Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 Rannsóknír og tilraunir hafa gífurlega þýðingu við alla mannvirkjagerð Rætt við dr. ing. Fritz Leonhardt, einn kunnasta verkfræðing Þjóðverja Prófessor dr. ing. Fritz Leon- hardt, byggingaverkfræðingur frá Stuttgart í Vestur-Þýskalandi, kom hingað til lands fyrir nokkru í boði Steinsteypufélags íslands og hélt fyrirlestur við setningarat- höfn norrænnar ráðstefnu um steinsteypurannsóknir sem haldin var dagana 10.—12. ágúst. Dr. Leonhardt er einn snjallasti verkfræðingur Vestur-Þjóðverja og í hópi örfárra verkfræðinga, sem þekktur er um heim allan. Hann hefur verið brautryðjandi á sviði byggingaverkfræði og arki- tektúr í rúma hálfa öld. Sérstak- lega er hann þekktur fyrir að í verkum hans fara saman stílfeg- urð og frábær burðarþolshönnun. Hann hefur unnið stórvirki við hönnun og byggingu brúarmann- virkja, en þar að auki komið mjög víða við. Dr. Ríkharður Kristjánsson, formaður framkvæmdanefndar fyrmefndra, ráðstefnu, sagði í kynningu á dr. Leonhardt, að erf- itt væri fyrir ókunnuga að geta sér til um aldur hans. Af útliti að dæma væri hann líklega um fimmtugt, en ef dæma ætti af verkum hans um ævina hlyti hann að vera a.m.k. tveggja alda gam- all. Fyrirlestur sinn nefndi dr. Leonhardt „The role of research in my professional Iife“. Fjallaði hann einkum um þýðingu rann- sókna við hönnun mannvirkja og rakti hvernig rannsóknir hefðu hjálpað sér við lausn ótal vanda- mála, sem hann hefði glímt við um ævina. RÚMAR OKKUR BÁÐA Eftir fyrirlesturinn fór undir- ritaður þess á leit við dr. Leon- hardt að fá við hann samtal. Reyndist það auðsótt mál. „Komdu til mín á Hótel Loftleiðir síðdegis. Mér hefur verið útvegað þar stórt og rúmgott herbergi, sem hlýtur að rúma okkur báða.“ Þannig atvikaðist það að ég sat einn gráan ágústdag í svitu á Hót- el Loftleiðum og rabbaði við einn fremsta verkfræðing samtímans. „Sjáðu, þetta er fyrsti sólskins- bletturinn, sem ég sé á íslandi,“ sagði prófessor Leonhardt bros- andi, og benti út um gluggann upp í Öskjuhlíðina. Sólin hafði þá rétt um stundarsakir náð að senda geisla sina gegnum rof á skýja- þykkninu svo glampaði af votum steinum i hlíðinni. Þessi glettni dr. Leonhardts gaf tóninn i samtali okkar. Hann er mjög alúðlegur og þægilegur i við- móti, sífellt með bros á vör. Ég bað hann fyrst um að rifja upp feril sinn í stuttu máli. TÓNNINN GEFINN VIÐ BRÚARSMÍÐI „Ég er brautskráður sem bygg- ingaverkfræðingur frá því sem þá hét Tækniháskólinn í Stuttgart, árið 1931, þá rúmlega tvitugur að aldri. Sama ár hélt ég til Banda- ríkjanna sem nokkurskonar skiptinemi og dvaldist þar næstu tvö árin. Var það mjög ánægju- legur tími. Þessi ár ferðaðist ég sem putta- lingur vítt og breitt um Banda- ríkin og heimsótti fjölda háskóla. Lengst dvaldi ég við Purdue- Háskóla í Indiana. Þar vann ég undir stjórn prófessors S.C. Holl- ister og tók m.a. þátt i tilraunum i tengslum við byggingu orkuvers- ins við Hoover-stífluna. Þannig komst ég fljótt í snertingu við til- raunir og gerði mér þvi snemma grein fyrir mikilvægi þeirra í sam- bandi við mannvirkjagerð. Árið 