Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 Lífríki og lífshættir CI. Jón Þ. Ámason Spumingin er: Hver treystir sér til að leiða líkur að því, að athafnir og úrrœði atvinnulýðrœðismanna geti orðið já- kvœðari en athafnaleysi þeinra? Aðeins fá ár eru síðan allur al- menningur tók að skynja, flest hugsandi fólk að gruna og allir raunsýnismenn að skilja, að svonefnd velferðarþjóðfélög rak hraðbyri upp í brimrastir Ná- strandar. Þessa tilfinningu, þetta hugboð, þessa vissu hefir nú raun sannað. Vinstraríkisins bíður það eitt að vinna staðfestingareið sinn, sem ætti að vera útlátalaust. Sjálft heldur það engu eftir. Úr þrotabúinu fá kröfuhafar ekki heldur neitt annað en dauðjórtruð slagorð, sem jafnvel léttrækasta atkvæðafénaði býður við, ef hann er ekki öllum heillum horfinn. Byggt á feni Um gjörvallan heiminn, sem syndlausir sigurvegarar ársins 1945 höfðu tryggt hugsjónum sín- um — öðru sinni á röskum aldar- fjórðungi — og skelfur á grunni 200 ára jafngildis- og jöfnunar- óra, magnast rökstuddur, nist- andi ótti múgs og manna um, hvort líðandi stund kunni að verða hinzta andrá lífrfkis á jörð- inni. Þvíumlíkur hefir hamagang- ur vinstriandans i brjóstum okkar allra verið og er gegn öllu, sem okkur hefír verið trúað fyrir að varðveita. Allt frá upphafí hefír öllu, sem lifsanda hefir dregið, verið fýrir- hugað að deyja. A hinum ýmsu tímum hefír ásýnd endalokanna birzt í mismunandi myndum og gervum. Hrollvekjandi hafa þau alltaf verið. Gin hinna mörgu ímynda, sem skapadægrið hefír tekið á sig í augum mannanna, birtist þeim í líki fjögurra, grim- milegra riddara, er þeystu yfír allt, sem á vegi varð, á eitrifnæs- andi, sterkbyggðum reiðskjótum. Þarna voru riddarar ragnaraka á ferð, heimsslitasvipurnar Hung- ur, Drepsótt, Strið og Dauði. Áður og fyrrum, einkum á mið- öldum Evrópusögu (frá um 375 til um 1500), þegar uppskera brást, farsóttir geisuðu, óaldarflokkar rændu, brenndu, limlestu, nauð- guðu og myrtu af lítið minni fýsn- arákefð en hjarðir kommúnism- ans gerðu i krafti bandariskra vopna á árunum 1943—1946 í Austur- og Mið-Evrópu, eða þegar drepsóttir lögðu fólk að velli í hrönnum, þá datt hinum hrjáðu og ofsóttu ekki annað f hug en að herhlaup tortimingarriddaranna væri dunið yfír og heimsendir í nánd. Á síðari öldum hefír þessi ógnarsýn smátt og smátt breytzt i hugsýn úr heimi goðsagnanna, sem markaður hefír verið bás á síðum listasögunnar, kaflanum koparstunga, uppflettiorð Dúrer. Þó verður þess vart með æ styttri hléum, að eiturskýin yfír stórborgum og iðnaðarhéruðum, og eiturregn úr þeim með eyðingu skóga á þúsunda ferkílómetra svæði í kjölfarinu, f stytztu máli sagt eitrun og eyðing lofts, láðs og lagar, valdi hugrenningum og viðbrögðum líkum þeim er að framan er getið. Þessar hrær- ingar lúta þó sjaldnast skilvitleg- um lögmálum eða valda straumhvörfum. Hann er „self-made“ Samsafn eiturskýjanna, sem i sífellu þykkna yfír byggðu bóli, bera oft andlitssvip vofu, er boðar upphaf endalokanna. í mörgu lík- ist svipmótið ásjónu hinna fjög- urra heimsslitahamfara, fram- herja tortímingarinnar. Eitt er þó allsendis áberandi frábrugðið. Fimmti riddarinn hefír ekki kom- ið ákóvart, hann traðkar okkur ekki niður að óvörum. Fimmti riddarinn — það erum við sjálf, villimaður vélaaldar, vinstri- manneskjan. Riddaramir fjórir táknuðu heljarmátt upprunalegra nátt- úruafla yfír vanmáttugu mann- kyni. Fimmti riddarinn