Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
Iran:
Umfangsmiklar hreins-
anir í uppsiglingu?
Tehena, fru. 27. BÍTembef. AP.
FJÖLMENNAR sveitir byltingar-
varða í íran stóðu fyrir „valda-
sýningu" eins og þeir orðuðu það
sjálfir í dag, er þeir reistu vegatálma
um gervalla Teheranborg og víðar í
landinu, stöðvuðu fólk á ferð og
handtóku eftir geðþótta, einkum þó
þá sem grunaðir voru um að vera
Kína:
andsnúnir stjórn Khomeinis erki-
klerks.
Hér mun vera um vikulangar
aðgerðir að ræða og er stofnað til
þeirra þar sem bvltingarvörðum
þótti fólk vera farið að fara heldur
frjálslega með andstöðu sína á
ýmsu í stjórnsýslu landsins. Þann-
Fimm ára drengur
hefur háskólanám
Pekwg, 27. BÓTember. AP.
FIMM ára gamall drengur hefur
gengizt undir inntökupróf í háskóla
og mun hefja þar skólagöngu innan
tíðar.
Drengurinn mun nema við Vís-
inda- og tækniháskólann í Peking.
Það var hin opinbera fréttastofa
Kína sem sagði tíðindin og bætti
við að barn þetta héti Liu Kiarob-
in og ættaður frá landbúnaðarhér-
aðinu Ganbu í Jinagsu-fylki. For-
eidrar hans eru báðir kennarar.
Niðurstöður inntökuprófsins
leiddu í ljós svo að ekki varð um
villzt, að drengurinn bjó yfir vitn-
eskju og þekkingu á borð við full-
orðið fólk, sem er að hefja há-
skólanám. Ákveðið hefur verið áð
útbúa þó sérstakt kennslu-
prógramm fyrir hann.
Liu lærði að lesa tveggja ára og
á þriðja ári kunni hann meira en
3.600 kínversk tákn. Níu mánuðum
síðar var hann fluglæs á allar
bækur hvað svo sem efni þeirra
var flókið.
ig hafa þúsundir manna tekið þátt
í mótmælagöngum að undanförnu,
en mótmælt hefur verið ýmsu, allt
frá hækkandi strætisvagnafar-
gjöldum til stríðsins við írak, sem
ýmsum f íran þykir vera heldur
geðveikislegt fyrirtæki. I frétta-
tilkynningu frá höfuðstöðvum
byltingarvarða segir m.a: „Til-
gangurinn er að sýna fólki að það
er Khomeini sem ræður og hans
orð eru lög. Ef þarf að hræða fólk
til að gera því skiljanlegt hvað við
erum að meina, þá það.“
Ekki hafa fregnir borist af
ofbeldi í tengslum við handtök-
urnar í dag, né heldur opinberar
tölur um hve margir hafi verið
gripnir og færðir í svartholið, slík-
ar tölur frá íran eru líka ávallt
heldur óljósar.
■ ■■
\f/
ERLENT
FULL
VERÐ-
TRYGGING
SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS
• FYRIRHAFNARLAUS
• ÁN ALLRAR ÁHÆTTU
• 8% FASTIR VEXTIR
• RÍKULEG ÁVÖXTUN
Með spariskírteinum í 3. flokki 1984 sem
nú eru til sölu býður Ríkissjóður betri
ávöxtun en flestir aðrir á markaðinum.
KYNNIÐ YKKUR VEL
KJÖR SPARISKÍRTEINA
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Rajiv Gandhi tilkynnir framboð sitt
Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, sést hér undirrita fram-
boósskjöl vegna þingkosninganna, sem fram eiga að fara f landinu, 24.
desember nk. Við hlið hans situr kona hans, Sonja. Rajiv Gandhi býður
sig fram í sama kjördæmi í Uttar Pradesh og mágkona hans, Menaka
Gandhi.
Rúmenía:
Reka v-þýska
sendiráðsmenn
Boon, 27. nóvember. AP.
RÚMENSKA stjórnin hefur vísað
Qórum vestur-þýzkum sendiráðs-
starfsmönnum úr landi, og mun
þetta vera mótleikur við það að
fimm rúmenskum diplómötum var
vísað frá Bonn fyrr í þessum mán-
uði.
Rúmenska stjórnin skipaði fjór-
menningunum að vera komnir úr
landi fyrir vikulokin.
Talsmaður vestur-þýska utan-
ríkisráðuneytisins hefur staðfest
að rétt sé með farið. Nöfn mann-
anna fjögurra hafa ekki verið birt
að svo komnu.
Sambúð Rúmeníu og V-Þýzka-
lands hefur kólnað verulega vegna
brottvikningar Rúmenanna í þess-
um mánuði, en það var blaðið Die
Welt sem fyrst upplýsti um að
rannsókn stæði yfir á iðju mann-
anna, sem virtist ekki samræmast
diplómatískri stöðu þeirra.
Kína:
Sagt frá örlögum
fórnarlamba Maós
PeUag, 27. BÓTeBiber AP.
I KÍNVERSKU dagblöðunum hafa
að undanförnu birst frásagnir um ör-
lög tveggja manna, Liu Shao-Chi,
fyrrum forseta, og Peng Teh-Hwai,
fyrrum varnarmálaráðherra, sem
snerust gegn Maó og „menningar-
byltingu öreiganna“ og urðu að
gjalda fyrir með lífi sinu.
Dagblaðið Wenzhai Bao segir,
að Liu hafi látist 12. nóvember ár-
ið 1969 í borginni Kaifeng í Mið-
Kína en þá hafði hann legið með-
vitundarlaus i nokkurn tíma og
ekki notið neinnar iæknismeðferð-
ar. í Dagblaði alþýðunnar var svo
birt i dag grein eftir frænku Pengs
þar sem sagði, að hann hefði látist
í Peking 29. nóvember árið 1974
„hálflamaður eftir skelfilegar
pyntingar". Báðir þessir menn
voru andvigir stefnu Maós og
„hinnar miklu menningarbylt-
ingar öreiganna“ en talið er, að
jafnvel milljónir manna hafi látið
lífið í þeim þjóðfélagslegu hamför-
um, sem þá riðu yfir Kína.
Liu og Peng snerust fyrst gegn
Maó árið 1958 þegar hann beitti
sér fyrir „stóra stökkinu framá-
við“ en þvi lauk loks með hungur-
sneyð og dauða 20—30 milljóna
manna. Liu vildi sýna sveigjan-
leika við endurreisn efnahagsins
en Maó taldi, að byltingareldmóð-
urinn einn leysti allan vanda. Þeg-
ar menningarbyltingin braust út
var Liu handtekinn og úthrópaður
sem „sporgöngumaður kapitalist-
anna, höfuðfjandinn, svikari og
úrþvætti".
Námskeið í
svæðameöferö
veröa haldin eftir áramót. Þau munu hefjast 8. janúar
og veröa fyrir byrjendur og þá sem eiga ólokiö nám-
skeiöi tvö. Einnig veröa haldin námskeiö í líffæra-
fræöi fyrir þá sem lokiö hafa námskeiöi tvö.
Uppl. í símum 31122 og 78089 á kvöldin.
Innritun veröur í húsi Rauöa krossins viö Nóatún
sunnudaginn 16. des. frá kl. 14.00—19.00.
Félagið svæóameöferö