Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 14. NÖVEMBER 1984 25 fjölmiðlar meðvitundinni i þá átt sem hentugast er talin af „fram- farasinnuðum" valdhöfum. Kyrrstæð bændasamfélög um- hverfast í iðnvædd massasamfé- lög. Það sem Spánverjum tókst ekki á fjórum öldum, þ.e. að útmá þjóðlega tilveru hinna ýmsu indiána-kynflokka og þar með menningu þeirra, með aðferðum sem minna á aðferðir tækni- væddra nútímamanna, hefur nú tekist á tímaskeiði einnar kyn- slóðar með heilaþvotti skólakerfis og fjölmiðla. Meðal Rómverja voru landbún- aðarþrælar nefndir „instrument- um vocale", eða talandi verkfæri, til aðgreiningar frá burðar- og dráttardýrum, sem kölluðust „instrumentum semi-vocale“, þ.e. þau gátu gefið frá sér hljóð. Síðan komu hin eiginlegu verkfæri, „instrumentum mutum", þögul verkfæri, svo sem plógur, páll og reka etv. Nú á dögum virðist sú stefna ríkjandi að móta menn til þeirrar gerðar sem Rómverjar kölluðu „instrumentum vocale", frumkvæðalausar túbur, úttroðn- ar því góðgæti, sem stjórnvöld telja að auki hagvöxt og fram- leiðni. Nútíma fræðslukerfi er einkar hentugt til framkvæmdar þeirrar hugsjónar og þá rætist lík- lega draumsýn Rousseaus og hug- myndafræðinga frönsku stjórn- arbyltingarinnar um hinn „al- menna vilja", þar sem allir yrðu sniðnir að þörfum hins frjálsa og samhæfða samfélags, sem yrði i stöðugri þróun. Hugsýn þeirra var sú varðandi fræðsluna, eða það sem stundum er rangnefnt „menntun" nú á dögum,: „að sér- hver nemandi á sama aldri fletti nákvæmlega sömu blaðsíðu í sömu kennslubókinni á sama degi og á sömu mínútu i öllum skólum Frakklands". Stöðlun nemend- anna skyldi verða algjör og á þann hátt myndi skapast hin algjöra samhæfing allrar þjóðarinnar þar sem „frelsi, jafnrétti og bræðra- lag“ rikti. Þessi draumsýn mótar fræðslu- stefnuna nú á dögum, sem hefur orðið svo árangursrík vítt um heim að nú hyllir undir samfélag „instrumentum vocale“ ef ekki „instrumentum semi-vocale“, þar eð uppfræðsla í móðurmáli er ekki talin aðalatriði lengur í nútíma fræðslukerfi og óþarfi er að gera kröfur til vandaðs málfars á popp-öld. Hrikalegar fórnir Höfundurinn fjallar um þau ríki, þar sem iðnvæðingin hefur gengið hraðast fyrir sig á 20. öld. Japan er oft tekið sem dæmi, en önnur ríki fylgja fast á eftir, Suður-Kórea, Thailand og borg- ríkið Hong Kong. Hin hraða iðn- væðing byggir á mjög lágum laun- um og gjörnýtingu vinnuaflsins. í ríkjum Afríku fer iðnvæðingin fram á kostnað hefðbundins land- búnaðar, matvælaframleiðslan dregst stórlega saman og aðal- áherslan er lögð á framleiðslu fyrir erlendan markað. 1978 hafði matvælaframleiðslan fyrir innlen- dan markað dregist saman um 80% frá því sem var 1961. Iðnvæð- ing, byggð á stórvirkjunum og er- lendu fjármagni er stefna ríkja þriðja heimsins. Þessar aðgerðir hafa kostað við- komandi þjóðir hrikalegar fórnir og sumstaðar hljóta valda- klíkurnar frá Uganda til Kap- uchea að bera sinn hluta þeirrar ábyrgðar, að hafa gert viðlend landsvæði að sláturhúsum". Iðn- væðingin hefur gengið misjafn- lega, það er ekki óvíða að stór- kostleg orkuver gegna hlutverki sem minnisvarðar um misheppn- aðar framkvæmdir og hálfreistir seðlabankar minna á spilaborgir fjármálasnillinganna, en slík seðlabankahræ einkenna ýmsar höfuðborgir nýfrjálsra ríkja Afriku. Þetta er efnismikil bók, úttekt á framleiðsluháttum og pólitiskum stefnum 20. aldar, og árangrinum eins og hann blasir við manni sem er óbundinn af pólitfskum kredd- um. 55% BÓNUS AFÁBYRGÐAR TRYGGINGLI SIRAX EFTIR 5ÁR Sjóuá vill verðlauna þá ökumenn sem ha fa ek/ð tjónlaust samfellt í 5 ár. Á 6. ári hœkkar bónusinn í 55% af ábyrgðariðgjaldinu OGENN MEIRI 65 VO BONUS EFTIR10ÁR þegar ekið hefur uerið tjónlaust samfellt í 10 ár hœkkar bónusinn í 65%. Sá bónus stendur meðan ekið er tjónlaust. Þetta er gott og sanngjarnt boð fyrir þá sem aka uarlega. Tjónlaus akstur hjá öðrum uátr- yggingarfélögum kemur þér til góða hjá okkur. . . Það munar um minna. Hœgt er að flytja bifreiðartrygg- ingu tii okkar sé gengið frá þuí fyrir 1. desember. Allar uppfysingar gefnar hjá Sjóuá í síma 82500 og hjá um- boðsmönnum w w SJOVA TRYGGT ER VELTRYGGT SUÐURLANDSBRAUT 4 SÍMI 82500 Umboðsmenn um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.