Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 Horft af brúnni — eftir Halldór Jónsson Horft af brúnni Mér hefur oft fundist, þegar ég hef verið svo lánsamur að komast um loftbrúna til útlanda, að manni gefist þá tækifæri til þess að virða fyrir sér á eitthvað hlut- lausari hátt en ella, það skondna fyrirbrigði sem íslenskt samfélag er. Svona eins og að horfa í straumvatn af brú. Manni getur þá fundist það fyndið, hvernig þessi þjóð, sem var í árdaga hrakin úr samfélagi manna í Noregi vegna ribbalda- skapar og skattsvika, telur sig vera af konungakyni, sem elski frið og lýðræði ofar öllu (sjá menn samlíkinguna?), én hati skattsvik, gróðahyggju og bjór umfram allt annað. Samt virðist hatrið á því síðast talda minnka um 10% fyrir hvern áratug, sem menn eru að aldri yngri en sjötugir, þannig að bjórféndur geta því verið í hættu með að verða aldauða á íslandi. Mér flaug í hug á dögunum, hversu fyndin hegðun mín væri í rauninni, þegar ég hljóp með pappakassa um ensk stræti sem í voru þessir 12 bjórar og ein brennivínsflaska, sem hverjum ís- lending heimilast í náð að hafa með sér af erlendri grund. Stærri skammtur af þessu þýðir víst að menn lendi á kolfylleríi, að því að okkar vísu menn telja. Svo það skiptir víst ekki neinu þó ég reyni að halda því fram, að ég hafi verið bláedrú við þennan verknað. Því í búðinni þar sem þetta fékkst, var * nóg til af öllum sortum og skítbil- legt að auki. Já, það er fyndið að vera einn íslandsmaður, sem er svo van- þroska að eigin hyggju, að allt frelsi til að ráðskast með eigin dómgreind er honum stórhættu- legt. Því verða sérfræðingar að ráða fyrir hann á öllum sviðum. Þetta kemur gleggst fram i því, að við teljum nauðsynlegt að 40% þjóðarinnar kjósi 60% af þing- mönnum hennar, vegna þess að því er haldið fram, að malarlýðn- um sé ekki treystandi fyrir völd- unum. Því heitir þingmaður Sel- áshverfis ekki Geir Hallgrímsson heldur Egill Jónsson og býr á Seljavöllum, hvar sem það er nú og var kosinn með fjórum sinnum færri atkvæðum en Geir féll með. Sagði ekki Nóbelsskáldið að ís- lendingar væru eina villimanna- þjóðin sem kynni að lesa og skrifa? Heimsborgari úr Eyjum Á flugvellinum í Glasgow heyrði ég óvart útundan mér á tal bráð- hressra Vestmanneyinga. Einn þeirra hafði búið 20 ár í útlöndum, hafði farið héðan um þrítugt. Hann sagðist sjá mest eftir þvf, að hafa sóað bestu árum ævi sinnar í það að vera togaraskipstjóri uppi á íslandi. Ekkert nema vosbúð, skattar og basl. Nú þénaði hann 156 dollara skattfrjálst á hverjum degi, sem hann stýrði skipum fyrir olíufélög. Og vinnan væri auðveld og næg eftirspurn væri eftir mönnum eins og íslendingar væru, sem ynnu sín störf ófullir og af samviskusemi. Hann sagðist búa núna í Suður-Ameríku, og yndi glaður við sitt. Mér fannst mega ráða af tali hans, að hann vork- enndi löndum sínum. En maður þessi var svo leiftrandi skemmti- legur og gerði þvílíkt grín að sjálf- um sér eins og sannir húmoristar gera, og ég varð hryggur þegar flugið var kallað upp og þeir felldu talið. Ég hefði getað hlustað á hann heilan dag. En er ekki þarna fólgin hætta fyrir okkar þjóð? Ef við höldum áfram í þessari vitleysu allri, þá fer bara okkar kjarnafólk á borð við þennan Vestmanneying úr landi og leggur ekki á sig að elta ólar við delluna hérna heima. Því Íað er staðreynd, að menntaður slendingur, hvort sem er til munns eða handa, hann er vegna vinnusemi sinnar og menningar eftirsóttur um allan heim, því hann er