Morgunblaðið - 26.10.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 26.10.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 7 arinnar hefði ætíð verið sjónarspil því skilyrðin um að gengið yrði að tillögum VSÍ væru fáránleg. Að- spurður um, hvernig ASÍ myndi haga viðræðum við VSÍ í fram- haldi af þessu, sagði hann: „Við höfum fyrst og fremst hugsað um það að tryggja kaupmáttinn. Það er minna mál hvort hækkanir telja fleiri eða færri prósentur. Ég er hræddur um að fóik fáist ekki til að leggja áfram á sig þá byrði sem lögð hefur verið á frá í maí 1983. Það verður ekki gert aftur á þessum áratug, ef þetta mistekst núna.“ Magnús sagði ennfremur að far- ið væri að skoða hvaða félög væru komin með verkfallsheimildir. Það væri a.m.k. gert ráð fyrir þvi inn- an Rafiðnaðarsambandsins að afla heimilda á næstu dögum til þess að hafa þær við hendina ef á þyrfti að halda. Guöjón Jónsson formaður Málm- og skipasmiðasambandsins: Látum ekki setja okkur skilyrði „MÉR sýnist að það verði gengið til viðræðna um þessi drög og hug- myndir VSÍ. En það verður náttúru- lega gengið í þær viðræður með því hugarfari að menn eru ekki ásáttir við það eins og það liggur fyrir og vilja gera á því breytingar. Það er enginn ■ okkar röðum ásáttur við þetta plagg og við látum ekki setja okkur nein skilyrði um að niðurstöð- urnar skuli aðeins vera þetta plagg og ekkert annað,“ sagði Guðjón Jónsson formaður Málm- og skipa- smiðasambands íslands. Guðjón sagði ennfremur, að þeir tækju engum kostum eða fyrir- fram skilyrðum um samninga. Það þýddi ekkert fyrir ríkisstjórnina að setja slík skilyrði. Hann sagði ljóst vera, að kaupmáttinn á árinu 1985, sérstaklega eftir mitt árið, yrði að leiðrétta. Hann sagði að lokum: „Ég tel að aðilar eigi að snúa sér að að ræða um þetta til að ná þessu saman." GuÖmundur J. Guðmundsson formaður V erkamannasambandsins: Málin standa nú mun verr „ÉG TEL alla stöðuna mun verri eft- ir þessa úrslitakosti ríkisstjórnarinn- ar. Ég reikna með að VSÍ hangi í þessu eftir yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar og það er Ijóst að þetta hefur hleypt meiri hörku í allt saman," sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands fs- lands. Guðmundur sagðist telja að það væri orðið tímabært að fara að vígbúast, en þeir hefðu viljað losna við að beita verkfallsvopn- inu í lengstu lög. Hann sagði sam- stöðuna gegn tillögu ríkisstjórnar- innar hafa verið algjöra á fundi miðstjórnar ASÍ í gær, menn hefðu verið þar yfir sig hissa og átt erfitt með að skilja hvað stjórnvöld væru að fara. Hann sagði að lokum, að sér litist svo á að málin stæðu mun verr eftir en áður. Tilefni til að hlaupa frá málinu * — segir m.a. í ályktun ASI um yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar Hér fer á eftir ályktun miðstjórnar Alþýðusambands fslands sem samþykkt var í gær: „A fundi miðstjórnar Alþýðusambands fslands í dag var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Verkalýðshreyfingin hefur að undanförnu ítrekað lýst vilja sínum til þess að meta skatta- lækkanir sem ígildi launahækk- ana og samþykkt að ganga til viðræðna við atvinnurekendur og ríkisstjórn um raunhæfar skattalækkanir og aðhaldsað- gerðir í verðlagsmálum sem ásamt kauphækkunum tryggi raunverulegan kaupmátt á samningstímanum. Síðast í gær var þetta áréttað með fundar- samþykkt formanna landssam- banda innan ASÍ. I gegnum fjölmiðla bárust þær fréttir í gærkvöldi og morgun að ríkisstjórnin hefði gert sam- þykkt þar sem skattalækkanir eru skilyrtar því að gengið sé að umræðuhugmyndum VSl óbreyttum. Af þessu verður ekki annað skilið en fyrri yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar hafi verið einber sýndarmennska og nú sé búið til tilefni til þess að hlaupa frá málinu. Slíkt atferli er eng- um til sóma. Vinnuveitendasam- band tslands hefur ekki sett úr- slitakosti heldur lýst sig reiðu- búið til viðræðna. Til þeirra við- ræðna hljótum við að ganga. Á það mun síðar reyna hvaða orð ríkisstjórnar standa. 