Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 64

Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 64
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTUfíSTRÆTI 22 INfíSTRÆTl, SlUI 11633 EUPDCARD V___________/ TIL DAGLEGRA NOTA FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Svört skýrsla um tannheilsu Islendinga: Tannskemmdir meiri hérlendis en annars staðar ÞRÁTT fyrir mð fslendingar séu 5. best setta þjóðin í heiminum hvað varðar fjölda tannljekna i íbúa og að álíka stór hluti af opinberum gjöldum renna til tannbeknisþjónustu og i öðrum Norðurlöndum, virðist svo sem að í íslend- ingum skemmist að jafnaði fleiri tennur en í nokkurri annarri þjóð í heimin- Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu um tannheilsu meðal ís- lendinga, sem samin var að loknu alþjóðaþingi yfirtannlækna í Helsingfors í ágúst sl. Þar kemur Fyrsti vetrardagur á morgiin: Veturinn byrjar með hláku UTLIT er fyrir að i morgun, laugardag, verði komin hlika um allt land. Að sögn Eyjólfs Þor- björnssonar veðurfræðings hji Veðurstofunni verða aust- og suðbegar ittir ríkjandi um helg- ina með hitastigi ofan við frost- mark. Bjóst hann við að þurrt verði norðanlands en væta sunnan- lands. Á morgun er fyrsti vetr- ardagur og hefst almanaksvet- urinn þvi með hlýindum. Að sögn vegaeftirlitsmanna hjá Vegagerðinni eru flest allir fjallvegir aftur orðnir færir eftir snjókomuna í fyrrinótt. Fært er um allt Snæfellsnes eftir að Fróðárheiðin var rudd i gær og um alla Vestfirði nema hvað Þorskafjarðarheiði er ófær. Fært er um Norður- land en Oddsskarð var rutt í gær og Fjarðarheiði í fyrradag. Möðrudalsöræfi eru ekki fær nema jeppum og stórum bílum. í nágrenni Reykjavíkur var mikil hálka á vegum í gær- morgun, til dæmis á Hellis- heiði, en í gær var verið að skafa veginn og sandbera. einnig fram að hér á landi er 1 tannlæknir á hverja 1.250 íbúa og eftir 5 ár verður 1 tannlæknir á 1.000 íbúa eins og á hinum Norð- urlöndunum. Samt sem áður skemmast tvisvar sinnum fleiri tennur í íslendingum en í öðrum Norðurlandabúum. Ástæðan fyrir þessu er talin vera sú að Islendingar telja að hægt sé að útrýma tannskemmd- um með því að gera við skemmd- irnar, en hinar Norðurlandaþjóð- irnar hafa aftur á móti iagt aðal áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og sýnt frammá að með því móti sé hægt að koma í veg fyrir tannskemmdir. Ninar er fjallað um skýrsluna i bls. 14. K > Verkfallsverðir á bryggjupollunum Morgunblaðið/ÓI.K.M. Verkfallsverðir BSRB hindruðu ( gær að ms. írafoss gæti lagst að bryggju í Hafnarfirði til losunar salt- farms. I fyrradag var skipið tollafgreitt i Rifi en tollverðir stöðvuðu losun saltfarmsins í miðjum klíð- um. Myndin var tekin í Hafnarfirði í gær og sést hvernig verkfallsverðir situ i bryggjupollunum til að ekki væri hægt að binda skipið við bryggju. ASÍ hafnar skilyrð- um ríkisstjórnarinnar — Samningaviðræður ASÍ og VSÍ hefjast í dag FORIJSTUMENN verkalýðsféiaga innan Alþýðusambands íslands voru harðorðir í gær í garð ríkisstjórnar- innar vegna yfirlýsingar hennar varð- andi skilyrði fyrir skatta- og útsvars- lækkunum i komandi iri. Viðræðu- nefnd Verkamannasambands íslands og Landssambands iðnverkafólks sendi fri sér samþykkt eftir fund sinn í gær þar sem því er lýst yfir, að samböndin muni aldrei ganga að þeim skilyrðum sem ríkisstjórnin set- ur. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands kom einnig saman í gær og sendi fri sér samþykkt þess efnis, að miðstjórnin túlki yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar svo, að fyrri yfirlýs- ingar hennar í skattamálum hafi ver- ið einber sýndarmennska og nú sé búið til tilefni til þess að hlaupa fri málinu, eins og það er orðað. í biöum samþykktunum er lýst yfir vilja til að ganga til viðræðna við Vinnuveit- endasambandið. Ekki tókst að ná sambandi við forsætisráðherra, Steingrím Her- mannsson, í gær vegna fyrr- greindra samþykkta. Halldór Ás- grímsson var í hans stað spurður, hvort þessi afstaða ASÍ þýddi, að skattaiækkunartilboð ríkisstjórn- arinnar væri þar með úr sögunni. Hann