið er að ríkis- stjórnin hafi aldrei ætlað sér að lækka skatta og að hún sé með þessu að hlaupa frá fyrri yfirlýs- ingum. Þessi yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar er í allri andstöðu við þau viðhorf sem ríkja innan VSÍ. VSf kynnti sínar hugmyndir sem umræðugrundvöll og ég vænti þess ekki að VSÍ hafi dottið í hug að nokkur gengi að hugmyndinni óbreyttri, en síðan stillir ríkis- stjórnin þessu upp sem úrslita- kostum." Aðspurður um, hvort afskipti ríkisstjórnarinnar hefðu hleypt aukinni hörku í samningamálin sagðist Ásmundur telja að svo væri, en hins vegar taldi hann að- ila verða að finna flöt á samning- unum. Magnús Geirsson for- madur Rafiönaðar- sambandsins: Skattalækkunartil- boðið sjónarspil „ÞETI'A er allt saman hálfgerður skrípaleikur. Ég held að skattamálið sé úr sögunni af hálfu ríkisstjórnar- innar og ég hef ekki neina trú á því að þetta geti orðið, úr því sem komið er. Það eru sett tímamörk — tafar- laust — eða eftir sólarhring. Maður er hættur að botna í æðri máttarv- öldum eða forsætisráðherra. Því miður er það eins og talað sé fyrst og hugsað svo,“ sagði Magnús Geirs- son formaður Rafiðnaðarsambands íslands er hann var spurður álits á stöðu mála. Magnús sagði ennfremur að hann hefði litla trú á öðru en að skattalækkunartilboð ríkisstjóm- Samþykkt VMSÍ og Landssambands iðnverkafólks: Munum aldrei ganga að skil- yrðum ríkisstjórnarinnar HÉR fer á eftir samþykkt viðræðunefndar Verkamannasambands fs- lands og Landssambands iðnverkafólks, sem samþykkt var á fundi við- ræðunefnda þessara aðila í gær: „Síðasta tilboð vinnuveitenda gengur út frá 6,1% upphafs- kauphækkun auk tveggja flokka hækkana á samningstímanum. Binnig er dregið úr verstu göllum tvöfalda kerfisins, án þess að afnema það. Á móti þessu vilja vinnuveit- endur skerðingar á núverandi samningum. Tilboðið miðar við að verðlag hækki um 16% frá því nú og til júní á næsta ári, en um 19,6% til ársloka 1985. Að baki þessum spám eru sagðar áætlánir um 10—13% gengislækkanir en við höfum rökstuddan grun um að þær séu meiri. Þrátt fyrir skattalækkanir er augljóst að tilboð VSf er fjarri því að viðhalda þeim kaupmætti, sem vinnuveitendur hafa sjálfir sagst vilja viðhalda. Aðalatriðin í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá í gær eru þessi: 1. Skattalækkun er skilyrt því að launakostnaður verði ekki meiri en tilboð VSÍ segir til um. 2. Ríkisstjórnin ætlar sjálf að ákveða niðurskurð og/eða tekju- öflun vegna skattalækkana. Með skilyrðum sinum er ríkis- stjórnin að festa í sessi verulega rýrnandi kaupmátt á næsta samningstima, viðhalda tvöfalda kerfinu og ætlast til þess að við undirritum verri samning en við höfum nú. Það munum við aldrei gera. Auk þess er nú horfið frá þeirri grundvallarforsendu að verkalýðshreyfingin fái um það nokkru ráðið, hvernig mætt skuli skattalækkunum og tekur ríkisstjórnin það nú í sínar hendur. Verkamannasamband íslands og Landssamband iðnverkafólks hafa frá upphafi lýst sig reiðu- búin til samningsgerðar á grundvelli skattalækkana sem hluta af heildarsamningum til tryggingar kaupmáttar og lækk- unar verðbólgu. Eins og málum er nú háttað, stefnir kjaradeildan í óefni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir alla. Ofangreindum samtökum er ljóst að það er þjóðarnauðsyn að ná samningum sem fyrst. Verkamannasamband íslands og Landssamband iðnverkafólks lýsa sig reiðubúin til tafarlausr- ar samningagerðar sem treystir kaupmátt launa og telja að fara verði nýjar leiðir út úr þeirri sjálfheldu sem viðræðurnar eru nú komnar í.“ Læknishúsið á Sauðár- króki flutt úr stað SauAárkróki, 23. október. SL LAUGARDAG var gamla læknishúsiö við Suðurgötu á Sauð- árkróki flutt af grunni sínum og sett niður til bráðabirgða sunnar við sömu götu. Við flutninginn voru notaðir stórvirkir kranar, sem lyftu húsinu á flutningavagn. Gekk þessi framkvæmd öll að óskum. Fjöldi fólks fylgdist með þegar þetta gamla hús, sem lengi hefur sett svip á bæinn var flutt á braut. Sigurður Pálsson héraðslæknir lét reisa húsið 1901, og þar bjuggu héraðslæknar Skagfirð- inga til ársins 1956. Þótti húsið bæjarprýði, enda vel við haldið með stórum garði í kring. En á síðari árum var því lítill sómi sýndur og drabbaðist niður. Nýir eigendur, sem hyggja á byggingu verslunarhúss á lóðinni, buðu þá læknishúsið gefins hverjum þeim, sem vildi flytja það eða rífa. Vaknaði þá áhugi meðal margra, einkum þó brottfluttra Sauðkrækinga, um að varðveita húsið. Ekki mun ráðið frekar um framtíð þess á þessu stigi. Kári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.