Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 29 Líbanon: Harðar loft- árásir ísraela Beirát, 27. bót. AP. ÍSRAELSKAR herþotur gerðu í dag loftárásir á stöðvar palestínskra skæruliða í austurhluta Líbanons, sem Sýrlendingar ráða yfir. Sjö manns voru drepnir og níu særðust samkvæmt frásögn líbönsku lögregl- unnar. Af þeim, sem biðu bana, voru fimm úr röðum palestínskra skæru- liða en tveir óbreyttir líbanskir borg- Þá héldu ísraelar uppi mikilli stórskotahríð á Quabb-Elias svæðið. Sýrlenzkar hersveitir komu hins vegar fljótt á vettvang og umkringdu þetta svæði, þannig að einungis björgunarlið fékk að- gang að því en fréttamönnum var snúið burt. Skrifaði ádeilu- sögu um Pinochet Simaraynd/AP. Stjórnmálasamband að nýju Reagan Bandaríkjaforseti ræðir við Tariq Aziz utanríkisráðherra fraks, í Hvíta húsinu. Að fundinum loknum var skýrt frá því að ríkin hefðu ákveðið að taka upp fullt stjórnmálasamband að nýju. Suli>«o. ChUe, 27. aÓTember. AP. ÞEKKTUR chileanskur rithöfundur Enríque Lafourcade hefur leitað hælis í sendiráði Argentínu í Santi- ago eftir að bonum hafði verið hótað lífláti fyrír að skrifa ádeiluskáldsögu um Pinochet, forseta Chile. Skýrði lögfræðingur hans frá þessu í dag. Argentínska stjórnin ákvað að veita rithöfundinum hæli og ábyrgjast að hann yrði fluttur úr landi og stóð til að hann færi með argentínska flugfélaginu til Buen- os Aires i dag. Kilja Lafourcades, E1 Gran Tai- mado, seldist upp þegar hún kom út á föstudag. I bókinni segir frá ógnarólgu sem sé i riki sem er nánast i hershöndum. I bókinni er forsetinn Cesar Claudio Bachelard neyddur til að segja af sér völdum. Hann sendir fjölskyldu sina til Suður-Afríku, en skipar áiðan nánasta aðstoðarmanni sinum að drepa sig. Umhverfisspjöllin og hnignun nátttúrunnar verður að stöðva Að öðrum kosti bíður hungurdauðinn milljóna manna Augusto PinocheL WaahioKton, 27. oÓTember. AP. TVEIR forystumenn bandarískra svertingja voru handteknir úti fyrir sendiráði Suður-Afríku í Washing- ton, þegar þeir neituðu að fara út úr sendiráðinu. Þeir kröfðust þess að þrettán svertingjaleiðtogar, sem sitja í dýflissum í Suður-Afríku yrði sleppt úr haldi. Hafði verið efnt til mótmælafundar við sendiráðið vegna málsins. Charles Hayes, fulltrúadeildar- Nairobi, Keaya, 26. aóvember. AP. BRESKUR vísindamaður hefur hvatt alla heimsbyggðina til að taka böndum saman og stöðva þá skelfi- legu hnignun náttúrunnar, sem nú á sér stað víða um álfur. Segir hann, að það sé eina leiðin til að forða milljónum manna frá hungurdauða, sjúkdómum og örvæntingu. Dr. Martin Holdgate, sem er helsti ráðgjafi breska umhverf- ismálaráðuneytisins, segir, að framtíðin boði ekkert gott fyrir þær þjóðir þriðja heimsins bar þingmaður demókrata frá Illinois og Joseph Lowery, forseti suður- afríska ráðsins í Bandaríkjunum voru loks handjárnaðir og leiddir á braut. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa farið í óleyfi inn í sendi- ráðið. Af tvö hundruð manna hópi, sem flykktist inn i húsið að mót- mælafundinum loknu voru þessir tveir hinir einu sem voru hand- teknir. sem fólksfjölgunin er miklu meiri en matvælaframleiðslan og spáir því, að „stórkostleg hungursneyð og þjáningar" muni hrjá þær allan þennan áratug. Kemur þetta fram í skýrslu Holdgates, sem birt var í dag og verður lögð fyrir 200 þing- menn frá 70 þjóðum, sem nk. föstudag munu koma saman í Na- irobi til að ræða um umhverfis- vandamál. Skýrsla dr. Holdgates er byggð á rannsóknum hans og tveggia annarra visindamanna á umhverf- isbreytingum á árunum 1972—82 og myndin, sem þeir draga upp, er heldur dökk: — Koltvísýringur í andrúms- loftinu jókst allan þennan tima og er nú óttast, að eftir eina öld hafi hitastigið hækkað um 4,5 gráður. Afleiðingar yrðu stórkostlegar breytingar á úrkomusvæðum og liklegt, að sjávarborð hækkaði vegna bráðnunar heimskautaíss- ins. — í höfunum hafa fiskstofnarn- ir verið rányrktir og gæðum afl- ans og samsetningu hefur stór- hrakað. — Mannfjölgun