Morgunblaðið - 07.12.1984, Side 6

Morgunblaðið - 07.12.1984, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Stundin nálgast w Inæstsíðustu grein minni um blessaða ríkisfjölmiðlana minntist ég lauslega á þá hættu, er ég taldi persónulega stafa af svæðisbundnum sjónvarpsstöðv- um hér á landi, en ég óttast mjög að slíkar stöðvar geti fest hér ræt- ur í krafti þeirra útvarpslaga, er senn sjá dagsins ljós á hinu háa Alþingi. Það þykir ekki góð latína að höggva stöðugt í sama knérunn, en ég svara á móti, með hinu al- kunna orðtaki, að aldrei er góð vísa of oft kveðin. Og nú er lag að hafa áhrif á alþingismenn, áður en þeir taka að bítast um útvarpslög- in svona rétt fyrir jólasteikina. Eg vil leyfa mér, sem óbreyttur lýð- ræðisþegn, að benda háttvirtum þingmönnum á þá inenningarlegu vá, er steðjar að landi voru, nái samþykkt um svæðisbundnar sjónvarpsstöðvar fram að ganga. Hættan er ekki samfara litlum sjónvarpsstöðvum sem starfrækt- ar eru heima í fjórðungi, þar er aðeins um að ræða eðilega menn- ingarlega sjálfsbjargarviðleitni landbyggðarfólks. Hin menning- arlega vá fylgir þeim sjónvarps- stöðvum, er takmarka geisla sinn við Reykjavíkursvæðið. Hin menningarlega vá Þetta liggur í augum uppi, eða eru ekki allir sammála um, að landsbyggðin búi við fábreytni í menningarlegu tilliti? Sumir telja eina höfuðástæðu fólksflóttans til Reykjavíkursvæðisins einmitt af menningarlegum toga spunna, ekki siður en efnahagslegum. Það láta sér nefnilega ekki allir nægja Sumargleðina, einu sinni á ári, að viðbættri léttklassík Sinfóníunn- ar, og hvað halda ménn að verði um þetta fólk, þegar fimm til sex sjónvarpsstöðvar verða teknar til starfa á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Auðvitað snýr það sér til sinnar stöðvar heima í héraði... kunna sumir að segja. Hvílíkur barnaskapur, eða halda menn að landsbyggðarstöðvarnar geti keppt við sjónvarpsstöðvar er sækja fjármagn til auglýsinga- markaðar Stór-Reykjavíkursvæð- isins? Hin efnahagslega vá Ég bið háttvirta alþingismenn að hafa í huga, þá þeir rétta upp hönd á „útvarpslagaþingi", að þeir eru ekki bara að greiða atkvæði um menningarlega framtíð lands- byggðarinnar, heldur ekki síður um efnahagslega framtíð þessarar þjóðar. Eða hvar skal finna það vinnuafl, er dugir til að reka fisk- iðjuverin, álverin, málmbræðsl- urnar og aðrar þær verksmiðjur fljótandi eða á föstu landi, er mala gull þessari þjóð — þá hér verða tvær þjóðir innanstokks, önnur pakksödd af vitundarfóðri en hin svelt í menningarlegu tilliti? Auð- vitað má leysa vandann með því að flytja inn suðurálfubúa. Slíkt vinnuafl múðrar víst lítt svona fyrst í stað. I fúlustu alvöru kæru alþing- ismenn við höfum ekki efni á að missa fólkið úr sveitum landsins. Verði landsbyggðarfólkið sett hjá í menningarlegu tilliti er næsta öruggt að marga fleytuna verður erfitt að manna, svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Minnist þess að glugginn til umheimsins, í þröng- um firði eða afskekktum dal, er skjárinn í stássstofunni. Hann er lífakkeri fólksins á harðbýlli strönd, þar sem áður var bókin. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/ SJÓNVARP Stuðmenn í Skonrokki ■i Skonrokk er á 20 dagskrá sjón- varpsins í kvöld. Umsjónarmenn þáttarins eru þær Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín Hjartardóttir. Meðal efnis í Skonrokki í kvöld er lag af nýútkom- inni plötu Stuðmanna „Hvítir mávar“. Platan kom út í vikunni og er með lögum úr samnefndri kvikmynd. Sýningar myndarinnar hefjast þó ekki fyrr en um mánaða- mótin febrúar-mars. Stuðmenn gáfu einnig út plötu með lögum úr fyrstu kvikmynd sinni „Með allt á hreinu" og seldist hún í u.