Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 Heimsmeistaramót unglinga í skák: Norðurlöndin ótví- ræðir sigurvegarar Kari Þorsteins og Hickl frá Vestur-Þýskalandi takast i við skákborðið. Skák Karl Þorsteins ÞAÐ er óhætt að fullyrða, að Norð- urlöndin hafi verið ótvíræðir sigur- vegarar á Heimsmeistaramóti unglinga undir 20 ára í skák, sem fram fór í Kiljava í Finnlandi 2.—18. ágúst sl. Danir hrepptu gullverðlaunin og íslendingar bronsið. Hinn tæplega tvítugi hógværi og geðþekki Curt Hansen sigr- aði, eins og áður hefur komið fram, hlaut 10V4 vinning af 13 mögulegum. Fyrir mótið voru margir þeirrar skoðunar, að rólegur og öruggur skákstíll Hansens hentaði ekki til sigurs á mótinu sökum hins háa vinn- ingshlutfalls sem mótið vinnst iðulega á. Þessar áhyggjur reyndust þó hugarburður einn, enda sýndi Hansen eftirminni- lega hversu fjölhæfur skákmað- ur hann er orðinn. Hann sigldi hvassan beitivind, eins og Jót- lendingum einum er lagið, mótið á enda og leyfði aðeins fimm jafntefli, en fórnarlömbin voru átta. Hinn nýkrýndi heims- meistari sameinaði góðan byrj- unarundirbúning, hárnákvæma tækni og mikla einbeitingu á snilldarlegan hátt. Að launum hlaut Hansen, auk heimsmeist- aratitilsins, áfanga að stór- meistaratitli og bíða landar hans þess nú í ófvæni að hann yfir- stigi þá hársbreidd sem hann nú stendur frá þessum eftirsótta titli skákmanna, fyrstur Dana síðan Bent Larsen hlaut stór- meistaratitil fyrir nær aldar- fjórðungi. Sovétmaðurinn Aleksei Dreev, tvöfaldur heimsmeistari sveina undir 16 ára, hreppti annað sæt- ið að þessu sinni með 10 vinn- inga. Rétt eins og Hansen slapp hann taplaus frá andstæðingum sínum 13 en jafnteflin voru einu of mörg eða sex talsins. Undirritaður, Karl Þorsteins, deildi þriðja sætinu ásamt fyrr- verandi heimsmeistara unglinga undir 20 ára, Kiril Georgiev, með 9 vinninga. Hins vegar tryggði sigur í innbyrðisviðureign okkar mér þriðja sætið. Um árangur minn hef ég rætt í fyrri pistlum og tel ég mig geta vel við unað. Þau álög hafa legið á íslenskum skákmönnum er sækja mót þetta að þeim hefur reynst ókleift að sýna sparihliðar sínar. Má það örugglega m.a. kenna of mikilli einbeitingu á hina fræðilegu hlið mótsins. Staðreyndin er nefni- lega sú að góður árangur veltur ekki síður á lfkamlegu þoli en fræðikenningum. Mót þetta er keyrt i gegn af ótrúlegri hörku og einungis örfáir frídagar. Hin smæstu áföll geta því reynst þung í skauti þegar fram í sækir og er blátt áfram nauðsynlegt að hafa traustan fylginaut til fylgd- ar af góður árangur á að nást. Ég tel mig því mega hrósa happi að félagi minn Þór Sandholt ásamt fylgdarliði stóð kyrfilega mér við hlið yfir erfiðustu hjall- ana á mótinu. Fyrrverandi heimsmeistari, Kiril Georgiev, hlaut fjórða sæt- ið eins og áður sagði með 9 vinn- inga. Náði hann engan veginn að endurtaka glæsilegan árangur frá fyrri ári er hann varð yfir- burðasigurvegari. Eistlending- urinn Lembit 011 varð fimmti með 8% vinning. Hann varð fyrir því óhappi í fyrstu umferð að tapa fyrir óþekktum pfanó- leikara frá A-Finnlandi, Kor- honen að nafni. Var hann af þeim sökum spölkorn frá efstu mönnum fyrri hluta mótsins en tókst með harðfylgi að komast í hóp efstu manna uns hann hann varð að láta i minni pokann fyrir Dreev í 10. umferð. í 6.-9. sæti með átta vinninga hver komu þeir Stohl (Tékkó- slóvakíu), Saeed (Sameinuðu arabísku furstadæmunum), Hickl (V-Þýskalandi) og Rehelis (ísrael). Aðrir keppendur blönd- uðu sér ekki í baráttuna um efstu sætin. Um leið og ég læt þessum pistlum frá Heimsmeistaramót- inu f Finnlandi lokið læt ég hér fljóta með hreina úrslitaskák um þriðja sætið sem tefld var í síðustu umferð mótsins. Hvítt: Lembit Oll (Sovétríkjunum) Svart: Karl Þorsteins 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. Bg5 — e6, 7. Dd2 — Be7, 8. 