minnkaði f öll- um álfum nema Afriku þar sem þurrkar hafa haft alvarleg áhrif á matvælaöflun og þjóðfélagslegar og efnahagslegar framfarir. — Fátækt fólk hefur flykkst til borganna, sem ráða ekki við fjölg- unina, og afleiðingin er eymd og volæði. — í þriðja heiminum falla flest- ir fyrir sjúkdómum, barnaveiki, kíghósta, stifkrampa, lömunar- veiki, berklum og mislingum, sem ollu dauða fimm milljón barna á þessum tíma, en i iðnríkjunum eru það of hár blóðþrýstingur, hjarta- sjúkdómar og krabbamein, sem eru helstu banamein, sjúkdómar sem að nokkru stafa af ofgnótt og hóglífi. FUNDIZT hafa um eitt hundrað og fimmtíu Búddalíkneski, sem munu vera allt að 1400 ára gömul. Þau eru öll úr steini og fundust þegar var verið að grafa fyrir hús- um i Linqu-héraði. Likneskin eru FJÓRIR júgóslavneskir kolanámu- menn settu heimsmet að því að þeir telja sjálfír í kolagrefti um helgina, er þeir unnu sleitulaust í námu sinni í Zenica í 100 klukkustundir. Aðeins fáum dögum áður hafði námumaður Dr. Holdgate bendir á, að um- hverfisspjöllin hafi margfaldast á þessari öld. Fljót, sem áður iðuðu af lífi, renna nú skolgrá og stein- dauð til sjávar; viða sér ekki til sólar allan ársins hring vegna mengunar; eyðimerkurnar sækja á með ógnarhraða; uppblástur eykst; skóglendið er upprætt og veðurfarið breytist. Það er þó huggun harmi gegn, segir Hold- gate, að sums staðar eru menn að vakna til vitundar um hvert stefn- ir og finna má dæmi um að þróun- inni hafi verið snúið við. misjöfn að stærð, frá 20 senti- metrum á hæð og allt upp i hálfan annan metra. Líkneskin eru sum illa farin og verða nú rannsökuð af fornleifafræðingum og gert við það sem unnt er. einn í sama héraði hamast I námu sinni sleitulaust í % klukkustundir og lýst yfír heimsmeti að þvf loknu. Forsvarsmaður fjórmenn- inganna, maður að nafni Jasarev- ic, sagðist líða „ofsalega vel“ er þeir höfðu lokið við törnina. Að- spurður hvað þeir meintu með þvi að setja met af þessu tagi sagði hann: „Við vildum sýna letingjum hvar sem þeir kunna að vera, hversu lengi hægt er að vinna og hversu lengi er hægt að halda út.“ Talsmaður stéttarfélaga námu- manna i Júgóslavíu sagði á hinn bóginn að réttast væri að for- dæma svona „barnaskap" þetta væri ekkert annað en storkun við heilsu og öryggi námannanna og þjónaði engum tilgangi. Námumennirnir fjórir eru tald- ir hafa áhuga á þvi að komast i heimsmetabók Guinnes, en þetta yrði ný grein, því engum hefur þangað til nú hugkvæmst að fara hamförum i kolanámu lengur en sem numið hefur vakt og auka- vakt. Krabbameinsrannsóknir í Noregi: Ný greiningaraðferð fundin Gerir kleift að uppgötva sjúkdóminn á fyrri stigum en unnt hefur verið Ódó. 27. BÓvember. Prá Ju Erik Uure, frótUriUrm MbL NORSKUR vísindamaður hefur fundið upp aðferð til að greina krabbamein eftir blóðsýni allt að fímm árum áður en æxlisvöxtur verður sjáanlegur. Enn sem komið er telnir greiningin of langan tima til þess að unnt sé að gera hana aðgengilega almenningi. Hver greining er svo timafrek, að aðeins er hægt að anna fjór- um slíkum á dag. En þess er vænst, að visindamanninum tak- ist von bráðar að einfalda rann- sóknaraðferð sina. Þessi nýja blóðrannsókn getur leitt í ljós þrenns konar krabba- mein. í lungum, brjósti og eggja- stokkum. En vísindamaðurinn telur ekki útilokað, að með henni megi einnig finna fleiri tegundir krabbameins. Enn er það svo, að krabbamein uppgötvast oftast fyrst við skoð- un, þegar sjúklingur hefur fund- ið fyrir, að eitthvað er að. Og er þá æxlisvöxturinn misjafnlega langt á veg kominn. En með blóðrannsókninni er hægt að greina krabbameinið á fyrra stigi, allt að fimm árum áður en æxlisvöxturinn verður greinan- legur að hefðbundnum hætti. Þannig verður fært að hefja meðhöndlun fyrr og auka með því lífslíkur sjúklingsins. Bandaríkin: Tveir forystumenn svertingja í járn Fundnir gamlir Búddar Peking, 27. ■órember. AP. Settu heimsmet í kolagreftri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.