1933 snéri ég aftur heim til Þýskalands og hóf fljótlega að vinna við hönnun á brúm fyrir þýsku hraðbrautirnar (Auto- bahnen). Mér fannst þáverandi brýr óhagkvæmar, þunglamalegar og lítið fyrir augað. Ég stakk þvi upp á nýrri hönnun: Mjög léttu brúargólfi úr sléttri, þunnri stálplötu með ásoðnum stifingum og með þunnu asfaltlagi ofan á. Þyngd þessa brúargólfs var um 200—250 kg/m', eða um fjórðung- ur af þyngd algengra brúargólfa úr stáli frá þessum tíma. Þessari hugmynd var tekið treglega i fyrstu því menn töldu að svo létt brúargólf þyldi ekki mikla þunga- umferð. En með tilraunum tókst á endanum að eyða öllum efa- semdum. Þessi brúargerð varð sið- an mjög vinsæl eftir strið og reyndist vel. EINSTÆTT TÆKIFÆRI Árið 1935 hóf ég störf við þýska samgönguráðuneytið. Var ég þar einkum ráðgefandi um fagur- fræðilega hönnun mannvirkja á vegum ráðuneytisins í samvinnu við ýmsa góða arkitekta. Samhliða þessum störfum vann ég að dokt- orsritgerð og lauk henni árið 1930. Fjallaði hún um útreikning á bita- grindum. { framhaldi af starfi minu i samgönguráðuneytinu var mér ár- ið 1938 boðið að hafa yfirumsjón með hönnun og byggingu á fyrstu stóru hengibrúnni á þýsku hrað- brautunum. Þetta var brúin yfir Rínarfljót við Rodenkirchen. Ég var aðeins 29 ára gamall þegar hér var komið sögu og var þvi i mikl- um vafa um hvort ég ætti að taka þessu boði. Ákvað þó á endanum að láta þetta einstæða tækifæri ekki ganga mér úr greipum. Næstu þrjú ár ævi minnar fóru i þetta verkefni. Meginhaf brúar- innar var um 400 m langt. Gera þurfti mikinn fjölda tilrauna svo hægt væri að hanna brú af þessari gerð af einhverju öryggi á þessum tíma, því upplýsingar voru af skornum skammti. Gerðum við m.a. nauðsynlegar tilraunir varð- andi skrið á hinum steinsteyptu brúarankerum og þreytuprófanir á stálköplum, sem nota átti í brúna. Smíði brúarinnar lauk árið 1941. Þessi brúarsmíð er líklega eftir- minnilegasta og skemmtilegasta brúarverkefni, sem ég hef unnið við, sérstaklega vegna þess hve frjálsar hendur ég hafði við verk- efnið þó ungur væri. Þess má geta hér, að brúin yfir Rínarfljót við Rodenkirchen var eyðilögð er líða tók á síðari heims- styrjöldina, eins og raunar allar aðrar brýr yfir Rín“. Prófessor dr. ing. Fritz Leonhardt. „Dr. Leonhardt er einn snjallasti verkfræðingur Vestur-Þjóðverja og í hópi örfárra verkfræð- inga, sem þekktur er um heim allan. Hann hefur verið brautryðj- andi á sviði bygginga- verkfræði og arkitektúr í rúma hálfa öld. Sér- staklega er hann þekkt- ur fyrir að í verkum hans fara saman stflfeg- urð og frábær burðar- þolshönnun.“ FÆDDUST ÞÁ MARGAR NÝJUNGAR Hvemig voru atvinnuhorfur í stríðslok? „Fyrsta árið eftir stríð vann ég sem verkamaður í Svartaskógi. Aðra vinnu var þá ekki að fá. Sfð- an tók ég upp þráðinn á ný þar sem frá var horfið. Árið 1939 hafði ég sett á stofn ráðgjafaverkfræð- ifyrirtæki, sem ég lagði nú kapp á að efla. Við blöstu óteljandi verk- efni við endurbyggingu mann- virkja í Þýskalandi. Það var mjög sérstakt að vinna að hönnun á þessum árum í landinu, því menn voru alveg óbundnir af stððlum. Það var því hægt að gefa