Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 Frá ríkisforsjá til valddreifingar — eftir Jón Baldvin Hannibalsson MikilvKgustu verkefni stjórn- málamanna og stjórnmálaflokka á íslandi er aó leita svara við þessum spurningum: Hvernig getur þjóðin unnið sig út úr ríkjandi kreppu- ástandi og haldið til jafns við aðrar þjóðir í lífskjörum — þegar til lengri tíma er litið? Hin spurningin er. Hvernig er unnt að tryggja meiri jöfnuð í eigna- og tekjuskiptingu en nú er? Jafnvel þótt minna sé til skiptanna um stund? Samstaða þjóðarinnar, hagsmunahópa, stétta, atvinnugreina og landshluta um framtíðarverkefnin, er undir því komin að svör finnist við þessari spurningu. Að mati Alþýðuflokksins er svarið við fyrri spurningunni þetta: Það verður að brjóta niður hið spillta pólitíska fyrirgreiðslu- og skömmtunarkerfi kerfisflokka og hagsmunasamtaka i sjóðakerfi og öðrum lánastofnunum. Þetta kerfi hefur reynzt þjóðinni dýr- keypt. Það hafa skammtíma- og atkvæðaveiðasjónarmið ráðið ferðinni. Þetta kerfi er byggt utan um þrönga sérhagsmuni hefð- bundinna atvinnugreina á kostnað frumkvæðis og nýjunga í atvinnu- lífinu. „Tímabil hinna glötuðu tæki- færa“ átti upptök sín í vexti og viðgangi þessara úreltu valda- stofnana. Það verður að leysa framtak, hugvit og atorku nýrrar kynslóðar, með nýja þekkingu, úr læðingi. Um þetta segir dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi leiðtogi Alþýðuflokksins, í merku erindi um „Lýðræði, fjölræði og markaðs- búskap“, eftirfarandi: Varnaðarorð dr. Gylfa „Afleiðing þess, að yfirvöld hafa aukin áhrif á fjárfestingu og framleiðslu, verður sú, að ákvarð- anir eru teknar af aðilum, sem hafa ekki nægilega sérþekkingu á framleiðsluskilyrðum og markaðs- möguleikum. Auk þess er hætta á, að ákvarðanir séu miðaðar við skamman tíma og hagsmuni í stjórn- Jón Baldvin Hannibalsson Ef aðstæður verða þannig, að samningar við stjórnmálamenn og embættismenn verða mikilvægari fyrir hag fyrirtækis en góð stjórn á framleiðslu, framkvæmd nýrra hugmynda og framsýnt sölustarf, þá er bæði hagkvæmni og velferð í hættu. Þá er sú tilhneiging fyrir- tækja áberandi, að falast eftir að- stoð ríkisvaldsins, ábyrgðum þess, fjárframlögum og innflutnings- vernd. Hér má segja, að um sé að ræða tilhneigingu til „félagslegrar að- stoðar" við atvinnurekendur. Þeir gegna ekki í sama mæli og áður hinu hefðbundna hlutverki sínu að taka á sig áhættu. En um leið dreg- ur úr áhrifum markaðskerfisins. Skyld þessu er eflaust sú tilhneig- ing launþegasamtaka að vilja takmarka hagnaðarmöguleika fyrirtækja. Þar sem það hefur átt sér stað í ríkum mæli hefur orðið vart minnkandi framtakssemi og aukinnar þátttöku ríkisvaldsins í atvinnurekstri." f grein, sem birtist í tímaritinu „Hagmálum" 25. árg. 1984, segir höf. þessarar greinar um sama efni: „Á fslandi er svo komið, að heilu atvinnuvegirnir eru á „framfæri ríkisins“, þ.e. skattgreiðenda. Ekki er lengur um það að ræða að at- KataidgWelt * V KKi]neckermaiv1N neckermann umbooio REYNIHVAMMUR 10 PÓSTHÓLF 410 200 KÓPAVOQUR SIMI 46319 Ath.: Hófum bngit aufcaMnd- ingu af pðntunartiatum, þú hrlngir ( sírna 46319 og við aandum út ftam- dagurs. Tðkum ainnig við pðntun- um í ftfma 46319 alia daga frá'kl. 10—22. • 1 vinnurekendur taki áhættu í sam- keppni á markaðnum, því að þeir eru endurtryggðir hjá ríkinu. Póli- tísk ítök skipta þá meira máli en góð stjórnun, frumkvæði, nýjung- ar, samkeppnishæfni. „Velferðarkerfí