Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 „Þetta hafði allt ver- ið á réttri leið“ Kafli úr nýrri unglingabók eftir Eðvarö Ingólfsson Tónlistin ómaði. Árni var rifinn upp frá hugsunum sínum þegar þær Birna og Sessa stungu upp á því að fara að dansa. Nokkrir voru þegar komnir út á gólfið í hinum enda stofunnar. — Komdu að dansa við mig, sagði Birna og hnippti í Árna. Hann fékk ekki tækifæri til að svara áskoruninni; hún tók í hand- legginn á honum og hann var kominn út á gólfið áður en hann vissi af. Fleiri bættust í hópinn. Sessa bauð Jonna upp og Jens önnu Tótu sem sat skammt frá þeim. Lagið I won’t let the sun go down on me með Nik Kershaw hljómaði og dansararnir sungu með. — O, ég fíla þetta í botn, kallaði Birna til Árna og sneri sér í heil- hring. Síðan söng hún með. — Ég hef sjaldan skemmt mér svona vel, sagði hún þegar þau höfðu dansað nokkra dansa og verið var að skipta um plötu. Árni sá að hún var svolítið drukkin þvi að augun i henni gljáðu. Þau dönsuðu á sokkaleistunum á teppinu. Skórnir hefðu gatslitið því. Lisa og Sigga dönsuðu hvor við aðra rétt hjá þeim. Árni gaf þeirri fyrrnefndu auga við og við. Þegar augu þeirra mættust horfði hann alltaf undan i flæmingi. Hvað er að mér? hugsaði hann og hristi höfuðið. Hann fann hvernig hjart- að tók viðbragð. Hann var með Lisu á sálinni. — Ertu nokkuð lasinn, þú ert svo alvarlegur? kallaði Birna til að heyrðist í henni. Árni þvertók fyrir lasleikann, sagðist vera að hlusta á textann i laginu. Hann brosti síðan til henn- ar og Birna lét það gott heita. Laginu lauk. Síðan var Stuck on you með Lionel Ritchie sett á fón- inn, — eftirlætislagið hans Árna. Nokkur pðr byrjuðu að vanga. — Eigum við að vanga upp á grín eins og hinir? spurði Birna full áhuga og hélt í bolinn hans. Árni hrökk við. Þá gæti Lísa haldið að þau væru að byrja sam- an. Nei, það mátti ekki verða. — Við skulum bara dansa þetta rólega, sagði hann og þau héldust í hendur. Klaufi var hún Birna að nefna þetta ekki tveim árum áður þegar hann var á höttunum á eftir henni. Þá var hún svo mikil pía að hún leit ekki við strákunum í sín- um bekk heldur aðeins þeim sem voru eldri. Þau dönsuðu dansinn meðan lagið entist og settust svo aftur í sófann. Þar voru tvær stelpur fyrir, þær Anna og Steinunn. Sú fyrrnefnda grét en hin huggaði. — Hún er búin að drekka of mikið, sagði Steinunn. Hún er hrædd við að fara heim til sín, hún segir að pabbi sinn taki sig í gegn fyrir þetta. Anna var komin með ekka. — Mér er mál að æia, þvoglaði hún. — Stattu þá upp og komdu fram á klósett, sagði Steinunn i skipunartóni. Hún hjálpaði henni á fætur. Anna hélt um magann á sér og leið greinilega illa; var gráföl í framan og augnmálningin pínulít- ið klesst. Hún hafði nokkru áður leikið við hvern sinn fingur í hin- um enda stofunnar, reytt af sér brandara um bekkjarsystkinin og fengið alla til að hlæja. Kvöldið leið og nóttin nálgaðist. Krakkarnir ýmist stóðu upp til að dansa eða sátu og töluðu saman. Nokkrir fóru heim um miðnættið. Árni beið alltaf færis á því að bjóða Lisu upp. Hún var annað hvort að