þ.b. 10.000 eintökum. Lagið sem flutt verður í Skonrokki heitir „Gó-gó partí". „Það er svo margt að minnast á“ Á dagskrá út- Tónlistarkrossgátan, no. 13 er á dagskrá rásar 2 á sunnudaginn kl. 15.00. Lausnir sendist til Ríkisútvarpsins, rás 2, Hvassaleiti 60,108 Reykjavík, merkt: Tónlistarkrossgátan. Listapopp á rás 2 45 varps í dag er þátturinn „Það er svo margt að minnast á“. Torfi Jónsson sér um þáttinn. Hann sagði, að í þættinum í dag yrði fjall- að um Sigurð Birkis, fyrsta söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. „Fyrst mun ég lesa frásögn Sigurðar af ferða- lagi hans tii Kaupmanna- hafnar, þegar hann fór þangað til náms. í þessu ferðalagi lenti hann í miklum hrakningum, þar sem síldarbáturinn, sem hann fór með, lenti í árekstri og lenti hann í sjónum ásamt fleiri mönnum. Sigurður mun hafa flutt þessa frásögn sjálfur í út- varpi á árunum milli 1940 og 1950 og mun ég lesa upp úr handriti hans sjálfs. Einnig verða í þættin- um flutt kveðjuorð frá vinum hans, sem birtust að honum látnum. Þessi frásögn er mjög sérstök, því Sigurður lýsir þeim áhrifum sem hann varð fyrir er hann lenti í þessum hrakningum," saði Torfi að lokum. Lesari með Torfa er Hlín, dóttir hans. ■i Listapopp, 00 þáttur Gunnars Salvarssonar, er á dagskrá rásar 2 í dag. Þáttur þessi var áður á rás 1 á laugardögum, en var síðan fluttur í mið- næturútvarp. Stjórnandi þáttarins sagði að þessi tími hefði ekki hentað fyrir þátt sem slíkan og er hann nú flutt- ur á föstudagseftirmið- dögum á rás 2. Þegar reglulegar útsendingar hefjast á rás 2 á laugar- dögum má gera ráð fyrir að þátturinn verði fluttur á þann tíma. Gunnar Salvarsson sagði að þátturinn væri byggður upp á breskum og bandarískum vinsælda- listum og væru nýjustu lögin af þeim spiluð. List- ar þessir birtast vikulega og sagði Gunnar að hann hefði það fyrir reglu að spila hraðskreiðustu og vinsælustu lögin. Sigurður Birkis, fyrsti söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 7. desember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15- Veöurfregnir. Morgunorð — Jóhanna Sigmarsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Músin I Sunnuhllð og vinir hennar" eftir Margréti Jóns- dóttur. Sigurður Skúlason les (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þátt- inn. 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12^0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 A bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 A léttu nótunum Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Slödegistónleikar Rudolf Serkin og Cleveland- sinfónluhljómsveitin leika Planókonsert nr. 1 I d-moll op. 15 eftir Johannes Brahms; Georg Szelt stj. 17.10 Slödegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Veröld Busters Fimmti þáttur. Danskur framhaldsmynda- flokkur I sex þáttum. Þýð- andi Ölafur Haukur Slmon- arson. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágnp á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Frá safnamönnum. Kirkja Þorvarðs Spak-Bðövarsson- ar. Þór Magnússon þjóð- minjavörður segir frá. b. Söguleg skólastofnun. Torfi Guðbrandsson flytur slðari hluta erindis slns um upphaf skólahalds I Trékyll- isvlk. c. Svitadropar fátæklings. Þorsteinn Matthlasson flytur FÖSTUDAGUR 7. desember Umsjónarmaður Sigurveig Jónsdóttir. 21.20 Skonrokk Umsjónarmenn: Anna Hin- riksdóttir og Anna Kristln Hjartardóttir. 22.00 Hláturinn lengir llfiö Fimmti þáttur. Breskur myndaflokkur l þrettán þáttum um gaman- semi og gamanleikara (fjöl- miðlum fyrr og slðar. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 22.35 Húsið við 92. stræti (The House on 92nd Street) kveðskapar- og frásðguþátt. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Hljómbotn Tónlistarþáttur I umsjón Páls Hannessonar og Vals Páls- sonar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Djassþáttur — Tómas Einarsson. 23.15 A sveitallnunni Umsjón: Hilda Tortadóttir. (RÚVAK) Bandarlsk blómynd frá 1945. S/h. Leikstjóri Henry Hathaway. Aðalhlutverk: William Eythe, Lloyd Nolan, Signe Hasso og Leo G. Carroll. Myndin gerist I New Vork á strlðsárunum. Ungur maður leikur tveim skjöldum l þjónustu njósnara Þjóðverja I Bandarlkjunum sem meðal annars eru á höttunum eftir kjarnorku- leyndarmálum. 00.00 Fréttir I dagskrárlok 24.00 Söngleikir I Lundúnum 9. þáttur: „Singing in the Rain.“ Umsjón: Arni Bland- on. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. RÁS 2 FÖSTUDAGUR 7. desember 10.00—12.00 Morgunþáttur Fjörug danstónlist. Viðtal, gullaldarlög, ný lög og vin- sældalisti. Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Siguröur Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—17.00 Listapopþ Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. Hlé. 23.15—03.00 Næturvakt á Rás 2 Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. Rásirnar samtengdar aö lok- inni dagskrá rásar 1. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.