Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 PanUlone — SnyrU hér og snyrU þar. Silvio — Slappað af. Florindo — Slappað af. Þjónarnir — Slátrum þessum þjónum! „Alveg meinfyndin sýning!“ í verkfallinu hér um daginn fékk Blöndungurinn pata af hópi hressra krakka sem allt aö því bjuggu í Norðurkjall- ara MH og undirbjuggu upp- setningu á leikritinu „Tveggja þjónn“ eftir Carlo Goldoni. Heyrði Blöndungur- inn því fleygt að hópurinn hefði lofað sér og öðrum að nú skyldi steindautt leiklist- ariíf í skólanum lífgað við svo um munaði. Það var ekki laust við að Blöndungurinn fyndi eftirvæntingarstrauma læðast upp eftir bakinu. Hann varð sér því úti um leyfi að fylgjast með því sem geröist hjá hópnum frumsýn- ingarkvöldið. «1 egar Blöndungurinn laumaði sér inn í Norð- urkjallara var greinilegt að mikið stóð til. Hann fann strax hvernig loftið var mettað einkennilegri eftirvænt- ingarstemmningu. — Hei! Ertu að taka myndir af okkur? Ertu blaðamaður eða hvað? — Já reyndar er ég með ungl- ingasíðu í Mogganum. — Æði! heyriði, hefur einhver séð húfuna mína! Hvar er svarti maskarinn? Ég er að verða vitlaus af stressi. Það var ekki laust við að Blöndungurinn yrði hálffeiminn og ringlaður í þessum látum. Úti í horni voru tvær stelpur að færa hina fallegu Clementínu í rétt form. Önnur sá um að mála and- litið meðan hin var í óða önn að krulla ljósa lokkana. — Þú þarna með myndavélina. Á ég að skora þig á hólm? Da da daaaaH Blöndungurinn fann kalt stálið nema við háls sér. Þarna var kominn Florindo með sverð í hendi og til alls líklegur. — Tja! Ég er nú bara að reyna fyrir mér í blaðamennsku. — Nú! Þá held ég setji þig á í þetta sinnið. Hvílíkt fjör! Það lá við að Blöndungurinn gleymdi erindi sínu á staðinn. En eftir nokkra leit fann Blöndungurinn leikara sem virtist óhætt að trufla. — Gætir þú nokkuð sagt mér hvernig þetta ævintýri byrjaði? — Já þó nú væri. Sko. Þetta byrjaði allt í fyrra þegar leiklist- arfélagið tók að sér kaffisölu í Litlu-Sómalíu ... — Allir upp! Allir upp! Hlín þarf aö tala við okkur. Snögg hún er að verða vitlaus!!! Þannig slitnaði upp úr fyrsta hnitmiðaða samtalinu. Nú var ekkert annað að gera en fylgja á eftir leikendunum upp á kenn- arastofu. Þar settust allir í hring og biðu eftir síðustu ráðlegging- um Hlínar leikstjóra. — Hvar er Columbína! — Hún er alveg að koma. — Jesús minn. Hún er búin að Arlecchino — Tveggja þjónn. II Dottore — „Ha, matur!“ Brighella og Beatrice. vera að koma í tuttugu mínútur! Svona lagað gengur ekki. — Svona, svona. Slöppum ör- lítið af. — Slappa af! Vá! Þetta verður algjört klúður. Ég veit það fer allt í klessu! Það var ekki laust við að skrekkur lægi í sumum. En í þessum svifum kom Columbína og öldurnar lægði. Hlín tók að gefa góð ráð sem leikendur tóku fegins hendi. Sýningin nálgaðist óðum og Hlín bað krakkana endilega að slaka á. En það var ekki laust við að hún væri allstrekkt sjálf og þarfnaðist slökunar. En hvað um það, það var eins og við manninn mælt. Sumir hurfu inn í herbergi og læstu að sér, en aðrir lögðust bara á gólfið sem dauðir væru. Nokkrir tóku þessu þó með jafn- aðargeði og ræddi um landsins gagn og nauðsynjar. Blöndungurinn fann að nú var honum að verða ofaukið, svo hann skellti sér niður í sal og beið sýningarinnar. Hann þurfti ekki að bíða lengi þar til fornir tónar fylltu salinn og leikend- urnir tíndust inn á sviðið. Frum- sýningin var hafin og allt fór ör- ugglega af stað. Blöndungurinn tók að slaka á. Stemmningin í kringum leikhópinn hafði gripið hann föstum tökum og fannst honum hann nær því einn af hópnum. Þar sem allt var nú i góðu lagi rölti hann aftur bak- sviðs til að fylgjast með því sem þar fór fram. Þar sat Guðný aðstoðarleik- stjóri, framkvæmdastjóri og gjaldkeri með meiru, og spjallaði við þá leikara sem ekki voru á sviðinu í það og það skiptið. Blöndungurinn settist hjá þeim og bað Guðnýju að segja frá leikhópnum. — Þetta byrjaði allt með að við seldum kaffi í Litlu-Sómalíu. í kjölfar þess ákváðum við að gera tilraun til að endurreisa leikfélagið sem var í raun stein- dautt. Við fengum vilyrði um fjárstuðning úr nemendasjóði eftir nokkuð harða baráttu. Vegna stórtaps á öllum uppsetn- ingum síðustu ár var nemenda- ráð ekkert yfir sig hrifið. En við fengum okkar í gegn þannig að við gátum ráðið Hlín Agnars- dóttur sem leikstjóra. Síðan hófst löng leit að hentugu hand- riti sem fannst ekki fyrr en undir haustið. Þá hófst hin eiginlega vinna. Á meðan á þessu stóð iðaði allt í lífi í kringum okkur. Leikarar komu út af sviðinu, létu móðan mása um það hvernig gengi og hentust aftur inn á svið þegar kom aftur að þeim. En Guðný hélt áfram. — I haust vorum við þrjátíu í hópnum. Við skiptum honum svo upp í minni einingar. Fyrst voru valdir leikarar í hlutverkin og skipuðu þau að sjálfsögðu leik- hópinn. Búningahópurinn sá um hönnun og saumun búninga, auk þess að sjá um leikmynd. Tón- Íistarhópurinn sá um að velja tónlist og sjá um þau mál. Að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.