Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 1
«w» H2SIÐUR STOFNAÐ 1913 214. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hundruð þúsunda við bálför Indiru N ýju Delat, 3. oðranber. AP. BÁLFÖR Indiru Gandhi, fyrrum forsætisrádherra Indlands, fór fram í dag. Sonur hennar og eftirmaður, Kajiv Gandhi, bar eld að kestinum að viðstöddum mörgnm tugum erlendra fulltrúa og hundruðum þúsunda Indverja, sem margir biðu í alla nótt meðfram veginum, sem líkvagninum var ekið. Enn eru síkhar ofsóttir um allt Indland og opinberlega hefur verið gefið upp, að 1.000 manns hafi verið myrtir í hefndaraðgerðum hindúa. Fallbyssuvagni með líki Indiru Gandhi var ekið 11 km langan veg í gegnum höfuðborgina, Nýju Delhi, að garði við Jamuna-á þar æm bálförin fór fram. Hundruð þúsunda manna, á aðra milljón að mati indverska sjónvarpsins, vörðuðu leiðina og höfðu margir beðið i alla nótt. Fólkið barði sér á brjóst, grét og hrópaði ýmist, að móðir Indlands væri dáin eða að Indira væri ódauðleg. Herinn var með mikinn viðbúnað, vopnaðir menn hvarvetna og fjöldi þyrlna sveimaði yfir borginni. Bálförin fór fram á sama stað og sonur Indiru, Sanjay, var brenndur, faðir hennar og Mo- handas Gandhi, sem kallaður hef- ur verið faðir Indlands. Rajiv Gandhi, sonur Indiru og eftirmað- ur hennar sem forsætisráðherra, bar eld að kestinum, sandalviði gegnvættum í hreinsuðu smjöri, eftir að hafa gengið þrisvar sinn- um kringum hann og snert skadd- að andlit móður sinnar hverju sinni. Forseti Indlands, Zail Singh, sem er af trúflokki síkha, skipaði heiðurssess við bálförina en ströng gæsla var um hann af ótta við hefndaraðgerðir hindúa. Margir sikhar aðrir, sem eru auð- þekktir á höfuðbúnaðinum, voru f mannfjöldanum en ekki er vitað til, að nokkuð hafi borið út af. Prestar af öllum helstu trúflokk- um i Indlandi, hindúar, múham- eðstrúarmenn, búddatrúarmenn, kristnir og síkhar, báðust fyrir við bálköstinn og köstuðu sandalviði, sem er tákn hreinleikans, á eldinn. Enn er víða róstusamt í landinu og segja opinberar tölur, að rúm- Grænland: Of beldi mesta heilbrigðis- vandamálið Gmbadi, 3. aéTeBber. Pri Niln Jttrfea Bran, IriMMtUm MbL BKRKLAK eru ekki lengur mesU heilbrigðisvandamál Grænlendinga, beldur ofbeldi, að því er fram kemur í skýrslu lækna i grænlenskum sjúkrahúsum. Þriðjungur allra meiðsla sem tilkynnt eru á sjúkrahúsunum er af vöidum ofbeldis. t mörgum til- fellum má rekja ofbeldisverknað- ina til drykkjuskapar. Fram kemur í skýrslunni, að þetta bitnar hart á konum. Um 78% fórnarlambanna eru konur, og tölurnar sýna, að þær verða 20 sinnum oftar fyrir barðinu á ofbeldi en konur i Danmörku. Grænlenska landsþingið hefur nú samþykkt lög, sem gefa fórn- arlömbum ofbeldis frekari mogu- leika á bótum en áður var. lega 1.000 manns, aðallega síkhar, hafi verið drepnir. Er óttast, að raunveruleg tala sé miklu hærri og bent er á, að aðeins í höfuð- borginni er vitað um 500 manns, sem hafa verið myrtir. í einu hverfi borgarinnar voru rúmlega 300 síkhar, karlmenn, konur og börn, myrtir án þess að logreglu- menn reyndu að grípa i taumana og hefði blóðbaðið orðið enn skelfilegra ef miskunnsamir hindúar hefðu ekki skotið skjóls- húsi yfir aðra íbúa hverfisins, sem flestir eru síkhar. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Margar- et Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, voru meðal fulltrúa erlendra ríkja við bálförina og einnig Nikolai Tikhonov, forsæt- isráðherra Sovétríkjanna. Víða um heim voru fánar í hálfa stöng á opinberum byggingum í virð- ingar- og samúðarskyni við ind- versku þjóðina. Slmamynd AP. Lögreglumenn fylgdust grannt með ölhi þegar Ifk Indiru Gandhi var flutt 11 km langan veg f gegnum bófuðborgina, Nýju Delhí, en meðfram allri leiðínni var mikill mannfjöldi, i aðra milljón manna, að sógn indverska sjónvarpsins. Sfkhar, sem eru auðþekktir i höfuðbúnaðinum, voru margir meðal syrgjend- anna en ekki er vitað til að neitt hafi borið út af við bálfórina. Á öðrum stöðum hefur vfða orðið skelfileft blóðbað þar sem menn, konur og börn af trúflokki sfkha hafa verio myrt f befndaræði hindúa. Vetur konungur ^ Vetur er genginn í garð fyrir nokkru þótt enn sé snjólétt víðast hvar í byggð. Myndina tók RAX þegar hann átti leið um Kambana, aí manni, sem reynir færleikinn í fölinni en efst uppi brosir klettakarlinn í haustblíðunni. Jarðarför pólska prestsins; „Samstaða, Samstaða" söng mann- fjöldinn Vinji, 3. ¦éTMbet. AP. LECH Walesa og aðrir Samstöðuleið- togar Toru meðal þeirra tugþúsunda, sem votu við iarðarför póteka prests- íbs, Jerzy Popieluszkos, í dag. Hefur maBBfjöldi a götum úti ekki verið meiri f böfuðborginni fri því í júní 1983, er Jóhannes Pall pin II heim- sótti Varsjá. Framhlið kirkju heilags Stanisl- aw Kostka var tjölduð pólska fánan- um, rauðum og hvftum, en kista prestsins hvíldi á palli fyrir utan kirkjuna, þakin blómsveigum. Hinn mikli mannfjöldi fagnaði Walesa, þegar hann lagði blómsveig að kistunni. Hóf fólkið síðan að syngja nafn frjálsu verkalýðsfélag- anna, „Samstöðu". Ekki hefur fyrr komið fram svo afdráttarlaus stuðningur almenn- ings við Samstöðu frá því að sam- tökin voru bönnuð skömmu eftir að herlög voru sett í landinu. Fyrr í dag kom Lech Walesa til indverska sendiráðsins i Varsjá til þess að votta hluttekningu sina vegna vígs Indiru Gandhi, sem hann kvað „villimannslegt hermdarverk". Kínverjar stækka Miu>ár. KÍNVERJAR verða lengri og lengri, eftir því sem fram kemur í blaði einu í Peking. Landsmenn, sem eru um milljarður talsins, eta nú meira kjöt og fisk og egg en aður befur tíðkast og befur þetta breytta mataneði leitt til þess, að meðallueð eykst nú um tvo miUimetra i ari. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru i 16 héruðum Kina árið 1955 reyndist meðalhæð karla vera 1,66 m. I rannsókn sem gerð var 1979 var meðalhæð þeirra komin upp í 1,72 m.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.