fyrirtækjanna“ • Þetta lýsir sér í mörgu. Land- búnaðurinn er t.d. algerlega á ríkisframfæri. Hann nýtur inn- flutningsverndar, fjárfestingar- og framleiðslustyrkja, niður- greiðslna og útflutningsbóta, án nokkurs tillits til eftirspurnar á markaði. • Sjávarútvegurinn er í kreppu vegna ríkisstýrðrar offjárfest- ingar í takmarkaða auðlind. Hallarekstrinum, sem af hlýzt, er bjargað með gengisfellingum, þ.e. ríkisfjármagnaðari verðbólgu. • Nýjar atvinnugreinar eiga hins vegar lítil sem engin itök í þessu pólitíska stjórnkerfi og eiga því erfitt uppdráttar. í stað þess að skapa atvinnuveg- unum almenn vaxtarskilyrði hefur ríkisvaldið hneigzt til beinnar íhlutunar á æ fleiri sviðum: Það veitir innflutningsvernd, stýrir verð- myndun, beitir niðurgreiðslum og styrkjum, skammtar fjármagn og ákvarðar kjör þess. Afleiðingarnar eru hvers kyns mismunun í þágu hefðbundinna greina, verndun status quo á kostnað framtíðar- greina. Kerfið er meira og minna sjálf- virkt og ósveigjanlegt, sbr. hina pólitisku úthlutun fjárfestingar- lánasjóða og sjálfvirkt afurðalánakerfi. Bankar og aðrar lánastofnanir stjórnast i alltof ríkum mæli af pólitískri fyrir- greiðslu, í stað viðskiptalegs mats á áhættu og arðsemi. Á fslandi virðist þessi bakdyra- þjóðnýting atvinnuveganna vera orðin miklu stærra vandamál, en vöxtur hins hefðbundna velferð- arkerfis (almannatryggingar, heilsugæzla og skólakerfi). í þeim efnum hafa ýmsar grannþjóðir okkar gengið mun lengra. Að því er millifærslur velferðarkerfisins varðar er það hins vegar sérstakt rannsóknarefni, að hve miklu leyti þær eru raunverulega tekjujafn- andi, og að hve miklu leyti um er að ræða tekjutilfærslu frá lág- og miðlungstekjuhópum til þeirra sem betur eru settir (m.a. vegna sívaxandi skattundandráttar hinna efnameiri)." Gylfi Þ. Gíslason „Afíeiðing þess, að yfír- völd hafa aukin áhrif á fjárfestingu og fram- leiðslu, verður sú, að ákvarðanir eru teknar af aðilum, sem hafa ekki nægilega sérþekk- ingu á framleiðsluskil- yrðum og markaðs- möguleikum. Auk þess er hætta á, að ákvarðan- ir séu miðaðar við skamman tíma og hags- muni í stjórnmálum.“ (Gylfí Þ. Gíslason.) Leið jafnaðarmanna Þegar litið er yfir tillögur Al- þýðuflokksins um efnahagsmál (einstök þingmál og stefnuyfirlýs- ingar í stjórnarmyndunarviðræð- um við aðra flokka) á sl. verð- bólguáratug er ljóst, að flokkurinn hefur yfirleitt verið andvígur hóf- lausri ihlutun rikisvaldsins um málefni atvinnuveganna. • I tvo áratugi hefur flokkurinn varað við afleiðingum óbreyttrar landbúnaðarstefnu. Hann hefur lagt til að niðurgreiðslur og út- flutningsbætur væru afnumdar í áföngum og að verðmyndun ráðist af eftirspurn fremur en sjálfvirkri viðmiðun við laun. • Alþýðuflokksmenn voru fyrstir manna til að vara við offjárfestingu í sjávarútvegi og gerðu tillögur um veiðileyfasölu sem hagkvæmari aðferð tii að nýta takmarkaða auðlind. Eru ómetnar kart- öflur í verslunum? MIKLAR líkur eru taldar á því, að kartöflur séu seldar í verslunum víðsvegar um landið án þess að matsmenn hafi haft tækifæri til að skoða þær og meta eins og lög þó standa til. Þetta kemur fram í nýlegu fréttabréfi Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins þar sem eftirfarandi kemur einnig fram: Samkvæmt lögum er óheimilt að selja kartöflur sem ekki hafa verið metnar. Ennfremur ber að greiða af kartöflun, eins og öðr- um búvörum, ákveðin gjöld, sem renna i mismunandi