Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
63
Varnargarðar norðan við Kröfluvirkjun?
Aukin hætta á hraun-
flæði úr Leirhnjúk
— segir iðnaöarráðherra
„HÆTTAN í braunflædi úr Leirhnjúkssprungunni hefur aukist og sömuleið-
is er enn hætta á kvikuhlaupi sudur í Bjarnarflag. Á meðan svo er steðjar
hætta að virkjuninni og öðrum mannvirkjum á svæðinu og þá er ekki
forsvaranlegt að halda að sér höndum,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnað-
arráðherra í samtali við blaðamann Mbl. um hugmyndir um byggingu varn-
argarða við Kröfluvirkjun.
Iðnaðarráðherra sagði að í sept-
ember sl. hefði hann óskað eftir
áliti um stöðu máia og horfur við
Kröflu. „Fyrir fáum dögum fékk
ég skýrslu þar um og þótt þeir séu
nú alltaf varkárir, Orkustofnun-
armenn, þá leggja þeir til að dust-
að verði rykið af gömlum áætlun-
um um varnargarða norðan virkj-
unarinnar," sagði hann. „Ég mun
væntanlega taka þetta mál upp í
rikisstjórninni á morgun (þriðju-
dag) ef timi gefst til, enda er ekki
verjandi að hafast ekkert að.
Þarna eru mikil verðmæti.
Enn er hætta á gosum og
hraunflæði, land rís á ný eftir gos-
ið í september — sem var kröftug-
asta gosið á svæðinu síðan gos-
virkni hófst þar fyrir níu árum —
og á næstu mánuðum má aftur bú-
ast við eldgosi. Ég vil því ekki láta
sem ekkert sé, ef hægt er að
hindra ógæfur vil ég ekki láta
hendi 6veifað.“
Sverrir Hermannsson sagðist
ætla að leggja til að farið yrði eft-
ir tillögum sérfræðinga Orku-
stofnunar um byggingu varnar-
garða við Kröfluvirkjun. Hann
sagði að enn lægi ekki fyrir hver
kostnaður af slíkri framkvæmd
gæti orðið, hann myndi óska eftir
slíkum upplýsingum í framhaldi
af umfjöllun ríkisstjórnarinnar.
„Menn hafa líka verið með
hugmyndir um kæliútbúnað, svip-
aðan þeim, sem gafst vel í Heima-
eyjargosinu, því við gætum búið
við þetta ástand við Kröflu lengi
enn,“ bætti Sverrir Hermannsson
við. „Eldvirknin, sem talin er hafa
verið á svæðinu 1724—1729, gæti
hafa staðið miklu lengur, eða allt
til 1746, samkvæmt þvi sem menn
telja sig nú hafa heimildir um.
Presturinn í Reykjahlíð, sem
skráði mest um þessa virkni
1724—1729, mun hafa farið af
staðnum í kringum 1730. En þetta
er ekki fullsannað og á meðan vil
ég ekki predika um málið, nóg er
nú samt,“ sagði iðnaðarráðherra.
Flokksþing Alþýðuflokksins um næstu helgi:
*
Asmundur Stefánsson gestur
og ræðumaður við setninguna
FLOKKSÞING Alþýðuflokksins verður sett með hátíðardagskrá í
Gamla bíói kl. 17.30 nk. föstudag, 16. nóvember, en það stendur yfir
fram á sunnudagskvöld. Á milli 260—270 þingfulltrúar eiga seturétt
á þinginu, sem er haldið annað hvert ár og er æðsta valdastofnun
fiokksins.
Flokksþing kýs m.a. formann og
varaformann, og hefur Jón Bald-
vin Hannibalsson þingmaður
flokksins í Reykjavík tilkynnt að
hann muni bjóða sig fram gegn
Kjartani Jóhannssyni núverandi
formanni. Jóhanna Sigurðardótt-
ir, sem einnig er þingmaður Reyk-
víkinga, hefur ákveðið að bjóða sig
fram til varaformanns, en Magnús
H. Magnússon núverandi varafor-
maður gefur ekki kost á sér á ný.
