Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
ÞRÍR HEIMAR
Erlendar
bækur
Sigurlaugur Brynleifsson
Peter Worsley: The Three
Worlds. Culture and the World Dev-
elopment: Weidenfeld and Nicolson
1984.
Höfundurinn er kunnur félags-
fræðingur, hefur m.a. skrifað „The
Trumpet shall Sound“, „The Third
World“ og „Introducing Socio-
logy“, sem er víðkunn bók, sem
fleiri höfundar eiga aðild að en
hann ritstýrði og skrifaði að
nokkru. Hann hefur kennt víða
um heim og starfaði m.a. sem
prófessor í félagsfræði við háskól-
ann í Manchester.
Höfundurinn segir i formála,
„að glöggva sig á þriðja heiminum
minnir á erfiði Sysifusar". Hann
hefur áður sett saman rit um
þriðja heiminn og þetta rit er
lokarit hans um efnið. „Ég kýs að
gefa þetta út, áður en það gengur
af mér dauðurn" og hann telur það
jafnframt lífs-verk sitt. Hann
kynntist þriðja heiminum í fyrstu
1944 og þótt þessi heimshluti hafi
tekið miklum stakkaskiptum sið-
an, hefur það ekki orðið til þeirra
breytinga sem menn væntu. Höf-
undurinn segir í formála „að hann
sé einn þeirra fyrrverandi komm-
únista, sem séu ærið margir, sem
snerist til andstöðu við stalin-
ismann, en ekki við sósíalismann".
Höfundurinn gagnrýnir hug-
myndafræði marxismans eða
vúlgær-marxismans og telur að
„þótt ökonomian hafi sitt að segja,
þá sé sú staðhæfing alls ekki sönn,
að maðurinn hljóti að eta áður en
hann hugsar. Menn myndu ekki
finna neina fæðu, ef þeir hugsuðu
ekki fyrst um hvar fæðu væri að
finna ... “ Worsley telur að mót-
unaröfl samfélags manna séu
fjarri því að vera einungis efnis-
leg, menning, siðir og venjur,
trúarbrögð og gildismat mótar öll
samskipti manna og hann telur að
varast beri þá skoðun, að „menn-
ingin" sé einhverskonar yfirbygg-
ing sem sé jafnvel hægt að iðka á
tyllidögum og sleppa úr mennsk-
um samskiptum á „vinnudögum.
Án menningar og móðurmáls
hlýtur mannheimur að drabbast
niður. Menn verða meðvitundar-
lítil vinnudýr eða túbur sem troð-
in eru út af rusli og útsöluvarningi
markaðarins. Höfundur fjallar um
þessi efni í inngangskafla ritsins,
um hugtakið „culture" og hann
leggur mikla áherslu á hversu vill-
andi það sé að ef menn telja sig
geta skilið sögu mannheima, með
því að leita skýringa eingöngu í
efnislegri framvindu og þróun at-
vinnuháttanna. Hann telur að
hinn þröngi söguskilningur marx-
ista hafi þegar allt kemur til alls
orðið til þess að þrengja skilning
manna og orsakað hrikaleg frávik
frá ætlan höfunda sinna.
Uppflosnun bænda-
stéttanna
I öðrum kafla ritsins fjallar höf-
undurinn um mannheima frá því
að jarðyrkja og húsdýrahald hefst
og til þeirra tíma þegar landbún-
aður í einhverskonar mynd er ekki
aðaliðja manna, þ.e. um uppkomu,
sögu og uppflosnun bændastétt-
anna, sem er að gerast nú á dög-
um. Þetta er atvinnusaga Bvrópu
og um landnám og not Evrópubúa
af öðrum heimshlutum, nýlendu-
saga í útdrætti. Þetta er ekki
langt tímabil sé borið saman við
forsögu manna í heiminum, en það
tímabil var að skoðun Levi-
Strauss 95% þess tíma sem mann-
kynið hefur lifað og framfleytt sér
á veiðum, fiskveiðum og söfnun.
