Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
35
Málel'ni aldraóra l»«rir S. (*uAbergsson
Öldrunarþjónusta
í Reykjavík
v
Serverslun
i meira en hálfa öld
..Reiðhjóiaversiunin
" ORNINN
Spitalastig 8 simar 14661 • 26888
ÆÐISLEG
BMX
h)ól
(Torfæruhjól) frá
Winther
í Danmörku.
Æ fleiri aldraðir búa í eigin íbúðum eða sitja í óskiptu búi. Flestir aldraðir
kjósa helst að búa heima sem lengst. Leggja þarf þvi áherslu á að auka
þjónustu við þessa þegna og bæta vellíðan þeirra tii líkama og sálar með
heimaþjónustu og meira öryggi á heimilum.
Heilbrigðisráð Reykjavíkur-
borgar — Heimahjúkrun
aldraðra
Yfirstjórn heilbrigðismála i
Reykjavík er í höndum Heil-
brigðsráðs Reykjavíkurborgar.
Formaður þess er Katrín
Fjeldsted læknir.
Heimahjúkrun á vegum Heil-
brigðisráðs hefur verið veitt til
aldraðra í æ ríkara mæli á und-
anförnum árum. Margir aldraðir
í heimahúsum þurfa á hjúkrun
og aðhlynningu að halda. Sumir
þurfa sprautur, aðrir eru með
fótasár og þurfa skipti á sára-
umbúðum. Hjá mörgum þarf að
fylgjast með blóðþrýstingi, enn
aðrir þurfa hjálp við að baða sig
o.s.frv.
Þegar sótt er um heimahjúkr-
un kemur yfirleitt beiðni frá
heimilislækni, lækni á sjúkra-
húsi eða frá viðkomandi heilsu-
gæslustöð hafi hún ekki heima-
hjúkrun sjálf.
Þegar beiðni hefur borist um
heimahjúkrun er viðkomandi
sjúklingur heimsóttur, aðstæður
kannaðar og færni metin og
ákveðið hvað hann þarf tíöar
heimsóknir. Upphaflega hafði
heimahjúkrun eingöngu skrif-
stofur sínar og aðsetur i Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkurborgar
við Barnónsstíg. Hjúkrunarfor-
stjóri Heilsuverndarstöðvarinn-
ar er Bergljót Líndal, en
hjúkrunarframkvæmdastjóri i
heimahjúkrun er Kolbrún Ág-
ústsdóttir. Simi á Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkurborgar er
22400.
HeilsugæslustöAvar
Heimahjúkrun á vegum
Reykjavíkurborgar hefur eflst
mjög á siöustu árum og með til-
komu nýrra laga um málefni
aldraðra verður enn lögð aukin
áhersla á þátt heimaþjónustu, en
í þeim felst bæði heimahjúkrun
og heimilisþjónusta við aldraða.
Á síðustu árum hefur aukist
sá fjöldi aldraðra sem eiga sínar
eigin íbúðir eða sitja i óskiptu
búi. Flestir kjósa að búa á eigin
heimilium sem allra lengst Leggja
verður því aukna áherslu á að vel-
líðan þessara þegna verði sem
allra mest til líkama og sálar, bæta
heimaþjónustu og veita þeim
meira öryggi í heimahúsum.
Með tilkomu nýrra heilsu-
gæslustöðva verður væntanlega
auðveldara að öðlast yfirsýn yfir
hag og heilsufar aldraðra og
fylgjast betur með gangi mála
en fram til þessa. Sérstaka
áherslu þarf þó að leggja á að
efla fræðslu og upplýsingar á
næstunni um gildi fyrirbyggj-
andi aðgerða, líkamsþjálfun,
heilsufæði, nauðsyn reglulegs
eftirlits o.fl.
Hjúkrun i heimahúsum hefur
verið sjúklingum að kostnaðar-
lausu en hjálpartæki ýmiss kon-
ar og gögn eru greidd að mestum
hluta frá Tryggingastofnun
ríkisins.
Heilsugæslustöðvar i Reykja-
vík eru nú fjórar talsins auk
heilsugæslustöðvar Seltjarnar-
ness sem þjónar hluta af Vestur-
bænum fyrir vestan Kapla-
skjólsveg;
1. Heilsugæslustöðin í Breiðholti.
Hjúkrunarforstjóri er Pálína
Sigurjónsdóttir. Sími 75700.
2. Heilsugæslustöðin í Árbæ:
Hjúkrunarforstjóri er Sigríð-
ur Þorvaldsdóttir. Sími 71500.
3. Heilsugæslustöðin í Fossvogi:
Hjúkrunarforstjóri er Edda
Árnadóttir. Sími 685099.
4. Heilsugæslustöð Miðbæjar:
Hjúkrunarforstjóri er Sigríð-
ur Jakobsdóttir. Sími 25877.
5. Heilsugæslustöðin á Seltjarn-
arnesi: Hjúkrunarforstjóri er
Ingibjörg Sigmundsdóttir.
Sími 27011.
Auk heimahjúkrunar aldraðra
veita heilsugæslustöðvarnar
margvíslega heilbrigðisþjónustu
og eftirlit. Læknar eru starfandi
sem heimilislæknar með ákveðn-
ar vaktir ásamt hjúkrunarfræð-
ingum. Allar nánari upplýsingar
um tilhögun, þjónustu og vaktir
er unnt að fá á heilsugæslu-
stöðvunum.
UJmJ
Höföabakka 9,
Reykjavík. Sími 685411