Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 43 nánast að vera borðliggjandi við ríkjandi aðstæður, myndi slík lausn ekki duga nema í mjög skamman tíma, þar sem verð af- ganga og vaxta er meira og minna gengistryggt. Það er því krafa físk- vinnslunnar að samfara verðlækkun á íslensku krónunni komi til lækk- unar á tilkostnaði. Það yrði gert með lækkun á orku, rafmagni og olíu til fiskvinnslunnar, auk þess sem fjár- magnskostnaður yrði lækkaður. I þessu sambandi má benda á að þrátt fyrir hækkun á raforku til álversins í Straumsvík greiðir fiskvinnslan enn 6—10-falt hærra raforkuverð. Hér að framan hefur verið stikl- að á stóru varðandi fiskvinnsluna og þau skilyrði er hún býr við í dag. Starfsemi Sambands fisk- vinnslustöðvanna á árinu hefur verið nátengd þeim málum er þar hafa komið upp á hverjum tíma. Tímabært er að litið sé ögn til framtíðarinnar og reynt að átta sig á hver skuli vera verkefni okkar og verksvið á komandi ár- um. Nýlega höfum við ráðið fram- kvæmdastjóra í fullt starf og er því eðlilegt að horft sé fram á veg- inn í starfsemi okkar. Má hugsa sér að skipta megin viðfangsefnum þannig: 1. AUir afkomuútreikningar hinna ýmsu greina verði settir í tölvu. Kannaðir verði útreikn- ingsmöguleikar hinna ýmsu greina og samsetning þeirra til nýtingar í áætlanagerð. Byggð- ur verði upp sjálfstæður af- komuútreikningur til að styðj- ast við gagnvart Þjóðhags- stofnun og verðlagsráði. 2. Gerð verði úttekt á kostnaðar- þáttum fiskvinnslunnar t.d. rafmagnskostnaði o.fl. Leitað verði leiða til lækkunar á kostnaði. 3. Gerður verði samanburður á aðstöðu og afkomu fiskvinnslu á íslandi og helstu samkeppn- islöndum. 4. Fylgjast með lánamálum fisk- vinnslunnar. 5. Gera átak til kynningar á störf- um fiskvinnslunnar og þýðingu hennar fyrir islenskt efna- hagslíf. 6. Athugun á menntunar- og fræðslumálum. Eitt af megin verkefnum í allra nánustu framtíð er að koma á fót vísi að hagdeild fiskvinnslunnar. Þar færi fram sjálfstætt mat á stöðu hennar á hverjum tíma. Til þess að þetta sé framkvæmanlegt verða þau fiskvinnslufyrirtæki er eiga aðild að SF að vera reiðubúin til að láta af hendi nauðsynlegar upplýsingar. Ætti öllum að vera ljós nauðsyn þess að rétt mat á afkomu fiskvinnslunnar liggi fyrir. Stöðugt ber að leita leiða til lækkunar á tilkostnaði við fisk- vinnslu. Nægir þar að nefna hátt orkuverð, skatta o.fl. Er þetta ekki síst nauðsynlegt við aðstæður minnkandi afla. Nauðsynlegt er að aflað sé upplýsinga um fiskvinnslu í helstu samkeppnislöndum okkar. Þannig að samanburður fáist m.a. við hvaða skilyrði fiskvinnslan býr í þessum löndum af hálfu hins opinbera. Þetta á einnig við varð- andi samanburð á lánskjörum í samkeppnislöndunum. Auk kynningar á störfum fisk- vinnslunnar eigum við að hafa forgöngu um að fylgjast með því að þær upplýsingar er birtast í fjölmiðlum á hverjum tíma séu réttar og stuðli ekki að röngu viðhorfi almennings til atvinnu- greinarinnar eins og borið hefur við. Þetta er raunar í samræmi við ályktun fiskiþings. Þá eigum við að hafa frumkvæði að uppbygg- ingu menntunar- og fræðslumála innan atvinnugreinarinnar sjálfr- ar. Umfjöllun þessi um viðfangs- efni okkar er m.a. sett fram til þess að hvetja til umræðu um hlutverk og starfsvettvang sam- taka okkar svo og sem hvatning til