Morgunblaðið - 02.11.1984, Síða 61

Morgunblaðið - 02.11.1984, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 61 Brassar ekki til Englands Frá Bob Honrwuy, fréttamanni Morgunblaðsim í Englandi. • Fyrirhugað var aö Engiend- ingar léku landsleik í knatt- spyrnu viö Brasilíumenn á Wembley-leikvanginum i marz næstkomandi, og var raunar búiö aö semja um þaö — en nú er Ijóst aö ekkert verður af leiknum. í staö þess munu Englend- ingar mæta írum — írska lýö- veldinu — á Wembley 26. marz < í vináttuleik. Liöin mættust síö- ast á Wembley í febrúar 1980 og þá sigruöu Englendingar 2:0. Kevin Keegan geröi þá bæöi mörk þeirra. • Graham Taylor, fram- kvæmdastjóri Watford, reyndi i vikunni að fá Steve Perryman, fyrirliöa Tottenham, til liðsins. „Hann er sá leikmaöur sem mig vantar til aö binda liö mitt sam- an. Viö þörfnumst reynslu hans," sagöi Taylor. Peter Shreeves, framkvæmdastjóri Spurs, var ekki lengi aö ákveöa sig. „Nei," sagöi hann einfald- lega. „Þaö kemur ekki til greina aö selja Perryman. Hann hefur sjaldan leikið betur en nú.“ Perryman veröur 33 ára í des- ember. • Stan Cummins er kominn til Sunderland á ný. Félagiö seldi hann til Crystal Palace í fyrra — en kappinn kunni engan veginn viö sig í London; og Pal- ace seldi hann aftur á dögun- um. félegt fés u á laugardagskvöldum kl. 23- í AUSTURBÆJARBÍÓI LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR Markvarðameiðsli hjá Arsenal: Óvíst hver stendur í markinu í kvöld Fré Bob Honnouy, tréttamonni Morgunbtoboino I Englondi. ÓVÍST er hver leikur í marki Ars- enal í deildarleiknum gegn Mancheater United é Old Traft- ord í kvöld. Báöir markveróir liös- ins, Pat Jennings og John Lukic, eru meiddir en feröuöust báðir meö liðinu til Manchester í gasr. Frá því hefur nú veriö skýrt aö Jennings hafi veriö meiddur á handlegg í leiknum gegn Oxford í mjólkurbikarkeppninni í fyrrakvöld — en hann fékk á sig tvö klaufa- mörk í þeim leik. Sagt var aö hann heföi alls ekki leikiö þá nema vegna þess aö Lukic átti einnig viö meiösli aö stríöa. Rhys Wilmot, þriöji markvöröur Arsenal, er í láni hjá Orient um þessar mundir þannig aö ekki er hægt aö grípa til hans fyrir leikinn i kvöld. Aöalfundur Hauka ADALFUNDUR Knattspyrnufé- lagsíns Hauka í Hafnarfiröi veröur haldinn í félagsheimili Hauka 8. nóvember kl. 20.30. Góður árangur Lilju í 5 km hlaupi kvenna „Ég er ánægó meö þetta hlaup, hef aldrei hlaupiö 5.000 metra á braut áöur, svo þetta var hálfgerð feró út í óvissuna," sagöi Lilja Guömundsdóttir, hlaupakona úr ÍR, sem dvelst í Svíþjóö, en hún setti nýveriö íslandsmet í 5.000 metra hlaupi kvenna er hún hljóp á 16:36,98 mínútum. Hlaupið var liöur í sænska meistaramótinu og var háö á frjálsíþróttaleikvanginum fræga, Stadion, í Stokkhólmi. Varö Lilja þriöja í hlaupinu og hlaut því SM- bronz, eins og sænskir kalla þaö. Sigraöi stúlka aö nafni Evy Palm frá Lidköping á 16:08,13 og önnur varö Stokkhólmsstúlkan Jeanette Nordgren á 16:20,05. Fimm stúlkur hlupu undir 17 mínútum og 20 tóku þátt í hlaupinu. Daginn eftir vann Lilja sigur í 10 kílómetra skógar- og götuhlaupi, Östmilen, sem háö var í nágrenni Norrköping, þar sem hún er bú- sett. Hljóp