0-0-0 — 04), 9. f4 — h6, 10. Bh4 — e5, 11. Rf5 — Bxf5, 12. exf5 — exf4, 13. Dxf4 — d5 (Ekkert er nýtt undir sólinni. Sama staða kom upp í skákinni Byrne-Karl f alþjóðlega mótinu f febrúar. Byrne kaus að leika 14. Bb5 en eftir 14. - a6, 15. Ba4 - b5, 16. Bb3 — d4 hafði svartur þegar öðlast frumkvæðið. Leikur Olls er betri.) 14. Kbl! — d4, 15. Bxf6 — Bxf6,16. Re4 — Be5,17. Df3 — Hc8, 18. a3 (Hindrar í eitt skipti fyrir öll riddaraflakkið Rb4 og Rd5) 18. — Ra5, 19. Bd3 — Rc4, 20. Bxc4 — Hxc4, 21. Dd3 — Dc7, 22. g4 (Erfitt er að meta hvor aðilinn standi betur. Hvítur hef- ur í huga sóknaraðgerðir á kóngsvæng en svartur á drottn- ingarvæng. Lfklega er staðan einungis óljós.) 22. — Hfc8, 23. Hd2 — a5 (Undirbýr a4 og síðan framrás svarta b-peðsins eða Hc3) 24. g5!7 — hxg5, 25. Hgl — Dc6, 26. Hdg2 - Bf4, 27. Rxg5 — Be3!7 abcdofgb (Þvingar fram mannsfórn hjá hvítum því 28. f6 — Bxg5, 29. Hxg5 — Dxf6 er hættulaust.) 28. Re6! — g6! (Þvingað 28. — fxe6, 29. Hxg7+ - Kf8, 30. fxe6 tapar strax hjá svörtum. É gleit nú vonaraugum á framhaldið 29. Hxg6+ — fxg6, 30. Hxg6+ — Kf7, 31. Rg5+ — Bxg5. En Oll fann annan snjallari leik.) 29. Ddl! (Hótunin er einfaldlega 30. Dh5 með meðfylgjandi máti og eftir 29. — Bxgl, 30. Dxgl er staða svarts allt annað en þægileg.) 29. — Hxc2, 30. Hxg6+ (Hxc2 — Dxc2+, 31. Dxc2 — Hxc2, 32. Hxg6+ leiðir einungis til jafn- teflis, en Oll vill að sjálfsögðu meira.) 30. — fxg6, 31. Hxg6+ — Kf7, 32. Rg5+ — Bxg5, 33. Hxc6 — H2xc6, 34. Dh5+ — Kf6, 35. Dg6+ — Ke6, 36. Dxg5 — H8c7 (Leikir svarts eru máske ekki þeir nákvæmustu enda voru keppendur f miklu tfmahraki. Staðan er nú samt jafntefli.) 37. f6+ — Ke6, 38. Dxa5 — Kxf6, 39. Dd5 — Hh7, 40. Dxd4+ — Kf7 (Skákin fór hér f bið og við at- hugun kom í ljós að svartur heldur jafntefli án teljandi erf- iðleika með að hafa svörtu hrók- ana valdaða hvorn af öðrum á sjöundu reitaröðinni og svarta kónginn í horninu. Oll reyndi þó að sjálfsögðu að svíða vinning- inn í lengstu lög.) 41. Dd5+ — Kg6, 42. a4 — Hg7, 43. a5 — Hcc7, 44. Ka2 — Hcd7, 45. De4+ — Kh6, 46. Ka3 - Hde7, 47. Df4+ - Kh7, 48. b4 — Hd7, 49. Ka4 — Hdf7, 50. Db4+ — Kg8, 51. Dh6 — Hh7, 52. Dg6+ — Hhg7, 53. Dd6 — Kh7, 54. De6 — He7, 55. Df5+ — Kg8, 56. Kb5 — Hef7, 57. Dc8+ — Kh7, 58. Dh3+ — Kg8, 59. De6 — Kh7, 60. h4 — He7, 61. Df5+ — Kh6, 62. Df8 — Kh5, 63. Kb6 (Tilgangslaust var að reyna að halda f h-peðið.) 63. — Kxh4, 64. Ka7 — Kg5, 65. b5 — Kg6, 66. Dh8 Eina hugsanlega hótun hvíts felst í að leika b6, Kb8, Dd8 og sfðan Dc7. En svart- ur hindrar þetta auðveldlega og jafntefli var samið eftir 66. — KÍ7, 67. b6 — Ke6 jafntefli. Vonast eftir betra samstarfi við íslendinga en verið hefur Hinn nýkjörni foraeti FEIF, Volker Ledermann, I góðum félagsskap meó Sigurói Ragnarasyni, framkvæmdastjóra LH, en hann var kosinn ritari — segir Volker Ledermann ný- kjörinn forseti Evrópusambands eigenda ís- lenskra hesta Hestar Valdimar Kristinsson í tengslum vió afmælishátfó Landsambands eigenda íslenskra hesta f Hollandi var haldin aóal- fundur FEIF. Á þessum fundi uróu miklar breytingar á stjórninni eins og komió hefur fram I fréttum og var meóal annars kosin nýr foraeti samtakanna. Var þaó Volker Led- ermann sem kosinn var meó öllum greiddum atkvæóum en hann hef- ur setið í stjórn frá stofnun FEIF. og er þvi ölhim hnútum kunnugur. Volker hefur komið mikið vió sögu varóandi ræktun íslenska bestsins í Evrópu og telia má hann í hópi margra sannra Islandsvina. Það þótti við hæfi að loknum aðalfundinum að taka hinn ný- kjörna forseta tali og var hann fyret beðinn að gera