Morgunblaðið - 26.10.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 26.10.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 17 Kaupmenn: „Man ekki jafn margar innistæðulausar ávísanir“ „Það er ekki fyrr en núna allra síðustu daga, sem manni virðist vera farið að harðna i dalnum hjá fólki,“ sagði Gunnar Snorrason, kaupmað- ur í Hólagarði, þegar hann var innt- ur eftir því í g*r, hvort kaupmenn hefðu orðið varir við að verkfall BSRB væri farið að hafa áhrif i vcrslunarhætti og vöruframboð. „Hins vegar má segja að mat- vörukaupmenn fjármagni þetta verkfall hjá BSRB, að því leyti að notkun krítarkorta hefur stórauk- ist meðan á því hefur staðið," sagði Gunnar. „Þá man ég ekki i annan tíma eftir því að inn hafi komið jafn mikið af innstæðulausum ávísun- um og jafnvel fölsuðum og svo er mikið um það að fólk biðji okkur um að hafa biðlund með sér fram yfir verkfall. Vöruskortur er ekki farinn að segja til sín svo að nokkru nemi, einstaka matvörutegundir, sem koma ferskar á hverjum degi, t.d. bananar, eru á þrotum en annars er nóg af öllu,“ sagði Gunnar. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við að fólk hamstraði vörur, helst væri til þess tekið að meira væri keypt af heilum dilkum en venju- lega og svo „tóbaki, sama hvað það heitir". En eins og flestum mun kunnugt eru vinsælustu vindl- ingategundirnar nær með öllu uppseldar og fátt eftir af tóbaki annað en nokkrar tegundir vindla og píputóbaks, sem njóta nú skyndilegra vinsælda reykinga- manna. „Vel birgir af öllu sem máli skiptir“ „Hér hafa orðið sáralitlar merkjanlegar breytingar og ég held að verkfallið þyrfti að standa í a.m.k. hálfan mánuð til viðbótar áður en hægt er að fara að tala um alvarlegan vöruskort í verslunum, alltjént hvað varðar matvöru," sagði Stefán Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Vörumarkaðarins. „Reyndar eru heildsalarnir orðnir uppiskroppa með nokkrar vörutegundir, þ.á m. sykur og hveiti, en við erum vel birgir af þessum vörum og öllu sem máli skiptir. Það gæti þó farið að stytt- ast í það að hveitibrauðin kláruð- ust og líka nýtt grænmeti og ávextir, en við eigum ennþá epli og appelsínur. Heimilistæki á borð við ísskápa, frystikistur, myndbandatæki og þess háttar, sem fást ekki tollaf- Ólympíumótið í bridge hefst á sunnudaginn SJÖUNDA ólympíumótið í bridge hefst nk. sunnudag í Seattle í Bandaríkjunum. Spilað er bæði í opnum flokki og kvennaflokki, 55 þjóðir senda sveitir til keppni í opna Viðurlög vegna vangreidds sölu- skatts reiknuð 30. október DAGBLÖÐIN birtu í gær auglýsingu frá fjármálaráðuneytinu þess efnis að viðurlög myndu falla á söluskatt fyrir septembermánuð 1984 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Síðdegis í gær barst síðan fréttatilkynning frá fjármála- ráðuneytinu þar sem segir: „Er verk- fall BSRB hófst hinn 4. október sl. hafði skattyfirvöldum ekki tekist að dreifa söluskattsskýrslum til sölu- skattsgreiðenda. Af þessum sökum svo og því að innheimtumenn geta aðeins veitt mjög takmarkaða þjón- ustu á meðan verkfall BSRB varir, hefur fjármálaráðherra ákveðið að viðurlög vegna vangreidds sölu- skatts fyrir septembermánuð verði ekki reiknuð fyrr en að kvöldi 30. október nk. í stað 25. október eins og verið hefði við venjulegar aðstæð- ur.