er ógnar- boði hinnar hrokafullu afskræm- ingar og fyrirlitningar .efnis- hyggjumannsins á óhagganlegu alræði sköpunarverksins, höfuð- skepnanna og náttúrulögmál- anna. Hann er „self-made“, heimatilbúinn. Aðvörunarmerkin, sem iðulega verður að gefa í New York, Tókió og Aþenu, þegar eiturmökkurinn nálgast lífshættumörk, almenn- ingur er tekinn að venjast og fjöl- miðlar geta um eins og tíðkanleg, dagleg morð, eru að áliti fíestra ábyrgra manna viðvaranir, sem þýðingu hafa fyrir siðmenning- una hvarvetna á hnettinum. Kjamorkuvopn og múgfjölgun- arsprengjan fela i sér náskyldar hörmungar. Splundrunarafl það, sem hafði verið beizlað þegar árið 1978, jafngilti tortímingarmætti um 100.000 Hiroshima-sprengja, og hefði nægt til að slöngva hnettinum af braut sinni. Hið viðstöðulausa stórflóð mannlegra líkama bólgnar út um nálægt 200.000 eintök á sérhveijum sól- arhring. Áhrifum þess verður varla betur lýst en ég hefí áður gert með orðum Robert McNam- ara, fyrrverandi hermálaráðherra Bandarikjanna og síðar yfírfor- stjóra Alþjóðabankans, sem hann lét sér um munn fara eftir að hann hafði látið reikna þau út að nokkru: „Eftir sex og hálfa öld, að liðnum hinum stutta tíma, sem skil- ur okkur frá skáldinu Dante, stæði maður á sérhverju ferfeti jarðar — hroðasýn, er sjálft „Infemo" blikn- ar fyrir." Svar við þeirri spurningu, hvað öllum framangreindum mein- semdum sé sameiginlegt, liggur ekki mjög djúpt grafíð. Þar eru allir kvistir af sama meiði, þróun sömu málavaxta, sprottnum af sömu rótum og leiða til sömu niðurstöðu. Fyrst og fremst eru þær þó vitnisburðir þess, sem atkvæða- háðir „stjómmálamenn" og kok- kristnir prestar, samlagsfræða- garpar og hagspekingar vilja ekki viðurkenna af því að í ræðum þeirra og fræðum fínnast engin svör, og þeir því agndofa og úr- ræðalausir. Og víst má telja, að þótt einhvers staðar bólaði á nýti- legri hugmynd, fengi hún engu breytt. Kjarkinn til að hrinda henni í framkvæmd vantar (al- gengur fyrirsláttur „Verka- lýðshreyfíngin sættir sig ekki við...“). Fyrir því titra og skjálfa burð- arásar stjómmála- og efnahags- lífsins eins og strá í vindi, ríkj- andi þjóðfélagsbygging er að hmni komin, enda hlaut þannig að fara. Alltof lengi hafa hugs- andi stéttir Evrópu treyst á „dómgreind" fjöldans, sem hefír því bæði leyfzt og liðizt að naga andlegar/sálrænar menningar- stoðir Vesturlanda niður á klöpp. Mikil spuming, lítið svar Verður hægt, eða er þegar orðið um seinan, að koma böndum á óreiðu- og óhófshneigðir okkar, er spurning, sem knýjandi nauðsyn krefst að svarað verði strax og afdráttarlaust, enda þótt erfitt sé að svara. Það eitt er þó tvímæla- laust Það verður aldrei gert á þægilegan hátt eða með „kjara- bótum". Eftirgjöf og undanhald (sumir kalla slfkt frjálslyndi „þjóðar- sátt“) þýðir valdleti réttarríkis- ins, það er sjálfskaparvíti, sem býður alla ósvinnu hjartanlega velkomna og líkist engu fremur en að skilja hús eftir með opnar dyr að næturlagi í bófahverfi. óþarft er að ganga í grafgötur með, að einmitt þannig er ástand- ið orðið víða, ef ekki víðast hvar, í offrelsisheiminum. í frjálslynd- isheiminum em engin einsdæmi, i) að lögregla og dómarar, séu á föstum launaskrám glæpasamtaka, ii) að þingmenn, ráðherrar, stjómarerindrekar og ör- yggisþjónustumenn selji rildsleyndarmál, taki mútufé og hagnist á kaup- um, sölu og dreifíngu eitur- efna, iii) að lögregluyfírvöld bíði eftir