Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 25 1. des. fagnaður í Bolungarvík HINN árlegi 1. desember fagnað- ur .sjálfstæðisfélaganna í Bolung- arvík verður haldinn í Félagsheim- ilinu í Bolungarvík laugardaginn 1. desember næstkomandi og hefst klukkan 20.00. Á fagnaðinum verður að vanda flutt fjölbreytt dagskrá. Heiðursgestur að þessu sinni verður Halldór Blöndal alþingis- maður. Þá verða flutt skemmti- atriði, jólahugvekja og söngur. Matur verður framborinn. Daginn eftir, eða sunnudaginn 2. desember, efna sjálfstæðisfé- lögin í Bolungarvík til almenns stjórnmálafundar, þar sem Hall- dór Blöndal verður frummæl- andi. Fundarstaður og tími verða auglýstir síðar. Halldór Blöndal alþingismaður Opnunartími verzl- ana í desember ÞAR SEM Þorláksmessa ber nú upp á sunnudag verða verzlanir þá lokaðar. í staðinn er opið laugardaginn 22. desember til klukkan 23. í frétt sem Mbl. barst í gær frá Kaupmannasamtökum ís- lands segir m.a.: Auk venjulegs afgreiðslu- tima sem er frá mánudegi til fimmtudags kl. 8.00—18.30 og á föstudögum frá kl. 8.00— 21.00 má hafa verslanir opnar i desember sem hér segir: Laug- ardaginn 1. desember til kl. 16.00. Laugardaginn 8. des- ember til kl. 18.00. Laugardag- inn 15. desember til kl. 22.00. Laugardaginn 22. desember til kl. 23.00. Aðfangadag, 24. des- ember, til kl. 12.00. Á gaml- ársdag er verslunum einnig lokað kl. 12.00 á hádegi. Átta árekstrar á laugardagskvöldið: Ökumenn í öllum tilfellum grunaðir um ölvun við akstur ÁTTA árekstrar urðu í Reykjavík á laugardagskvöldið og voru öku- menn í öllum tilvikum grunaðir um ölvun við akstur. Að öðru leyti var helgin áfallalítil að sögn lög- reglunnar. Að sögn lögreglumanns slysa- rannsóknardeildar eru atvik sem þessi afar fátíð og bentu þau til óheillavænlegrar þróun- ar. Sagði hann, að flestir þess- ara árekstra hefðu verið lítil- fjörlegir og engin teljandi meiðsli hefðu orðið á fólki. Jólaóratórían eftir Tunström — Mál og menning gefur út bókina, sem fékk verðlaun Norðurlandaráðs 1984, í þýðingu Þórarins Eldjárn Hjá Máli og menningu er komin út skáldsagan Jólaóratórían eftir sænska rithöfundinn Göran Tun- ström. Hann hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1984 fyrir þessa bók, sem Þórarinn Eldjárn hefur þýtt í miðju þessarar sögu er heima- byggð höfundar í Vermalandi i Svíþjóð, en hún teygir anga sfna alla leið til Nýja-Sjálands. Frægar persónur koma við sögu, svo sem skáldkonan Selma Lagerlöf og landkönnuðurinn Sven Hedin, en aðalpersónurnar eru feðgarnir Ar- on og Sidner, og segir frá draum- um þeirra, sorgum og þrám. Al- varlegir þættir og kátlegir skipt- ast á í þessari sögu, þar sem spurt er um möguleika fegurðar og list- ar í þessum heimi. Jólaóratórían er gefin út bæði innbundin og sem kilja, Ugla, ( hinum nýja kiljuflokki Máls og menningar. Hún er 358 bls. að 1 UGLA stærð, unnin I Prentsmiðjunni Odda hf., nema hvað þýðandinn setti hana sjálfur á tölvu. Kápu gerði Sigurður Ármannsson. (Frítutllkr«ilnf.) Veðdeild Landsbankans auglýsir nýtt símanúmer 621662 í þessum síma eru veittar almennar upplýsingarum Húsnæðismálalán og skyldusparnað ungmenna. Skráið upplýsingasímann í símaskrána. VEÐDEILD LANDSBANKANS Laugavegi 77, Reykjavík sími 21300 upplýsingasími 621662 Sólböðin okkar hafa endanlega sannað ágæti sitt. Nú er vitað að ljósaböð í hófi eru holl. Við leggjum ríka áherslu á ráðgjöf og starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið að leiðbeina þér. Sólbaðsstofa Ástu B.Vilhjálms Grettisgötu 18 sími 28705
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.