Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 Reykholtskirkja — eftir Hjörleif Stefánsson Á undanförnum dögum hefur birst frétt í dagblöðunum hverju á fætur öðru og nú seinast í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins þess efnis að Reykholtskirkju hafi ver- ið færð að gjöf ljósrituð Guð- brandsbiblía. Um leið og Geir Waage sókn- arprestur og Aðalsteinn Árnason formaður sóknarnefndar gleðjast yfir því að kirkjunni hefur borist að gjöf ljósrit af gamalli biblíu nota þeir tækifærið til að tilkynna að sóknarnefndin hafi afskrifað kirkjuna sína sökum elli og ætli sér að byggja nýja. Svolítið hlýtur dómurinn yfir kirkjunni að virðast standa í mót- sögn við gleðina yfir gjöfinni. Tilefni meðfylgjandi athuga- semda er eftirfarandi kafli úr frétt Mbl.: „Kirkjan í Reykholti var vígð á jólum 1887 og er að verða 100 ára. Kirkjan hefur verið endur- byggð einu sinni. Hjörleifur Stefánsson frá Þjóðminjasafni eins og hún er nú. „Það er bláköld stað- reynd að Reykholts- kirkja er bráðum aldar gömul og þó að eitt hundrað ár séu ekki hár aldur miðað við aldur Guðbrandsbiblíu þá er aldargamalt hús á ís- landi merkilegt aldurs síns vegna.“ tók út kirkjubygginguna á síð- astliðnu ári og gerði góða skýrslu þar um. Niðurstöður voru þær að ekki þótti ráðlegt að endurbyggja kirkjuna." Fréttir annarra blaða voru að mestu samhljóma frétt Mbl. og þess getið að niðurstöður úr skýrslu undirritaðs um Reyk- holtskirkju hafi verið þær að ekki sé ráðlegt að gera við kirkjuna og að ákvörðun safnaðarfundar um um. að byggja nýja kirkju byggi á niðurstöðum skýrslunnar. Því fer hins vegar víðs fjarri að niðurstaða skýrslunnar hafi verið þessi. Það er einmitt eindregið mælt með því að kirkjan verði varðveitt og bætt úr þeim göllum sem á henni eru. í skýrslunni er rakin byggingar- og breytingasaga Reykholtskirkju frá því hún var byggð 1886—87, hverju hafi verið spillt frá fyrstu gerð hennar og hvað bætt, þar eru taldir helstu gallar sem fram hafa komið á húsinu o.s.frv. Þar var undanbragðalaust reynt að tína allt það til sem máli skipti þegar meta ætti gildi hússins bæði kosti og lesti. Með hliðsjón af fyrrnefndri byggingar- og breytingarsögu og eftir að hafa skoðað kirkjuna allít- arlega, mælt hana og teiknað er í skýrslunni lagt mat á ástand og gildi hússins. Þar segir m.a.: „Þrátt fyrir óásjálegt yfirbragð hrörnunar og vanhirðu er Reykholtskirkja fallegt hús, óvenju heilsteypt og velskapað listaverk. Um staðargildi hennar vegna aldurs þarf ekki að fjölyrða, en nóg er að nefna að hún er elsta hús staðarins, það eina frá fyrri öld, og það eitt ærin ástæða til að varðveita húsið um ókomin ár.“ Að lokum segir um kirkjuna: „Þrátt fyrir þá galla sem að framan hafa verið taldir og aðr- ar breytingar sem gerðar hafa verið á kirkjunni er hún í meg- inatriðum heilsteypt hús og fullvíst að aftur megi gera hana að jafnfallegu listaverki og hún var í fyrstunni og bæta jafn- framt úr þeim fæðingargöllum sem á henni voru.“ Þessu til staðfestingar fylgja teikningar að útliti kirkjunnar eins og hún gæti litið út eftir endurbætur. Af þessu má sjá að ákvörðun safnaðarfundar um að reisa nýja NÝTT ÚTLIT jgKímim Vegna opnunar bjóöum 'Jjj' viö nú 25% afslátt á permanenti og klippingu. f 25% afslátt á andlits- baöi meö handsnyrtingu -----------—!