tilbúinn í „að vera edrú í djobbinu og mæta vel“, eins og þessi heimsborgari úr Vestmanna- eyjum orðaði það. Og það er stað- reynd, að velferð þjóða byggist mikið á framtaki einstakra manna, sem skara fram úr meðal- mennskunni. Þetta geta allir séð, ef þeir nenna að horfa, hversu oft sem sósíalistarnir halda hinu gagnstæða fram. Hvað halda menn til dæmis að væri nú á Bol- ungarvík ef Einar Guðfinnsson hefði ekki verið þar? Hverju breytti Thor Jensen fyrir þetta land? Eða Pétur Thorsteinsson? Gísli Johnsen? Otto Wathne? Svona má lengi telja. Það munar um hvern dugnaðarmann. Verkfallið Fyrr á þessu ári var mér reikað inn í stórmarkað Cactus i Lux- emborg. Ég veitti því eftirtekt, þegar ég seinna sama dag kom inn í stórmarkað i Kópavogi, að allar tölur í hillunum voru þær sömu, nema að Gordon-gin hafði kostað 260 franka í Luxemborg, en fékkst ekki þarna í Kópavogi. í búðinni í Lux, þar sem voru haugar af þvi og öllum tegundum öðrum, var enginn samt fullur, en einn í Kópavogi. Munurinn er hinsvegar sá, að í krónunni eru tveir frank- ar. í stuttu máli er vöruverð helm- ingi lægra þar en hér. Og svo er kaupið líka hærra þar en hér. Mér varð þarna hugsað til Guð- mundar J. (aka), sem berst, að mér virðist, einlæglega fyrir bætt- um kjörum sinna manna en er á móti stóriðju sem þingmaður. Guðmundur hefur eftir storma- sama baráttuævi öðlast yfirvegað fas hins lífsreynda manns. Hann stingur mjög í stúf við hina bar- áttuglöðu forsvarsmenn BSRB sem nú hafa verið í sínum hvað fyrstu almennilegu verkfallsátök- um. Þeir hafa sent sefasýkislegar yfirlýsingar í allar áttir um að viðsemjendur þeirra séu allt að því glæpamenn að skrifa ekki und- ir ýtrustu kröfur strax. Og ekki var Thorlacius í vandræðum með að leggja fram efnahagsstefnu fyrir landið í verkfallslok til þess að sýna fram á að fimmtungs kauphækkun skipti ekki neinu I sambandi við verðbólgu. Guðmundur J. var vel á vegi með að semja við VSÍ af þeirri skynsemi, sem reynslu hans af verðbólgusamningum sæmir, þeg- ar borgarstjórinn í Reykjavík, Halldór Jónsson „Líklega líta íslend- ingar almennt ekki einu sinni á sig sem þjóð, sem beri innbyrðis ábyrgð, heldur sem samsafn þrýstihópa, sem staddir eru hér til bráðabirgða, eða þang- að til að Haraldur hár- fagri hefur verið hrak- inn frá völdum í Noregi og þeir megi þá aftur snúa.“ Davíð Oddsson af öllum mönnum, hleypti öllu i bál og brand með gífurlegum kauphækkunarsamn- ingum. Þetta gerðist víst við ljúf- an undirleik Ólafs Ragnars Grímssonar, sem stuðlaði að samningunum að hálfu BSRB og lét svo fella þá líka væntanlega til þess að kála formennsku Haraldar Hannessonar og helst rikisstjórn- inni i leiðinni. Líklega má þakka Davíð Oddssyni fremur en nokkr- um öðrum þá verðbólgu sem fram- undan er nú, án þess að það rýri á neinn hátt hans frábæru frammi- stöðu á öðrum sviðum. Til dæmis það eitt að lækka íbúðarverð og þar með verðbólgu um 10% með því einu að hafa nægar lóðir á boðstólum í Reykjavík. Eftir að Davíð sprengdi verðið á vinnumarkaðnum svona kyrfilega í loft upp, þýddi litið að tala við Guðmund J. um 7% og skatta- lækkanir. Efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar er þar með fokin veg allrar veraldar og Steingrímur verður líklega að fara aðra ferð til ísraels til þess að segja þeim fyrir um næsta þátt. Endanlega verða menn i pólitik þó af því frægastir að hafa stefnu og standa við hana i stað þess að láta reka. Ríkisstjórnin hafði tækifæri fyrr á árinu til