“ Árni Árnason framkvæmda- stjóri Verslunarráðs Islands sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að enn væri ekki ljóst hver endan- leg áhrif verkfallsins yrðu. „En samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins þá hefur verið frestað að beita viðurlögum a.m.k. til 30. október. Dragist verkfallið hins vegar á langinn verður sá dagur heldur ekki raunhæfur og ljóst er að einhver frestur verður gefinn eftir að verkfalli lýkur til þess að hægt sé að ganga frá upp- gjöri og greiðslu söluskattsins án þess að komi til viðurlaga. Póstur- inn hefur verið notaður til þess að koma gögnum til skila og þau embætti sem veita greiðslu á sölu- skatti viðtöku eru lokuð þannig að mönnum eru í raun og veru allar bjargir bannaðar,“ sagði Árni Árnason. greidd, eru hins vegar á þrotum og það fer að verða fátæklegt um að litast í þeim deildum verslana því að kaupmenn eru farnir að selja sýnishornin." Stefán kvaðst ekki hafa orðið var við að fólk væri að draga sam- an seglin í innkaupum, en sagði aukningu í krítarkortaviðskiptum vera verulega. „Það má segja að það sé heldur þyngra yfir öllu en vant er, en að verslun sé þó að mestu eðlileg enn sem komið er,“ sagði Stefán Friðfinnsson. Listamiðstöðin: Santiago Harker SANTIAGO Harker frá Col- ombiu opnar á morgun ljós- myndasýningu í Listamiðstöð- inni við Lækjartorg. Á sýning- unni, sem nefnist „Hulið“, eru 17 ljósmyndir um mannlíf í Bogota, fæðingarstað höfundar. Santi- ago Harker er verkfræðingur að mennt, en hefur undanfarin ár ferðast víða og tekið ljósmyndir. Sýning hans verður opin daglega frá kl. 14—18, en henni lýkur 4. nóvember. Ljómnywl Árni Sæber* flokknum, en 24 þjóðir keppa I kvennaflokki. Bæði mótin eru tvískipt: fyrst er eins konar undankeppni, þar sem allir spila við alla, en í seinni hlut- anum munu átta efstu þjóðirnar spila útsláttarkeppni um þrjú efstu sætin. Sveitunum 1 opna flokknum er skipt í tvær fylkingar í undankeppninni, A og B, og kom- ast fjórar efstu úr hvorri fylkingu áfram í úrslitin. tsland sendir sveit til þátttöku 1 opna flokknum, og var liðið valið eftir langa landsliðskeppni í sumar. Liðið skipa: Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson, Guðm. Sv. Hermannsson og Björn Eysteinsson, Símon Símonarson og Jón Ásbjörnsson, en fyrirliði án spilamennsku er Björn Theódórs- son, forseti Bridgesambands Is- lands. Að vanda eru Bandaríkjamenn, Frakkar og ftalir taldir sigur- stranglegastir. ttalir og Banda- ríkjamenn hafa löngum einokað baráttuna um heimsmeistaratitil- inn, en Frakkar eru núverandi Ólympíumeistarar og Evrópu- meistarar. Franska liðið skipa gamal- reyndar kempur, m.a. Szarc, Chemla og Perron, en þessir þrír voru í síðasta ólympíuliði Frakka. Bandaríska liðið er einnig ljón- sterkt, skipað margföldum heims- meisturum, Þeim Hamman — Wolff, Goldman — Soloway og Anderson — Brachman. Þetta er traustvekjandi sveit á pappírun- um, en samkomulagið í sveitinni er víst ekki upp á marga fiska og gæti það haft sitt að segja um frammistöðuna nú. Liðstjórinn Brachman gerði sér lítið fyrir í sumar og rak alla sveitarfélaga sína, en hann hefur fjármagnað liðið og keypt sér þar með stöðu í því. Mótið nú er það síðasta sem þessi hópur spilar saman. Aðrar sveitir sem gætu blandað sér í baráttuna eru Brasilía, Pól- land, Noregur, Pakistan, Svíþjóð, Danmörk, Indónesía og Taiwan. í kvennaflokki búast menn al- mennt við sigri Bandaríkjamanna, en Bretar og ítalir gætu vissulega blandað sér í baráttuna líka. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Gæði VtSA Folaldahakk AÐEINS .00 pr. kg. Kindaha ikk 1 4: C.00 kJ Pr-kg- Reykt úrbeinað folaldakjöt ] AÐEINS 148,-’ Folalda 1 “> .00 hamborgarar X^pr sti stk! með brauði Lambakjöt í 1/1 skrokkum niðursagað AÐEINS Ný svið Rækjur lkg. 65ÍS 198" Opið til kl. 19.00 í kvöld Opið á laugardag til 13.00 í Austur en kl. 16.00 í Starmýri AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.