— og litun. Notfæriö ykkur þetta einstæöa tækifæri. Verið velkomin. Tímapantanir í síma 14477 og 22353. Hárhöll S.H.S. og Snyrtistofa Önnu Bergmann Laugaveg 82, gengiö inn frá Barónsstíg. hárgreiðslu- og snyrtistofu kirkju er beinlínis í andstöðu við niðurstöðu skýrslunnar. Ef um veraldlegt hús væri að ræða mætti grípa til þeirrar samlíkingar að með túlkun sinni á niðurstöðu skýrslunnar snúi söfnuðurinn fað- irvorinu upp á andskotann, en hér er það ekki við hæfi. Ákvörðun safnaðarfundarins styðst ekki við nokkur meðmæli frá Þjóðminja- safni, húsafriðunarnefnd eða niðurstöðu úr skýrslu undirritaðs, og reyndar tel ég víst að hér hafi hjálpast að ónákvæmt orðalag talsmanna safnaðarins og mis- skilningur blaðamanna, og að ekki hafi vísvitandi verið farið með ósannindi. Hvað viðvíkur þeirri staðhæf- ingu sem varpað hefur verið fram að gamla kirkjan sé of lítil og því þurfi að byggja nýja má benda á að meðan byggð helst í landinu verður varla reist sú kirkja á fs- landi sem ekki reynist „of lítil“ stöku sinnum. Jafnvel Hallgríms- kirkja í Reykjavik mun eflaust reynast „of litií“ af og til. Við allar venjulegar athafnir rúmar Reykholtskirkja alla þá sem til hennar sækja en á stórhá- tíðum fá ekki allir sæti sem vildu og þannig á það að vera. Ef kirkj- an rúmaði alltaf alla þá sem vildu þá væri hún of stór. Reykholts- kirkja er ekki of lítil vegna þess að hún rúmar ekki ætíð alla gesti og hún er heldur ekki of stór þó hún rúmi oftast miklu fleiri en til hennar sækja. Enginn algildur mælikvarði verður lagður á það hvenær kirkja er hæfilega stór, en það er bláköld staðreynd að Reykholtskirkja er bráðum aldar gömul og þó að eitt hundrað ár séu ekki hár aldur miðað við aldur Guðbrandsbiblíu þá er aldargamalt hús á fslandi merkilegt aldurs síns vegna. Undirrituðum er vel kunnugt um að Geir Waage sóknarprestur í Reykholti hefur af dugnaði og myndarskap hafið sókn til að lyfta Reykholti úr þeirri niðurlægingu sem staðurinn hefur verið í um áratugi. Hann vill að staðnum sé sýnd sú virðing og umhyggja sem mikilvægi hans í sögu og menn- ingu þjóðarinnar sæmir. Það er hins vegar skoðun undir- ritaðs að honum yrði betur ágengt með því að leiða söfnuð sinn til þess að varðveita kirkjuna sem er elsta hús staðarins og endurbæta hana. Rvk. 26.11.1984 Hjörleifur Stefínsaon er nrkitekt Þrettánda bindið af „Aldnir hafa orðiö“ ÞRETI ÁNDA bindi bókaflokksins „Aldnir hafa orðið“ eftir Erling Dav- íðsson er komið út hjá Skjaldborg hf. á Akureyri. Á bókarkápu segir m.a.: „Frá- sagnirnar spegla þá liðnu tíma, sem á öld hraðans og breyting- anna virðast nú þegar orðnir fjar- lægir. En allar hafa þær sögulegt gildi þótt þær eigi fyrst og fremst að þjóna hlutverki góðs sögu- manns, sem á fyrri tíð voru aufúsugestir." Þeir, sem segja frá í þessu nýj- asta bindi, eru; Guðni Ingimund- arson Kópaskeri, Jóhannes Jóns- son Húsavik, Jónína Steinþórs- dóttir Akureyri, Skarphéðinni Ásgeirsson Akureyri, Steinþór Eiríksson Egilsstöðum, Sveinn Einarsson Reykjavík, en hann er nýlátinn, og Sæmundur Stefáns- son Reykjavík. Erlingur Davíðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.