grein fyrir þeim verkefnum sem biðu hans sem forseta. „Það er fyrst og fremst tækni- legir hlutir svo sem framkvæmd FEIF á aóalfundinum. Evrópumótsins sem verður hald- ið í Svíþjóð á næsta ári. Það verður áríðandi fyrir mig að hafa gott samband við Svia vegna mótsins. Nú það er líka mikilvægt að hafa náið samband við ísland því það er jú uppruna- landið og vona ég að það verði meira og betra samband en verið hefur undanfarin ár. Það hefur reyndar verið gott samstarf varðandi íþróttamálin, keppnis- reglur og annað viðkomandi keppni. En hvað ræktunarmálim viðkemur hafa íslendingar ekki sýnt neinn samstarfsvilja og í félagsmálum samtakanna hafa þeir verið frekar daufir. Á næsta Evrópumóti geri ég mér vonir um að hægt verði að bjóða upp á kynbótasýningu og vona ég að Islendingar leggi þar eitthvað til málanna. Ég vonast eftir meira samstarfi við Búnaðarfélag fs- lands. í gegnum tíðina hefur ver- ið nokkuð náið samband við tvo eða þrjá menn en það endur- speglar að sjáfsögðu ekki skoðun hestamanna i einu landi. Ég reikna með að koma til íslands í nóvember nk. og þætti mér æski- legt að ég ræddi við Stefán Pálsson formann LH, Jóhann Steinsson hjá Sambandinu og Þorkel Bjarnason." Þá var Volker spurður hvaða mál hafi borið hæst á nýafstöð- num aðalfundi? „Fundurinn samþykkti ný og endurskoðuð lög samtakanna og það sem vekur mesta athygli í þvi sambandi er að samtökin eru ekki lengur evrópusamtök þvi með inngöngu Kanada breytast þau í alþjóðasamtök. Tekin var fyrir umsókn Bretlands um inn- göngu í samtökin en fundurinn taldi ekki tímabært að veita þeim inngöngu að svo komnu máli og er það svipuð afgreiðsla og Kanada fékk í fyrra en þá sóttu þeir um inngöngu en fengu ekki en svo aftur teknir inn núna. Er ekki ósennilegt að Bretlandi fái inngöngu að ári liðnu.“ Að siðustu var Volker spurður hvert álit hans væri á ræktun íslenska hestsins í Evrópu? „Það eru tvö sjónarmið í gangi annarsvegar að íslendingar rækti efni og hitt að ræktun eigi sér stað einnig í Evrópu. Ef um ræktun er að ræða í Evrópu verður það ekki gert með léleg- um hrossum, ég held að allir tapi á því. Það hefur lengi verið ljóst að við sem vinnum að ræktun íslenskra hrossa í Evrópu höfum ávallt sóst eftir ráðum frá ís- lendingum varðandi ræktun. Hvað útflutning hrossa frá ís- landi viðkemur þá er sumarex- emið þar stærsta vandamálið og þess valdandi að færri hross eru keypt frá íslandi en ella væri get. En það er mín skoðun að ef menn ætla að fá sér góða hesta og þá er ég að tala um svokallaða topphesta eiga þeir að leita til íslands þrátt fyrir hættuna á sumarexemi." Og að þeim orðum mæltum þökkum við Volker Led- ermann fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis i nýja emb- ættinu. 50 þús- und hafa séð Dalalíf KVIKMYNDIN Dalalíf hefur nú verið sýnd víða um land í rúman mánuð. Áhorfendur eru orðnir um 50.000 og hefur myndin víða slegið fyrri aðsóknarmet. Sýningar í Nýja bíói í Reykja- vík hafa einnig gengið mjög vel, og má geta þess að uppselt var á hverja einustu kvöldsýningu fyrstu þrjár vikurnar, segir í frétt sem Mbl. hefur borizt. Fjögur sýningareintök af myndinni eru nú í gangi og er sýningum víðast hvar lokið á Norðurlandi og Vestfjörðum en sýningar að hefjast á Suður- og Austurlandi. Næsta verkefni hjá Nýju lífi sf. er kvikmyndin Skammdegi sem filmuð var í febrúar og marz sl. vestur í Arnarfirði. Kvikmyndin verður frumsýnd snemma árs 1985. Sýningum á Dalalífi í Nýja bíói í Reykjavík fer nú að fækka, svo að síðustu forvöð eru nú fyrir Reykvíkinga að stytta sér stundir við að hlæja að landbún- aðarraunum þeirra Þórs og Danna, segir ( frétt frá Nýju lífi sf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.