Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 9 LISTASAFN Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónsson- ar hefur látið gera af- steypur af höggmynd Ein- ars Jónssonar, Ung móðir, sem hann gerði árið 1905. Myndin verður til sölu í Listasafni Einars Jóns- sonar frá og með fimmtu- deginum 15. nóv. til og með laugardeginum 17. nóv. kl. 16—19. Inngangur er í safnið frá Freyjugötu. Nánari upplýsingar eru veittar í síma safnsins, 13797, kl. 9-17 daglega. I2.-20.JAN:S5 BYGGINGA VÖRUSÝNINGIN BELLA CENTER Byggingavörusýningin í Bella Center, sem Danir kalla ,,Byggeri for Milliarder“ er nú haldin í 11. sinn. Síð- an fyrsta sýningin var haldin árið 1963 hefur nokkuð á aðra milljón manns heimsótt þessa tvíæru sýningu, sem er hin stærsta sinnar tegundar í Norður-Evrópu. Hér hittast byggingariðnaðarmenn hvarvetna að úr heiminum að kynna sér ný efni, nýjar vörur og hafsjó hugmynda. 1. Frumhlutar til byggingar. 2. Annað byggingarefni, flatarklæðning, verkfæri og áhöld. 3. Eldhús, innréttingar og búnaður. 4. Hita-, loftræsti- og hreinlætistæki og búnaður. 5. Rafmagns- og fjarskiptakerfi. 6. Baðinnréttingar, sundlaugar. HÓPFERD 11JAN FERÐA MIDSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 „Umturnun og öfugsnúningur“ BSRB-tíöindi (10. tbl., 10. október sl.) líktu Kristjáni Thor- lacius, forseta BSRB, viö Walesa, þann pólska mannrétt- indaleiðtoga, en Albert Guömundssyni, fjármálaráöherra, viö Jaruzelski hershöföingja, alvald í pólska Kommúnista- flokknum. Arnór Hannibalsson, dr. phil., kemur inn á þessa samlíkingu í nýlegu Fréttabréfi Háskólans. Stak- steinar glugga í dag lítillega í grein Arnórs, sem kallar samlíkingu BSRB-tíöinda „umturnun og öfugsnúning". „Fyrir hverju berst Sam- staða í Póllandi?" Þannig spyr Amór Hannibaisson, háskóla- kennarí, í grein — og svar- ar sér sjálfun • „1) Að frjáls verkalýðs- félög verði leyfð (en þau vóru og era bönnuð. Sam- staöa var undantekning og lifði f rúmt ár). • Að stuðla að þjóðarein- ingu á sögulegum forsend- um og á grundvelli þjóð- legrar hefðar. Sú hefð fehir m.a. í sér kristni og starf hinnar almennu kirkju. • 2) Að atvinnulífið verði losað úr helgreipum skríf- finnskunnar, að fyrirtæki megi taka eigin ákvarðanir á eigin ábyrgð, að framleitt verði f þágu almennings en ekki forréttindastéttar. Á fslandi eru mannrétt- indi stjóraarskrárbundin. Þar eru frjáls verkalýðsfé- lög, meira að segja svo frjáls að þau geta í skjóli laga lamað starfsemi ríkis- ins. Hér höfum við hvorki forréttindastétt né rfkis- bákn sem hefúr það höfuð- verkefni að leggjast sem farg á frumkvæði fólks. Vilji verkfallsstjórn BSRB líkja sér við SAMSTTÖÐU ætti hún að byrja að skrífa undir atriði merkt 2 hér að ofan. Gr hún reiðubúin til þess? Það er absúrd fáránleiki að líkja leiðtoga BSRB við Lech Walesa. Nær væri að líkja honum og þeim sem í kring um hann standa við Jaruzelski. Hugmyndir þeirra eru nefnilega sömu ættar eða jafnvel náskyld- ar. (Þær voru einu sinni kallaðar „sósíalismi", en heita nú „félagshyggja" eða einhverjum öðrum dulnefnumV* ,ySkaðvænlegt, harðsvírað afturhald“ Enn segir Arnór Hanni- balsson: „Verkalýðshreyfing vfða um lönd er orðin að skað- vænlegu og harðsvíruðu afturhaldi, sem eyðir og sundrar og stendur í vegi fyrir breytingum á verkaskiptingu. Örlög þessarar hreyfingar f Stóra-Bretlandi eru gott dæmi. Hún er það á leið- inni að daga uppi sem nátttröll. Og hver sem kynnir sér reynshi Austur- Gvrópuþjóða hlýtur að komast að svipaðrí niður- stöðu og SAMSTÖÐU- menn: Verkalýðshreyfingin hefur