Morgunblaðið - 07.12.1984, Side 14

Morgunblaðið - 07.12.1984, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 19. des. City o* Perth 2. jan. Bakkafoss 18. jan. NEW YORK Bakkafoss 17. des. Laxfoss 20. des. City of Perth 31. des. Bakkafoss 16. jan. HALIFAX Laxfoss 24. des. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Lucia de Peres 9. des. Álafoss 16. des. FELIXSTOWE Lucia de Peres 11. des. Alafoss 17. des. Eyrarfoss 31. des. ANTWERPEN Lucia de Peres 11. des. Álafoss 18. des. Eyrarfoss 2. jan. ROTTERDAM Lucia de Peres 12. des. Álafoss 19. des. Eyrarfoss 2. jan. HAMBORG Lucia de Peres 13. des. Álafoss 20. des. Eyrarfoss 3. jan. GARSTON Helgey 11. des. LEIXOES Skeiösfoss 13. des. NORDURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Reykjafoss 7. des. Skógafoss 14. des. Reykjafoss 21. des. Skógafoss 28. des. KRISTIANSAND Reykjafoss 10. des. Skógafoss 17. des. Reykjafoss 24. des. Skógafoss 31. des. MOSS Reykjafoss 7. des. Skógafoss 18. des. Reykjafoss 21. des. Skógafoss 2. jan. HORSENS Reykjafoss 12. des. Reykjafoss 29. des. GAUTABORG Reykjafoss 11. des. Skógafoss 19. des. Reykjafoss 27. des. Skógafoss 3. jan. KAUPMANNAHÖFN Reykjafoss 13. des. Skógafoss 20. des. Reykjafoss 28. des. Skógafoss 4. jan. o Reykjafoss 14. des. Skógafoss 21. des. Reykjafoss 28. des. Skógafoss 4. jan. HELSINKI irafoss 21. des. GDYNIA írafoss 24. des. TORSHAVN Skógafoss 15. des. NORRKÖPtNG írafoss 22. des. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram og til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP * Lág rödd í trjánum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sigvaldi Hjálmarsson: Víðáttur. Ljóð. Kápa og teikningar: Snorri Sveinn Friðriksson. Hliðskjálf 1984. Sigvaldi Hjálmarsson hefur skrifað margt um hugðarefni sín, ekki síst guðspeki, hugrækt og mystíska reynslu. Skrif hans hafa jafnan vakið athygli. Ljóðagerð mun Sigvaldi hafa iðkað lengi. Hann sendi frá sér ljóðabókina Vatnaskil 1976 og nú er komin önnur ljóðabók frá hans hendi og nefnist hún Víðáttur. Sigvaídi telst til hinna lágværu og yfirlætislausu skálda. Ljóð hans koma til lesandans með hljóðlátum hætti. Á yfirborðinu eru þau einföld, en undir niðri hafa þau að geyma flóknari veröld og ákafa þrá til að túlka hana í orðum. Lesandinn er oft minntur á þetta þegar skáldið dregur fram andstæður til þess eins að sýna líkindi þeirra, að þær eru þrátt fyrir allt af sömu rót. Eitt þessara ljóða er Allir sofa: Allir sofa, stráin sofa og fjallið, jörðin og himinninn sofa, jafnvel kyrrðin bakvið himingeiminn. Hana dreymir Allir sofa nema ómælið óendanlega sem er ég. Mörg ljóð Sigvalda Hjálmars- sonar eru ávöxtur heimspekilegr- ar hugsunar með dulúð að leiðar- ljósi. Stundum leikur hann sér að þönkum, gefur hinu hversdagslega nýja vídd. Þetta gerist eftirminni- lega í Af svölunum heima: Mér er í minni sú stund er mér auðnaðist að brenna eldinn og drekkja vatninu Síðan horfi ég rór útá miklubraut af svölunum heima. Ljóðin í Víðáttum eru mjög samstæð, samhljómá. Það er styrkleiki þeirra, en getur líka verið veikleiki því að stundum bregður fyrir eintóna túlkun. En menn skyldu þó varast að dæma Sigvaldi Hjálmarsson þessi ljóð af fyrstu kynnum. Þau þarf að íhuga vel, lesa oft. Ég sé ekki vetur en skáldinu verði að þeirri ósk sinni sem kem- ur fram í lokaljóði bókarinnar. Lágri rödd: Guðrún hraut úr söðli sl Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson íslenskir sagnaþættir. 