Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 59

Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 59
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 59 \ftk?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI 'nn Hatrið léleg- ur bandamaður 4979-9454 skrifar: „Kæri Velvakandi. Leifur Sveinsson lögfræðingur og forstjóri skrifar stundum í Morgunblaðið og þá aðallega í Lesbók. Allar eru greinar Leifs skemmt'Iegar, sumar alveg slá- andi góðar, eins og sú um sönglist i Mývatnssveit. Þann 25/8 sl. skrifaði hann Rabbið i Lesbók, stórgóða grein. Hún byrjar svona: „Þegar mér hefur orðið það á undanfarin ár að lesa hatursskrif nokkurra dagblaða gegn bænda- stéttinni í landinu, þá hefur mér jafnan komið í hug einkunnarorð Alþjóðaskáksambandsins: Við er- um allir einnar ættar (Gens una sumus).“ Þegar Leifur hefur meðal ann- ars rætt söluerfiðleika landbúnað- arins bæði hér heima og erlendis segir hann: „Þegar þessi vandræði steðjuðu að, hóíu hatursmenn landbúnað- arstefnunnar upp sinn söng, héidu sig geta aukið sölu á dagblöðum sínum, sem rekin eru í upphrópun- arstíl. „Hatrið er lélegur banda- maður" var haft eftir vitrum manni." Öll er greinin með ágætum og orð í tíma töluð. Hatursáróðurinn í hinum og þessum og þessum og hinum dagblöðum er fyrir löngu orðinn þjóðhættulegur. Og þó margir hafi áttað sig á því að þessi áróður stafar af sjúkdómi eru samt ótrúlega margir sem taka þetta gott og gilt. Allt frá landnámstíð gegnum ár og aldir fram á síðustu tíma hefur landbúnaðurinn fætt og klætt þjóðina fyrst og fremst, enda 90% af fæðu mannkynsins landbúnað- arafurðir. Og enn fáum við mestan og bestan hlutann af fæðu okkar frá landbúnaðinum. Og dýrmætar afurðir; ull og skinn. En það eru breyttir tímar, landbúnaður á í erfiðleikum, ekki bara á íslandi, heldur líka í allri Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Efnahags- bandalagsríkin eiga milljón tonn af smjöri og ársbirgðir af kjöti, en þau lönd sem vantar mat geta ekki borgað hann nokkru viðunandi verði, engin furða þó íslendingúm gangi illa að selja. Það tekur óumflýjanlega nokkurn tíma að aðlaga landbúnaðinn nauðsynleg- um breytingum. En hvað sem öllu öðru líður má landsbyggðin ekki fara í eyði, það er þjóðar voði. Leifur Sveinsson á þakkir skild- ar fyrir sitt skynsamlega og skemmtilega „Rabb“ í síðustu Lesbók. Morgunblaðið hefur stundum í seinni tíð tekið undir með apakórnum til ófrægingar landbúnaðinum. Það ætti að láta það vera.“ Þingmenn, breyt- ið um hugarfar Jóhann Þórólfsson skrifar: Mig langar til að bera fram þá fyrirspurn til ráðherra og annarra þingmanna, hver sé tilgangurinn með því að fara í guðshús og hlusta á sendiboða guðs við þing- setningu og ganga síðan nokkra metra út I Alþingishús þar sem þeir taka til við að svívirða hver annan? Ég fæ ekki skilið að þetta séu trúaðir menn. Heldur ættu þeir að leysa vandamál þjóðarinnar í anda frelsarans og með trú á hann. Oft hefi ég setið á þingpöll- um, en aldrei heyrt einn einasta þingmann vitna í orð guðs. Ég er nú kominn á áttræðisaldur og er heilsuhraustur og skammast mín ekki fyrir að segja það, að ég þakka það guði. Oft bið ég til guðs og er oftast bænheyrður. Góðir þingmenn, breytið nú um hugarfar og biðjið til guðs