Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 Nældu í 200 tonn af hassi Kaíró, 27. nórember. AP. LÖGREGLUYFIRVÖLD f Egypta- landi hafa í samvinnu við bandar- ísku fíkniefnalögregluna lagt hald á 20 tonn af eiturlyfinu kannabis sem var um borð í vestur-þýsku skipi í Alexandríu. Fjórir menn hafa verið handteknir, einn Líbani og þrír Eg- yptar. Bandarískur embættismaður sagði að þetta væri ekki einungis stærsti fíkniefnafarmur sem náðst hefði í Egyptalandi fyrr og síðar, heldur ætti það trúlega við um heim- inn allan. Líbaninn sem handtekinn hefur verið, er eigandi innflutningsfyr- irtækis í Kaíró, en hlassinu hafði verið smyglað frá heimalandi hans Líbanon. Áhöfn þýska skips- ins virðist ekki hafa verið viðriðin smygltilraunina, eftir því sem haft var eftir lögregluyfirvöldum sem sögðu einnig, að efnið hefði verið vandlega innpakkað í skor- dýraeiturpakkningar, 636 karton i tveimur stórum gámum. Dr. Wiiliam DeVries fylgist með líðan nafna síns, Williams Schroeder, eftir að komið hafði verið fyrír plasthjarta í brjósti hans. Er þetta f annað sinn sem slík aðgerð er gerð. Schroeder var hætt kominn rétt eftir aðgerðina þegar blæða fór með aðalslagæðinni við gervihjartað og missti hann þá nærrí helming blóðsins. Þegar síðast fréttist leið honum eftir atvikum sæmilega. Gervihjartaþeginn andar hjálparlaust LoainUlc. Kentuckr 27. aÓTenber. AP. Smygluðu ljóð- um tékknesks Nóbelsskálds LMÍmUle, Kentnek;. 27. aÓTember. AP. SKURÐLÆKNAR þeir sem og þungt haldinn, en læknar verið grætt í hann í desember græddu gervihjarta í William telja hann úr bráðustu lífshætt- 19S2. Schroeder á mánudaginn segjast ánægðir með árangurinn enn sem komið er og hafa lýst yfir bjartsýni um framhaldið. William Devries yfirlæknir sagði að Schroeder hafi í morgun í fyrsta skipti andað eðli- lega og reglulega án hjálpartækja. Það fyrsta sem hann gerði er hann fékk meðvitund á ný eftir skurð- aðgerðina var að spyrja hvort hjartað slægi óaðfinnanlega. Síðan sníkti hann bjórdós, en fékk synj- un. Hinum 52 ára gamla Schroe- der var vart hugað líf í eina viku til viðbótar er hann var drifinn í aðgerðina, en aðeins einu sinni áður hefur gervihjarta verið grætt í mann, Barney Clarke, og lifði hann um skeið með gervi- gripinn í líkama sínum. Schroe- der er auðvitað enn á gjörgæslu Riehmond Virginlu. 27. nórembef. AP. TVEIR bandarískir háskóla- prófessorar frá Virginíu eru komn- ir heim úr mikilli ferð með leyni- legum tilgangi til Tékkóslóvakíu. Eftir mikla leit þar í landi fundu þeir hundruð blaða með verkum Nóbelsverðlaunaskáldsins Jar- oslavs Seifert. Þeir smygluðu þeim síðan til Bandaríkjanna. „Tollararnir spurðu okkur ein- ungis hvort við værum með ein- hverjar krystalsvörur, annað ekki. Við vorum alveg undrandi og mjög taugaveiklaðir," sagði annar mannanna, Tom O’Grady. Hinn maðurinn, Paul Jagosich, sagði að þeir hefðu fengið heim- ilisfang skáldsins hjá sænska sendiherranum í Prag með þeim orðum að þeir skyldu fara þang- að og hringja alls ekki. Þar fundu þeir verk skáldsins og heimsóttu hann síðan á sjúkra- hús þar sem hann lá vegna hjartasjúkdóms. Hann gaf þar leyfi sitt fyrir því að félagarnir tveir reyndu að smygla ljóðun- um úr landi og gefa þau út þýdd. unni. Hann sagði einnig er hann vaknaði, að hann fynndi vel fyrir hjartanu, en læknar telja að það sé einfaldlega vegna þess að hans eigið hjarta var orðið svo veikt og lélegt að viðbrigðin séu mikil. Fjölskylda Schroeders segir að William hafi ekki átt ann- arra kosta völ en að gefa sig í aðgerðina af heilum hug, læknar hafi réttilega bent á að hann væri dauðvona. „Við styðjum pabba af öllum kröftum," sagði elsti sonurinn, Melvin, 30 ára. Eiginkona Schroeders sagði fréttamönnum að heillaóska- skeytum hefði rignt yfir fjöl- skylduna, eitt hafi verið frá Una Loy Clarke, ekkju Barney Clarke fyrrnefnds sem lifði í 112 daga eftir að gervihjarta hafi Færeyjar: Kr. Djurhuus