Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 49 Samstarfið verður að byggjast á lýðræð- islegum forsendum — segir forseti bæjarstjórnar Keflavíkur Vojfum, 5. nóvember. ÞAU UMMÆLI Ellerts Eiríkssonar á aðalfundi SSS f Garði að skoðana- skipti þurfi um framhald samstarfs sreitarfélaganna i Suðurnesjum vegna þess að fleiri mil og fleiri verk- efni fari til Sambands sveitarfélaga i Suðurnesjum. Það valdi þvf að sveitar- Tómas Tómasson forseti bæjar- stjórnar Keflavíkur. stjórnir og kjörnir fulltrúar lendi í aukahlutverkum, en embættismenn í aöalhlutverkum. f stjórn SSS eru 6 bæjar- og sveitarstjórar, en einn kjör- inn bæjarfulltrúi. Tómas Tómasson, forseti bæjar- stjórnar Keflavíkur, sagði f samtali við blm. Morgunblaðsins, að hann hefði lengi verið þeirrar skoðunar, að mjög þýðingarmikið væri fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum að sameinast. Hann sagði jafn víðtækt samstarf og væri milli þessara sveitarfélaga kalla á sameiginlega yfirstjórn. Hann sagði samstarfið hafa verið gott og ávallt árekstra- laust og skilað umtalsverðum fram- förum til hagsbóta fbúum svæðisins. Með samstarfinu hefði Grettistök- um verið lyft, sem ella hefði ekki tekist. Þá sagði Tómas samstarfið ekki síður gott fyrir minni sveitarfélög- in, en þau stærri. Hann sagði að í. öllu samstarfi verði að færa fórnir, en f flestum tilfellum fáist rfkulega til baka. Tómas Tómasson sagðist þeirrar skoðunar að samstarf sveitarfélag- anna verði að byggjast á lýðræðis- legum forsendum, en ekki embætt- ismannakerfinu. Ennfremur að slíkt samstarf verði að byggjast á frjáls- um vilja, en ekki lögboði. E.G. Komið verði stjórn á vatnsbúskap Suðumesja ÞEIR Freysteinn Sigurðsson og Jón Ingimarsson, deildarstjórar hjá Orkustofnun, fluttu erindi á fundin- um um vatnsvinnslu og vatnsbúskap Suðurnesja. Fram kom m.a. að hvert sveitar- félag er háð öðru vegna þess að grunnvatnið virðir engin landa- merki. Þvi er mikil hætta á að hver geti spillt fyrir öðrum. Vegna áforma um nýtingu á miklum hluta þess vatns, sem sfgur niður f grunnvatnið á svæðinu, er mikil hætta á að affall geti spillt grunn- vatninu. Þess vegna var lagt til að sveitarstjórnamenn taki á þessum málum. Þá kom það fram að vatnsbú- skapurinn væri viðkvæmur þáttur f allri framtíðarþróun. Ferskvatnið væri ómissandi auðlind, þvf enginn gæti lifað án vatns. Suðurnes hafi sérstöðu á þessu sviði, þar er gott að ná f vatnið og mikil ásókn f það. Vegna fyrirspurnar frá Finnboga Björnssyni um hve mikið ferskt vatn aðilar, sem hygðu á laxeldi, vildu fá, sagði Freysteinn að 8 aðil- ar hefðu haft samband við Orku- stofnun og það vatnsmagn sem þá langi til að fá nemi helmingi þess vatns sem fellur jil á svæðinu. Samþykkt var tillaga frá Tómasi Tómassyni, Sveini Eirfkssyni og Finnboga Bjðrnssyni þess efnis að stjórn SSS beiti sér fyrir að koma stjórn á vatnsbúskap Suðurnesja. EG anna á fyrri árum, og um stofn- un orkubús, var í þeim tilgangi að keypt væri raforka af Lands- virkjun, án milligöngu RARIK. Siðar sagði Jón að af öðrum atriðum í nýju hlutverki H.S. hljóti að bera hæst framleiðslu rafmagns og nýtingu jarðgufu og grunnvatns. Þá sagði hann stjórn H.S. vera að láta gera at- hugun og kostnaðaráætlun á virkjun Eldvarpa og hefur þá í huga 15 MW virkjun með nýt- ingu kælivatns