Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 Veruleg umskipti í atvinnumálum Eyjamanna: A einum degi tæmd- ist listi atvinnulausra Mikið Iff færðist f atrinnulffið f Eyjum þegsr sfldin kom. Mbl.: Sigurgeir. V eHtmannaeyjum, 13. nóvember. VERULEG umskipti til hins betra hafa átt sér stað í athafnalífi bæj- arins sfðasta mánuöinn eftir hálf dapurlegt ástand á liðnum haust- dögum. Hér skapaðist mjög alvar- legt ástand í byrjun september þegar allar stærstu fiskvinnslu- stöðvarnar hættu móttöku hráefnis og sögðu jafnframt upp kauptrygg- ingarsamningum verkafólks. Á fáum dögum létu hundruð manna skrá sig atvinnulausa, en það voru að meirihluta konur sem urðu fyrir barðinu á þessu alvarlega ástandi. Flestir karlar höfðu áfram vinnu við ýmis viðhalds- og endurnýjunarstörf í frystihúsunum. Ástæða þessarar ákvörðunar var sögð vera rekstr- arerfiðleikar fyrirtækjanna. Þetta slæma ástand var viðvar- andi í rúmar þrjár vikur og það sem gerði málið enn ískyggilegra var, að þessi stöðvun frystihús- anna fylgdi í kjölfar árlegrar sumarlokunar húsanna f ágúst- mánuði, sem stóð yfir í 20 daga. Ástandið var því harla slæmt hér í bæ síðla september- mánaðar, dauflegt hljóð í fólki og mikillar svartsýni gætti um framtfðina og atvinnuöryggið talið óviðunandi. En svo kom sildin svamlandi svo til upp í fjöru á Heimaey og allar gættir hinna stóru og af- kastamiklu fiskvinnslustöðva í Eyjum opnuðust upp á gátt. Á einum degi eða svo tæmdist list- inn yfir atvinnulausa á bæjar- skrifstofunum og allir sem vildu höfðu verk að vinna. Sfldarsölt- un hófst af miklum krafti og unnið með miklum hamagangi f sfldinni frá morgni til kvölds, alla daga og allar helgar. Sann- kölluð síldartörn og gamalkunn- ug sfldarstemmning flæddi um bæinn allan. Allir bæjarbúar lifnuðu við og urðu til muna léttstígari. Sfldarsöltun er nú lokið og var saltað f um 15 þús- und tunnur, auk þess sem tals- vert hefur verið unnið af salt- síldar- og kryddsíldarflökum. Nú stendur yfir síldarfrysting en ekki er gert ráð fyrir að mikið verði fryst að þessu sinni vegna slæmra sölumöguleika. Jafn- framt síldarvinnslunni hefur verið unnið við vinnslu hinna hefðbundnari fiskitegunda, sem að öllu jöfnu hafa verið undir- staða fiskvinnslu og veiða hér f Eyjum. Vor daglegi fiskur, ef svo mætti segja. Aflabrögð hjá báta- og togaraflota Eyjamanna hafa verið þokkalega góð að undan- förnu og þvf næg atvinna við sjávarsfðuna. Þá hefur það ekki verið til þess að draga úr, að hingað hafa borist um 21 þúsund tonn af loðnu á þessari vertíð, þrátt fyrir nær 30 klukkustunda siglingu loðnubátanna hingað af miðunum fyrir vestan og norðan. Heimabátarnir hafa skilað sfnu. Það munar um þetta á þessum árstfma þvf loðnutörnin hér er á vetrarvertíðinni, þegar loðnan er komin suður fyrir land. Það þarf þó varla að taka það fram, að þegar vel veiðist og athafnasem- in blómstrar við höfnina færist allur bæjarbragurinn í léttara og ánægjulegra horf. Hér grundvallast öll afkoma fólksins sem Heimaey byggir á því sem sjómennirnir okkar færa að landi og í fiskvinnslu- stöðvunum á sér stað gffurlega mikil verðmætasköpun, sem þjóðarbúið allt nýtur góðs af, ekki sfður en fólkið sem hér vinnur verkin hörðum höndum á löngum vinnudegi. Þegar það er haft í huga er ekki óeðlilegt að fólk hér spyrji, hvers vegna þarf