jákvæðu hlutverki að gegna við að berjast fyrir mannréttindum, frelsi ein- staklinga og samtaka, fyrir samúð og aðstoð við þá sem minna mega sín eða standa höllum fæti í lífs- baráttunni. Þessi réttindi ber að vernda, varðveita og efla með samvinnu og sam- stöðu, með jákvæðu fram- lagi til betri atvinnulífs- hátta og auðugri menning- ar byggðrí á hefð hverrar þjóðar. Sundrung er aðeins til að skemmta skrattan- um. Verkalýðshreyfing sem leggur ekkert fram nema neikvæð viðbrögð við neikvæðrí þróun kaupmátt- ar trénast smám saman upp og endar með þvf að verða skuggi af sjálfrí sér. Það kemur að þvf fyrr en varir að verkalýðshreyfing- in endurskipuleggur sig og hættir að hafa þjark um kaupgjald sem sitt eina guðspjall. Verkamenn, bændur, menntamenn, rit- höfundar og sjómenn sam- einast í eitt bandalag til eflingar því starfi sem við erum að vinna, hvert okkar fyrir sig og öll saman, bæði á efnalegu og andlegu sviði. Ef við tökum hjaðn- ingavig fram yfir samein- ingu viljum við heldur ekki það bezta sem við getum náð. Við Islendingar erum f þeirrí öfundsverðu aðstöðu að hafa fullt frelsi um okkar gjörðir. Það eru ekki allar þjóðir svo vel staddar. Ekkert erlent vald segir okkur fyrir verkum. Við þurfum að læra að meta það frelsi sem við njótum. Nýta það til einingar, ekki sundrungar." „Um verkfell- inga(r)vit“ Upphaf greinar Araórs hljóðaði svo: „Fimratudag þann 4. október röðuðu nokkrir menn sér fyrir dyr Háskóla fslands og vörauðu starfs- fólki og stúdentum inn- göngu. Til réttlætingar þessarí aðferð vitnaði fólk þetta f 26. gr. laga BSRB. Tilgangurinn var sá að stöðva starfsemi háskól- ans. Nú eru lög BSRB ekki landslög, og vandséð, hví varaa skyldi fólki, sem lög BSRB varða engu, að stunda vinnu sína. Átylla aðgerðanna var, að hús- verðir háskólans væru f verkfalli... Þennan nefnda dag opnaði rektor dyr háskólabygginga, og tókst verkfallsvörðum ekki að hindra það. Líklega við- urkenna þeir lyklavöld rektors. Þeir tóku nú til við að hleypa fólki inn. En þá kom í Ijós að sauðirnir voru vendilega skildir frá höfrunum. Kennarar fengu inngönguleyfi, en ekki stúdentar. Hvað til þess bar er mikill leyndardóm- ur, en á einhvern óskiljan- legan hátt hlýtur seta stúd- enta í kennslustofum og á bókasafni að hafa truflað eðlilega framrás verkfalls opinberra starfsmanna. Að öðrum kosti er Iftt skiljan- legt hví grípa þurfti til sér- stakra ráðstafana til að koma í veg fyrir að stúd- entar stunduðu nám sitt... “. Eigum fyrirliggjandi 3A", 25 og 30 metra á hagstæðu verði ÓIAFUR GÍSLASOM 3. CO. !lf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Greinasafn um frið, frelsi og mannréttindi ARNÓR Hannibalsson dr. phil hefur gefið út sérprentun á greinaflokki, sem hann reit í Morgunblaðið og fjallar um frið, frelsi og mannrétt- indi. Heiti ritlingsins er „Friður eða uppgjöf“. Fyrsta greinin birtist í þremur köflum í Morgunblaðinu: Friðar- barátta og friðarhorfur 5. septem- ber sl., Friðarþing 6. september sl. og Markmið Sovétstjórnarinnar á Íslandi 7. september sl. Önnur greinin hét Sovét-Svíþjóð — óskalandið og birtist 30. júní 1984 og sú þriðja Aakharoff — sam- vizka heimsins birtist 20. júní 1984. „Friður og uppgjöf" fæst í bóka- verzlunum og félagasamtök geta sent pantanir til höfundar. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund um nýgeröan kjarasamning á Hótel Sögu (Átthaga- sal) miövikud. 14. nóvember kl. 20.30. Dagskrá. Nýr kjarasamningur. Félagsmenn hvattir til aö fjölmenna. Veriö virk í VR. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.