að við tökum í auknum mæli þeim verkefnum er varða atvinnugrein- ina í heild. Við eigum að vinna að aukinni verkmenntun fólks í fiskvinnsl- unni svo að nýting og gæðastuðull hækki á framleiðslunni og fólkinu sem að vinnur þessi lífsnauðsyn- legu störf. Að lokum vil ég minna á hvað staða okkar er sterk gagn- vart þjóðarkerfinu. Við erum og verðum með gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar innan veggja fisk- vinnslustöðvanna, því þurfa stoðir þar að vera sterkari en í „Bréfa- Seðlabankanum". Afganistan: Eldflaugaárásir andspymumanna Mlht PakiaUa. 26. aónabcr. AP. AFGANSKIR andspyrnumenn geróu elddaugaárásir á nokkrar stöðvar afg- anska stjórnarhersins í böfuðborginni Kabúl á laugardag og sunnudag. Féllu fjórir menn og sautján særðust. Rfkis- útvarpið í Kabúl greindi frá þessu og sagði andspyrnumennina hafa notað „kínversk og bandarísk vopn til pess að myrða óbreytta borgara**. TASS flutti svipaða sögu í Moskvu. Annars var heldur litið um skær- ur f síðustu viku, en þó bárust þær fregnir frá borginni Ghazni, að þrír andspyrnumenn hefðu verið teknir af lífi. Þeir voru teknir höndum eft- ir að hafa verið í fyrirsátri um nokkrar sovéska herflutningabfla. Frelsuðu þeir nokkra fanga, en voru svo gómaðir og skotnir á sunnudag. fer hér fram með hæversku og hógværð, án alls yfirlætis sem sjálfsögð þjónusta. Enginn er spurður. Enginn ávít- aður. Fátt er einnig um kveðjur og þakkir. Ekki veit ég, hvort þetta var einkafyrirtæki eða rekið á vegum borgar og samfélags. En eitt er víst, orð Meistarans mikla ómuðu í vitund okkar, er hann segir: „Hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, nakinn var ég og þér klædduð mig, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Og væri litið til fortíðar og leyndarmála gestanna, „hinna allslausu", sem leituðu þarna at- hvarfs, mátti einnig vafalaust bæta við sfðustu setningunum f sögu guðspjallsins um góðverk hversdagsins: „Sjúkur var ég, og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér kom- uð til mín.“ Þarna virtist allt hugsað og framkvæmt undir yfirskriftinni: „Allt, sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér þeim gera.“ Og ekki síður: „Allt, sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræðrum, það gjörið þér mér.“ Þarna var allslausum skapað frjálst athvarf i kærleika, minnstu bræðrum miskunn veitt. Þeir, sem drukku við „barinn“, greiddu eitthvað fyrir sig. En öðr- um var enginn reikningur réttur. Nú spyr ég sem oft áður um svipuð málefni, sem mjög vel hef- ur verið tekið til framkvæmda: Gæti Reykjavík ekki gert slíkt „athvarf allslausra“ að fyrirmynd hér, handa hinum mörgu, sem eigra hér ráðvilltir um götur og torg, og eru nú þegar farnir að leggja sér til munns rusl úr sorp- kössum götunnar, sem algjör oln- bogabörn í stórborgum heims? Slíkt ástand er vægast sagt lftt til hróss eða heiðurs menningu ls- lands. Þar virðist nú orðið flest gert til að bæta úr böli hinna aum- ustu? Og hér væri unnt að koma í veg fyrir árásir og þjófnað. Eg lít til baka, og sé nú þegar stórvirki unnin. Því treysti ég „Vernd“, SÁÁ og safnaðarfélögum kirkjunnar til að skapa sllkt at- hvarf áður en langt um lfður. Gangi þessi samtök fram hönd f hönd verður þarna bætt úr óðara en varir. Öllum til sóma og mörg- um til líknar og