Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 35 Málel'ni aldraóra l»«rir S. (*uAbergsson Öldrunarþjónusta í Reykjavík v Serverslun i meira en hálfa öld ..Reiðhjóiaversiunin " ORNINN Spitalastig 8 simar 14661 • 26888 ÆÐISLEG BMX h)ól (Torfæruhjól) frá Winther í Danmörku. Æ fleiri aldraðir búa í eigin íbúðum eða sitja í óskiptu búi. Flestir aldraðir kjósa helst að búa heima sem lengst. Leggja þarf þvi áherslu á að auka þjónustu við þessa þegna og bæta vellíðan þeirra tii líkama og sálar með heimaþjónustu og meira öryggi á heimilum. Heilbrigðisráð Reykjavíkur- borgar — Heimahjúkrun aldraðra Yfirstjórn heilbrigðismála i Reykjavík er í höndum Heil- brigðsráðs Reykjavíkurborgar. Formaður þess er Katrín Fjeldsted læknir. Heimahjúkrun á vegum Heil- brigðisráðs hefur verið veitt til aldraðra í æ ríkara mæli á und- anförnum árum. Margir aldraðir í heimahúsum þurfa á hjúkrun og aðhlynningu að halda. Sumir þurfa sprautur, aðrir eru með fótasár og þurfa skipti á sára- umbúðum. Hjá mörgum þarf að fylgjast með blóðþrýstingi, enn aðrir þurfa hjálp við að baða sig o.s.frv. Þegar sótt er um heimahjúkr- un kemur yfirleitt beiðni frá heimilislækni, lækni á sjúkra- húsi eða frá viðkomandi heilsu- gæslustöð hafi hún ekki heima- hjúkrun sjálf. Þegar beiðni hefur borist um heimahjúkrun er viðkomandi sjúklingur heimsóttur, aðstæður kannaðar og færni metin og ákveðið hvað hann þarf tíöar heimsóknir. Upphaflega hafði heimahjúkrun eingöngu skrif- stofur sínar og aðsetur i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkurborgar við Barnónsstíg. Hjúkrunarfor- stjóri Heilsuverndarstöðvarinn- ar er Bergljót Líndal, en hjúkrunarframkvæmdastjóri i heimahjúkrun er Kolbrún Ág- ústsdóttir. Simi á Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkurborgar er 22400. HeilsugæslustöAvar Heimahjúkrun á vegum Reykjavíkurborgar hefur eflst mjög á siöustu árum og með til- komu nýrra laga um málefni aldraðra verður enn lögð aukin áhersla á þátt heimaþjónustu, en í þeim felst bæði heimahjúkrun og heimilisþjónusta við aldraða. Á síðustu árum hefur aukist sá fjöldi aldraðra sem eiga sínar eigin íbúðir eða sitja i óskiptu búi. Flestir kjósa að búa á eigin heimilium sem allra lengst Leggja verður því aukna áherslu á að vel- líðan þessara þegna verði sem allra mest til líkama og sálar, bæta heimaþjónustu og veita þeim meira öryggi í heimahúsum. Með tilkomu nýrra heilsu- gæslustöðva verður væntanlega auðveldara að öðlast yfirsýn yfir hag og heilsufar aldraðra og fylgjast betur með gangi mála en fram til þessa. Sérstaka áherslu þarf þó að leggja á að efla fræðslu og upplýsingar á næstunni um gildi fyrirbyggj- andi aðgerða, líkamsþjálfun, heilsufæði, nauðsyn reglulegs eftirlits o.fl. Hjúkrun i heimahúsum hefur verið sjúklingum að kostnaðar- lausu en hjálpartæki ýmiss kon- ar og gögn eru greidd að mestum hluta frá Tryggingastofnun ríkisins. Heilsugæslustöðvar i Reykja- vík eru nú fjórar talsins auk heilsugæslustöðvar Seltjarnar- ness sem þjónar hluta af Vestur- bænum fyrir vestan Kapla- skjólsveg; 1. Heilsugæslustöðin í Breiðholti. Hjúkrunarforstjóri er Pálína Sigurjónsdóttir. Sími 75700. 2. Heilsugæslustöðin í Árbæ: Hjúkrunarforstjóri er Sigríð- ur Þorvaldsdóttir. Sími 71500. 3. Heilsugæslustöðin í Fossvogi: Hjúkrunarforstjóri er Edda Árnadóttir. Sími 685099. 4. Heilsugæslustöð Miðbæjar: Hjúkrunarforstjóri er Sigríð- ur Jakobsdóttir. Sími 25877. 5. Heilsugæslustöðin á Seltjarn- arnesi: Hjúkrunarforstjóri er Ingibjörg Sigmundsdóttir. Sími 27011. Auk heimahjúkrunar aldraðra veita heilsugæslustöðvarnar margvíslega heilbrigðisþjónustu og eftirlit. Læknar eru starfandi sem heimilislæknar með ákveðn- ar vaktir ásamt hjúkrunarfræð- ingum. Allar nánari upplýsingar um tilhögun, þjónustu og vaktir er unnt að fá á heilsugæslu- stöðvunum. UJmJ Höföabakka 9, Reykjavík. Sími 685411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.