svaraði: „Ég þarf að vita nánar hvað forustumenn ASÍ eiga við, áður en ég get svarað þessari spurningu." Halldór sagði enn- fremur að margt af því sem fram hefði komið af hálfu forustumanna verkalýðshreyfingarinnar væri Athuganir á áhrifum loftlagsbreytinga: Hiti á íslandi gæti hækkað um 4 gráður GRASR/EKT og fóðurþörf á íslandi er eitt af því sem rannsakað hefur verið í tveggja ára verkefni, sem hófst í september í fyrra. Markmið verkefnisins er að rannsaka hvaða áhrif hugsanlegar loftslagsbreytingar gætu haft á landbúnað á jaðarsvæðum vegna kulda og þurrka í heimin- um. Rannsóknum hefur verið stjórnað af Martin Perry hjá IIASA (Inter- national Institute for Applied Systems Analysis) í Vínarborg, alþjóðlegri stofnun, sem tekur m.a. fyrir ýmis vandamál og viðfangsefni í umhverf- ismálum. Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur, er einn 7 íslendinga sem taka þátt i rannsóknunum. Hann sagði i samtali við Morgunblaðið að þeir sem ynnu að þessu verk- efni hér á landi hefðu m.a. gefið sér ákveðnar forsendur um hvað gæti gerst ef hér kæmi aftur svipað veðurfar og var á kald- asta áratug sem mælst hefur hér á landi, þ.e. 1859—1868, eða ef loftslagið yrði eins hlýtt og það var 10 hlýjustu árin, að meðal- tali, eftir 1930. Einnig var rann- sakað hvað hugsanlega gæti gerst ef kolsýran í loftinu tvö- faldaðist miðað við það sem ver- ið hefur á undanförnum áratug- um. Margir telja að það gæti leitt til þess að hiti myndi hækka verulega hér á landi. Sumir tala um að hér myndi hlýna um 4 gráður, bæði sumar og vetur. Athuganirnar benda til þess að ef aftur koma svona köld ár muni heyfengur minnka um 20%. Fóðurþörf mun aukast um 10% vegna kuldans, en vegna þessa gætu þau tún sem nú eru í landinu borið 30% minna af kvikfénaði. Vonlaust væri t.d að rækta bygg og rauðgreni. Ef veður hlýnaði hins vegar um 4 gráður hér á landi, er gert ráð fyrir að heyfengur gæti auk- ist um 60%, en fóðurþörf minnk- að um 40%. Þetta leiddi til þess að þau tún sem nú eru gætu bor- ið allt að þrisvar sinnum fleira búfé. Hægt yrði að rækta bygg og greniskóg víðast hvar á land- inu, jafnvel í Grímsey. Jöklar myndu stórminnka, en lítil hætta virðist vera á því að lág- lendi færi undir sjó, því ekki er gert ráð fyrir að hann hækki. Ef veður hlýnaði hér er talið að fiskigöngur myndu breytast stórlega og veiðislóðir e.t.v. flytjast til. Páll sagði að þó að svo virtist sem þetta gæti haft mjög jákvæð áhrif hér á landi, þyrfti að taka tillit til þess að mikil röskun yrði í náttúrunni við svona loft- lagsbreytingar. Til dæmis væri hætta á að margar dýra- og jurtategundir dæju út. rangsnúið og mistúlkað og því erf- itt að vita hvað menn ætluðu sér. Það yrði fyrst að koma í ljós. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri VSÍ sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, að boðað yrði til samningafundar aðila síðdegis í dag. Magnús sagði ennfremur, að hann teldi nú um þrjár leiðir að ræða til að ná samningum og að skattalækkunarleiðin væri ein af þeim. Hann taldi þá leið ekki endi- lega þurfa að vera samkvæmt til- boði VSÍ. f samþykkt aðildarfélag- anna tveggja frá í gær er því einnig lýst yfir, að tilboð VSf sé að þeirra mati fjarri því að viðhalda þeim kaupmætti, sem vinnuveitendur hafi sjálfir sagst vilja viðhalda. Magnús sagði í því sambandi, að ýmislegt af því sem fram kæmi i ályktuninni væri óraunhæft, til dæmis varðandi þennan þár.t. í viðtölum við forustumenn verkalýðshreyfingarinnar, sem birt eru í blaðinu i dag, kemur fram mikil óánægja með yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar. Þá kemur enn- fremur fram að menn telja að með afskiptum sínum hafi rikisstjórnin hleypt aukinni hörku í samninga- viðræðurnar. Sjá nánar á bls. 6 og 7. Sighifjörður: Uppsagnir hjá Sigló Siglufiröi, 25. októher. f DAG var 60—70 manns sagt upp störfum hjá Sigló hf. Ástæða upp- sagnanna er sú að fituinnihald þeirrar síldar sem verksmiðjan hefur fengið til niðurlagningar er ekki nógu mikið fyrir Rússlands- markað. FrétUriUri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.