Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 37

Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 37
Kríttln B»rgavein»dóttir Viö spyrjum, hvort gestirnir komi venjulega meö mat sinn sjálfir. .Flestir gera þaö. Hér er eldunar- aöstaöa. En þaö eru alltaf einhverjir, sem vilja fá tilbúinn mat en ég baka og bý til allt sjálf.* En þaö eru engar verslanir á Arnar- stapa og fleiri tugir kílómetra í næsta kaupstaö, viö spyrjum um aöföng. „Ég þarf aö fá allar vörur frá Sandi eöa Ólafsvík. Þaö getur veriö óþægi- legt, ef mig vantar eitthvaö snögglega. En óg reyni aö reikna út, hvaö ég þarfn- ast fyrir vikuna." En hvernig ætli Kristínu gangi aö gera sig skiljanlega viö gestina og öfugt. „Ekki nógu vel... en þaö hefur draslast," segir hún. „Ég er byrjuö aö læra ensku af “linguaphone" og verö aö halda því áfram, því þaö er ekki hægt aö reka svona staö, ef maöur getur ekki talaö viö fólkið.* Hver er afkoman eftir sumariö? „Ég bara veit þaö ekki. Ég held ég hafi lítiö kaup, því rafmagnsnotkun er mikil yfir áriö." En skemmtunin? „Mér finnst gaman aö vera hérna yfir sumariö. Ég hef kynnst svo mörgum viöhorfum og lífsglööu fólki, sem hefur góö áhrif á mann. Þaö er alltaf nóg aó gera og ekki tími til aö láta sér leiöast. Á vorin er ég farin aö hlakka til aö koma hingað." Hjónin Asgeröur Pá/s- dóttir og Ágúst Sigurösson aö Geitaskaröi í Langadal: Landkynnirtg á vidkvæmu stigi Því næst lá leiöin aö bænum Geita- skaröi í Langadal í Húnavatnssýslu, þar búa hjónin Ásgeröur Pálsdóttir og Ág- úst Sigurösson ásamt fjórum börnum sínum þeim Hildi, Siguröi, Valgeröi og Stefáni, sem eru á aldrinum 9—16 ára. Hjónin eru framariega í félagsmálum í sinni sveit. Frúin er fyrrverandi forseti JC í Húnavatnssýslu og ritari í samtök- um feröebænda og húsbóndinn er hreppstjóri og formaöur búnaöarfélags- ins í sýslunni. Geitaskarö er afar reisulegt býli. Þaö var einmitt ein af ástæöunum fyrir aö hjónin ákvaóu aö fara út í gistiþjónustu aö þau höföu auka herbergi til aö leigja út. Aö Geitaskaröi er blandaö bú, 200 rollur, kálfar, kanínur og hestar, sem gestirnir mega brúka endurgjaldslaust. Eftir aö hafa rætt um fjölda gesta yfir sumariö í upphafi samtals viö húsráö- endur, en þau kváöu gistinætur hafa aukist um helming frá því í fyrra, þá spuröum viö hverja kosti þau teldu viö sveitagistingu? „Útlendingar fara inn á sveitaheimili til aö kynnast Islendingum. Hér borðar heimilisfólkiö og gestirnir saman. Og þá er gjarnan tækifæriö notaö til aö frasö- ast um land og þjóö." Kemur þaö fyrir aö gestirnir byöji um aö fá aö taka þátt í bústörfunum? „Já, þaö var til dæmis hjá okkur Am- eríkani í sumar í nokkra daga og hvílík hetja í heyskapl Hjá okkur dvaldi líka þýsk, eldri kona, og hún spuröi hvort ég væri ekki meö sokkaplögg, sem þyrfti aö staga, hún sagöist vera vön aö stoppa í sokka af barnabörnunum, svo ég lét hana hafa fulla körfu af götóttum sokkum,* segir Ásgeröur. „En auövitaö ráöa gestirnir þvi sjálfir, hvaö þeir gera, en þeim er meira en velkomið aö taka til hendinni," bætir húsbóndinn viö. Hvernig er meö islendinga, nýta þeir þessa gistiþjónustu lítiö? „Ætli islendingar hafi ekki veriö um 15% af gestum okkar í sumar. Ég held aó islendingar telji aö gisting á sveita- bæjum sé bara fyrir útlendinga," segir Ásgeröur, „en þaö er auövitaö ekki svo. Þaö gæti meira aö segja veriö nytsam- legt ef samgangur yröi meiri milli þétt- býlis og sveitafólks, þaö gæti aukiö gagnkvæman skilning." Hvernig fólk er þaö sem kemur til ykkar? „Þetta er yfirleitt vel menntaö fólk, sem hefur áhuga á aö kynnast náttúru landsins, gróöurfari, dýralífi og svo auð- vitað þjóöarsálinni. Undantekningar- laust er þetta gott fólk." Hvernig hefur gengiö aö ræöa viö út- lendingana? „Viö hjónin tölum ensku og börnin eru líka farin aö geta bjargaö sér svolít- iö á þeirri tungu. En ég veit ekki hvort aö þýskukennarinn sem ég haföi í MA yröi hrifinn af málfræöinni eða fram- buröinum hjá mér, þegar ég tala þýsk- una," segir Ágúst og glottir í skeggiö. Talandi um skeggiö hans Ágústs þá segist hann ætla aö safna svo síöu skeggi, aö hann geti burstaö skóna sína meö því að hrista hausinn! Húsráöand- inn hefur nefnilega skemmtilega kímni- gáfu. Enda er hans starf viövíkjandi gistiþjónustunni