Höfundurinn telur að allar þýð-
ingarmestu uppgötvanir manna
hafi verið gerðar af mönnum á
safnara- og veiðimannastigi, sem
hafi leitt til atvinnubyltingar og
Uppkomu jarðyrkju og húsdýra-
halds.
Höfundurinn fjallar jafnframt
um pólitíska sögu sem er samofin
atvinnusögunni og menningarsög-
unni. Hann forðast að hluta
söguna niður i tímabil eins og nú
tíðkast í sambandi við tímana
fyrir iðnbyltingu og eftir. Það má
segja að nú gefist dæmi um öll
þróunarstig mannheims, það eru
þjóðflokkar enn við lýði sem lifa
sína steinöld, þótt þeir séu mjög
sjaldgæfir, dæmi um lénsskipulag,
frumstæðan landbúnað og há-
þróuð iðnaðarsamfélög og stjórn-
arfyrirkomulag sem minnir á
stjórnarhætti Ivans grimma og
ýmissa landstjórnarmanna, sem
fáir myndu kjósa sér. Hliðstæður
við það sem er að gerast nú má
finna í sögu fomaldar og miðalda.
„Framfarir voru og eru tengdar
borgum og þróuðum iðnaðarsam-
félögum, að margra áliti, framfar-
ir byggjast því að hluta til á þvi,
samkvæmt þessari skoðun, að fólk
flytjist í þéttbýli eða að það sé
komið upp verksmiðjubúum."
Þetta hefur þegar gerst í iðnvædd-
um ríkjum. Þessi breyting frá
landbúnaði til iðnaðar, hófst á
Englandi, þar vinna nú tæp 3%
vinnufærra manna að landbúnaði.
f Frakklandi eru það einn af
hverjum 10. í Rússlandi starfar
þriðjungur að landbúnaði, „en þar
var bændastéttinni fórnað til þess
að iðnvæða landið". í Indlandi og í
Kína er hlutfallið annað, um 80%
manna vinna þar við landbúnað.
Höfundurinn ræðir um eignarhald
jarða vítt um heim.
„Fyrr á öldum réðu landeigend-
ur yfir bændum, síðar okrarar eða
lánastofnanir, kaupmaðurinn eða
skattheimtumaðurinn og ríkis-
valdið sem slíkt.“ Bændur voru og
eru víðast hvar um heim kúguð
stétt. Einkum á þetta við í þriðja
heiminum. í þróuðum ríkjum er
stéttin stöðluð að þörfum ríkis-
valdsins eða utanaðkomandi aðil-
ar eiga og stjórna stórum fram-
leiðslueiningum, oft i formi hluta-
félaga eins og t.d. í Bandaríkjun-
um. Annars staðar skammta
milliliðir bændum verð fyrir hrá-
vöruna og mata krókinn óspart í
úrvinnslu og sölu afurðanna.
*
Höfundurinn fjallar um ýmsa
úrkosti sem leitað hefur verið til
að bæta kjör bænda í vanþróuðum
rikjum, m.a. með stofnun sam-
vinnufélaga. Sú tilraun hefur oft
endað með því að sterk öfl innan
félaganna hafa náð öllum völdum
og áhrifum, þótt reynt sé að láta
líta svo út að bændamúgurinn hafi
þar einhver áhrif. Oft hefur þetta
snúist upp í andstæðu hinnar upp-
haflegu hugsjónar. Rikisvaldiö i
mörgum þróunarríkjunum hefur
einnig náð undirtökunum í félög-
unum og úr því hefur orðið rikis-
rekstur.
Einhæft borgarlíf
Höfundurinn fjallar um þær
breytingar sem orðið hafa á síð-
ustu áratugum vítt um heim og þá
i einkum í þriðja heiminum. Fólk
hefur flykkst úr sveitum i borgirn-
ar, stjórnvöld hafa víðast hvar
lagt aðaláherslu á iðnvæðinguna i
þeim tilgangi að bæta lifskjörin.
Þessi stefna minnir sums staðar
ónotalega á stefnu Stalíns í Rúss-
landi hér fyrr á árum, þegar unnið
var að því að fækka bændum og
fólki í sveitum með þvi að koma
því í uppvaxandi iðjuver og bein-
línis með enn grófari aðferðum,
sem ollu hungursneyð og mann-
felli í fyrrum frjósömustu héruð-
um Rússlands. 1 stað einstakra
bænda var þeim smalað saman í
samyrkjubú.