6.Virðingarfyllst, f.h. Alþýðusambands fslands Ásmundur Stefánsson.“ Verslunarbankinn fær full réttindi til gjaldeyrisviðskipta VERSLUNARBANKI fslands hefur nú fengið full réttindi til gjaldeyris- viðskipta. Að sögn Kristjáns Oddssonar, bankastjóra, fékk bankinn í des- ember í fyrra takmörkuð réttindi til að versla með erlendan gjald- eyri og takmörkuðust þau við- skipti við þjónustu við námsmenn og ferðamenn, svo og stofnun inn- lendra gjaldeyrisreikninga. „Með bréfi Seðlabankans 19. október eru bankanum veitt alhliða gjaldeyr- isréttindi, sem hafa það í för með sér að hægt verður að bjóða við- skiptamönnum bankans þjónustu vegna inn- og útflutningsverslun- ar,“ sagði Kristján. „Við höfum sóst eftir þessu lengi, en þvi miður getum við ekki hafið þessa þjón- ustu strax. Þjálfun starfsfólks, tölvuvæðing og annar undirbún- ingur tekur langan tima, en við stefnum að þvi að hefja þessa starfsemi í áföngum á næsta ári,“ sagði Kristján. Verslunarbankinn og Útvegs- bankinn hafa haft nána saravinnu á sviði gjaldeyrisviðskipta og kvaðst Kristján reikna með áframhaldi á því, enda hefði það gefist mjög vel. 99 Minni innlánsaukning í sam- bandi við stöðu atvinnuveganna“ — segir Jónas Haralz, bankastjóri „ASTÆÐAN er fyrst og fremst sú, að verulegur hluti starfsemi Lands- bankans fer fram utan Reykjavík- ur,“ sagði Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans, er hann var inntur skýringa á því hvers vegna innláns- aukning bankans væri mun minni en margra annarra banka. „Innláns- aukning utan Reykjavíkur er helm- ingi minni en á Reykjavíkursvæðinu á þessu ári. Landsbankinn er með 30 afgreiðslustaði utan Reykjavíkur og þegar jafn erfiðir tímar eru í sjáv- arútvegi og nú er, þá kemur það fram bæði í innlána- og útlánatölu. Útlánaaukning Landsbankans, sem þó er minni en flestra annarra banka, eru mun meiri úti á landi en í Reykjavík, en innlánaaukning að sama skapi minni. Þeir bankar, sem fyrst og fremst starfa í Reykjavík, þar sem hefur verið uppgangur, hafa mestu innlánsaukninguna. Sú aukn- ing hefur fengist með því að auka útlánin, því þessir bankar eru einnig með mestu útlánaaukninguna." Jónas Haralz sagði, að Lands- bankinn væri ekki að verða undir í þeirri samkeppni sem staðið hefur um sparifé landsmanna. „Þessi þróun var áður en samkeppnin kom til sögunnar," sagði hann. „Þegar illa árar hjá atvinnuvegun- um þá kemur það skýrast í ljós hjá Landsbankanum, því bæði innlán og útlán bankans eru mjög mikið í tengslum við atvinnulífið. Þegar vel árar þá er alltaf tiltölulega meiri innlánsaukning hjá Lands- bankanum en öðrum bönkum," sagði Jónas Haralz að lokum. 15 ára stúlku nauðgað EYRIR NOKKRU varð 15 ára gömul stúlka fyrir fólskulegri árás í Breiðholti, henni nauðgað og hótað öllu illu ef hún skýrði frá ódæðinu. Sextán ára gamall piltur hefur viðurkennt verknaðinn. Málavextir eru þeir, að eftir skólaball fékk pilturinn far með stúlkunni í leigubíl þar sem hann kvaðst eiga heimili skammt frá hennar. A leikvelli skammt frá heimili hennar gerði pilturinn sig líklegan við stúlkuna, en hún vildi ekkert með hann hafa. Kom til átaka með þeim sem enduðu með því að stúlkan féll til jarðar og skall harkalega á steini og hlaut slæma áverka, skarst á höfði og augabrún. Skömmu síðar kom pilturinn fram vilja sínum eftir að hafa haft í hótunum við stúlkuna, sem komst skömmu síðar heim til sín en var svo skelfd, að hún þorði ekki í fyrstu að skýra foreldrum sínum frá atburðum af ótta við hefnd piltsins. En svo fór að hún skýrði frá málavöxtum og var málið umsvifalaust kært. Piltur- inn var handtekinn og játaði á sig verknaðinn og var gert að sæta geðrannsókn. PAJERO SUPER WACON Hinn vinsæli lúxusjeppi MITSUBISHI { PAJERO HELSTU MAL 2ja d. hjOlahaf 23SO 2695 HEILOARLENCO 3920 4600 RRFIDD 1680 1680 VECHAO 235 235 HÆO 1880 1965 EICIN ÞYNCD 1395 1620 PAJERO SUPER W. ÍSr^Four Wbeei Dnve mm PAJERO styttri gerð, fáanlegur með Turbo-dieselvél IhIheklahf Laugavegi 170-172 Sími 21240 FJOLHÆFASTA FARARTÆKIÐ Á LANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.