Morgunblaðið - 02.11.1984, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 02.11.1984, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 61 Brassar ekki til Englands Frá Bob Honrwuy, fréttamanni Morgunblaðsim í Englandi. • Fyrirhugað var aö Engiend- ingar léku landsleik í knatt- spyrnu viö Brasilíumenn á Wembley-leikvanginum i marz næstkomandi, og var raunar búiö aö semja um þaö — en nú er Ijóst aö ekkert verður af leiknum. í staö þess munu Englend- ingar mæta írum — írska lýö- veldinu — á Wembley 26. marz < í vináttuleik. Liöin mættust síö- ast á Wembley í febrúar 1980 og þá sigruöu Englendingar 2:0. Kevin Keegan geröi þá bæöi mörk þeirra. • Graham Taylor, fram- kvæmdastjóri Watford, reyndi i vikunni að fá Steve Perryman, fyrirliöa Tottenham, til liðsins. „Hann er sá leikmaöur sem mig vantar til aö binda liö mitt sam- an. Viö þörfnumst reynslu hans," sagöi Taylor. Peter Shreeves, framkvæmdastjóri Spurs, var ekki lengi aö ákveöa sig. „Nei," sagöi hann einfald- lega. „Þaö kemur ekki til greina aö selja Perryman. Hann hefur sjaldan leikið betur en nú.“ Perryman veröur 33 ára í des- ember. • Stan Cummins er kominn til Sunderland á ný. Félagiö seldi hann til Crystal Palace í fyrra — en kappinn kunni engan veginn viö sig í London; og Pal- ace seldi hann aftur á dögun- um. félegt fés u á laugardagskvöldum kl. 23- í AUSTURBÆJARBÍÓI LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR Markvarðameiðsli hjá Arsenal: Óvíst hver stendur í markinu í kvöld Fré Bob Honnouy, tréttamonni Morgunbtoboino I Englondi. ÓVÍST er hver leikur í marki Ars- enal í deildarleiknum gegn Mancheater United é Old Traft- ord í kvöld. Báöir markveróir liös- ins, Pat Jennings og John Lukic, eru meiddir en feröuöust báðir meö liðinu til Manchester í gasr. Frá því hefur nú veriö skýrt aö Jennings hafi veriö meiddur á handlegg í leiknum gegn Oxford í mjólkurbikarkeppninni í fyrrakvöld — en hann fékk á sig tvö klaufa- mörk í þeim leik. Sagt var aö hann heföi alls ekki leikiö þá nema vegna þess aö Lukic átti einnig viö meiösli aö stríöa. Rhys Wilmot, þriöji markvöröur Arsenal, er í láni hjá Orient um þessar mundir þannig aö ekki er hægt aö grípa til hans fyrir leikinn i kvöld. Aöalfundur Hauka ADALFUNDUR Knattspyrnufé- lagsíns Hauka í Hafnarfiröi veröur haldinn í félagsheimili Hauka 8. nóvember kl. 20.30. Góður árangur Lilju í 5 km hlaupi kvenna „Ég er ánægó meö þetta hlaup, hef aldrei hlaupiö 5.000 metra á braut áöur, svo þetta var hálfgerð feró út í óvissuna," sagöi Lilja Guömundsdóttir, hlaupakona úr ÍR, sem dvelst í Svíþjóö, en hún setti nýveriö íslandsmet í 5.000 metra hlaupi kvenna er hún hljóp á 16:36,98 mínútum. Hlaupið var liöur í sænska meistaramótinu og var háö á frjálsíþróttaleikvanginum fræga, Stadion, í Stokkhólmi. Varö Lilja þriöja í hlaupinu og hlaut því SM- bronz, eins og sænskir kalla þaö. Sigraöi stúlka aö nafni Evy Palm frá Lidköping á 16:08,13 og önnur varö Stokkhólmsstúlkan Jeanette Nordgren á 16:20,05. Fimm stúlkur hlupu undir 17 mínútum og 20 tóku þátt í hlaupinu. Daginn eftir vann Lilja sigur í 10 kílómetra skógar- og götuhlaupi, Östmilen, sem háö var í nágrenni Norrköping, þar sem hún