Lilja vegalengdina á 35:56 mínútum og vann yfirburöa- sigur, því næsta stúlka hljóp á 38:19. Auk þessa hljóp Lilja þrjú skóg- arhlaup síösumars og í haust og vann sigur í |jeim öllum. Þá keppti hún í hálfu maraþonhlaupi í Alt- endorn i V-Þýzkalandi 2. septem- ber sl. og varö þriöja á 1:30,56, sem er bezti árangur íslenzkrar konu á þeirri vegalengd, eftir því sem best verður vitaö. „Þetta var erfitt hlaup, langar strembnar brekkur á leiðinni, en leiðin var skemmtileg aö ööru leyti, hlaupiö kringum stórt vatn," sagöi Lilja í samtali viö Morgunblaöiö. • Lilja Guömundsdóttir Ásgeir ekki til Wales — öll von úti um að fá hann — Óvíst um hina í Þýskalandi NÚ ER endanlega Ijóst aö Ásgeir Sigurvinsson leikur ekki meö ís- lenska landslióinu gegn Wales i heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu i Cardiff þann 14. þessa mánaöar. Ásgeir er að leika meö Stuttgart sama kvöld í 1. deild- inni þýsku, og tilraunir forráóa- manna KSÍ til að fá hann lausan þrátt fyrir þaö hafa engan árang- ur boriö. Enn er ekki Ijóst hvort Atll Eö- valdsson og Magnús Bergs geta leikið meö landsliöinu gegn Wales — ekki hafa borist svör frá félög- um þeirra hvort þeir fái frí i lands- leikinn, þar sem Dusseldorf og Braunschweig eru einnig aö leika í deildinni — og liö Janusar Guö- laugssonar er aö leika í 2. deild- inni. „Þaö er ekki Ijóst hvort Fortuna vill sleppa mér í leikinn — viö erum aö spila sama kvöld gegn Frank- furt hér heima," sagði Atli Eö- valdsson er Mbl. spjallaöi viö hann í gær. „KSÍ verður að fara í hart“ „Mín skoöun er sú aö KSf veröi aö fara i hart í þessu máli. Veröi aö heimta þaö af þýska knattspyrnu- sambandinu aö félögin sleppi leik- mönnum sínum i landsleiki," sagöi Atli. „Þaö geröist á dögunum aö sænska knattspyrnusambandiö fór fram á aö Hans Holmquist, einn leikmanna okkar hér hjá Diissel- dorf, kæmi i landsleik og þó aö forráöamenn liösins væru óhressir með framvindu mála fór Hans i leikinn, þar sem Dusseldorf heföi annars þurft aö greiöa skaöabæt- ur. Sænska sambandið hótaöi aö aö fara til þjálfara og stjórnar- manna hér og fara fram á það aö fá aö fara i landsleikinn — útskýra okkar sjónarmið. Þaö er þvi betra aö komast eftir því sem fleiri af íslensku leikmönnunum hér i Þýskalandi fá aö fara — og þess vegna er þaö mín skoðun aö KSÍ veröi aö beita hörku í þessu máli," sagöi Atli Eövaldsson. Þess má geta aö allir íslensku atvinnumennirnir í Vestur-Þýska- landi nema Asgeir Sigurvinsson hafa klásúlu í sínum samningum um aö félagiö veröi aö sleppa þeim í landsleiki ef þeir óska þess. • Atli Eövaldason fara í mál viö Dusseldorf ef hann kæmi ekki sex dögum fyrir leik — eins og stendur í samningi hans viö liðiö aö hann veröi aö gera, ef þjálfari sænska liösins vilji fá hann. Sænska landsliöiö var aö leika á miövikudegi; viö áttum deildarleik á laugardegi og Hans fór á föstu- dagskvöldi. Daginn fyrir deildar- leikinn! Ég hef í mínum samningi aö Dússeldorf veröi aö sleppa mér í landsleiki ef KSl óskar eftir því — en þaö er vitaö mál aö menn hér veröa mjög fúlir ef ég fer. Þaö er mjög erfitt fyrir okkur leikmennina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.