Gestur og ræðumaður við
setningarathöfnina verður Ás-
mundur Stefánsson forseti Al-
þýðusambands íslands. Auk þess
flytja þar ávörp fulltrúar erlendra
gesta. Eldri flokksfélagar verða
heiðraðir og formaður, Kjartan
Jóhannsson, flytur stefnuræðu.
Þinginu verður síðan framhaldið í
Kristalsal Hótels Loftleiða kl.
20.30 um kvöldið. Fer þar fram
kosning starfsmanna þingsins,
kosið verður í nefndir o.fl. Þá
flytja formenn Sambands alþýðu-
flokkskvenna og Sambands ungra
jafnaðarmanna ávörp og fluttar
verða skýrslur framkvæmda-
stjórnar og gjaldkera. Þinginu
verður síðan frestað til laugar-
dags.
Kosning formanns, varafor-
manns, ritara, gjaldkera og for-
manns framkvæmdastjórnar, þ.e.
æðstu stjórnar flokksins, fer fram
kl. 17 á laugardeginum. Þingfund-
ir hefjast þá um morguninn kl. 9
og verður dagskrá hefðbundin,
m.a. verða lagðar fram tillögur til
lagabreytinga. Að sögn Kristínar
Guðmundsdóttur framkvæmda-
stjóra flokksins hafa borist mjög
margar tillögur til lagabreytinga
um fyrirkomulag prófkjörs. Á
laugardagskvöldið verður flokks-
þinghóf í Víkingasal Hótels Loft-
leiða.
Ný framkvæmdastjórn verður
kjörin á sunnudagsmorgninum,
þ.e. sex fulltrúar sem skipa stjórn-
ina, auk æðstu stjórnar flokksins.
Kl. 17 fer síðan fram kosning 30
manna í flokksstjorn, auk hefð-
bundinnar dagskrár, en þinginu
lýkur á sunnudagskvöld.
Endurskinsmerki
Nú þegar vetur er genginn í garð er rétt að minna fólk á nauðsyn þess
að nota endurskinsmerki. í síðustu viku voru nokkir leiklistarnemar á
ferð í Austurstræti, þar sem þeir afhentu vegfarendum endurskins-
merki.
Ný snyrtivöruverzlun
Ný snyrtivöruverzlun hefur verið opnuð á Laugavegi 61 til 63. Þar verða
seldar franskar snyrtivörur, enda er heiti verzlunarinnar París. Eigend-
ur eru Magnea Rögnvaldsdóttir og Bjarni Gunnar Gylfason. Áherzla
verður lögð á kynningu og sölu á snyrtivörunum Stendhal og Sothys.
Edda Ríkarðsdóttir innanhúsarkitekt hannaði verzlunina.
Morgunblaii4/JúHu8
URVAL ÚTSÍTN Samvinnuferdir -Landsýn FLUGLEIDIR
©V
ofe
e>°
\*>
_________EERÐ TE, KSNÁRÍ
PYRffi60ÁRA0GELDRI
Til að undirstrika enn frekar að Kanaríeyjar eru opnar og ,,mót-
tækilegar” fyrir alla aldurshópa, efnir Kanaríklúbburinn til sér-
stakrar sólar- og afslöppunarferðar þangað, fyrir eldri borgara.
Ferðin er skipulögð með þarfir eldri borgara í huga og því hefur
félagsmálafulltrúinn Þórir Guðbergsson tekið að sér fararstjórn
ásamt með Auði Sæmundsdóttur, fararstjóra Kanaríklúbbsins
á Playa del Inglés. Þá verður hjúkrunarfræöingur einnig með í för-
inni. Gist verður í 3 vikur, á íbúðarhótelinu Broncémar, sem margur
Kanarífarinn þekkir af góðri þjónustu
í hvivetna. Skoðunarferðir, veislur og
rólegheit skiptast á um að gera eftir-
minnilega ferð að ógleymanlegri.
Flogið verður út i gegnum heimsborg-
ina London og beint heim.
Brottför: 26. nóv.
Heimkoma: 19. des.
Verö pr. mann, m/hálfu fæði.
3 í íbúð kr. 26.100,-
2 í íbúð kr. 28.200,-
1 í íbúð kr. 33.400,-