Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 fclk í fréttum Tvær plötur frá Mezzo- forte Hljómsveitin Mezzoforte hefur í mörgu að snúast þessa dagana en um þessar mundir eru að koma á markað frá henni tvær plötur, lítil plata, sem heitir „Take Off“ og önnur stór, „Rising". í sumar sem leið fóru þeir í hljómleikaferð um Sviss og Norðurlönd og kom þá best í ljós hve mikilla vinsælda þeir njóta. Eftir áramótin hyggja þeir svo á hljómleikaferð um Evrópu. Þeir félagarnir í Mezzo- forte, Friðrik Karlsson, Jóhann Ásmundsson, Gunnlaugur Briem og Eyþór Gunn- arsson, hafa verið með annan fótinn í Englandi þar sem þeir hafa haft sitt annað aðsetur en eru nú komnir heim í bili. í lítilli frásögn hér á síðunni fyrir nokkru, sem þýdd var upp úr dönsku blaði, var sagt, að ástæðan fyrir heimkomunni væri skattamálin en það er úr lausu lofti gripið. Ollu mestu um nokkrir erfiðleikar með atvinnuleyfi ytra en úr þeim málum er nú að rætast. HAFSTEINN HAFLIÐASON GARÐYRKJUMAÐUR Me6 garðyrkju- námskeið á Kanarí Sextán ára gamall lögreglustjóri + Bryan Zimmerman er aöeins 16 ára en þrátt fyrir þaö er hann lög- regiustjóri í heimabæ sinum, Crabb River í Texas. Var kosiö í embættiö i fyrrahaust og þá datt Bryan í hug aö bjóöa sig fram og náöi kjöri öllum til mikillar furðu og ekki síst honum sjáifum. Þannig var, aö bæjarbúum fannst svo sniöugt af Bryan aö bjóöa sig fram, aö þeir kusu hann margir hálfvegis i grfni en þegar taliö var upp úr kjörkassanum reyndust grínistarnir vera i meirihluta. Nú fyrir nokkru var Bryan í París á heims- ráöstefnu sveitarstjórnarmanna og aö sjálfsögöu var hann þeirra lang- yngstur. Sérstök hártíska [JJr rætt er um Amer- Cíku má oft heyra viðkvæðið: „Það má nú allt finna í Ameríku." Og það á svo sannar- lega við í þessu tilfelli. Dana Booker, 14 ára, á myndinni hefur páfa- gaukinn sinn inni í hárinu sínu sem er fag- lega greitt sem fugla- búr. Henni finnst þetta mjög skemmtileg hár- greiðsla en notar hana aðeins við sérstök tækifæri, afmæli, veisiur, rokktónleika o.s.frv. Á hinni mynd- inni má sjá Atilu og Desiree, en þau nota þessa „fánagreiðslu" alltaf daglega. Þegar ólympíuleikarnir fóru fram nú á þessu ári í Bandaríkjunum skreyttu þau hárið með fánum landanna er tóku þátt í leikunum. „Fólki finnst þetta kannski skrítið en okkur líður vel með greiðsluna og viljum ekki vera neitt öðru- vísi,“ sögðu þau. Atila og D«*irre. Perky Dana Brooker 14 ára Það er ýmislegt sem landinn getur sér til gamans gert þegar farið er utan. Nú er sú nýjung upp sprottin fyrir íslendinga þá sem leggja vilja leið sina til Kararieyja eftir jólin að Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumað- ur hyggst halda námskeið i garðyrkju þar um þriggja vikna skeið. Blm. hafði samband við Hafstein og spurði hvernig hugmyndin væri til komin. „Jú, það er svo kalt hérna á veturna svo okkur datt í hug að bjóða fólki sem fer kannski ekki í þessar hefðbundnu sólarlanda- ferðir upp á svona námskeið i sólinni og góða veðrinu. Meiningin er ekki að kenna fólki garðyrkju á Kanarí þó þar sé að finna mikinn grasagarð með þykkblöðungum og kaktusum sem við komum til með að skoða, heldur kenna fólki það sem það vill læra um íslenska garðyrkju. Námskeiðið verður i rabbformi og stendur yfir í þrjár vikur frá byrjun janúar. Þetta er í rauninni ekkert dýrara fyrir fólk að skella sér til Kanari t.d. utan af landi sem hefði annars þurft að halda sér uppi á hóteli i bænum með fæði. Priscilla Presley og fjölskylda Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis heitins Presley, sem leikur um þessar mundir ástkonu Bobbys i Dallas, fékkst fyrir skömmu til að láta mynda sig með fjölskyldu sinni. Á myndinni má frá vinstri sjá Michael Edwards unnusta hennar í fjöldamörg ár, föður hennar, Joseph Beaulieu, Pris- cillu sjálfa, móður hennar, Ann, og bróður, Jeff.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.