Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 Lifandi liðin tíð Bókmenntír Erlendur Jónsson Jón Trausti: ANNA FRÁ STÓRUBORG. Forlagið. Rvík, 1984. Ekki eru nema fáein ár síðan tekið var að gefa skáldverk út í skólaútgáfum svokölluðum — með leiðbeiningum, orðaskýringum og æfingaverkefnum. Nú skipta þær tugum bækurnar sem gefnar hafa verið út til slíkra nota. En aðeins fáar þeirra hafa átt greiða leið inn í skólakerfið, það er skáldrit eldri höfunda sem hafa verið vinstra megin í stjórnmálunum, svo og fá- einar bækur ungra, róttækra rit- höfunda sem tekist hefur að höfða til skoðanabræðra í kerfinu. Aðrar skólaútgáfur hafa að mestu legið óhreyfðar á lagerum. Að sjálfsögðu fer það eftir markmiði því sem stefnt er að með kennslunni hvaða bækur eru lagð- ar i hendur skólanemendum. Sé þeim meðal annars ætlað að fá nasasjón af sögulegri skáldsagna- ritun er Anna frá Stóruborg kjör- ið lesefni. Jón Trausti réð yfir þess konar stíltöfrum að lesandinn hlýtur að hafa nokkra skemmtun af sögum hans. Frásögn hans er svo ljós og óþvinguð að lítt bók- lærður unglingur á auðvelt með að njóta sagna hans og brjóta þær til mergjar. Þó söguefnið í önnu frá Stóruborg sé nokkurra alda gam- alt höfðar það að ýmsu leyti til nútíma. Sagan segir frá sigri mannlegs réttlætis yfir ósann- gjörnum hefðum og höfðar þannig vel til ungs fólks með óspillta réttlætiskennd. Söguþráðurinn minnir á ævintýri. Og börn og ungiingar eru alltaf móttækileg fyrir þess háttar efni. Á þeim árum, þegar Jón Trausti var að skrifa sögur sínar, voru börnum sagðar sögur af karlsson- um sem hrepptu kóngsdóttur og hálft ríkið. Söguefnið í önnu frá Stóruborg fer ekki langt frá því. Hjalti er umkomulaus en nær ástum ríkrar og glæsilegrar konu. Karlssynirnir urðu jafnan að vinna einhver afrek áður en þeir hrepptu hnossið. Hjalti verður líka að gangast i gegnum ærnar þrautir áður en hann fær að setj- ast við hlið ástkonu sinnar sem frjáls maður. önnu frá Stóruborg samdi Jón Trausti eftir þjóðsögu en hafði auk þess önnur gögn til hliðsjónar. Þó unglingi sé tæpast ætlandi að vega og meta árangurinn af að- ferðum rithöfundar og greina hvernig hann vinnur úr sögulegu efni — hvað hann notar af heim- ildum, hvernig hann notar þær og Söngtónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Þriðju tónleikar Tónlistarfélags- ins í þessu ári voru haldnir í Austur- bæjarbíói sl. laugardag og komu þar fram finnska söngkonan Margareta Haverinen og bandaríski píanóleik- arinn Collin Hansen. Á efnisskránni voru söngvar eftir Mozart, Fauré, Liszt og Rachmaninov. Haverinen hefur fallega og vel skólaða rödd og er hámenntaður tónlistarmaður, en með einhverjum hætti hefur hún orðið sér úti um hratt „vibrato", hvort sem það er vegna skólunar eða upplags raddarinnar og gerði það söng hennar á köflum óskíran bæði í framburði og lagferlismót- un. Þetta kom einkum fram f lög- unum eftir Mozart og var á köfl- um truflandi. 