um að ykkur megi takast að leysa vanda- mál íslensku þjóðarinnar, með kurteisi og sáttfýsi en ekki með illdeilum. Með bestu kveðjum. íslenskt mál látið víkja fyrir eriendu Ásgeir Magnússon, Kópavogi skrifar: „Kæri Velvakandi. Er ég um daginn las í dagskrá útvarpsins að fjalla ætti um rann- sóknarstarf Einars Pálssonar á norsku, blöskraði mér að íslenskt mál væri látið víkja fyrir erlendu. Er ég síðan hlustaði á þennan dagskrárlið íslenska Ríkisútvarps- ins, sem allur var á norsku og án nokkurra skýringa á íslensku, þótti mér það slík móðgun við ís- lenskt þjóðerni að óhjákvæmilegt Ólympíuleikar Kæri Velvakandi. Þar sem mér virðist að ýmsir séu þeirrar skoðunar að frammistaða íslendinga hafi verið góð á síðustu ólympíu- leikum, vil ég láta í ljós þá skoðun mína að svo hafi ekki verið, þrátt fyrir allan kepp- enda- og fararstjórafjöldann. Því finnst mér við hæfi að birt verði hið fræga ljóð próf. Jóns Helgasonar er um þetta efni fjallar. Guðmundur Guð- mundsson. Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllum sig hrópaði þjóðanna safn, þangað fór og af íslandi flokkur af keppendum snjöllum og fékk á sig töluvert nafn: í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum var enginn í heimi þeim jafn. væri að átelja það harðlega. Mér vitanlega hefur norska ekki verið kennd almenningi á íslandi enda óþarft. Ekki fékk ég neina heildar- mynd af því efni sem flutt var þó að ég skildi dálítið í málinu. Tel ég víst að svo muni hafa verið um flesta þá er hlustuðu. Þó að þetta muni vera einsdæmi hjá útvarpinu tel ég ekki við hæfi að það sé látið óátalið. Skora ég nú á ráðamenn þessarar íslensku menningarstofnunar að láta snúa þættinum yfir á íslensku og flytja hann aftur við fyrsta tækifæri. Is- lenska ríkisútvarpinu ber skylda til að hlúa sem best að íslenskri tungu. Því er þetta ritað í einlægri von um að slíkt endurtaki sig aldr- ei.“ Þessir hringdu . . . Góð þjónusta við sjúklinga Guðfinna Magnúsdóttir, sem dvelst á sjúkradeild Hrafnistu i Hafnarfirði, hringdi. Vill hún koma á framfæri kærum þökkum til stjórnenda stofnunarinnar fyrir allt það, sem þeir hafa gert tl þess að stytta vistmönnum stund- irnar og þeim til afþreyingar nú síðustu vikurnar í blaðaleysi, út- varpsleysi og sjónvarpsleysi. Sagði hún að vistmönnum hafi verið það ómetanlegt. — Þá vill hún og þakka öllu starfsfólki fyrir sérstaklega góða umönnun. V \ Hrafnista f Hafnarflrði. PlaslmoO lakrennur og fylgihlutir 10 ára ábyrgð. NÝ ÞJÓNUSTA PL0S7UM VINNUTEIKNtNGAR, verklvsingar. vottorð. MATSEÐtA VERÐLIST A. KENNSLULEI06EININGAR. TILBOO. BLAÐAURKLIPPUR, VKHJRKENNINGARSKJOL. UOSRITUNAR- FRUMRIT OG MARGT FLEIRA. STJ0)D: 8REIOO ALLT AÐ 63 CM lengd otakmorkuð 0PK) KL. 9-12 OG 13-18. □I k HJARÐARHAGA27 S22680. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgartulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals i Valhöll, Héalelt- isbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á mótl hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. bevKf Loft- og veggklæðnmgar, límtré, smíðaplötur, parket. - A/lt úr Beyki, því það er óskaviðurinn I dagl Allar upplýsingar veittar í síma 25150. BJÖRNINN HF Skúlatúni 4 - Slmi 25150-Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.