Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 44 Minning: Hanna Guðjónsdótt- ir píanóleikari Fædd 16. maí 1904 Dáin 18. nóvember 1984 Við andlát Hönnu Guðjónsdótt- ur, húsfreyju og píanókennara í Reykjavík, koma í hug mér endur- minningar frá liðnum dögum um þessa góðu konu, sem ég kynntist í bernsku. Hún var þá nýgift Stef- áni Kristinssyni, starfsmanni hjá tollstjóra í Reykjavík. Þau hjón höfðu tekið á leigu íbúð á Laufás- vegi 25 í húsi afa míns, Einars Arnórssonar, og bjuggu þar í hálf- an annan áratug, 1932—1947, lengi vel með eina barni sínu, Fjölni, sem varð æskuvinur minn og félagi alla tið síðan. Þessi kynni urðu því nánari, þar sem foreldrar mínir bjuggu þá á efri hæð hússins, en Hanna, Stef- án og Fjölnir á neðri hæð höfðu sama forstofuinngang og innan- gengt milli íbúða. Þetta var því fremur óvenjulegt sambýli miðað við nútímaaðstæður. En þröngt máttu sáttir sitja á kreppuárun- um, og sú varð svo sannarlega raunin með þetta fólk. Það er sam- mæii foreldra minna, að ekki hafi getið betra sambýlisfólk en Hönnu og Stefán þann nærfellt áratug, sem þau bjuggu saman með þess- um hætti, bar aldrei neinn skugga á, þvert á móti, milli þeirra fór aldrei annað en gott orð og úr því þróaðist gagnkvæm vinátta. Sama máli gegndi um samskiptin við húsráðendur, afa minn og ömmu, eins og hin langa vera þeirra Hönnu og Stefáns í þessu húsi bar vott um. Það var því að vonum, að ég ætti oft leið um heimili Hönnu og Stef- áns á þessum árum og fengi góð kynni af fjölskyldunni á neðri hæðinni, þegar við Fjölnir fórum að blanda geði í leikjum æskunn- ar. Félagar einkasonarins voru ávallt velkomnir og þeim tekið eins og þeir væru hluti af fjöl- skyldunni. Vinsemd Hönnu, eðlis- læg góðvild hennar ásamt léttri lund, er mér einlægt i sinni frá þessum æskudögum. Það reyndist því góð viðbót við vináttu við son- inn að fá tækifæri til að njóta þessara skemmtilegu foreldra hans. Þó að þau hjón, Hanna og Stef- án, flyttust um síðir frá Laufás- vegi, hélzt vináttan áfram, og ég varð tiður gestur á nýju heimili þeirra í Skaftahlið um árabil, naut þar gestrisni þeirra og samveru með Fjölni og systkinum hans, sem bæst höfðu i hópinn. Þarna hitti maður ættingja þeirra og aðra vini, enda var þetta löngum fjölsótt heimili með gestaboði, blandið sérstakri stemmningu og hollum áhrifum; þar ólgaði oft allt af lífi og æskufjöri samhentrar fjölskyldu, og foreldrarnir gáfu börnum sinum ekkert eftir í sliku lundarfari. Ekki var ótitt, að þar rækist maður á listamenn og list- unnendur, sem gaman var að kynnast, en Hanna og Stefán voru óvenju listelsk og kunnu þar að greina kjarnann frá hisminu. Lág- gróður á þvi sviði fannst ekki inn- an veggja þessa heimilis, hvort sem var á sviði tónlistar, bók- mennta eða málaralistar. Þar var leitað á mið hins bezta og full- komnasta, sem kostur var á. Sér- staklega var tónlistin þeim hjón- um í blóð borin, bæði voru þau einstaklega músíkölsk. Hanna hafði lagt stund á píanónám i Þýzkalandi, og varð síðan virkur þátttakandi í tónlistarlífi Reykja- víkur, í kórstarfi, undirleik og leiðbeiningu í söng, og síðar píanó- kennslu fram á efri ár, bæði í skól- um og einkakennslu. Stefán, mað- ur hennar, var einn af „postulun- um“, sem unnu brauðryðjenda- starf í islenzku tónlistarlífi með stofnun Tónlistarfélagsins, Tón- listarskólans og rekstri Hljóm- sveitar Reykjavíkur. Hann