Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 41
41
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
Afmæliskveðja:
Hallgrímur Jónas-
son fv. yfirkennari
Helgina 9.—11. nóvember fór
ferðafélagið Útivist sína árlegu
haustferð að Lýsuhóli á Snæ-
fellsnesi. Haustblót kallast þessar
ferðir. í þetta sinn var ferðin helg-
uð Hallgrími Jónassyni, fyrrver-
andi yfirkennara Kennaraskóla
Islands, sem varð níræður 30.
október sl. Það tóku 88 manns þátt
í ferðinni og eftir góðar göngu-
ferðir, bæði til fjalls og fjöru, í
einstöku blíðskaparveðri á laug-
ardeginum þar sem Jökullinn
skartaði sínu fegursta í glampandi
sól og stafalogni, var sameiginlegt
borðhald Hallgrími til heiðurs um
kvöldið. Þar voru margar ræður
fluttar og mikið sungið og gam-
anmál höfð i frammi. í þessum
góða fagnaði dagaði uppi ræðustúf
þann sem ég ætlaði Hallgrími i
tilefni afmælisins. En mig langar
til að bæta úr því með því að birta
hann hér, svo Hallgrimur sjái að
ég hafi hugsað til hans:
Mig langar til að nota þetta
tækifæri til þess að þakka Hall-
grími Jónassyni áratuga löng og
góð kynni. Það eru að vísu ekki
nema 11 ár siðan ég kynntist
manninum sjálfum.
En það var hér á árum áður,
löngu fyrir daga sjónvarpsins, að
Ríkisútvarpið átti mikil ítök í
hugum manna. Þegar Helgi
Hjörvar las Bör Börsson og Gunn-
ar Gunnarsson las Fjallkirkjuna
sást varla maður á götum úti og
kvikmyndahúsin stóðu tóm.
En það var fleira gott i útvarp-
inu þá en Bör Börsson og Fjall-
kirkjan. Á öldum Ijósvakans barst
þá einniginn i stofu til okkar fág-
uð karlmannsrödd, sem talaði með
norðlenskum hreim og því feg-
ursta málfari sem hugsast gat.
Þessi rödd flutti okkur ýmsan
þjóðlegan fróðleik, las kvæði og
sagði ferðasögur. Það voru fleiri
en ég sem lögðu sig eftir því að
vera heima og hlusta þegar von
var á þessari rödd. það voru ferða-
sögurnar sem heilluðu mig mest.
Hálendið var þá enn lokað al-
menningi, það vantaði vegi og far-
kosti, og brautryðjendurnir á
þessu sviði voru næstum hetjur I
augum okkar hinna, því slíkar
ferðir voru ekki taldar á allra
færi.
Röddin sagði svo vel frá, nátt-
úrulýsingar voru svo frábærar, að
manni fannst maður vera í för og
sjá allt fyrir sér. Frásagnirnar
voru kryddaðar kveðskap flytj-
anda, yndislegar náttúrulýsingar
og tækifærisvísur af ýmsu tagi.
Og loksins, fyrir 11 árum, komst
ég í kynni við manninn sem rödd-
ina átti og sem hafði glatt mig svo
oft með frásögnum sínum. Því
þegar ég fór að ferðast með ferða-
félögunum, og þá sérstaklega Úti-
vist, var Hallgrímur Jónasson allt
í einu kominn þar, annaðhvort
sem fararstjóri eða sem þátttak-
andi í ferðum, og þá alltaf fenginn
til þess að segja okkur eitthvað í
hljóðnemann, þegar við vorum í
akstri.
Mér er sérstaklega minnisstæð
ein ferð. Við vorum á leið norður
Kjalveg. Hallgrfmur sat við
hljðnemann og sagði frá.
Hann sagði okkur frá reið Giz-
urar Þorvaldssonar norður Kjöl til
fundar við Kolbein unga, sem kom
að norðan. Þetta var síðsumars
1241. Þeir voru að leggja á ráðin
um örlög Snorra Sturlusonar, sem
Noregskonungur vildi losa sig við.
Eftir þennan örlagaríka fund reið
Gizur beint í Reykholt með sína
menn og lét drepa Snorra. Hall-
grímur lýsti þessari för svo að
manni fannst maður sjá fyrir sér
þessa skrautklæddu, vopnum búnu
menn og bókstaflega heyra jódyn-
inn og sjá rykmökkinn undan hóf-
unum. Og maður skynjaði örlaga-
þunga þessarar farar.
Hann sagði okkur líka frá
Reynistaðabræðrum og þeirra
miklu helför fyrir 200 árum. Það
lá við að maður fyndi kuldann
nísta sig og vonleysið heltaka sig
við frásögn hans.
Síðan hefur Kjölur aldrei verið
samur í mínum huga. En þannig
var það alltaf þegar Hallgrímur
sagði frá. Landið sem við fórum
um varð lifandi fyrir augum
okkar, saga þess blasti hvarvetna
við.