dansa eða tala við ein- hverja hér og hvar. Honum datt í hug að setjast nálægt henni en þorði það ekki. Af hverju gat hann ekki verið eins kaldur og þessir strákar sem óðu í kvenfólki? Hann var aumingi! Nokkrum mínútum eftir að hann hafði hugsað síðustu setn- inguna kom tækifærið. í þetta sinn sat Lísa ein. Hún var alein — það fór ekki á milli mála. Hinir voru að dansa. Andardráttur hans varð óreglulegur og svitinn spratt fram í lófana. Hjartað var að springa. Það var nú eða aldrei. Árni vissi ekki fyrr en hann var stðinn upp og hafði stikað þvert yfir gólfið. — Hæ, má ég setjast hérna? spurði hann um leið og hann sett- ist. Þetta var kurteisisspurning og líka til að kanna viðbrögðin. Hún hafði ekki tekið eftir hon- um, var að horfa í aðra átt. — Nei, hæ, auðvitað máttu það. Andlitið var eitt geislandi bros. Sex krakkar voru að dansa úti á gólfi og hann ákvað að koma sér beint að efninu. Hann dauðlangaði að bjóða henni i dans. — Heyrðu Lísa... Viltu dansa? spurði hann hikandi. Hún svaraði ekki alveg strax og horfði á krakkana. Hann óttaðist Eðvarð Ingólfsson Á næstunni er væntan- leg ný skáldsaga, ungl- ingabók, eftir EðvarÖ Ingólfsson. Nefnist hún ,;Fimmtán ára á fóstu“. Utgefandi er Bókaút- gáfa Æskunnar. Fer hér á eftir kafli úr sögunni, birtur með leyfi höfundar og útgef- anda að hún segði nei. Hver sekúnda sem dróst á langinn var eins og eilífð í hans huga. Hún leit svo aftur á hann og sagði: — Já, því ekki það. Annars er ég í óstuði í kvöld en vona að að batni. Hann varp öndinni léttar. Hún hefði lagt líf hans í rúst ef hún hefði sagt nei. Þau fóru út á gólfið. HLH-flokk- urinn var á fóninum og söng um hana Angelíu. Jens var enn að dansa og rokkaði alveg á fullu svo að svitinn bogaði af honum í stríð- um straumum. Loftið i stofunni var orðið mettað af svita og hita. Þegar laginu lauk langaði Árna að fá það á hreint af hverju hún væri í óstuði. Kannski var hún að vara hann við, hann hefði hana ekkert í hendi sér þótt þau hefðu vangað á skólaballinu kvöldið áð- ur. — Þú segist ekki vera vel upp- lögð, sagði hann vandræðalega og horfði í augu hennar. Hún leit undan. — Æ, já, andvarpaði hún. Það er svo margt sem ergir mann. Hún kunni eki við að segja honum að hún væri að drepast af túrverkj- um. Cr því að hún útskýrði ekkert frekar ástæðuna þorði hann ekki að reyna að toga það upp úr henni. Hún gæti sagt að honum kæmi þetta alls ekkert við. Þrjú rokklög komu í röð og síð- an rólegt lag; Lyin’ eyes með Eagl- es. Krakkarnir, sem höfðu verið fyrir á gólfinu, settust og Árni var í svolitlum vafa um hvort þau ættu að fylgja dæmi þeirra. Það gat verið að Lísu likaði ekki að þau væru bara tvö að dansa svo allir sæju, þar sem hún var á föstu með öðrum strák. — Langar þig að dansa þennan dans? spurði hann. — Já, því ekki það? svaraði hún eins og ekkert annað hefði komið til greina. Þau dönsuðu í takt við tónlist- ina. Þau vönguðu ekki en dönsuðu samt nálægt hvort öðru. — Heyrðu ... meintirðu eitt- hvað með þessu á ballinu í gær- kvöldi? hvíslaði hann i eyra henn- ar þegar leið á lagið. Hann var allt i einu