var sérstakur áhugamaður um fram- gang sígildrar tónlistar á íslandi, átti ávallt mikið plötusafn og hinn fullkomnasta hljómbúnað, sem þá þekktist. Þau hjónin voru þvi sem einn maður í áhuga sínum og þekkingu á þessu listasviði. Fyrir kom, að þau lánuðu heimili sitt til æfinga fyrir erlenda listamenn, sem hér dvöldust, og er mér í minni, þegar sá ágæti danski listamaður, Wilhelm Lanzky-Otto, þeytti horn á heimili þeirra á síð- kvöldum! Í öllu öðru virtust þau Hanna og Stefán sem einn maður, samstillt í aðdáunarverðu heimilislífi, enda minnist ég þess, að heimilisvinur þeirra, Ragnar í Smára, komst svo að orði f afmælisgrein um Stefán, að þau hjónin hafi alla daga verið eins og nýtrúlofuð — og það voru þau allt til þess, að Stefán lézt hálfníræður árið 1982. Það var eft- irsjá í þeim skemmtilega manni, og það er eftirsjá í Hönnu, þessari listelsku, líflegu dugnaðarkonu, sem mér verður einlægt hugstæð allt frá því ég varð daglegur gest- ur á heimili hennar ungur drengur fyrir mörgum árum. Þess vegna vill þessi heimilis- vinur nú að leiðarlokum tjá þakkir sínar til hennar Hönnu fyrir ein- læga vináttu í hans garð og hans fólks um áratugi. Þegar gestaboði á því heimili er lokið, er söknuður meðal vina hennar, en mestur þó hjá börnunum, sonunum Fjölni og Árna Erlendi, og dætrunum Hönnu Kristínu, Elinu og Sigríði. Ég sendi þeim og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Einar Laxness Hún Hanna vinkona er dáin. Þegar mér barst þessi frétt þá fór ég að hugleiða hvað lífið væri und- arlegt. Það er svo margt sem mað- ur ætlar að framkvæma, en svo er allt í einu klippt á þráðinn og tækifærin eru gengin þér úr greip- um. Þó að Hanna væri orðin öldr- uð og búin að skila löngu og miklu dagsverki erum við svo eigingjörn, að við hefðum viljað hafa hana miklu lengur hjá okkur. Hún var nefnilega gædd þeim sérstaka eiginleika að vera sífellt að miðla öðrum. Hún var svo lífsglöð og kát að það var engin leið að vera með neina fýlu eða þunglyndi nálægt henni. Nú fáum við ekki að heyra dillandi hláturinn hennar sem var svo smitandi að hver sá sem hann heyrði hreifst með og gleymd var sorg og sút. Hanna Guðjónsdóttir var ekki einungis vinkona foreldra minna heldur líka okkar barnanna. Það var alltaf hátið þegar Hanna og Stefán maður hennar komu í heimsókn. Faðir minn og Stefán sökktu sér strax i umræður um Hi-Fi-tækin sin, ágæti þeirra og galla og siðan var plata sett á fón- inn og tónlistin flæddi um hvern krók og kima. Á meðan hugsaði kvenfólkið um kaffið og svo vildi Hanna líka heyra frá hverju elsku krakkarnir höfðu að segja. Hún sem átti sjálf fimm börn, hafði samt tima til að hugsa um ann- arra börn og hvernig okkur leið. Hún var á augabragði ein af okkur og við gátum talað við hana eins og jafnaldra. Það var ekki skrítið að við elskuðum hana. Seinna kenndi hún mér að leika á hljóð- færi og það voru skemmtilegar stundir. Álltaf hlakkaði ég til að fara i tíma til Hönnu, þvi það brást ekki að ég fór glaðari og rík- ari af hennar fundi. Hún virtist alltaf vita hvað við átti hverju sinni. Það er mikil náðargjöf að hljóta slíkt skap í vöggugjöf og hæfileika til að miðla öðrum. Um leið og við systkinin frá Miklubraut 18 vottum börnum, barnabörnum og öðrum aðstand- endum Hönnu okkar dýpstu sam- úð óskum við þess að þrátt fyrir sáran söknuð muni minningin um þessa yndislegu og gjöfulu