þá til þess að koma að allt at- hafnalíf og atvinna fólksins í stærstu verstöð landsins komist á slika heljarþröm, sem raun varð á í haust vegna þess, að fyrirtækjum í sjávarútvegi eru ekki sköpuð viðunandi rekstrar- skilyrði. Ætli fólk almennt geri sér grein fyrir þvf, hvernig ástand myndi skapast f þjóðfé- laginu, ef öll fiskvinnsla og veið- ar myndu afleggjast á lands- byggðinni um nokkurra mánaða skeið. Svona má spyrja, en á meðan er fólk til sjós og lands hér f Eyjum í miklum önnum við verðmætasköpunina og er ánægt með núverandi ástand. Erfið- leikatímabil er að baki, vonandi góð tfð og næg atvinna framund- an fyrir allar vinnandi hendur. H.KJ. Beint flug til Bergen Flugleiðir hyggjast nota DC 8-þotu í Evrópuflug á næsta ári FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Bergen og Gauta- borgar þann 1. júní næstkomandi. Flogið verður einu sinni í viku að morgni frá Keflavík til Bergen og þaðan áfram til Gautaborgar. Félag- ið hefur haldið uppi áætlunarflugi til Gautaborgar um Ósló einu sinni í viku og verður þvf haldið áfram. Flugleiðir hafa f hyggju að bæta DC 8-þotu í Evrópuflugið vegna fjölgunar ferða, en nú eru tvær Boeing 727-þotur félagsins notað- ar í ferðir til Evrópu. Annað hvort verða fest kaup á DC 8-þotu, eða slík tekin á leigu. „Með þessu viljum við bjóða bandarfskum ferðamönnum upp á ferðir til íslands og Noregs, jafn- framt að við bindum vonir við að fólk í V-Noregi nýti sér þá mögu- leika, sem gefast með ferðum milli Bergen og íslands," sagði Sigfús Erlingsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, í samtali við Mbl. „Við munum í fyrstu aðeins halda uppi áætlun til Bergen og Gautaborgar yfir sumartfmann en vonumst til að geta haldið uppi áætlun árið um kring þegar á ár- inu 1986,“ sagði Sigfús. Mörg loðnuskip héldu á svæðiö út af Norðausturlandi: Búnir að leita á öllu svæðinu en ekkert fundið — segir Jón Eiríksson á Hörpu LÍTIL sem engin loðnuveiði var aðfaranótt þriðjudags. Á vestursvæðinu hefur lítil veiði verið að undanfórnu vegna þungra strauma og héldu margir bátar á nýtt veiðisvæði út af Norðausturlandi, þar sem fiskifræðingar um borð í hafrannsóknarskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni fundu talsvert magn af loðnu aðfaranótt laugardags og Hjálmar Vilhjálms- son tilkynnti bátunum um þegar hann kom til Akureyrar á mánudag. Loðnu- skipin leituðu þar í alla fyrrinótt en fundu enga loðnu. „Við komum hingað snemma í eitthvað fram á nóttina en svo för gærkvöldi og erum búnir að fara um allt það svæði sem Hjálmar gaf okkur upp en ekkert fengið, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Jón Eiríksson skipstjóri á loðnubátnum Hörpu í talstöðv- arspjalli í gær en hann var þá á miðunum út af Norðausturlandi. Jón sagði að 10 til 15 skip væru á miðunum og mörg fleiri hefðu ver- ið á leiðinni en væntanlega snúið við. „Ætli við skoðum þetta ekki um við vestureftir aftur. Útlitið er ekki glæsilegt, við finnum ekkert," sagði Jón og kvaðst vona að veiðin færi að glæðast á vestursvæðinu þegar aftur drægi úr straumnum. „Við erum óskaplega óhressir með að Hjálmar skyldi ekki láta vita um þetta fyrr en hann fór inn til Akureyrar, því hér voru bátar á ferðinni og hefðu þeir þá getað haft samráð hér á miðunum," sagði Jón. Áhyggjur meðal Alþýðuflokksmanna vegna