hug- myndafluginu lausan tauminn, og fæddust þá margar nýjungar. Varð þetta til þess að greiða mjög götu framfara og þróunar á þess- um tfma. Stærsta verkefni mitt á fyrstu árunum eftir stríð var endursmiði brúa yfir Rínarfljót, en fyrirtæki mitt hefur nú hannað alls 12 brýr yfír fljótið. Þar af eru 11 stálbrýr en ein úr eftirspenntri stein- steypu. LÍKAÐI KENNSLA VEL Árið 1957 tók ég við prófess- orsstöðu f verkfræði við háskólann í Stuttgart og gegndi henni í 17 ár. Við háskólann fékkst ég auk kennslunnar mikið við rannsóknir, Sjónvarpsturninn í StuttgarL Sjónvarpssendirinn er efstur, en síðan er útsýnispallur og veitingahús. einkum á sviði steinsteypu. Mér líkaði mjög vel í þessari stöðu, ekki síst við kennsluna. Árin 1966—1969 var ég rektor skólans. Þetta eru eftirminnileg ár, en á þessum tíma var mikil ólga meðal stúdenta f Þýskalandi eins og víða annars staðar. Ég fékk því til úrlausnar mörg erfið verkefni, sem lítið tengdust verk- fræði. Ég lét af störfum við há- skólann í Stuttgart árið 1974, þá 65 ára að aldri. Mér fannst kom- inn tími til að breyta til, taldi það hvorki hollt fyrir nemendur mfna né sjálfan mig að vera lengur við skólann." 50 BRÝR í 30 LÖNDUM öll árin, sem dr. Leonhardt var við háskólann starfrækti hann einnig verkfræðifyrirtæki sitt f samráði við samstarfsmenn sfna. Það ber nú nafnið Leonhardt, Andrá und Partner. Á þeim 45 ár- um sem fyrirtækið hefur starfað hefur það aflað sér einstakrar virðingar fyrir afrek sín á sviði byggingaverkfræði, sér í lagi hef- ur það verið f fararbroddi við rannsóknir og þróun á sviði brúar- gerðar, við gerð háhýsa og turna og í notkun uppspenntrar steypu við mannvirkjagerð svo eitthvað sé nefnt. Dr. Leonhardt hefur átt þátt í hönnun og smfðaði tugi brúa um allan heim. Þykja brýr hans mjög fallegar, en honum tekst einstak- lega vel að nýta hagkvæm burð- arkerfi i fagurri hönnun. Af ein- stökum brúm, sem hann hefur átt þátt f að hanna og smfða má nefna Pasco-Kennewick Intercity Bridge yfir Columbia-fljót í Washington- fylki f Bandarfkjunum, brú yfir La Plata-fljót í Buenos Aires í Arg- entínu og Farö-brúna í Danmörku, sem nú er í smíðum (á milli Falst- er og Farö). Utan Þýskalands hef- ur dr. Leonhardt komið nálægt smíði um 50 brúa f 30 þjóðlöndum. BRÚARGÓLFINU ÝTT YFIR Auk þess að vera í fararbroddi f brúarhönnun hefur dr. Leonhardt einnig sýnt mikið hugvit og áræði við þróun aðferða við brúarsmfði. Hann er t.d. upphafsmaðurinn að aðferð, sem nú er mjög þekkt við gerð langra brúargólfa. Byggir hún á þvf að ýta brúargólfinu yfir brúarstæðið frá öðrum enda þess („incremental launching meth- od“). Er þá brúargólfið steypt við annan brúarendann í einingum, allt að 30 m löngum. Einingarnar eru steyptar við mjög góðar að- stæður í vinnuhúsi, þar sem sömu starfsskilyrði eru fyrir hendi og í verksmiðjum. Um það bil vikulega er tilbúnum einingum sfðan ýtt frá vinnuhúsinu út á brúarstæðið, og ýta þær á undan sér þeim ein- ingum, sem þegar eru komnar áleiðis. Þannig er brúargólfinu smám saman þrýst yfir brúar- stæðið frá öðrum enda þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.