Morgunblaðið - 26.10.1984, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.10.1984, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGiiR 26. OKTÓBER 1984 13 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Ný ríkisstjórn í fsrael. ísrael: Róttækar efnahags- málatillögur stjórnar- innar sæta gagnrýni - en líkast til myndi stjórnarsamstarf ekki stranda á efnahagsmálunum STJÓKNIN í fsrael undir forsæti Shimon Feres hefur nú verið við völd í tæpa tvo mánuði og vitaskuld er á svo skömmum tíma varasamt að draga ályktanir um hvernig henni muni farnast á kjörtfmabilinu. Yitzak Moda’i, fjármálaráð- herra hefur lagt fram tillög- ur i efnahagsmálum sem er vitanlega ætlað að rétta að ein- hverju leyti ömurlega fjárhags- stöðu og draga úr óðaverðbólg- unni í landinu, sem mun í síð- asta mánuði hafa farið í milli 600—700 prósent. í tillögum Moda’i fólst meðal annars að niðurskurður verði á opinberum framkvæmdum, skattur á bíla verði hækkaður stórlega svo og á fyrirtæki. Einstaklingsskatta- stigi hækki sömuleiðis. Dregið verði stórlega úr útlánum til framkvæmda og launahækkanir verði frystar, svo og verðlag um óákveðinn tíma. Gert er ráð fyrir að hætt verði niðurgreiðsl- um á ýmsum nauðsynjavörum og niðurgreiðslur almennt lækkað- ar. Þessar hugmyndir vöktu strax og þær voru settar fram mikla gagnrýni og innan stjórnarinnar var ekki einhugur um þær. Dav- id Levy, aðstoðarforsætisráð- herra, sagði að kæmi þó ekki væri nema hluti þessara ráðstaf- ana til framkvæmda mundi það þýða „gjaldþrot heimilanna" vítt og breitt um landið. Histadrut, stærstu verkalýðs- samtökin í ísrael, lýstu því einn- ig yfir fljótlega eftir að Moda’i kynnti þessar ráðstafanir, að þau myndu ekki styðja skilyrð- islaust tillögur ríkisstjórnarinn- ar. Forystumenn verkalýðssam- takanna hafa þó látið á sér skilja, að launafólk innan sam- takanna geri sér grein fyrir því, að það þurfi að taka á sig byrðar svo að efnahagur landsins verði réttur við. Á hinn bóginn sagði i tilkynningu Histadrut að svo harkalega væri vegið að lág- og millilaunafólki i þessum tillög- um að engu tali tæki. ísraelar hafa og leitað mjög eftir þvi við Bandaríkjamenn, að fá þaðan að minnsta kosti einn milljarð dollara og það tafar- laust. Shimon Peres forsætisráð- herra og Reagan Bandaríkja- forseti ræddu þetta á fundum sem þeir áttu með sér í október öndverðum, þegar Peres fór í heimsókn til Bandaríkjanna. Trúlega munu Bandarikjamenn þó halda að sér höndum með fjárhagslegar skuldbindingar fram yfir forsetakosningar og munu reyna að leiða hjá sér þrýsting ísraela en gefa i stað þess fagurlega orðaðar yfirlýs- ingar um áframhaldandi stuðn- ing við þá. Þrátt fyrir skelfilegan efna- hagsvanda sem ísraelar glíma við og þarf ekki að fjölyrða um, eru stjórnmálasérfræðingar þeirrar skoðunar flestir, að efna- hagsmál muni ekki verða þau mál sem kunni að gera