orðinn svo kaldur. — Hvað áttu við? Þóttist hún ekki skilja hann? — Æji, þú veist ... þegar við vorum að vanga. Bing, bang. Hjartað sló fast. Hún svaraði ekki alveg strax. — Mér fannst gott að vanga þig, sagði hún svo. Röddin var blíðleg. Honum hlýnaði við þessi orð og efldist kjarkur. — Hvernig er það, — ertu enn með þessum strák? - Jú. Hún sagði blákalt jú“. Hann fékk sting i brjóstið. — En við erum að hætta sam- an, bætti hún við. Honum létti. — Ég er eiginlega orðin leið á honum, viðurkenndi hún. Við er- um farin að rifast svo mikið. En ég er ekki búin að segja honum upp. Svarið gladdi hann og gaf hon- um von. Hann sagði ekki neitt, vildi ekki skipta sér af þessu. Þau dönsuðu. Hún kom nær. Straumur fór um hann. Hann lagði báðar hendur utan um hana eins og kvöldið áður. Hún gerði það sama. Hann kyssti hana. Þau fóru í smásleik. Siðan héldu þau áfram að vanga. Árni sá útundan sér að Jonni og Tóti störðu stjarfir á þau. Nú lík- aði þeim lifið — besti vinurinn að komast á fast. Krakkarnir voru allir að horfa á þau. Bima var með hálfopinn munninn af undrun. Árni heyrði að dyrabjöllunni var hringt. Hann sá þegar Sigga opnaði. Karlmaður i snjáðum gallabuxum, leðurjakka, brodda- klipptur og með hringa í eyrunum kom i ljós. Árni stirðnaði! Hann trúði ekki sinum eigin augum. Þarna var Kiddi ljóslifandi kominn. Þeir horfðust i augu og Kiddi sendi honum kalt, stingandi augnaráð. — Hvað er að? spurði Lísa ringluð þegar Árni kipptist við. Hún sneri sér við og leit i sömu átt. Ósjálfrátt ýtti hún honum frá sér. Hann heyrði að hún stundi. Kiddi strunsaði inn i stofuna. Lagið var mátulega búið. Þögn sló á alla. — Lísa, ég þarf að tala við þig, sagði hann formálalaust. — É-ég átti ekki von á þér, stamaði hún. — Nei, ég sá það, sagði hann fruntalega og glotti. Komdu út og talaðu við mig. Grafarþögn ríkti í stofunni. Gestirnir fylgdust spenntir með. Þetta var óvænt skemmtiatriði. Lísa virtist fyrst á báðum áttum hvort hún ætti að verða við ósk hans — en tók svo ákvörðun. — Þakka þér fyrir dansinn, sagði hún við Árna án þess að horfa á hann og stikaði fram i for- stofu. Kiddi horfði hvasst á Árna og hreytti út úr sér áður en hann fór á eftir henni: — Þú átt mig á fæti, vinur, ef þú lætur hana ekki i friði. Mundu það! Hann stevtti hnefann. Það fauk í Árna. — Hún er engin einkaeign, svaraði hann um hæl. — Þú heyrðir hvað ég sagði, vinur. Augnaráðið var ennþá hvassara. Ekki fór á milli mála að mót- orhjólatöffarinn meinti það sem hann sagði. Lísa sagði ekki neitt. Hún flýtti sér í jakkann sinn og kastaði kveðju á hópinn. Hann hafði að- eins beðið hana að tala við sig fyrir utan, en hún vissi að það mál yrði langt og flókið og betra að ræða það annars staðar. Hún var með dálitla sektarkennd yfir því að hafa látið hann koma að sér f vangadans við annan strák þegar hún var ekki einu sinni búin að segja honum upp. Arni stóð eftir eins og þvara á gólfinu, grútspældur yfir að hafa misst Lísu út úr höndunum á sér. Þetta hafði allt verið á góðri leið. Hvað meinti hún eiginlega með þvi að fara? Gat hún ekki talað við þennan plebba