1 lögunum eftir Fauré var söngur hennar í besta jafnvægi og einnig í tveimur fyrstu lögunum eftir Liszt. Kling leise og Oh, quand je dors, en síö- astnefnda íagið var mjög fallega flutt. Sem aukalag söng Haverin- en lítið lag eftir Merikanto og var það eina norræna lagið á þessum tónleikum. Svo virtist sem söngkonan ætti þá til annan tón en þann þrungna og titrandi tón, sem einkennt hafði tónleikana og í veikum lín- um lagsins var rödd hennar flos- mjúk og þannig hljómaði litla lag- iö hans Merikanto einkennilega fallega. Undirleikarinn Collin Hansen var góður en allt of hlé- drægur og mætti hafa sig ögn meira í frammi, þó slík gætni og samleikni við söngvarann, sem Collin sýndi, sé vissulega lofsverð. að hvaða leyti hann fyllir upp í frá eigin brjósti — er slíkt í fáum verkum auðsærra en einmitt í Önnu frá Stóruborg. Jón Trausti var alltaf trúr því viðfangsefni sem hann valdi sér. Hann hafði næma tilfinningu fyrir liðnum tíma og átti auðvelt með að blása lífsanda í söguhetjur sem uppi voru fyrir löngu. En hann hafði líka merkilega sjálfs- reynslu að miðla af. Og sjálfur — alinn upp á sveit, föðurlaus — hlaut hann öðrum betur að skilja umkomuleysi Hjalta á Stóruborg sem hafði ekki beinlinis verið al- inn upp til sjálfsvirðingar svo vægt sé að orði kveðið og lét því, af barnaskap og einfeldni, blekkjast í von um örlítinn ábata. Það var svo í samræmi við bjartsýnina sem ríkti á fyrstu áratugum þessarar aldar að einfeldingurinn saklausi skyldi hrósa margföldu happi yfir þeim sem töldu sig honum viturri og kænni. Heiðdís Þorsteinsdóttir og Svandís Sigvaldadóttir hafa séð um þessa skólaútgáfu; rita for- mála og skýringar neðanmáls auk sérstaks kennsluheftis með leið- beiningum og verkefnum. Margt segja þær réttilega um verk og höfund. Meðal annars minna þær á dvínandi vinsældir Jóns Trausta síðustu árin sem hann lifði en geta þess jafnframt að »á seinni árum hafa vinsældir hans vaxið á ný og er hann nú meðal mest lesnu skáldsagnahöfunda hérlendis.* Nokkuð hefðu þær þurft að læra af vafningalausum stíl Jóns Trausta (Jón Trausti var mun vandvirkari en sumir samtíðar- menn hans vildu vera láta), t.d. segja þær í formála að hann hafi verið barn að aldri, »á sveitinni en bjó síðan hjá móður sinni ...« Þetta er ljót dönskusletta. Munum hvað konan sagði við bóndasoninn, ungan: Býrð þú hér? Og hann svaraði að bragði: Nei, pabbi minn býr hér en ég á hér heima. Kon- unni var vorkunn — hún hafði lengi átt heima í Danmörku. í kennsluheftinu segir á einum stað: »Til þess að ungt fólk læri að njóta bókmennta þarf að þroska með nemendum innri andsvörun við þeim.« — Hér er stutt í stofn- anamálið. Þær segja að sagan hefjist á því að »vinnumenn espa Hjalta til að leggjast í hvilu hjá húsmóður sinni.« Samkvæmt minni máltilfinningu er sögnin að espa tæpast heppilega notuð í þessu dæmi. Þá er í formálanum Jón Trausti talað um ár sem renna »sín hvor- um megin við gamla bæjarhólinn ...» — »Sín hvorum megin« er hvorki röklegt mál né viðfelldið. Auðvitað rennur hvor þeirra um sig sínum megin við hólinn. Ein- falt atriði! En nóg um það. Anna frá Stóru- borg er sem betur fer auðskilið skáldverk sem skýrir sig sjálft. Þó samtíð Jóns Trausta ætti skiljan- legra orsaka vegna auðveldara með að lifa sig inn í söguefnið en núlifandi ung kynslóð sem þekkir ekki hömlur í ástum og hjúskap er frásagnargleði höfundar slík að hver sá, sem les söguna með nokk- urri athygli, hlýtur að hrífast af tilfinningum og örlögum