til fiskeldis og munu niðurstöður væntanlegar í desember. Þá hefur Albert Al- bertsson yfirverkfræðingur H.S. sett fram- hugmyndir um aðrar virkjanir auk 15 MW í Eldvörp- um, þ.e. 15 MW virkjun á Reykjanesi og 10—15 MW vara- og neyðarafl í Svartsengi. Frum- athuganir liggja fyrir um lagn- ingu raforkulína, Svartsengi, Eldvörp, Reykjanes og í aðveitu- stöð að Fitjum. Þá ræddi Jón um sölu orkunn- ar og sagði: „Eins og öllum er kunnugt, er um þessar mundir mikil ásókn i orkukaup í formi gufu og heits vatns, og eru þar mest áberandi óskir um orku til laxeldis. Þó er ýmis annar iðnaður einnig á höttunum eftir gufu. Því er orðið timabært að lfta til skipulagsmálanna þvi augljóst er að gufa verður ekki flutt lang- ar leiðir nema með ærnum til- kostnaði. Þeir aðilar sem vilja nýta orkuna, þ.e. gufu og heitt vatn, verða að hafa möguleika til staðsetningar með hliðsjón af hagkvæmni, þ.e. kaupum á orku. I framhaldi af þessum hug- leiðingum er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hver sé fram- tíð H.S. í orkubúskap Suður- nesja. Nú þegar standa nokkrir aðilar í samningum um sölu á gufu og heitu vatni og þá um leið verðlagningu þessara verðmæta. Það er því að einhver einn aðili þarf að hafa yfirstjórn á því sem er að gerast í þessum málum og marka um leið einhverja fram- tiðarstefnu i orkumálum Suður- nesja. Það er Suðurnesjamanna einna að ákveða stefnuna i þeim málum og megum við þar engan tíma missa. A ákvörðun í þess- um málum getur oltið iðnaðar- uppbygging Suðurnesja og þá um leið á hvern hátt atvinnulíf þróast hér í framtíðinni. ■oo------------------------■ «I>FU SEÍIILHUUMU* EOO HOHHUR - SflflUH »0 19TB 1919 1910 1911 1982 1993 199« Á þessari mynd má sjá hvernig tengslin á miili landrisins og eldgosa hafa verið frá september árið 1977 til 1. október í ár. Þegar línan fellur ört hefur yfirleitt orðið eldgos. í september 1977 átti sér stað eldgos, en þrátt fyrir mikla skjálftavirkni, kvikuhlaup og landsig gaus ekki aftur fyrr en í mars 1980. Sama ár gaus tvisvar sinnum, í júlí og október. Árið 1981 gaus tvisvar sinnum, í janúar og nóvember. Síðan liðu tæp þrjú ár þar til síðast gaus í september. Sídustu Kröflueldar þeir lengstu í þessari hrinu NÍUNDU Kröflueldar hófust hinn 4. ágúst og lauk 18. sama mánaðar. Það er því lengsta gos sem hefur átt sér stað á þessu svsði í þeirri umbrota- hrinu, sem hófst um miðjan síðasta áratug. Það hófst í sunnanverðu Gjá- stykki og opnaðist fljótt sprunga sem náði um 9 km í norður. Hraunið rann allt í norður og olli því engri hettu í byggð. Gosið hófst laust fyrir miðnætti 4. september og var kröftugt strax í upphafi. Aðdragandinn að því var sá að um kl. 10 var Ijóst að hratt landsig var hafið. Það benti til þess að kvika hefði losnað úr kvikuhólf- inu undir yfirborði jarðar og rynni eftir sprungum neðanjarðar. Þá voru mikiar líkur taldar á því að kvikan næði að brjótast út auk þess sem þrýstingurinn í kvikuhólfinu hafði verið mikill áður en landsigið hófst. Guðmundur Sigvaldason formað- ur Norrænu eldfjallastöðvarinnar sagði í samtali við blaðamann, að vísindamenn hefðu verið komnir á svæðið áður en gosið hófst. Ýmis mælitæki, sem tengd eru við tölvu i Reykjavik, sýndu hvert stefndi, og var tölvan Iátin yfirfara atriðin sem send voru að norðan. Guðmundur