ríkis- stjórninni hvað erfiðast fyrir, þótt svo sé látið í veðri vaka. Afstaðan til Líbanonmálsins og þó fyrst og fremst Vestur- bakkans og landnemabyggða þar, svo og greinir með Seph- ardim-gyðingum og Ashkenazi- gyðingum, verði öllu flóknara viðfangs. Eins og fram hefur komið í greinum um ísrael er grundvall- arskoðanamunur með Verka- mannaflokknum og Likud til Líbanonmálsins. Verkamanna- flokkurinn vildi tafarlausan brottflutning herja frá S-Líban- on, en Likud hefur viljað fara hægar i sakirnar og í kosninga- baráttunni notuðu Likud-menn þetta mál óspart til að benda á að Verkamannaflokkurinn væri óábyrgur. Nú þegar Peres hefur setzt í stól forsætisráðherra hef- ur hann sjálfsagt og flokksbræð- ur hans komizt að þeirri niður- stöðu, að að flytja ísraelska her- menn á brott frá þessu lands- væði er hægara ort en gjört, að minnsta kosti í þeirri mynd sem hann hugsaði sér. Og á meðan halda ibúar S-Lib- anon áfram að gera israelskum eftirlitsstarfið erfitt og i viku hverri berast fregnir um að isra- elskir hermenn hafi verið skotn- ir þar til bana eða sprengdir i loft upp. Fjáraustur ísraela í gæzlustarfið i Suður-Líbanon hefur verið mikill eins og geta má nærri og orðið meiriháttar baggi á máttlitjum efnahag landsins. 0t á við hefur verið reynt að halda landnemabyggðamálinu á lágu nótunum, en ekki þarf mik- ið út af að bera, og þá gæti hrikt i innviðum stjórnarinnar sem eru kannski ekki eins traustir og æskilegt væri. Shimon Peres og Yitzak Shamir hafa báðir lagt rnikla áherzlu á það i málflutn- ingi sínum, að efnahagsmálin séu það sem fyrst verður að vinna í. Önnur mál verði þá að bíða betri tíma hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Stjórnmálaskýrendur segja ennfremur að þeir Peres og Shamir eigi í reynd ekki sjö dag- ana sæla, þvi að innan ríkis- stjórnarinnar sé hver höndin upp á móti annarri og harð- skeyttastir í gagnrýni á allar gerðir hennar séu þeir David Levy sem áður er nefndur og það gamla hörkutól Ariel Sharon, fyrrv. varnarmálaráðherra. Raunar sýnir samsetning stjórn- arinnar að þar hefur verið reynt að sætta menn við við ýmis sjón- armið með því að afhenda þeim ráðuneyti og ráðherrastóla, i þeirri von að það lægi óánægj- uraddir þeirra og geri þeim ljóst að nú sé tími til kominn að bretta upp ermarnar og vinna í alvöru. Áaaron Gafny, fyrrver- andi diplómati og fylgdarmaður minn, sagði við mig þegar ég var í ísrael síðast: „Þú veizt að þar sem tveir Gyðingar eru saman komnir eru þrjár mismunandi skoðanir." Þetta geta Gyðingar sagt sjálfir í spaugi, en myndu kannski ekki taka því jafn glað- lega ef það gerðu aðrir. Þar sem 25 ráðherrar sitja í stjórninni eru skv. því um 37 mismunandi skoðanir innan stjórnarinnar um hvert mál. Það þarf mikil klókindi og mikla lagni til að stjórna í slíkri stjórn. (Heimildir: Jerusalem Post, Newsweek o.fl.) Jóhanna Kristjónsdóttir er blm. í