konu lifa og ylja um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. GHG Sú Reykjavik, sem ég kynntist fyrir um það bil hálfri öld, var æði ólík þeirri, sem við nú þekkjum. Allt var mér, kornungri sveita- stúlkunni, þó framandi og for- vitnilegt, sem fyrir augu og eyru bar. Eitt fannst mér samt taka öllu öðru fram, — það var tón- leikahaldið i bænum, sem þá var nær eingöngu á vegum Tónlistar- félagsins. í mínum huga var það merkilegast þeirra félaga, sem stofnuð höfðu verið á íslandi, og „postularnir" tólf, stofnendur þess, Krösosar, sem gátu ausið út gulli og gersemum að vild. Það var ekki fyrr en siðar, þegar örlög mér hliðholl höfðu borið mig inn á heimili margra þessara manna, að mér varð ljóst, að þeir voru bara stritandi hugsjónamenn, sem flestir höfðu verið svo lánsamir að eignast eiginkonu, sem deildi með þeim hugsjón og var reiðubúin að leggja þar til tima sinn, krafta og fjármuni. Ein þessara hjóna voru þau Hanna Guðjónsdóttir og Stefán Kristinsson. Fyrstu minningar mínar um heimili þeirra eru tengdar gesta- boðum, er fagnað var erlendum listamönnum, sem hingað komu á vegum Tónlistarfélagsins. Þau boð voru landkynning. Bæði voru hjónin miklir bókmenntaunnend- ur, áttu stórgott safn af málverk- um og hljómplötum og fylgdust vel með því, sem var að gerast úti i hinum stóra heimi. Allt bar heimilið vitni um fágun og reisn. Það var hinsvegar ekki fyrr en fyrir um það bil aldarfjórðungi, þegar maðurinn minn tók að sér stjórn Fílharmóníukórsins, að samband okkar við Hönnu varð mjög náið. Fljótlega eftir að hún byrjaði að syngja með kórnum fór hún að aðstoða hann á margvis- legan hátt. Stundum spilaði hún undir, æfði með einsöngvurum eða raddæfði ásamt söngstjóranum og i fjarveru hans. Brennandi áhugi hennar og smitandi hlátur gerðu vinnuna að ljúfum leik. Iðulega báðu kórfélagar um að fá að koma heim til hennar til að æfa erfiða staði í tónverkunum og alltaf var hún reiðubúin — til þess gat hún alltaf fundið stundir. Og einu verklaunin voru gleðin yfir góðum árangri. Hug sinn til Hönnu reyndi kór- inn að sýna, þegar hann gerði hana að heiðursfélaga sínum árið 1965. Öllum, sem þekktu Hönnu, var ljóst, að hún hafði þegið óvenju- mikla og fjölbreytta hæfileika í vöggugjöf. Atorka hennar var líka með ólíkindum. Meðan börnin fimm voru enn í skóla gat hún kennt á píanó og sinnt öðrum tónlistarmálum nær fullan starfsdag — jafnframt því að hafa stórmyndarlegt heimilis- hald og mikla risnu. Og áhugamál- in voru enn fleiri og mörgum þurfti að liðsinna. Þess vegna urðu þau frábæru listaverk, sem hún hannaði og vann í höndum, líka færri en ella hefði orðið. Heimsókn til Hönnu var hátíð. Fögnuðurinn og birtan í viðmóti hennar þegar hún opnaði dyrnar nægðu til að feykja burtu gráma hvunndagsins. Öðrum var hún hinn mesti aufúsugestur, þvi þar sem hún sat á bekk ríkti gleðin. Hanna var mikil hamingjukona. Hún naut óvenjulega mikils ást- ríkis eiginmanns síns og sinna mörgu mannvænlegu barna og einlægrar aðdáunar nemenda sinna og vina. En stærsta ham- ingjuuppsprettan var þó sú, að henni sjálfri var í brjóst lagin gjöfin dýrmæta — kærleikurinn, sem ekki leitar síns eigin. Megi sú blessun verða kynfylgja afkomenda hennar um ókomin ár. Friður sé með henni. Guðríður Magnúsdóttir Á sunnudaginn þ. 18. sl. var hringt til mín og mér tilkynnt lát frú Hönnu Guðjónsdóttur, píanó- kennara. Var