heilla. Heill þvi samstarfi um alla framtíð. Reykjavík, 29. ág. 1984, Árelíu8 Níelsson. Þroskahjálp gefur út plötuna „Laufvindar“ Um 40 íslenzkir tónlistarmenn gefa vinnu sína á hljómplötunni f ÞESSARI viku kemur á markað ný hljómplata, sem ber nafnið Laufvind- ar og er gefin út af Landssamtökun- um Þroskahjálp. Á plötunni koma fram tæplega 40 íslenskir tónlistar- menn, söngvarar og hljóðfæraleikarar og er um að ræða einleik, einsöng, strengjatríó, strengjakvartett, 12 manna strengjasveit og blandaðan kór. Einleikarar á plötunni eru: Einar Grétar Sveinbjörnsson, Ásgeir H. Steingrimsson, Jónas Dagbjartsson og sr. Gunnar Björnsson og ein- söngvarar: Anna Júlíanna Sveins- dóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Frið- björn G. Jónsson og Halldór Vil- helmsson. Strengjasveitin leikur undir stjórn Þorvalds Steingrfms- sonar. Allir flytjendur á plötunni gefa vinnu sína til styrktar þeim mál- efnum, sem Þroskahjálp vinnur að, en platan er gefin út í fjáröflunar- skyni fyrir samtökin, auk þess að verið er að koma á framfæri vand- aðri og áheyrilegri tónlist. Plötu- umslagið hannaði Sigrid Valtingoj- er, myndlistarmaður. Erfitt er að skipa i einn flokk þeirri tónlist, sem Laufvindar hefur að geyma, en e.t.v. má segja, að annars vegar sé um að ræða þekkt og vinsæl klassísk verk, t.d. Liebes- leid eftir Kreisler, Aríu á G-streng eftir Bach og Salut de Amore eftir Elgar og hins vegar „andleg lög“, ef svo má að orði komast, t.d. Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigur- björnsson og Jólasálm eftir Pál Is- ólfsson. Verkin eru því bæði eftir íslensk og erlend tónskáld og hafa fæst þeirra komið út áður á hljómplötu með íslenskum flytjend- um; sum hafa reyndar aldrei verið gefin út á plötu áður. Landssamtökin Þroskahjálp, sem standa að útgáfu þessarar plötu, voru stofnuð 1976 í því skyni að sameina í eina heild þau félög, sem vinna að málefnum fatlaðra, eink- um fatlaðra barna og vangefinna. Eru nú í samtökunum 24 aðildarfé- lög, sem starfa um land allt, bæði „Elsku litli grís“ Barnasaga frá MM HJÁ Máli og menningu er komin út barnabókin Elsku litli gris eftir Ulf Nilsson með myndum eftir Evu Er- iksson. Þórarinn Eldjárn þýddi. í bókinni er sögð sagan af þvi þegar fjölskylda í borg tekur að sér nýfæddan grís og elur hann upp. Grísinn reynist hinn skemmtileg- asti félagi og tekur þátt i flestu sem krakkarnir gera. En eins og oft vill verða gleymist mannfólkinu að ungviði vaxa úr grasi og fyrr en foreldra- og styrktarfélög þeirra, sem ekki geta barist fyrir hags- munum sínum sjálfir og fagfélög fólks, sem hefur sérhæft sig i kennslu og þjálfun faltlaðra. Efni plötunnar verður einnig selt á snældum og sem fyrr segir kemur platan (og snældan) á markað i þessari viku og verður bæði seld i hljómplötuverslunum og hús úr húsi. Er óhætt að benda á þessa plötu sem tilvalda jólagjöf til vina og kunningja bæði hér heima og erlendis. (Préttatilkynning.) vanr er elsku litli grisinn orðinn geysistórt vandamálasvin. Hvað er þá hægt að taka til bragðs? Bókin er prentuð i Danmörku i lit. en Prentstofa G. Benediktssonar sá um setningu, umbrot og filmu- vinnu. (FrétUtilkynning). ÍSLENSKUR HÚSBÚNAÐUR Langholtsvegi 111 sími 686605 Úrval húsbúnaóar í háum gœðafloklá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.