aö vera gestunum til uppljómunar. Víkjum aö húsakynnunum. Þau eru afar skemmtileg. Stofuna prýöa falleg, gömul útskorin húsgögn, sem forfeöur Ágústs hafa átt, en þarna hafa búiö þrír ættliöir. Þessi gömlu húsgögn er líka aö finna í þeim vistarverum, sem ætluö eru sumardvalargestum, þetta er því bæöi heillandi og vistlegur sumardvalarstaö- ur. Þaö er ýmislegt hægt aö gera sér til afþreyingar er dvalist er aö Geitaskarði. Eins og áöur segir eru þar hestar og er elsti sonur þeirra hjóna, Sigurður, leiö- sögumaöur í hestaferöunum. Þá er veiöi í litilli tjörn þarna rétt hjá og hægt er aö útvega veiöileyfi í hana. Fallegar göngu- leiöir eru i nágrenninu. Þeir sem eru á bíl geta svo haft bækistöö á Geitaskaröi og ekiö í Vatnsdalinn, Skagafjörö eöa fram i Auökúluheiöi, svo eitthvaö sé nefnt. Þau segja allan gang á því hvernig þau fái gestina. „Þaö er hringt frá feröaskrifstofun- um, einnig erum viö í mjög góöu sam- bandi viö hóteliö á Blönduósí eöa fólk bankar upp á," segja þau. Eruö þiö ekki ansi bundin yfir sumar- tímann? Áagerdur Páladóttir og Ágúat Siguróa■ aon „Jú, en viö værum þaö hvort sem er. Viö höfum gaman af aö standa i þessu og svo hafa gestakomurnar góö áhrif á krakkana. Þau venjast því aö umgang- ast fólk frjálslega og læra ensku." Getur hver sem er fariö út í feröa- mannaþjónustu af þessu tagi? „Ennþá eru engar sérstakar reglur um starfsemina en Landssamtök feröa- þjónustu bænda munu halda fund nú i september, þar sem þessi mál veröa væntanlega rædd. Því hér er um aö ræöa landkynningu á mjög viökvæmu stigi. Á irlandi, þar sem þessi þjónusta er mjög vinsæl, eru geröar sérstakar kröf- ur til persónuleika gestgjafans, en ætli viö göngum svo langt," segir Ásgeröur. Nú hafiö þiö rekiö gistiþjónustuna í 3 ár, þiö hafið væntanlega fengíö margan kynlegan kvistinn í heimsókn? „Já, þaö er óhætt aö segja þaö. Hér dvaldi eitt sinn japanskur jaröfræöipró- fessor. Hann langaöi aö fara á hestbak og taldi okkur trú um, aö hann væri fullfær um þaö. Áöur en hann sté á bak, setti hann á sig barðastóran hatt meö eins konar blúndukögri og drifhvíta hanska. — Enda þótt hann segöist van- ur maöur, þá neitaöi klárinn aö hreyfa sig. Viö fórum líka meö hann í veiöi einn daginn og þá klæddi hann sig álíka skynsamlega. Á heimleiöinni hékk hann eins og þvottur á snúru á traktorsgrind- inni, blár af kulda," segir Ágúst. „f framhaldi af för Japanans komu svo hingaö fleiri Japanir, voru þaö blaöamenn, sem voru aö skrifa greina- flokk um island." Heldur fólkiö sambandi viö ykkur eft- ir aö þaö hverfur á braut? „Já, margir gera þaö og þessi eftir- tengsl eru mjög ánægjuleg. Þaö er mik- iö um aö viö fáum bréf, þaö eru sendar myndir og svo höfum viö líka fengiö jólapakka. Viö vorum til dæmis aö fá bréf um daginn frá breskum uppgjafa major, sem dvaldi hér um tíma, en hann átti þaö tómstundagaman aö veiöa sil- ung á flugu. Hann sendí okkur einmitt nokkrar flugur, sem hann haföi hnýtt sjálfur. Hann var nefnllega svo ánægöur meö aö hafa veitt þrjá silunga. Þaö bjargaöi islandsferöinni." Rósa Pálmadóttir að Hraunum í Fljótum: Tilbreyting aö hata svo margt fólk í kringum sig Hraun er fornt höfuöból í Fljótum. Hann er nyrsti bær i Skagafiröi aó aust- an og sá næsti viö Siglufjaröarskarö. Bærinn er kenndur viö framhlaupsurö er nær frá Mánárskriöum suöur fyrir Hraun. Aö aö Hraunum búa hjónin Pétur Kr. Guömundsson og Rósa Pálmadóttir og reka þar fjárbú. Fyrir fjórum árum hófu þau aö leigja út sumarhús, sem er á landi þeirra. Þetta hús var áöur í eigu Þráins Sigurössonar stórútgerðar- manns frá Siglufiröi. Húsiö, sem reist var fyrir 40 árum, er 3 herbergi og eldhús og stórt loft þar yfir, þar sem 12—15 manns geta sofiö í svefnpoka. Hafa hjónin gert húsiö upp og sett í það rafmagn. Húsgögn og heimilistæki eru fyrir i bústaönum en fólk veröur að koma meö sængur með sér. í vor auglýstu þau bústaöinn til leigu í blaöinu Degi og eftir þaö linnti ekki eftirspurn og sagöi húsfreyjan okk- ur aö líklega heföu þau getaö fyllt ann- aö hús. Eruö þiö ef til vill aö hugsa um aö byggja annan bústaö? spyrjum viö. „Eg veit ekki, viö höfum rætt þaö, en ekki ákveöiö neitt ennþá." Þiö takiö ekki gesti inn á heimili ykk- ar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.