fyrir utan og sagt honum að fara út í hafsauga, hún vildi ekkert meira með hann hafa? Var hún algjör gunga? Árni hét sér þvf, þarna sem hann stóð á gólfinu, að gera út um þessi mál i skólaferðalaginu sem þau færu í eftir tvo daga. Hann skyldi ná henni frá þessu leiðinlega merkikerti... Árgæska, til lands og sjávar í Árneshreppi Meöalfallþungi dilka 16,7 kíló MorgunblaðiA/Einar Vetur konungur hefur tekið við völdum í Árneshreppi og lokaðist þjóðvegur- inn suður í októberbyrjun. ÁraeR, 7. nóvember. Nú er vetur genginn í garð, og við Árneshreppsbúar sjáum á bak ein- hverju besta sumri f manna minn- um. Scgja má, að ríkt hafi einstök árgæska til lands og sjávar, hcyfeng- ur mikill og góður, gæftir þokka- legar og fiskigengd á grunnslóð með besta móti. Slátrun hjá Kaupfélagi Strandamanna, Norðurfirði, lauk 15. okt. Slátrað var alls 4.018 fjár, sem var nokkru færra en í fyrra. Meðalfallþungi dilka var 16,7 kg sem er 1,2 kg hærra en 1983. Þessi meðalfallþungi er með því besta sem gerist, gott ef ekki sá hæsti á iandinu. Sauðfé héðan hefur löng- um verið eftirsótt fyrir afurða- semi, og er auk þess blessunarlega laust við þá fjársjúkdóma sem víða þjaka og þjá. Yfir 70 lif- gimbrar voru seldar til Svarfaðar- dals fyrir nokkru, og voru þær fluttar austur í Eyjafjörð með strandferðaskipinu Heklu í gær. Með Heklunni fór einnig salt- fiskur sá sem verkaður var í sumar, en kaupfélagið tók þá á móti rúmlega 50 tonnum af þorski upp úr sjó. Þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna svo þokkalegan afla, þrátt fyrir viku þorskveiðibann á smábáta á besta tíma. Verkun tókst líka afbragðs- vel, á Gjögri fór t.d. yfir 80% afl- ans í 1. flokk. Væri gott til þess að vita, ef netaveiðin skilaði sama árangri. Hafnaraðstaða er harla bágborin, og verður oftast að setja bátana á land að kvöldi afladags. Þessa dagana er enn unnið að hafnargerð á Norðurfirði því talsvert skortir á, að þeim verk- þætti sé lokið sem fyrirhugaður var fyrir haustnætur, og þykir mörgum seint sækjast. Von er á sjálfvirkum síma inn- an skamms. Símaflokkur var hér á ferð í sumar, lagði jarðstrengi og innanhússlagnir og reisti litla sendistöð. Skorti aðeins herslu- muninn á að verkinu lyki, þegar verkfall BSRB skall á, en von er á símamönnum aftur næstu daga, til að reka smiðshöggið á sjálf- virknina. Annars gekk verkfallið rólega fyrir sig hér, enda hvorki verk- fallsbrjótar né verkfallsverðir. Fólk vandist blaða- og útvarps- leysi furðanlega, og reykingamenn liðu enga nauð. Öllu alvarlega var niðurfelling kennslu við barna- skólann að Finnbogastöðum þenn- an tíma, en nemendur hans búa þegar við 50% skerðingu á skóla- setu, og er þvi ekki á bætandi. Þjóðvegurinn suður lokaðist í októberbyrjun samkvæmt gamalti venju, en bæði Arnarflug og Ríkis- skip leggjast sitt af mörkum til að bæta okkur upp það óhagræði. Haustveðrátta hefur lengst af haldist góð, og að þessum línum rituðum, reikar búfé um fjöru og tún, hreint og drifhvítt á lagðinn í vinalegri froststillu hinna fyrstu vetrardaga. Einar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.