3. bindi. Safnað hefur Gunnar S. Þorleifsson. Kápa og teikningar: Gunnar S. Þor- leifsson. Bókaútgáfan Hildur 1984. Þriðja bindi íslenskra sagna- þátta er fjölbreytt að efni, býður upp á margvíslega lesningu. Gunnar S. Þorleifsson hefur safn- að efninu í þetta bindi eins og hin tvö og skreytt það teikningum eft- ir sig. Yfirleitt hafði ég gaman af lestri þessara þátta. Þeir eru eins og vera ber þjóðlífsheimildir, herma frá fólki og samfélagi lið- inna tíma. Fyrirferðarmikill höf- undur er Árni óla. Meðal annarra má nefna Kristleif Þorsteinsson, Brynjólf á Minna-Núpi, Jóhann Gunnar Ólafsson, Helga Hannes- son frá Sumarliðabæ, Bárð Jak- obsson, Boga Benediktsson, séra Magnús Helgason, Alexander Baumgartner og Dillon lávarð. Meðal fróðlegra þátta eru Úti- legumenn og útilegumannatrú eft- ir Kristleif Þorsteinsson og Grá- kollsstaðadraugur eftir Helga Hannesson frá Sumarliðabæ. Kristleifur segir frá bústöðum út- ilegumanna, Eyvindarholu, Frans- helli og fleiri stöðum. Hann lýsir því ágætlega jægar Jón Frans var handtekinn af Borgfirðingum. Helgi dregur upp litríka mynd draugatrúar, kemur til skila magnaðri stemmningu viðureign- ar manns og draugs. Helgi Hannesson skrifar líka langan þátt af Guðrúnu á Reyð- arvatni og bændum hennar, en af Guðrúnu eru margir komnir. Ekki býst ég við að allir afkomendur Guðrúnar séu hrifnir af lýsingum Helga á drykkjuskap hennar og vergirni, en óneitanlega verða gagnorð tilsvör hennar minnis- stæð vegna hispursleysis frásagn- arinnar. Guðrún hraut eitt sinn úr söðli og lærbrotnaði. Samferða- menn hennar stóðu yfir henni í ráðaleysi. En hún beindi eftirfar- andi orðum til þeirra: „Verið þið ekki lengur að góna upp í klofið á mér. Komið þið held- ur með brennivín!" Bogi Benediktsson segir frá breiðfirskum köppum með sér- kennilegu orðalagi, mannlýsingar hans, ekki síst lýsing Boga gamla Benediktssonar sem „var bráð- þroska og snemma aigjör til lík- ams og sálarkrafta" eru mjög af- hjúpandi því að fátt er dregið und- an þegar sagður er kostur og löst- ur á mönnum. Útlendingarnir Baumgartner sem lýsir ferð með strandferða- skipi norður um land til Aust- fjarða 1883 og Dillon lávarður sem segir frá Reykjavíkurlífinu 1834—1835 eiga í bókinni lifandi þætti og upplýsandi. Áberandi er vinsemd þeirra í garð íslendinga, stundum jaðrar hún við ofmat. En Baumgartner segir líka frá er- lendum ferðafélaga sínum sem taldi ísland hræðilegasta land í heimi. En þetta var óheppinn ferðamaður. Af nógu er að taka í íslenskum sagnaþáttum, en hér hefur aðeins verið drepið á fátt eitt sem undir- . rituðum lesanda þótti ekki miður Gunnar S. Þorleifsson að kynnast þvíég næ ekki háttum hjá sumarnóttinni þegar þú vaknar verð ég á braut en skil eftir lága rödd í trjánum Víðáttur er bók sem er Sigvalda Hjálmarssyni til mikils sóma og sannar að hann er vaxandi skáld. Teikningar Snorra Sveins Frið- rikssonar eru dæmi um góða sam- vinnu skálds og listamanns. Þær eru sjálfstæðar, en taka mið af hugsun skáldsins. Mest hreif mig sá skýja- og ölduleikur sem