sögu- persónanna og hitanum í frásögn höfundarins og hverfa í huga sér aftur til sögutímans. Þetta er fyrsta skólaútgáfa nýs útgáfufyr- irtækis. Forlagsins, ef ekki hreint að segja — þess fyrsta bók. Gæfu- lega er af stað farið. Vonandi á Forlagið eftir að senda frá sér fleiri slíkar. Ennfremur segi ég og skrifa að þessi bók á betra skilið en að gulna og rykfalla inni í geymslum útgefandans. Það má svo telja þessari bók til aukagildis að hún lýsir i bak- grunni þjóðfélagsástandi sem minnir um sumt á nútímann. Á tímum önnu og Hjalta, rétt eins og nú, tókust hér á sterk, andstæð öfl sem deildu hart um völdin — með háleit markmið að yfirvarpi. íslensk orgeltónlist Tónlist Egill Friölelfsson íslenska tónverkamiðstöðin hefur nýlega jjefið út hljómplötu er ber heitið Islensk orgeltónlist, en þar leikur Ragnar Björnsson á orgel Kristskirkju verk eftir átta íslensk tónskáld. Það er sérstök ástæða til að vekja athygli velunnara islenskrar tónlistar á þessari hljómplötu, því hér eru samankomnir á einn stað margir þeirra tónhöfunda, sem hvað mest hafa látið að sér kveða síðustu hálfu öldina i íslensku tónlistarlífi. Raunar er platan kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja kynna sér á einu bretti og fá nokkra yfirsýn yfir þá þróun og breytingar, sem átt hafa sér stað i gerð tónsmiða hérlendis þetta tímabil bæði hvað varðar stil og aðferðir. Þrátt fyrir að verkin Að miða út fegurðina Hljómplata Kristins Guðmundssonar Hljóm- plotur Árni Johnsen Hljómplata Kristins Sigmunds- sonar með undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar er með miklum glæsibrag eins og efni standa til þegar slíkir snillingar eiga í hlut, annar söngvari með tón sem hittir í hjartastað, hinn píanóleikari, sem ofhleður aldrei bát sinn, en nær úr hljóðfærinu því besta sem hægt er að hugsa sér og rímar til fulls við tilefnið hverju sinni. Þess má einn- ig geta í upphafi að hljómur flygils- ins sem notaður er við upptökuna á sérlega vel við rödd Kristins. Það er bókaútgáfan Örn og örlygur sem gefur þessa vönd- uðu hljómplötu út, en á annarri hliðinni eru innlend lög og er- lend á hinni. Fanga á plötuna i lagavali og ljóðum er leitað víða, en í heild er þetta skemmtileg plata og fjörleg eins og stfll söngvarans býður. Það er kjarabót að eiga slíka söngvara sem Kristinn Sig- mundsson, söngvara af Guðs náð sem með lærdómi og mikilli vinnu hefur náð að þroska svo hæfileika sina að unun er á að hlusta og sómi er að fyrir ís- lenska menningu hvar í heimi sem er, en stundum finnst mér að Kristinn ætti að gefa sér frekar lausan tauminn, gefa {, syngja óhikað og frjálst. Á plötunni flæðir saman gam- an og alvara, en léttleikinn er i fyrirrúmi og mörg kunn sönglög eru á plötunni, bæði innlend og erlend. Hér undir jarðar hvílir moldu og Úr Lilju eru íslensk þjóðlög sem Kristinn túlkar af miklum næmleika með hrynj- andi úr rás aldanna. 