ég þakklát dóttur hennar fyrir þá nærgætni, því oft fellur mér illa að hlusta á dánar- tilkynningar í útvarpi eða lesa þær í blöðum, ef um kunningja eða vini er að ræða. Vinátta okkar Hönnu átti sér ekki langan aldur. Fundum okkar bar fyrst saman um miðjan febrú- ar 1983. Ég þurfti á spítalavist að halda og fékk inni á Landspítalan- um. Það er sjaldan tilhlökkunarefni að leggjast inn á sjúkrahús, þó mega allir vera þakklátir, sem fá þar viðtöku er veikindi ber að höndum og hjálpar er þðrf. Þegar á sjúkrahúsið kom var mér vísað inn í stofu. Þar voru tvö rúm og í einu horninu stóð borð, þar sat fínleg og aðlaðandi kona i fallegum slopp og var að sauma skrautlegt veggteppi, er hún ætl- aði dóttur sinni í útlöndum. Ég gladdist yfir því, að fá að vera í tvíbýli og mér leist strax vel á stofusystur mína. Mér fannst áberandi góðvild og gleði stafa af henni. Og það kom á daginn. Hún veitti mér mikla gleði þessa daga, sem við áttum eftir að vera sam- vistum. Eftir að ég hafði komið dóti mfnu fyrir, kynntum við okkur og fórum síðan að bera bækur okkar saman og það ein- kennilega var, að við áttum ýmis- legt sameiginlegt. Við vorum báð- ar aldamótabörn, þó að hún væri nokkrum árum yngri og mjög ungleg, þráðum báðar er við vor- um börn að fá að læra á hljóðfæri, unnum mest af öllu fagurri „mús- ík“ og fögrum ljóðum. Fengum ungar að læra að spila á hljóðfæri, áttum ekkert hljóðfæri, en teikn- uðum nótur á fjöl eða borðplötur og æfðum okkur þannig fyrsta sprettinn og rauluðum með, því ekkert hljóð kom úr fjölinni, þótt stutt væri á nóturnar. — Strax og kunnátta og kraftar leyfðu fórum við að spila á böllum. Það var um margt hægt að spjalla — og svo áttum við sam- eiginlega vinkonu, Katrínu Viðar. Hanna vann í æsku í hljóðfæra- verslun Katrínar, en við Katrín bundumst vináttu þegar við vor- um börn norður á Akureyri, er aldrei hefur borið skugga á. Allir sem til þekkja vita hver ávinning- ur það er að eiga slíka merkiskonu að vini. Þótt ótrúlegt megi virðast voru þessir samvistardagar okkar Hönnu á Landspítalanum eins og lítið ævintýri. Hanna var ávallt glöð, sagði vel frá og hló glöðum hlátri, þótt ýmislegt amaði að. Hún hafði verið skorin upp löngu áður en ég hitti hana á sjúkrahús- inu, en skurðurinn greri ekki eins og til var ætlast. Læknirinn hennar kom svo til daglega að skipta á umbúðum, og þegar hann fór sagði Hanna og hló: „Þetta hlýtur að lagast, lækn- irinn minn er svo elskulegur." Og ekki þurfti ég að kvarta, mínir læknar tóku öllum fram, að mér fannst. Þótt ótrúlegt megi virðast voru það litríkir dagar, sem við Hanna áttum á sjúkrahúsinu. Yfirhjúkr- unarkonan á deildinni okkar var alveg frábær, hún Lovísa frá Páfa- stöðum í Skagafirði, sem er dótt- urdóttir Sigurðar Sagfield söngv- ara og Lovísu Albertsdóttur frá Páfastöðum, þeirri sómakonu. Svipað mátti segja um allt starfs- liðið, sem til okkar kom, það var eins og það ætti í okkur hvert bein. Auðfundið var, að Hanna var vinsæl meðal þessa fólks, meira að segja unga stúlkan, sem þvoði gólfið okkar kom inn í myndina og varð mér minnisstæð, en þó með nokkru öðru móti. Hún var ein- stæðingur, var flutt að heiman og átti enga að. Þegar hún kom inn til okkar snemma á morgnana með fötuna sína og skrúbbinn settist hún á stokkinn hjá Hönnu og sagði sína sögu. Og auðvitað var það Hanna, sem gat talað í hana kjark með sinni hjartahlýju