sagði að þær rannsóknir sem fram- kvæmdar hefðu verið á Kröflusvæð- inu hefðu farið eftir verksviði þeirra vísindamanna sem staddir voru þar. Reynt var að fá sem nákvæmasta mynd af hegðun og þróun gossins, svo sem hraunrennsli og hitastigi hraunsins. Sýni voru tekin með stuttu miilibili af hrauninu i þeim tilgangi að athuga efnasamsetningu þess og fylgst var með því hvort halli á Iandi breyttist. Þessum atrið- um var komið til Almannavarna- ráðs Mývatnssveitar sem mat þau og tók ákvarðanir samkvæmt því. Ljóst var að tvær sprungur höfðu opnast, og tengdust þær síðar. Gosið jókst fljótt og hafði náð hámarki sínu á fyrsta degi. Á öðrum degi skapaðist jafnvægisástand, sem hélst tii loka gossins. Miðað við fyrri eldgos var framvinda þessa goss svipað. Ef ákveðin atriði eru grannt skoðuð, má sjá að hvert gos er með sínum hætti. Þessi atriði eru eink- um landsig og staðurinn þar sem kvikan kemur upp. Guðmundur Sig- valdason sagði að þetta gos væri það mesta sem orðið hefði á þessu svæði frá árinu 1975. 60—80 milljónir rúmmetra af hrauni hefðu komið upp, en ekki er hægt að akvarða þá tölu með meiri nákvæmni, því að loftmyndir af svæðinu vantar. Guðmundur var beðinn að út- skýra fyrirbærið kvikuþró sem oft væri talað um í sambandi við elds- umbrot á þessum slóðum? Á þessum slóðum er mikið sprungusvæði og er Kröflueldstöðin á miðju sprungusvæðinu, á 2Vi km dýpi og nær niður á 7 km dýpi, en þangað kemur kvikan af enn meira dýpi. Þegar þrýstingurinn í kviku- hólfinu hefur náð ákveðnu marki bresta veggir kvikuhólfsins og streymir kvikan út í sprungukerfið. Kvika hefur streymt til norðurs fyr- ir utan árið 1977, en þá streymdi hún til suðurs. Menn eru hræddastir við að kvikan streymi til suðurs, því á því svæði er stöðvarhús Kröflu- virkjunar, Kísilverksmiðjan og byggðin við Mývatn. Kvikan kemur upp á mjög löngum kafla og eru syðstu gígarnir beint yfir kvikuhólf- inu.“ Jarðfræðingar hafa stundum spáð ýmsu um hegðun eldsumbrotanna, hverju er hægt að spá núna? Afmæliskveðja: Auðunn Auðuns- son Ásgarði Þann 13. þessa mánaðar verður heiðursmaðurinn Auðun Auðunsson bóndi i Ásgarði í Landbroti 89 ára. Hann fæddist í Eystri-Dalbæ f sömu sveit þann 13. nóvember 1895, sonur Agnesar Þorláksdóttur og Auðuns Þórarinssonar, en hann var albróðir Helga Þórarinssonar hins kunna framkvæmdamanns og bónda i Þykkvabæ í Landbroti. Þeir voru því bræðrasynir Auðun og Þórarinn Helgason fræðimaður og rithöfund- ur frá Þykkvabæ. Auðun dvaldi i foreldrahúsum þar til að hann flutti að Ásgarði en þrem árum áður gekk hann að eiga frænku mina Guðlaugu Þorkelsdótt- ur frá Ásgarði. Eitt af því fyrsta sem ég man eft- ir Auðuni var atvik það, sem nú skal frá greina. Foreldrar minir bjuggu allan sinn búskap sem leiguliðar á Kársstöðum, en sá bær var samtýn- is við Ásgarð. Þau lifðu jafnan við þröngan kost. Afkoma fólks i þess- um sveitum byggðist eingöngu á landbúnaði, og í þvi sambandi á öfl- un heyja. Þar sem sæmilegir mögu- leikar voru til að afla þeirra gat fólk haft nóg fyrir sig. Þar sem sá kostur var ekki fyrir hendi var sultur og seyra. Slægjur þær, sem foreldrar minir höfðu, voru mjög takmarkað- ar, og þvf hlaut svo að fara að þeirra varð að afla víðs vegar, þar sem til náðist. Því var það að faðir minn fékk að slá hólma í Skaftá, en þeir