að bæta hag þeirra verst settu, en lét í stað þess reka. Og nú boðar formaður Sjálfstæðisflokksins þessu fólki upptöku virðisaukaskatts á mat- væli og vinnu við ibúðabyggingar. Þetta er kannski leið flokksins að hjörtum kjósenda? Mér varð sem sagt hugsað til Guðmundar J. og um leið þá þjóð- arþverstæðu, að vilja rétta hlut lítilmagnans í þjóðfélaginu, en vera svo á móti öllum þeim leið- um, sem liggja til þeirrar verð- mætasköpunar, sem til þess þarf. Því að askarnir verða ekki fylltir nema einhverju ætilegu, hvorki askar opinberra starfsmanna, gamalmenna, einstæðra mæðra eða þeirra annarra sem við bág kjör búa, en hafa ekki burði Vest- manneyingsins áðurnefnda til að bjarga sér öðru visi. Hvernig get- ur Guðmundur J. verið einlægur talsmaður þeirra verst settu, en um leið þingmaður „Afturhalds- bandalagsins", sem engu hefur að skipta nema skortinum einum, engin úrræði hefur nema neyðar- áætlanir til fjögurra ára fyrir ís- lenskt efnahagslíf, er á móti at- hafnafrelsi í hverskonar formi, er á móti stóriðju og nýtingu orku- lindanna vegna þess að einhver óskilgreindur „fslenskur smáiðn- aður“ á að leysa vanda þjóðarinn- ar, er yfirleitt á móti öllu. Ég er hræddur um að sá smáiðnaðartími sé ekki í næstu framtíð, sérdeilis í Ijósi þess að íslenskur iðnaður eins og hann leggur sig, útvegar í dag ekki nema um 6% af gjaldeyris- tekjunum, sem er töluvert minna en hermangið í Keflavík gefur okkur, þrátt fyrir eindregna and- Lárus Einarsson, kjötiðnaðarmað- ur, og Ari Del Huynh, matreiðslu- maður, höfðu veg og vanda af kynningunni. síld, grafkarfa og ýmsar salat- tegundir. Sigurður Tryggvason, versl- unarstjóri, sagði að kynningin hefði tekist mjög vel og kvaðst reikna með að um sex þúsund manns hefðu komið þá tvo daga, sem hún stóð yfir. Ætl- unin væri svo að selja áfram tilbúna rétti enda hefðu þeir verið mjög vinsælir. Aðspurður sagði Sigurður að fyrirhugað væri að halda aðra slíka kynn- ingu strax eftir áramót. Um 30 fisktegundir og - réttir kynntir í Vörumarkaðinum Vörumarkaðurinn Eiðis- torgi hélt á laugardag og sunnudag kynningu í versl- uninni á öllum þeim físk- tegundum, sem nú eru fá- anlegar í Reykjavík. Jafn- framt kynntu matreiðslu- menn möguleika við vinnslu físksins enda sumar tegundirnar sem í boði voru sjaldséðar í versl- unum borgarinnar og mat- reiðslan því mörgum fram- andi. Fiskurinn var bæði seldur heill og í flökum en einnig var boðið upp á fjölda tilbúinna fískrétta, sem fólk gat fengið að bragða á. Tveir starfsmenn Vörumark- aðarins höfðu veg og vanda af kynningunni, þeir Lárus Ein- arsson kjötiðnaðarmaður og Ari Del Huynh matreiðslu- maður. Lárus sagði í samtali við blm. Mbl. að ótrúlegur fjöldi fólks hefði komið á kynn- inguna og hefðu hann og Ari vart haft undan við að afgreiða og útbúa rétti. Aðspurður sagði hann að um 30 ferskfiskteg- undir hefðu verið á kynning- unni, þeirra á meðal skötusel- ur, keila, langa, karfi, guðlax, sandkoli, sólkoli , smokkfiskur o.fl. Þá skartaði risastór karfi sínu fegursta í kæliborðinu og er talið að hann hafi verið allt að 30 ára gamall. Lárus sagði að einnig hefði verið boðið upp á fjölda fisk- rétta, sem ýmist voru tilbúnir til neyslu eða aðeins þurfti að stinga í ofn eða skella á pönn- una. Sem dæmi nefndi hann ýsu i kryddlegi, fiskgrillteina, kalda forrétti, soðinn humar, marineruð karfaflök, reykta Þessi liti snáði starði hugfanginn á furðufiskinn í kæliborðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.