er bú- sett. Hljóp Lilja vegalengdina á 35:56 mínútum og vann yfirburöa- sigur, því næsta stúlka hljóp á 38:19. Auk þessa hljóp Lilja þrjú skóg- arhlaup síösumars og í haust og vann sigur í |jeim öllum. Þá keppti hún í hálfu maraþonhlaupi í Alt- endorn i V-Þýzkalandi 2. septem- ber sl. og varö þriöja á 1:30,56, sem er bezti árangur íslenzkrar konu á þeirri vegalengd, eftir því sem best verður vitaö. „Þetta var erfitt hlaup, langar strembnar brekkur á leiðinni, en leiðin var skemmtileg aö ööru leyti, hlaupiö kringum stórt vatn," sagöi Lilja í samtali viö Morgunblaöiö. • Lilja Guömundsdóttir Ásgeir ekki til Wales — öll von úti um að fá hann — Óvíst um hina í Þýskalandi NÚ ER endanlega Ijóst aö Ásgeir Sigurvinsson leikur ekki meö ís- lenska landslióinu gegn Wales i heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu i Cardiff þann 14. þessa mánaöar. Ásgeir er að leika meö Stuttgart sama kvöld í 1. deild- inni þýsku, og tilraunir forráóa- manna KSÍ til að fá hann lausan þrátt fyrir þaö hafa engan árang- ur boriö. Enn er ekki Ijóst hvort Atll Eö- valdsson og Magnús Bergs geta leikið meö landsliöinu gegn Wales — ekki hafa borist svör frá félög- um þeirra hvort þeir fái frí i lands- leikinn, þar sem Dusseldorf og Braunschweig eru einnig aö leika í deildinni — og liö Janusar Guö- laugssonar er aö leika í 2. deild- inni. „Þaö er ekki Ijóst hvort Fortuna vill sleppa mér í leikinn — viö erum aö spila sama kvöld gegn Frank- furt hér heima," sagði Atli Eö- valdsson er Mbl. spjallaöi viö hann í gær. „KSÍ verður að fara í hart“ „Mín skoöun er sú aö KSf veröi aö fara i hart í þessu máli. Veröi aö heimta þaö af þýska knattspyrnu- sambandinu aö félögin sleppi leik- mönnum sínum i landsleiki," sagöi Atli. „Þaö geröist á dögunum aö sænska knattspyrnusambandiö fór fram á aö Hans Holmquist, einn leikmanna okkar hér hjá Diissel- dorf, kæmi i landsleik og þó aö forráöamenn liösins væru óhressir með framvindu mála fór Hans i leikinn, þar sem Dusseldorf heföi annars þurft aö greiöa skaöabæt- ur. Sænska sambandið hótaöi aö aö fara til þjálfara og stjórnar- manna hér og fara fram á það aö fá aö fara i landsleikinn — útskýra okkar sjónarmið. Þaö er þvi betra aö komast eftir því sem fleiri af íslensku leikmönnunum hér i Þýskalandi fá aö fara — og þess vegna er þaö mín skoðun aö KSÍ veröi aö beita hörku í þessu máli," sagöi Atli Eövaldsson. Þess má geta aö allir íslensku atvinnumennirnir í Vestur-Þýska- landi nema Asgeir Sigurvinsson hafa klásúlu í sínum samningum um aö félagiö veröi aö sleppa þeim í landsleiki ef þeir óska þess. • Atli Eövaldason fara í mál viö Dusseldorf ef hann kæmi ekki sex dögum fyrir leik — eins og stendur í samningi hans viö liðiö aö hann veröi aö gera, ef þjálfari sænska liösins vilji fá hann. Sænska landsliöiö var aö leika á miövikudegi; viö áttum deildarleik á laugardegi og Hans fór á föstu- dagskvöldi. Daginn fyrir deildar- leikinn! Ég hef í mínum samningi aö Dússeldorf veröi aö sleppa mér í landsleiki ef KSl óskar eftir því — en þaö er vitaö mál aö menn hér veröa mjög fúlir ef ég fer. Þaö er mjög erfitt fyrir okkur leikmennina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.