Morgunblaðið - 28.11.1984, Page 25

Morgunblaðið - 28.11.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 25 1. des. fagnaður í Bolungarvík HINN árlegi 1. desember fagnað- ur .sjálfstæðisfélaganna í Bolung- arvík verður haldinn í Félagsheim- ilinu í Bolungarvík laugardaginn 1. desember næstkomandi og hefst klukkan 20.00. Á fagnaðinum verður að vanda flutt fjölbreytt dagskrá. Heiðursgestur að þessu sinni verður Halldór Blöndal alþingis- maður. Þá verða flutt skemmti- atriði, jólahugvekja og söngur. Matur verður framborinn. Daginn eftir, eða sunnudaginn 2. desember, efna sjálfstæðisfé- lögin í Bolungarvík til almenns stjórnmálafundar, þar sem Hall- dór Blöndal verður frummæl- andi. Fundarstaður og tími verða auglýstir síðar. Halldór Blöndal alþingismaður Opnunartími verzl- ana í desember ÞAR SEM Þorláksmessa ber nú upp á sunnudag verða verzlanir þá lokaðar. í staðinn er opið laugardaginn 22. desember til klukkan 23. í frétt sem Mbl. barst í gær frá Kaupmannasamtökum ís- lands segir m.a.: Auk venjulegs afgreiðslu- tima sem er frá mánudegi til fimmtudags kl. 8.00—18.30 og á föstudögum frá kl. 8.00— 21.00 má hafa verslanir opnar i desember sem hér segir: Laug- ardaginn 1. desember til kl. 16.00. Laugardaginn 8. des- ember til kl. 18.00. Laugardag- inn 15. desember til kl. 22.00. Laugardaginn 22. desember til kl. 23.00. Aðfangadag, 24. des- ember, til kl. 12.00. Á gaml- ársdag er verslunum einnig lokað kl. 12.00 á hádegi. Átta árekstrar á laugardagskvöldið: Ökumenn í öllum tilfellum grunaðir um ölvun við akstur ÁTTA árekstrar urðu í Reykjavík á laugardagskvöldið og voru öku- menn í öllum tilvikum grunaðir um ölvun við akstur. Að öðru leyti var helgin áfallalítil að sögn lög- reglunnar. Að sögn lögreglumanns slysa- rannsóknardeildar eru atvik sem þessi afar fátíð og bentu þau til óheillavænlegrar þróun- ar. Sagði hann, að flestir þess- ara árekstra hefðu verið lítil- fjörlegir og engin teljandi meiðsli hefðu orðið á fólki. Jólaóratórían eftir Tunström — Mál og menning gefur út bókina, sem fékk verðlaun Norðurlandaráðs 1984, í þýðingu Þórarins Eldjárn Hjá Máli og menningu er komin út skáldsagan Jólaóratórían eftir sænska rithöfundinn Göran Tun- ström. Hann hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1984 fyrir þessa bók, sem Þórarinn Eldjárn hefur þýtt í miðju þessarar sögu er heima- byggð höfundar í Vermalandi i Svíþjóð, en hún teygir anga sfna alla leið til Nýja-Sjálands. Frægar persónur koma við sögu, svo sem skáldkonan Selma Lagerlöf og landkönnuðurinn Sven Hedin, en aðalpersónurnar eru feðgarnir Ar- on og Sidner, og segir frá draum- um þeirra, sorgum og þrám. Al- varlegir þættir og kátlegir skipt- ast á í þessari sögu, þar sem spurt er um möguleika fegurðar og list- ar í þessum heimi. Jólaóratórían er gefin út bæði innbundin og sem kilja, Ugla, ( hinum nýja kiljuflokki Máls og menningar. Hún er 358 bls. að 1 UGLA stærð, unnin I Prentsmiðjunni Odda hf., nema hvað þýðandinn setti hana sjálfur á tölvu. Kápu gerði Sigurður Ármannsson. (Frítutllkr«ilnf.) Veðdeild Landsbankans auglýsir nýtt símanúmer 621662 í þessum síma eru veittar almennar upplýsingarum Húsnæðismálalán og skyldusparnað ungmenna. Skráið upplýsingasímann í símaskrána. VEÐDEILD LANDSBANKANS Laugavegi 77, Reykjavík sími 21300 upplýsingasími 621662 Sólböðin okkar hafa endanlega sannað ágæti sitt. Nú er vitað að ljósaböð í hófi eru holl. Við leggjum ríka áherslu á ráðgjöf og starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið að leiðbeina þér. Sólbaðsstofa Ástu B.Vilhjálms Grettisgötu 18 sími 28705

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.