sjóði. Þar ber fyrst að nefna matsgjald, sem er 20 aurar af hverju kg. Þá er búnaðarmálasjóðsgjald 0,5% af verði til framleiðenda, gjald í Bjargráðasjóð er 0,6%, gjald til stofnlánadeildar á að vera 1,0% og til Lífeyrissjóðs bænda 1,25%. Þetta gerir samtals 3,25%, sém á að reikna af verði til framleiðenda. Þá ber einnig að taka 2,0% til viðbótar, sem reiknast af heildsöluverði, en það eru svokölluð neytenda- ðg lánajöfnunargjöld. Að síðustu á að taka 27 aura af hverju kg., en það er flutningsjöfnunargjald. Ef kaupmaður kaupir beint af framleiðanda 9 poka af 1. fl. kartöflum (450 kg.) á hann að standa skil á kr. 639 til Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, mið- að við að verð til framleiðenda hafi verið kr. 17 á kg. Það er nauðsynlegt að kaupmenn, sem kaupa kartöflur beint af fram- leiðendum láti yfirmatsmann garðávaxta vita um kaupin og fái kartöflur metnar áður en sala hefst, annars eru þeir að brjóta lög og selja vöru, sem ekki er leyfilegt að selja, segir að lok- um í frétt upplýsingaþjónust- unnar. • Alþýðuflokksmenn settu fyrstir manna fram kröfuna um raun- vexti, til þess að koma í veg fyrir látlausa eignatilfærslu frá spari- fjáreigendum (almenningi) til skuldara og til þess að beina takmörkuðu fjárfestingarfé þang- að sem það skilar mestum þjóð- hagslegum arði. • Þegar Alþýðuflokksmenn hófu baráttu sína fyrir verðtryggingu sparifjár, gerðu þeir ráð fyrir 1—2% raunvöxtum í mesta lagi. Framsóknarmenn lýstu sig harða andstæðinga „hávaxtastefnu" kratanna. Nú standa þeir að hæstu raunvöxtum í heimi, 10-17%. • Alþýðuflokksmenn hafa lagt fram tillögur um endurskipulagn- ingu á stýrikerfi fjárfestingar, með það fyrir augum að viðskipta- legt mat á áhættu og arðsemi ráði meiru um nýtingu fjárfestingar en pólitísk ítök hefðbundinna hags- munahópa eða atkvæðavon stjórn- málamanna. Grundvallaratridi Þessi dæmi verða að nægja til að sýna að eftirfarandi grundvall- arsjónarmið hafa verið ráðandi: 1. Flokkurinn telur að samkeppni margra óháðra aðila á markaði, bæði um nýtingu fjármagns og verð afurða, tryggi bezt hags- muni neytenda, almennings. 2. Ríkisvaldið á að láta af beinni íhlutun, sem mismunar aðilum atvinnulífsins og dregur úr arð- semi, lífskjörum og velferð. Þetta á við um aðstoð við ein- stök fyrirtæki, atvinnugreinar eða landsvæði (nema i undan- tekningartilvikum), niður- greiðslur lána og verðlags, inn- flutningshöft, leyfisveitingar og skömmtun. 3. Einmitt vegna þess að Alþýðu- flokkurinn var og er fylgjandi viðtækum afskiptum rikis- valdsins, sem stuðla að tekju- jöfnun og félagslegu öryggi (al- mannatryggingar, heilsugæzla, skólakerfi o.fl.) vill hann forð- ast það, að atvinnulífið lendi á framfæri skattgreiðenda. Það á þvert á móti að skila þeim verð- mætum, sem samfélagið óskar að verja til nauðsynlegrar sam- eiginlegrar þjónustu. Að baki þessum hagstjórnar- hugmyndum býr sú pólitíska heimspeki, að dreifing hins efna- hagslega valds sé forsenda virks lýðræðis og menningarlegrar fjöl- breytni. Ef pólitík i lýðræðisríki er í eðli sínu málamiðlun, þá snýst hún í efnahagsmálum og hag- stjórn fyrst og fremst um leitina að jafnvægi milli kröfunnar um hagkvæmni annars vegar og kröf- unnar um jöfnuð hins vegar. Jón Bnldvin Hannibalsson er al- þingismadur Alþýðuílokks fýrir Rejkjaríkurkjördæmi. t t Eru seldar ómetnar kartöflur f verzl- unum? igæ . v.<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.