Við þekkjum öll kvæði Hall-
gríms og vísur. Ófáar hefur hann
ort beint til Útivistar. Þær eru
sungnar í ferðum og á kvöldvök-
um. Hallgrímur kemur til með að
lifa með Útivist svo lengi sem sög-
ur verða sagðar og sungið er í því
góða félagi.
Nú er Hallgrímur orðinn níræð-
ur og mikið megum við öll vera
þakklát fyrir, að drengurinn sem
taka átti af fótinn skyldi fá að
ráða því að það yrði ekki gert. Því
það varð til þess að Hallgrími varð
kleift að ferðast um fjöll og firn-
indi þessa lands, ekki aðeins hon-
um sjálfum til unaðar, heldur höf-
um við öll fengið að njóta góðs af.
Ég vil færa Hallgrími þakkir
fyrir löng og góð kynni, fyrir allar
þær mörgu stundir sem hann,
bæði fyrr og síðar, hefur glatt mig
með frásögnum sinum. Ég er fegin
því að ég fékk um síðir að kynnast
honum persónulega.
Ég bið honum blessunar um
ókomin ár.
Eftirmáli:
Hallgrímur Jónasson var yfir-
kennari Kennaraskóla Islands og
þekktur skólamaður. Hann var
skáld og rithöfundur og eftir hann
liggja margar bækur, bæði i
bundnu og óbundnu máli. Hann
var landsþekktur og metinn sem
útvarpsmaður fyrir frásagnir sín-
ar í þeim fjölmiðli. En síðast og
ekki síst er hann þekktur sem
ferðagarpur, fararstjóri og leið-
sögumaður.
Hallgrímur Jónasson ann landi
sinu mjög. Hann hafði einhvern-
tíma kastað fram eftirfarandi
vísu: Vel af grjóti veðurbörðu,
væri ég tengdur mínu landi, ef
mér hlæði einhver vörðu, uppá
miðjum Sprengisandi.
Vinir Hallgríms og félagar í
Útivist ákváðu að gera alvöru úr
þessari vísu og reisa honum vörðu.
Það var hafist handa i septem-
ber 1981. En vegna ýmissa
óvæntra atvika eins og oft vill
verða í ferðum, í þessu tilviki að
Kaldakvísl var ófær svo við urðum
að gista i Veiðivötnum fyrstu
nóttina, sem varð okkur mikil töf,
og að auki festist billinn í ánni
daginn eftir og varð þar margra
klukkutíma töf, var varðan ekki
fullbúinn fyrr en í ágúst 1982. Þá
var hún vígð með mikilli viðhöfn.
Hallgrímur hafði sjálfur valið
henni stað á hárri sandöldu nokk-
uð vestan við Fjórðungsvatn. Það
má segja að hún standi á landinu
miðju eða svo nálægt því sem
hægt er að komast. Þaðan er afar
víðsýnt og sést jafnvel Mælifell í
Skagafirði ef bjart er til norðurs,
en í Skagafirði er Hallgrímur
fæddur og uppalinn.
Það var sérkennileg tilfinning
sem fylgdi því að vera viðstaddur
þessa vígsluhátið. Veðrið var
fremur kalt, en sæmilega bjart.
Auðnin þarna er algjör, en um-
kringd einhverjum þeim fegursta
jökla- og fjallahring sem hugsast
getur, þar sem Hofsjökull og
Tungnafellsjökull eru í forsæti, og
þar sem öræfavindurinn gnauðar
látlaust í þeim fáu stráum sem
þarna heyja lifsbaráttu sína.
Hallgrímur klippti á silkiband i
fánalitum sem bundið hafði verið
um miðja vörðuna. Það voru
haldnar ræður og sungið, m.a.
Heyrið vella á heiðum hveri, sem
er eitt af uppáhaldskvæðum Hall-
gríms.
Og þarna inni á miðju landi, þar
sem Islands lag ymur i öllu sinu
veldi, er Hallgrímur nú tengdur
sínu landi með þessari ramm-
byggðu vörðu, sem mun standa af
sér öll veður um ókomna tið og
halda uppi nafni hans, sem hoggið
er í stein í miðri vörðunni: Hall-
grímsvarða.
Og þá kvað Hallgrimur: Vel úr
grjóti veðurbörðu, er ég tengdur
mínu landi, er mér hlóðu væna
vörðu, vinir, uppá Sprengisandi.
Myndin sem hér fylgir var tekin
við vígslu Hallgrfmsvörðu.
Lifðu heill, Hallgrímur, og
hafðu þökk.
Nanna Kaaber
kristinn
SIQHUNDSSOn
HÁTÍÐARHUÓMLEIKAR
í HÁSKÓLABÍÓI
Laugardaginn 2. desember 1984
kl. 14:30
Jónas Ingimundarson leikur með á píanó
Miðasala í Máskólabíói, Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar, Bókaverslun Lárusar Blöndal og
í afgreiðslu Bókaklúbbs Arnar og Örlygs
Kristinn Sigmundsson syngur lög afhinni
nýju hljómplötu sinni og má þar nefna
Ifjarlægð, Kósin, Fögur sem forðum,
On the Road to Mandalay og ensK þýsk
og ítölsk lög