og taki við fyrirmæl- um frá verkalýðsrekend- um, iv) að barnanauðgumm og bamamorðingjum sé sleppt lausum að lokinni yfírheyrslu, v) að hippar, hommar og kommar hafí ekki bara til- lögurétt í uppeldis- og menntamálum, heldur fari beinlínis með yfírstjóm á þeim vettvangi, vi) að sérhagsmunasamtök segi stjórnvöldum fyrir verkum varðandi löggjöf og framkvæmd laga. Samlagsfræðíngar annast sáningu Vísinda- og tæknifrömuðir Vesturlanda geta sent menn sína til tunglsins og óralangt út í geiminn, og tæki sín og vélbúnað til fjarlægra hnatta, jafnvel út úr sólkerfi okkar, en „stjórnmála- rnenn" Vesturlanda geta ekki tryggt þegnum sínum nema lág- marksréttarvernd eða börnum sinum og ungmennum öryggi gegn vinstrifullum samlagsfúsk- umm. Þeir geta ekki heldur kom- ið á friði í Norður-lrlandi, Araba- löndum, Afríku, Mið- og Suður- Ameríku eða veitt Berlínarbúum rétt til að skreppa á milli borg- arhluta áreitnislaust. Samt sem áður tekst þeim furðuvel einmitt í Berlin. Þar tryggja þeir heimsfriðinn með því að halda níræðum öldungi, Rudolf Hess (sem Amnesty International segir að sé „stríðsglæpamaður"), í fangelsi við þrælslegar aðstæður fyrir að hafa gegnt embættis- skyldum sínum við ríki og þjóð — og fyrir að hafa lagt sig i lífs- hættu við að reyna að koma á friði á milli bræðraþjóða. Um það getur naumast rflct umtalsverður ágreiningur, að þar sem óskilyrt frelsi ólgar, visni og skrælni vald og agi réttarrfldsins með mestum ósköpum á skemmstum tima. Afleiðing þess er m.a. sú, að alls staðar springur lakkið utan af menningunni svonefndu. Um all- an heim margfaldast uppskera vinstriverka. Sáningin á sér fyrst stað í hugum og hjörtum barna og unglinga — þeirra, sem eiga að ná tökum á framtíðinni. Vinstrafólk uppgötvaði fyrir löngu — og þurfti reyndar enga sérstaka skarpskyggni til — að þeim tðk- um verður að miklu leyti beitt með þeim hætti, sem innræting og uppeldi gefa tilefni til. Á þetta kom værukær borgara- stétt aldrei auga. Af þeim sökum áttu plógar vinstrimennskunnar afar auðvelt með að ná samning- um við uxakerrur markaðstorgs- ins um að fá uppeldis- og mennta- stofnanir til að böðlast á, í skipt- um fyrir að láta frjálshyggjufólk í friði við að sýsla um víxla og verð- bréf að sinni. Og uppskeran? „Aldrei hefur sóðalegri sam- koma, kennd við þjóðhátíð, verið haldin en sá þáttur hátiðahald- anna 17. júní, er fram fór í mið- borg Reykjavíkur að kvöldi þjóð- hátíðardagsins. í nístandi nepj- unni óðu svínfullir unglingar, ekki komnir af barnsaldri, fram og aftur, veifandi brennivinsflöskum af öllum gerðum, organdi og hvín- andi, þuklandi hitt kynið, og fleygjandi flöskum í allar áttir, jafnóðum og þær tæmdust." („Tíminn", fréttapistill ÓV., OÓ„ JH„ þríðjudaginn 20. júní 1972.) Fram til ársins 1972 hafði „menntunin“ aðallega verið munnleg og bókleg. Núna, árið 1984, 12 árum síðar, er hún líka verkleg: Samlagsfræðafólk lokar skól- um, leggur hald á og stelur námsbókum, rottar sig saman á vinnustöðum og vegum úti og sýn- ir skjólstæðingum sínum, hvernig virða beri og setja landslög — og hvernig „kjarabætur" verði til. Á meðan dottar frjálslyndingur (!)• Eiturmökkur yfir New York í þjóðakroppi Bandarfkjanna eru talin vera 20—30 tonn af blýi — að skammbyssukúlum frátöldum. Dagar helmerktra drauma ☆ Upphafið er ☆ Fimmti ☆ Ógæfulegur hugarfarseitrun riddarinn viðskiptasamningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.