Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 3 Vorum búin að gefa upp alla von — sögðu Hjörtur Guðbjartsson og Gígja Árnadóttir, foreldrar Gunnars Hjartarsonar Björgun ungmennanna þriggja „GJÖRIÐ svo vel og komið inn, við erum einmitt að baka brúntertu, uppáhaldstertuna hans Gunnars," sagði húsfreyjan að Flúðaseli 79, Gígja Árnadóttir, er blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaösins litu þar inn, skömmu eftir hádegi i gær. Það leyndi sér ekki að þetta var mikill gleðidagur í lífi fjölskyldunnar, enda höfðu þá þær fregnir borist, að ungmennin þrjú, sem leitað hafði verið í nærri tvo sólarhringa, væru fundin heil á húfi. í þeim hópi var elsti sonurinn á heimilinu, Gunnar Hjartarson, 18 ára gamall. Faðir Gunnars, Hjörtur Guð- fjölmörgu, sem hefðu haft sam- bjartsson, beið nánari frétta af syni sínum og hann bauð okkur til stofu. Þar voru systurnar Rósa 15 ára og Björg 12 ára, en frammi f eldhúsi var amman, Rósa Gunn- arsdóttir, að hjálpa dóttur sinni við baksturinn. Hjörtur sagði að erfitt væri að lýsa í orðum þeirri reynslu sem fjölskyldan hefði upplifað sið- an á sunnudagskvöld. „Mér er þó efst í huga að þakka Guði fyrir að hafa heimt þau úr helju og eins þakklæti til allra, sem hafa lagt hönd á plóginn við leitina að þeim og átt þátt i að svona giftusamlega tókst til,“ sagði Hjörtur. „Þetta er búinn að vera hræðilegur tími, þar til í morgun, að allt snerist upp í gleði og fögnuð,“ bætti Gígja við. Þau hjónin kváðust hafa verið búin að gefa upp alla von. Sú hræðilega hugsun hefði byrjað að grafa um sig eftir að bíllinn fannst mannlaus og eftir því sem tíminn leið, án þess að leit bæri árangur, hefði vonin um að þau væru á lífi dofnað smátt og smátt. „Ég var orðin úrkula von- ar í morgun,“ sagði Gigja. Þau hjónin sögðust hafa vitað að ekki var allt með felldu strax á sunnudagskvöldið. „Inga og Gunn- ar ætluðu að koma hingað f kvöld- mat og þegar þau komu ekki lét ég lögregluna vita,“ sagði Hjörtur. „Gunnar á jeppann og var búinn að fara þessa leið áður og kom þá i bæinn um eftirmiðdaginn, þannig að ef allt hefði verið með felldu hefðu þau átt að skila sér fyrir kvöldmat,“ sagði Gígja. Þau hjónin sögðust hafa verið í stöðugu sam- bandi við foreldra hinna krakk- anna og hefðu þau reynt að styrkja hvert annað. Hjörtur fór austur á mánudag- inn til að taka þátt i leitinni, en sneri við er hann frétti f talstöð að bíllinn væri fundinn mannlaus. „Ég á nú eftir að fá nánari fréttir af þvf sem þarna gerðist, en ég á erfitt með að skilja hvers vegna þau yfir- gáfu bílinn. Við höfum oft talað um það, að það síðasta sem maður ger- ir er að yfirgefa bflinn enda finnast bílarnir alltaf fyrst. Gunnar er vanur svona ferðum og veit þetta,“ sagði Hjörtur. „Þess vegna fór mér fyrst að verða verulega órótt þegar bfllinn fannst mannlaus." Gleðifregnin snerist upp í andstæðu sína Þau Gígja og Hjörtur sögðu að það hefði orðið þeim mikið áfall þegar fregnir bárust frá vélsleða- mönnunum í skálanum við Hlöðu- fell, að krakkarnir hefðu ekki náð þangað. „Við vonuðum að þau hefðu náð þangað og leitað skjóls undan veðrinu sem skall á aðfara- nótt mánudagsins. Við fengum lán- aða talstöð f gær og gátum fylgst með leitinni i gegnum hana, þótt ekki væri það uppörvandi.“ Gfgja sagði að þau hjón hefðu lítið sofið síðan á sunnudagskvöldið. „Ég sofnaði ekkert fyrsta sólarhringinn og datt svo út af f nótt. 1 morgun var ég búin að gefa upp alla von. Svo heyrðum við f talstöðinni að þau væru fundin, og einhverra hluta vegna tókum við þvi á hinn veginn. Þessi gleðifregn snerist þvi fyrst upp i staðfestingu á hinu versta þar til Hannes Hafstein hjá Slysavarnafélaginu hringdi og sagði okkur að þau væru fundin heil á húfi. Það var ólýsanleg til- finning og ég held að það hafi enga þýðingu að reyna að lýsa þvf f orð- um,“ sagði Gigja. Hjörtur kvaðst vilja endurtaka þakklæti sitt til allra sem tekið hefðu þátt f leitinni og eins vildu þau hjón þakka hinum band við þau og styrkt þau á meðan á óvissunni stóð og eins til þeirra sem nú fögnuðu með þeim á stund gleðinnar. Fjölskyldan að Flúðaseli 79 bfður heimkomu sonarins. Frá vinstri: Hjörtur Guðbjartsson, Björg 12 ára, Gigja Árnadóttir, Rósa 15 ára og amman, Rósa Gunnarsdóttir. Stórmarkaðir, heildverslanir, verkfiaeðistofur, laðuneyti, menntastofnanir, hafe valið Wang PC. Og ekki að ástæðulausu: Það er álit jafnt innlendra sem erlendra aðila, sem þekkingu hafa á tölvumálum, að Wang PC sé einn besti valkostur þeirra fyrirtækja, sem eru að hefja tölvuvæðingu eða auka vinnslu- möguleika þess kerfis sem fyrir er. Wang PC býður í senn fullkomið áætlana- og bókhaldskerfi, örugga möguleika til stækkunar og tengsl við stærri tölvu- einingar. Wang PC er eina PC-tölvan, sem býður Wang ritvinnslu, en Wang er leiðandi afl í þróun rit- vinnslukerfa í heiminum. Wang PC er langhraðvirkasti PC-inn á íslenskum markaði og er jafnframt með alíslenskt lykilborð. Heimilistæki hafa selt og þjónustað Wang tölvur í 7 ár með árangri sem fjöldi ánægðra viðskiptavina staðfestir. Við verðum hérna líka á morgun! Heimilistæki hf TÖLVUDEILD-SÆTÚNI8-SÍMI27500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.