formannskosninganna: Leitað þriðja aðila í „sáttaframboð“ Gylfí Þ. Gíslason og Magnús H. Magnússon hafa báðir sagt nei MARGIR Alþýöuflokksmenn hafa verulegar ihyggjur af þróun mála innan Alþýöuflokksins vegna for- mannskosninga á flokksþinginu um næstu helgi, þar sem allt útlit er fyrir aö Kjartan Jóhannsson núver- andi formaður og Jón Baldvin Hannibalsson þingmaöur flokksins í Reykjavflc muni leiöa saman hesta sína í formannskosningum. Mikil umræöa var í gangi f gær um að leita þriðja aðila f formannskjöriö, sem sætt gæti hin strföandi öfl. Magnús H. Magnússon varaformaður flokks- ins sagöi, í viðtali við blm. Mbl. í gærkvöldi, það rétt vera aö leitað heföi verið til sfn í gær í þessu skyni, en hann hefði svarað þvf á sama hátt og meö áframhaldandi varafor- mennsku, þ.e. að sér væri það ókleift vegna búsetu og starfa sinna. Gylfí Þ. Gfslason fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og ráðherra, sagði, f viðtali við blm. Mbl. í gærkvöldi, það rétt vera, að leitaö hefði verið til sin um að hann gæfi kost á sér til for- mannskjörs á komandi flokks- þingi, en hann hefði þá gefið afdráttarlaust neikvætt svar við því. Hann kvað það hafa komið fram í máli þeirra sem til sfn hefðu leitað, að þeir teldu hann eina lfklega Alþýðuflokksmann- inn, sem gæti hlotið einróma kosningu á þinginu, þ.e. að Kjart- an myndi þá draga sig í hlé. Gylfi sagði ennfremur, að ekki hefði verið leitað til sín á ný eftir að Jón Baldvin tilkynnti um framboð sitt, enda ætti öllum að vera kunnugt um afstöðu hans og ennfremur þá staðreynd, að hann yrði erlendis í opinberum erindagjörðum flokks- þingsdagana, færi utan nk. föstu- dag og kæmi til baka á mánudag. I umræðum um hugsanlegan frambjóðanda, sem sætt gæti strfðandi fylkingar, hefur nafn Jó- FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Albert Guðmundsson, hefur lagt fram frum- varp fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um tekjuskatt og eignaskatt, sem gerir ráð fyrir að tely- ur seinasta vinnuárs launþega verði skattfrjálsar. í greinargerð frumvarpsins segir að lagt sé til að menn sem láta af störfum fyrir aldurssakir geti dreg- ið að fullu frá skattskyldum tekjum sinum hreinar launatekjur sfðustu tólf starfsmánuði. „Það greiðslu- kerfi beinna skatta sem ríkir hér á landi skapar mönnum ætfð erfio- hönnu Sigurðardóttur þingmanns Reykjavíkur, sem lýst hefur yfir, að hún ætli að gefa kost á sér til varaformanns á komandi flokks- þingi, einnig borið á góma. Hún hefur verið talin líklegur sátta- maður, með einhvern góðan mann sér við hlið í varaformannssæti. í viðtali við Mbl. í gærkvöldi sagðist Jóhanna alls ekki kannast við neitt slíkt, ekki hefði verið rætt við sig um nokkuð í þá átt. leika þegar tekjur minnka snðgg- Iega, enda skattar greiddir ári eftir að þeirra tekna er aflað sem skatt- lagðar eru.“ A árinu 1983 öðluðust menn rétt til að draga frá helming hreinna launatekna sfðustu tólf starfsmánuðina, en f frumvarpinu er lagt til að þessi frádráttur tvö- faldist og því heimilt að draga frá eins og áður segir, allar launatekj- urnar. Gert er ráð fyrir að tekjutap rík- issjóðs vegna þessa verði um 30 milljónir króna á ári, miðað við verðlag ársins 1984. Fjármálaráðherra: Tekjur síðasta starfs- árs verði skattfrjálsar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.