erlendri fréttadeild Mbl. FASTEIGNASALAN __ LORUNa SIMAR: 29766 & 12639 Erum fluttir í Hafnarstræti 11 Opiö í dag kl. 9—18 Líttu við og fáðu söluskrá — ný söluskrá daglega. Sími 29766 1 2ja herb. íbúöir Vesturbær 2ja—3ja herb. 75 fm íbúð í steinhúsi. Verð 1450 þús. Njálsgata Ágætis kjallaraíbúð með sér inng. og sér hita. Ca. 40 fm. Verð 1100 þús. Seljavegur Mikiö endurnýjuö rúmgóö íbúö, gott útsýni, ca. 60 fm. Verð 1250 þús. Skúlagata Lagleg íbúö í kjall. Talsvert endurnýjuö, ca. 55 fm Verð 1200 þús. Spóahólar Mjög góö ibúö, fallegar innréttingar, ca. 65 fm. Verö 1450 þús. 3ja herb. íbúðir Asparfell Ca. 80 fm íbúö, nýlegar innréttingar. Fallegt útsýnl. Verö 1700 þús. Engihjalli Einstaklega falleg, 2 svalir, gott útsýni, ca. 90 fm. Verö 1750 þús. Hagamelur Mjög góö íbúö, öll sér, parket á öllum gólfum, ca. 70 fm. Verö 1800 þús. Hraunstígur Hf. Risíbúö, ekkert undir súö. þribýli í rólegri götu. Fallegt útsýni. Ca. 85 fm. Verö 1500 þús. Hraunteigur Björt kjallaraibúð, snýr í suður. Nýjar eldhúsinn- réttingar. Stutt i sund, fallegur garöur. Ca. 80 fm. Verö 1650 þús. Krummahólar Ca. 90 fm íbúö i lyftublokk. Bílskýli. Verö 1700 þús. Krummahólar Falleg ibúö í lyftublokk. Mikiö útsýni, ca. 85 fm. Verð 1600 þús. Slóttahraun fbúö í tvíbýli, allt sér, gengiö inn á jafnsléttu, ca. 80 fm. Verö 1650 þús. 4ra herb. íbúðir Barónsstígur 2 íbúðir ca. 106 fm í sama stigahúsi, nýlegt steinhús. Verö 1950 þús. Frakkastígur Önnur hæö í gömlu en nýuppgerðu húsi. 3 íbúðir á stigagangi. Ca. 90 fm. Verö 1750 þús. Herjólfsgata Hf. Ágæt íbúö á fallegum staö, gott útsýni, ca. 100 fm. Verö 1800 þús. Sólvallagata Rúmgóö íbúö, stofa og 3 herb. ca. 100 fm. Verö 1800 þús. Stórar íbúðir Glæsileg íbúó Ca. 160 fm íbúö í Hólahverfi. Suöursvalir og bílskúr. Verö 2,7 millj. Hamraborg Góö íbúö á fyrstu hæö, fjögur svefnherb., ca. 126 fm. Verö 2,3 millj. Einbýlishús Erluhólar Glæsilegt hús á góöum útsýnisstaö. Á neðri hæö er séribúö 2ja herb. Bílskúr. Eignin er alls um 300 fm. Verö 6,2 millj. Grettísgata Þetta er Iftiö hús, kjallari, hæö og ris, ca. 60 fm grunnfl. Verö 1500 þús. Heiðvangur Hf. Reisulegt hús í fallegri byggö, ca. 300 fm alls. Verö 5,5 millj. Hrísateigur Þrilyft einbýli meö faliegum garöi, bílskúr, ca. 200 fm. Verð 4,2 millj. Mýrarás Einlyft hús á fullbúinni lóö, lagnir aö blómaskála meö potti, (er til), ca. 170 fm + 50 fm bílskúr. Verö 4,2 millj. I smíðum Ásbúó Gb. Húsiö er langt komið, þaö eru 2 íbúðir ca. 75 fm og ca. 200 fm. Bílskúr ca. 50 fm og möguleiki á sundlaug í kjallara. Verð 4,5 millj. Frostaskjól Falleg endaraöhús, tilb. undir tréverk, 2 hæöir og kjallari, ca. 230 fm alls. Verö 3,6 millj. Kársnesbraut Sérhæö og bilskúr. Teikningar á skrifstofu, ca. 120 fm. Verö 1950 þús. lÓLAFUR GEIRSSON, VIÐSK.FR. GUÐNI STEFÁNSSON, FRKV.STJ ÞORSTEINN BRODDASON SÖLUSTJ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.