1 lögunum Fögur sem forðum eftir Árna Thorsteinsson við ljóð Guð- mundar Guðmundssonar og í fjarlægð eftir Karl. 0. Runólfs- son við ljóð Valdimars H. Hall- stað setur hin fagra og þrótt- mikla rödd Kristins nýjan svip á gróin og sígild lög, en i hinu gullfallega lagi í fjarlægð nýtur samspil söngvarans og píanó- leikarans sín einstaklega vel og undirstrikar að þar eru tveir snjallir listamenn á ferð. Lag Gunnars Reynis Sveins- sonar við ljóð Halldórs Laxness, Um hina heittelskuðu, er skemmtilegt lag sem fellur vel að þessu gamansama ljóði Hall- dórs og útsetning lagsins er með þvi betra sem ég hef heyrt frá Gunnari Reyni. Þá eru ágæt lög Atla Heimis Sveinssonar við ýmsar þjóðvisur sem bera sam- heitið Gamansöngvar. Atli Heimir er ljóðrænn lagasmiður og tónskáld og í þessum gaman- söngvum bregður hann á leik með viðeigandi prakkaraskap, sem Kristinn túlkar á nýstárleg- an hátt af söngvara sem er á þessari breiddargráðu sönglist- arinnar. Kristinn er listagóður ljóðasöngvari og hvert blóm í hans garði nýtur sin til fulls. Erlendu lögin á plötunni eru margra átta, On the Road to Mandalay, hermannasöngurinn, sem fjallar m.a. um Burmastúlk- una sem hugsar um breska dát- ann, um lifið og tilveruna þar sem engin tiu boðorð eru og þorsti er manninum frjáls, um Mandalay þar sem dagurinn rís eins og þruma upp úr Kina handan flóans. Þá má nefna hið kunna lag Silvíu, enska þjóðlagið The Foggy, Foggy Dew, enska þjóðlagið Sweet Polly Oliver og svo itölsk lög og þýska Straussa. Hljómplatan er hljóðrituð á Logalandi siðastliðið sumar af Halldóri Víkingssyni, umslagið sem er stílhreint og svipmikið hannaði Ingvar Víkingsson og ljósmyndir eru teknar af hinum snjalla ljósmyndara Sigurgeir Sigurjónssyni, listamanni i liði ljósmyndara landsins. Það er eins með þessa hljóm- plötu Kristins Sigmundssonar og hinn hnarreistu og sígildu fjöll fslands, maður hrífst af þeim við fyrstu kynni, samt vinna þau ávallt á, verða hluti af manni í þeirri viðleitni að miða út fegurð lífsins. Ragnar Björnsson takmarkist við orgelið er hér um gagnmerka heimild að ræða. Fyrsta og jafnframt viðamesta verk plötunnar er Introduction og Passacaaglia eftir Pál fsólfsson. Páll stendur föstum fótum í hefð- inni við sköpun verka sinna. Hann var enginn byltingarmaður. Það var Bach raunar ekki heldur. Og án þess að ætla að bera þessa tvo heiðursmenn saman, er þetta verk Páls ágætt dæmi um þau góðu og fagmannlegu tök, sem hann hafði á tónsmíðum sinum. Á hlið eitt er einnig að finna Prelúdíu, Kóral og Fúgu eftir Jón Þórarinsson. Og hér kveður við annan tón eins og vænta mátti. Verkið byggir á gömlu sálmalagi „Lofið Guð í hans helgidóm" og endar á snúinni fúgu, sem er hér laglega leikin af Ragnari. Á hlið tvö er að finna sex sálmforleiki eftir þá Jón Nordal, Ragnar Björnsson, Gunnar Reyni Sveins- son, Atla Heimi Sveinsson, Leif Þórarinsson og Þorkel Sigur- björnsson. Forleikirnir voru samdir að tilhlutan Ragnars til flutnings í Skálholtskirkju sumar- ið 1980. Við frumflutning þeirra gerðist sögulegt atvik, sem gjarn- an má fljóta með hér. Ragnar seg- ir: „Þennan dag, 16. ágúst, hálfri annarri stundu fyrir tónleikana, tók eldfjallið Hekla að gjósa og voru forleikirnir frumfluttir við drunur Heklugossins, sem greini- lega heyrðust meðan á tónleikun- um stóð.“ Allt eru þetta áheyrileg verk og skemmtilega ólík. Það er ástæða til að óska Ragn- ari Björnssyni til hamingju. Vandaður leikur hans á þessari plötu er honum til sóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.