tilheyrðu raunar Hörgslandi á Síðu. En svo þurfti að koma heyinu heim. Þaö var ekki auðvelt, og þvi var sá kostur tekinn að hlaða úr þvi i hólmanum og bíða þess að fs kæmi á vötnin og hægt væri að sækja það á æki. Einn fagran vetrarmorgun kom Auðun yngri fra Dalbæ óumbeðinn með hest og sleða og bauðst til aö sækja heyið. Sú hjálp var með þökk þegin og verkinu var lokið á einum degi því Auðun var vikingur til alira verka. En þvi segi ég nú þessa sögu aö hún er mér minnisstæð, þótt ekki skildi ég þýðingu þessa verks þá. Jafnframt er hún táknræn fyrir Auðun. Hann hefur ávallt verið boð- inn og búinn að rétta hjálparhönd hvarvetna þar, sem hann vissi þess þörf og ekki sist þeim, sem litla möguleika höfðu til endurgjalds. Eftir að Auðun kom að Ásgarði varð náið samband milli heimilanna og oft leit Auðunn inn til foreldra minna eftir að þau voru ein orðin. Honum fylgdi alltaf glaðværð, og mörg var sú ánægjustund, sem hann þannig veitti þeim. Þau hjónin Auð- un og Guðlaug voru með afbrigðum samhent og nær er mér að halda að milli þeirra hafi aldrei styggðaryrði farið, enda er Auðun einstaklega dagfarsgóður maður og ekki minnist ég þess að hafa heyrt hann álasa neinum fyrir slaka frammistöðu, en ósapar var hann á hrós fyrir vel unnin störf. Þess varð ég var að unglingar nutu þessa eiginleika hans í rikum mæli, þvó oft er þeim eldri gjarnt til að áfellast þá yngri um skör fram. Það var þungt áfall fyrir Auðun er hann missti konu sína 1966, en þá þungu sorg bar hann með stakri stillingu og hljóð- látri karlmennsku. Búskapurinn i Ásgarði blómgaðist skjótt i höndum þeirra hjóna enda bæði harðdugleg og ósérhlifln. Börnin uxu úr grasi og með bættum samgöngum vænkaðist hagur fólks i þessum sveitum, sem lengi voru meðal þeirra mest ein- angruðu hér á landi. En hér var byggt á gömlum traustum grunni. Auðun í Ásgarði vann sín störf af dugnaði og framsýni og barst ekki á, traustur, ósérhlífinn og hjálpsamur. Þannig lagðist grunnurinn að nú- tima hagsæld, með kyrrlátri iðju hvers starfandi manns. Auðun i Ás- garði var með um að leggja þennan grunn og honum hefur auðnast að sjá þær glæsilegu framfarir, sem á þeim grunni hvíla, framfarir, sem hvorki hann né aðrir honum sam- tíða gátu látið sig dreyma um á fyrsta tug þessarar aldar. Hér kem- ur að sjálfsögðu margt til, en hinn trausti grunnur var lagður við „önn og strit á túni og mýri“. Þar hefur Auðun í Ásgarði ekki látið sitt eftir og hann hefur svo sannarlega skilað „bættu landi i barns sins hendur“. Svo hafa árin liðið, og nú getur Auð- un litið yfir árangur iðju sinnar um marga og langa áratugi, og óhætt er að segja að hann er glæsilegur. Nú heldur langafi sinni vinnu- lúnu, reyndu og traustu hendi i lit- inn lófa. Það verður litla manninum áreiðanlega ógleymanlegur og dýr- mætur sjóður minninga er árin liða. Árin eru orðin mörg og starfsþrek okkar dvínar. Timinn gefur engum grið, en eitt er það þó, sem hann vinnur ekki á, því „það er í hverju lífi lifuð leynd, sem aldrei verður skrifuð“. Það er það sem fagurt mannlíf skilur eftir. Því fær ekkert grandað. Aldni vinur, jafn snurðu- lausan lifsferil og þú eiga fáir. Heill sé þér á þessum merkisdegi og hafðu þökk fyrir það sem þú ert og hefur verið. Jón frá Kársstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.