fv. lögmaður látinn Á ÞRIÐJUDAG, 20. nóvember, lést í Færeyjum Kristian Djurhuus, fyrrv. sýslumaður og lögmaður, tæplega níræður að aldri, en hann var fædd- ur 12. febrúar 1895 í Ólafsstofu á Þórsböfn. Kr. Djurhuus var valinn á þing fyrir Sambandsflokkinn árið 1932 og kjörinn formaður lögþingsins 1940. Var hann einnig formaður landsnefndar Færeyja yfir stríðs- tímann og kom þá m.a. til tslands til að semja um vöruflutninga milli landanna og fiskveiðimál. Kr. Djurhuus sat í fyrstu lands- stjórn Færeyja, og eftir að Fólka- flokkurinn og Sambandsflokkur- inn mynduðu landsstjórnina, fyrst einir og síðan i samvinnu við Sjálfstýriflokkinn, varð hann lög- maður. Kr. Djurhuus gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir land sitt og þótti einkar laginn og sam- viskusamur stjórnmálamaður. Eftir að hann hætti stjórnmála- afskiptum upp úr 1970, fór hann að sinna landbúnaðarstörfum á Brezkur sendiráðsstarfs- maður myrtur í Bombay Var á leið til vinnu sinnar er skotið var á bifreið hans Bombaj, 27. dót. AP. HÁTTSETTUR brezkur sendi- starfsmaður var myrtur í Bombay á Indlandi í morgun. Ekkert er vit- að fyrír víst um þjóðerni morðingj- anna annað en þeir voru ekki ind- verskir og ekkert er vitað um ástæðuna fyrir morðinu. Talsmað- ur lítt þekktrar byltingarhreyf- ingar múhameðstrúarmanna lýsti í dag ábyrgð hennar á ódæðinu. Engu að síður er talið, að útsendar- ar írska lýðveldishersins (IRA) kunni að hafa verið þarna að verki. Maðurinn, sem myrtur var, bét Percy Norris og var 56 ára að aldrí. Norris var sendifulltrúi Breta í Bombay, sem er mikil hafnar- og verzlunarborg. Hann var á leið til skrifstofu sinnar í bfl rétt fyrir kl. 8 að morgni að staðart- íma, er skotið var á hann. Eitt skotið hæfði hann i hjartað og annað í ennið. Það kom fyrir ekki, þó að bílstjórinn æki f Brezki sendiráðsstarfsmaðurinn Percy Norrís, sem skotinn var til bana í Bombay í gær. Hann var 56 ára að aldri. skyndi með Norris á sjúkrahús var hann úrskurðaður látinn rétt eftir komuna þangað. „Ekkert er vitað fyrir víst um, hver eða hverjir árásarmennirn- ir voru,“ var haft eftir Ronald Nash, talsmanni brezku stjórn- arskrifstofunnar í Nýju Delhí. Hann sagði ennfremur, að ekk- ert væri fram komið, sem gefið gæti til kynna, hver ástæðan fyrir morðinu væri. Samkvæmt lýsingu indversku lögreglunnar var árásarmaður- inn útlendingur, um 180 sm á hæð og ljós yfirlitum. Einn af yfirmönnum lögreglunnar á staðnum sagði hins vegar, að árásarmennirnir hefðu verið tveir, annar hvítur og hinn þel- dökkur. Sir Geoffrey Howe, utanrík- isráðherra Bretlands, lýsti yfir harmi sínum í dag vegna morð- sins á Percy Norris og sagði, að það sýndi glöggt þær hættur, sem brezkir sendistarfsmenn erlendis byggju við. Mitterrand í Sýrlandi: Kristian Djurhuus jörð sinni við Rangá í Trongisfirði og hélt þeim starfa áfram til hinstu stundar, þótt hann væri orðinn háaldraður. Djurhuus var seinast að störfum við bæ sinn á mánudag, daginn fyrir andlát sitt. Eiginkona Kr. Djurhuus, Marg- aretha, sem ættuð var úr Heiðun- um við Skálafjörð, lést fyrir nokkrum árum. Assad beiti sér í þágu heimsfriðar IhuiumkuK, Sýrlandi, 27. nóvember. AP. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, hefur skorað á Hafez Assad forseta að leggja sig fram um að stuðla að friði í Miðausturlöndum og heiminum öllum. „Þú ert mikill leiðtogi og berð alþjóðlega ábyrgð," sagði Mitt- errand í ávarpi til sýrlenska for- setans í veislu á mánudagskvöld. „Friður í Miðausturlöndum er hluti heimsfriðarins og þar hef- ur Sýrland mikilvægu hlutverki að gegna." Mitterrand kvað enga von til að koma á friði eða draga úr spennu í þessum heimshluta, nema Assad tæki að sér hlutverk sáttasemjarans. Sýrlandsferð Mitterrands er fyrsta ferð fransks þjóðhöfð- ingja til Damaskus frá því að Sýrlendingar hlutu sjálfstæði frá Frökkum árið 1946.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.