birtist á bls. 30. Kynóralegt „hugarvíti“ Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Guðbergur Bergsson: Hinsegin sögur. Útg. Forlagið 1984. Viðfangsefni og sögusvið höf- unda fyrr og síðar eru náttúrlega af ýmsum toga. Mannleg sam- skipti í víðum skilningi og þröng- um, almennar lífsreynslusögur og upprifjanir, viðamiklar þjóðfé- lagsádeilur, ljóðrænar smámynd- ir; og allt fléttast svo hvað inn í annað. Það þarf svo sem enga vizku til að staðhæfa það. Og væntanlega mótast þau viðfangs- efni, sem höfundar skrifa um, af því áhugasviði sem þeir hrærast í. Frá því Tómas Jónsson — met- sölubók eftir Guðberg — kom út árið 1966 þarf enginn að velkjast í vafa um hver áhugasvið hans eru. Persónulega finnst mér þó að þeir möguleikar sem efnið gefur séu dálítið takmarkaðir og raunar tæmdir hjá Guðbergi fyrir æði löngu. Þó skal það tekið fram, að mér hefur ekki tekizt að lesa allar bækur hans. Þaðan af síður í sam- fellu, fyrr en nú, að ég las Hinseg- in sögur. Ég get því ekki haft uppi neinn vísindalegan samanburð á ritferli Guðbergs, né gert úttekt á því hvort margumrædd þjóðfé- lagsmynd hafi tekið breytingum á þessu skeiði. Mér sýnist þó ekki. Söguefnin: Nefna má fyrstu sög- Guðbergur Bergsson una Hanaslagur hommanna. Þar segir frá tveimur bráðmyndarleg- um hommum. Þeir eru ansi óvenjulega skapaðir, því að kynf- ærin eru á brjóstkassanum. Sagan lýsir síðan ítarlega, eins og mér finnst oft vera háttur Guðbergs, að hommarnir eru stöðugt að bregða sér í hanaslag — reka sam- an brjóstkassana. Þá líður þeim auðvitað svo vel á eftir. Fá sig aldrei fullsadda. í næstu sögu segir frá skáld- konu, sem er með þeim ósköpum gerð, að hún fellir ekki hug til karlmanna nema þeir séu homm- ar. En verður þeirrar gæfu aðnjót- andi að hitta tvo homma á balli og má geta nærri að hún lætur þá ekki aldeilis sleppa. í Lífsgaldrinum segir frá ólöfu gömlu sem fékk blóðtappa og syni hennar ólafi. Hann verður eigin- lega fyrir öllu meira áfalli þegar móðir hans verður fyrir áfalli... Ólafur er ekki hommi. Alveg hinsegin saga segir frá einum hommanum enn og eigin- konu hans „en hann var harðgift- ur eins og sannir hommar eru". Lýst er nokkuð vandlega hvernig maðurinn er skapaður að neðan- verðu. Kannski ekki ónýtt að hafa það á hreinu. Varúð frú Önnu leikkonu segir frá mikilli prímadonnu, sem hefur náð frama í leikhúsinu og „til að ná hinum listræna kulda var frú Anna lengi að velja sína réttu að- ferð." Sem betur fer finnur frú Anna aðferðina. Það fer allt svo vel í þessum sögum og er það eins gott. Það setur beinlínis að mér hroll, ef svo færi ekki, og höfundur væri ekki svona lúnkinn að finna „lausnir" á tiltölulega fáum blað- síðum. Sagan um vörtustelpuna er snjöll og súrrealistisk. Hún er eig- inlega besta dæmið í bókinni um að hugmyndir skortir Guðberg ekki — þótt svo mætti raunar ætla eftir þessa upptalningu. Hann skortir heldur ekki leikni til að skrifa sögur, kímnigáfa hans kemst oft og einatt vel til skila. Hann hefur afar glöggt auga fyrir smáatriðunum sem geta skipt máli. Og væri nú ekki ráð að nýta hugmyndaflugið og alla ritfimina í annað en sjúklegt kynfærafjas. Það hneykslar ekki lengur. Það er bara svo leiðinlegt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.