Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 58

Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 ást er... ... aö njóta kvöldsins fyrirframan arininn. TM H*g U.S. Pat. Off - All rfghU r«s«rv«d © 1977 Los Angslss Tlmss Jj Gætuð þér ekki beðið uns ég tengi Þetta er stærðfræðikennarinn ’ann? minn! HÖGNI HREKKVÍSI Hætt er við að ekki séu allir stangveiðimenn eins heppnir og bréfritari og því fari tnargar góðar flugur fyrir lítið. * Ovenjuleg stangveiðiferð Ragnar Örn skrifar: Heiðraði Velvakandi. Sunnudaginn 9. september sl. las ég i Morgunblaðinu sögu af hárgreiðu einni sem týndist úr áætlunarbifreið einhversstaðar á spordrjúgum Sprengisandi þegar bifreiðin var á leiðinni að Mý- vatni. En greiðan fannst daginn eftir á hinum sama Sprengisandi þegar áðurnefnd bifreið var á leið suður til Reykjavíkur. ótrúleg saga, þó efast ég ekki um að hún sé sönn. I framhaldi af þessu lang- ar mig til þess að segja frá hlið- stæðu atviki sem átti sér stað og er litlu trúlegra en hið fyrrnefnda. í september sl. fór ég austur að Brúará að renna fyrir fisk. Veið- arfæri voru: stöng, 10—12 punda lína, fluga og flotholt. Meðal ann- ars renndi ég nokkrum sinnum fyrir ofan foss sem er um tuttugu mínútna gang fyrir ofan brú þar sem þjóðvegur liggur. Þarna er talsvert sterkur straumur og foss- inn örskammt undan. t einu kast- inu kom fyrir klaufaskap minn einhver slynkur á stöng og línu og þegar að ég dró línuna aftur var flugan horfin. Sjálfsagt hefur lín- an með flugunni verið illa fest og hrokkið af flotholtinu í þessu klaufakasti. Nú, nú ekki þýðir að gráta týnda flugu heldur hnýta nýja á, og það gerði ég. Það tók mig dálitla stund og reyndi ég nú að ganga betur frá hnýtingu en áður. Á meðan hlaut týnda flugan að berast með straumkastinu fram af fossinum og langt niður í á, en um það hugs- aði ég ekki þá. Þegar allt var klárt kastaði ég á nýjan leik og dró síð- an eftir settum leikreglum. Þegar nýja flugan kom upp úr vatninu sá ég að eitthvað hékk fast við hana og viti menn, þarna var þá komin flugan sem ég hafði kastað út í straumiðuna nokkrum mínútum áður. Að þetta var sama flugan er alveg víst, bæði þekkti ég hana og svo var ég einn að veiða þarna og því ekki um það að ræða að ég hefði krækt í samskonar flugu frá öðrum. ótrúleg saga en sönn. Týnda flugan sem ég hafði nú endurheimt fór auðvitað í flugu- kassann og þar verður hún geymd þangað til að ég festi hana i þeim stóra. Til þess hlýtur hún að hafa komið aftur. Afnemið lágmarkslaun — kaupgreiðslur eftir hæfni fólks Kæri Velvakandi. Mér þótti harla gott sem ein- hver skýrði frá hér í þáttunum að japanskir starfsmenn byrjuðu á lágum launum en hækkuðu skjótt bæði í tign og kaupi. Hér væri mikilvægur hvati sem e.t.v. réði nokkru um á hverju efnahagsund- ur Japana byggðist. Þetta rennir stoðum að nokkru undir aðra kenningu sem ég leyfi mér að setja hér fram. Kjarasamningar miðast af hálfu launþega við að halda kaup- inu sem hæstu og af hálfu vinnu- veitenda að halda ró á vinnumark- aðinum. Um leið og lágmarks- kaupi er haldið hlutfallslega háu verður í fyrirtækjum lítið sem ekkert svigrúm til launahækkunar og annarra kjarabóta, af því tagi sem Japanir hafa. Jöfnuðurinn leiðir til þess að allir hafa ámóta kaup, hvort sem þeir eru góðir starfsmenn eða ekki. Þetta getur leitt til þrots og stöðnunar hjá viðskiptafyrirtæki, en hefur engin áhrif í opinbera geiranum þar sem stjórn, stjórnun hagræðing og afköst hafa lítil áhrif. Stjórnendur eru þar metnir eftir því hvað rólegt er í kringum þá og athafnir fáar. Þetta var raunar útúrdúr. Það sem ég vildi gera að umtals- efni eru lágmarkslaunin. Með til- liti til þess sem áður sagði leyfi ég mér að fullyrða að þau gera mik- inn skaða. — Útiloka ungt fólk af vinnumarkaðinum. — Flæma aldraða frá störfum fyrr en ella. — Valda því að fatlaðir fá ekki vinnu á almennum vinnumarkaði og verða að hafast við f vinnu- stassjónum, „verndaðir", hitta bara sína líka, einangrast, finna sig vera byrði, eru það kannski. Niðurstaða þessa stutta spjalls og lítt rökstudda er: Afnemið lág- markslaun, greiðið kaup eftir hæfni. Þetta er verkalýðsforystan hrædd við. Ávallt þegar yfirborg- anir eiga sér stað er það gert tor- tryggilegt, leitast við að útrýma því sem hún kallar launaskrið. Það er þó einmitt á þeim sem launin færast smá saman upp, eins og nauðsynlegt er. Hermann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.