Verkalýðsstétt sem vinnur við
iðnað tekur fyrst að myndast á
Englandi, með aukinni iðnvæð-
ingu Evrópu og síðan þar sem
áhrifa nýlenduþjóðanna gætti og
hagkvæmt þótti að iðnvæða. Þessi
stefna varð einkum ráðandi i
nýfrjálsum ríkjum og í þróunar-
löndunum. Fólksfjöldinn í borgun-
um jókst stórlega. Um miðjan átt-
unda áratuginn settust um 2.500
manns daglega að í slummunum í
Mexíkó City og 1 milljón bættist
við íbúatölu San Paulo milli 1951
og 1968.
Höfundurinn lýsir þessum
breytingum sem nú eru að eiga sér
stað og vitnar til hliðstæða í for-
tíðinni. Hann tiundar ástæðurnar
fyrir rýrnandi landbúnaðarfram-
leiðslu t.d. í Afríku, sem m.a. staf-
ar af fólksflótta úr sveitum og
mikilli fólksfjölgun. Iðnvæðingin
kostar fé, svo að skuldir þróunar-
rikjanna margfaldast og auk þess
þarf að verja miklum fjármunum
til matvælakaupa. Ríkisstjórnir
margra þróunarríkja styðjast við
herinn og eru oft viss hluti úr
hernum, sumir telja að þetta sé
ásamt tæknikrötum hin „nýja
stétt“, sem á sér engin tengsl við
fortíð eða eigin uppruna og menn-
ingu, „lumpen bourgeoisie" —
tötraborgara, sem myndi harð-
svíraða valdaklíku sem einskis
svífst. Fé til iðnvæðingarinnar
fékkst í fyrstu með styrkjum frá
fyrrverandi nýlenduherrum og
síðar með lánum og fjárfestingu
erlendra fyrirtækja og fjölþjóða-
hringa. Fræðslukerfið var aðlagað
iðnvæðingunni og það tók að
myndast hópur tæknikrata sem
starfaði í þjónustu ríkjandi
stjórna eða erlendra aðila. Þannig
skapaðist hagsmunahópur, sem
átti í rauninni allt sitt undir er-
lendum aðilum og alþjóða fjár-
magni. Mikill hluti þjóðartekn-
anna fór og fer til vaxta og afborg-
anagreiðslna sem aukast stöðugt.
Öreigahóparnir þyrpast úr dreif-
býlinu í fátækrahverfin og reyna
að bjarga sér sem best þeir geta.
Höfundur skrifar: „í nútima
slummum kaffæra auglýsingarnar
alla aðra fjölmiðlun. Þótt þetta
fólk skorti bæði rafmagn og ein-
földustu hreinlætistæki, vatn og
vistir, þá á það yfirleitt sjónvarp
og lítil útvarpstæki. í skárri
hverfunum eru aðalfórnarlömb
auglýsendanna hin nýríka milli-
stétt tæknikrata og starfsmanna
stjórnar eða skár launaðra starfs-
manna. Lífsstíll þessara „parv-
enua“ er reist á hugsjón neyslu-
samfélagsins, hamborgarar, vín,
rokkmúsik, kynlíf. Tilbreytingarn-
ar eru myndasögurnar, sjónvarps-
seriur, Mikki mús og Andrés önd,
enginn Guð; þess i stað saklaus
mýsla og klók önd ..."
Mynd þess heims sem höfundur
dregur upp er frábrugðin mynd
fyrri tíma slumma að því leyti að
nú gefst engin fjölbreytni lengur.
Einhæfni lifsstíls og smekks er al-
fflör.
Og það sem er iskyggilegast er
að samskonar lifsstill er „draum-
urinn“ hvort heldur er i Brasilíu,
Ghana, Indlandi og á íslandi.
Frædslustefnan
Breytingarnar ganga mjög
hratt fyrir sig. í Suður-Ameríku
og á Indlandi breyta skólar og