og góðu lund, svo unglingurinn var glaðari er hún hvarf aftur úr stof- unni með áhöldin sín og gat haldið áfram að þvo gólfin. En við Hanna urðum margs vísari um margt, er áöur var okkur hulið. Það var oft ótrúlega gestkvæmt f litlu sjúkrastofunni okkar, jafn- vel á milli þess sem heimsóknar- tíminn var. Það hafði myndast lít- ill vinahópur milli okkar og starfsfólksins, sem oft leit inn til okkar, tók okkur tali, svo þrautir og áhyggjur hurfu i bili. Það getur verið lærdómsrikt að liggja á sjúkrahúsi. Tíminn leið og þótt ótrúlegt megi virðast saknaði ég þess, er spitalaveru minni lauk. Ég var þakklát fyrir að hafa fengið bót meina minna. Á spitalanum hafði ég kynnst góðu fólki með mismun- andi lífsreynslu og lífsviðhorf og svo stofusystur minni, Hönnu, sem mér fannst oft geta breytt myrkri i ljós með góðvild sinni og björtum hlátri. Hanna varð eftir og fór ekki heim fyrr en nokkru seinna. Við áttum stundum tal saman í sima eftir að við skildum og fylgdist ég með hverju fram fór. Veikindin tóku sig upp aftur og við ekkert varð ráðið. Margir munu ætla að Hanna hafi verið Reykvíkingur, en svo var ekki. Foreldrar hennar, Guð- jón Jónsson og Kristín Ólafsdótt- ir, fluttu um aldamótin síðustu frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum til Hafnarfjarðar. Þar fæddist Hanna þ. 16. maí 1904. Sjö árum síðar flytur fjölskyldan til Reykja- vikur. Frá því Hanna man eftir sér stefnir hugur hennar að tón- list, hún á enga ósk heitari en að læra að spila á hljóðfæri, helst píanó. Um 10 ára aldur byrjar draumur hennar að rætast, þá fær hún tilsögn i orgelspili hjá Þórði Sigtryggssyni, sem um þessar mundir kenndi á orgel i höfuð- staðnum. Þórður var kunnugur i Unuhúsi og kynntist Hanna brátt því sérstæða og merkilega heimili. Húsbændurnir i Unuhúsi tóku henni vel eins og svo mörgum öðr- um, er þar kvöddu dyra. Sýnir það hug hennar til húsráðenda, að yngri sonur hennar ber nafn hús- bóndans, Erlendar. Vafalaust hefur Hanna verið góður nemandi, hún æfir sig af kappi, enda þótt hún eigi ekkert hljóðfæri, en gott fólk, sem er svo lánsamt að eiga slíka kjörgripi, leyfir henni að æfa sig og svo hamast hún að æfa sig á borðplöt- unni heima á kvöldin. Annar kennari hennar er svo Niels Segárd, erlendur maður sem kenn- ir píanóleik í Reykjavík um árabil og brátt fer Hanna að spila á böll- um. Það var ekki vandalaust að spila á böllum i þá daga, fjöl- breytni var mikil í dönsunum og fjörið varð oft að haldast til morg- uns. Aldrei var lát á dansinum. Hanna eignaðist fyrst hljóðfæri þegar hún var 22 ára. Það var mikil sigurhátíð, þegar píanóið kom fyrst inn á heimili hennar. Nú þurfti ekki lengur að sitja við hljóðlaust borð né lifa á snöpum til að æfa sig. Tveim árum seinna fer Hanna til Berlínar til framhaldsnáms. Henni sækist námið vel og þegar hún hverfur heim aftur fer hún að kenna á píanó, telja má að hún hafi kennt síeitulaust allt til dauðadags, því þegar hún kom af sjúkrahúsinu síðla vetrar 1983 fór hún að kenna og kenndi þar til kraftar þrutu. Hanna kenndi einn- ig í Keflavík og Kópavogi í mörg ár. Á því merkisári 1930, þ. 17. maí, urðu þáttaskil í lífi Hönnu. Hún giftist þá Stefáni Kristinssyni ættuðum frá Mjóafirði. Stefán var merkismaður, einn af „postulun- um“ sem stofnuðu Tónlistarfélag Reykjavíkur. Starfaði hann af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.