Morgunblaðið - 07.12.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
19
DVERGRÍKI í DEIGLUNNI/Jon Óttar Ragnarsson
Lífið er leikhús
Helsti talsmaður hreinlínu-
stefnu í efnahagsmálum, Milton
Friedman, vill banna stjórnmála-
mönnum að styðja við bakið á
listum og leikhúsum.
Sýnir þetta betur en flest annað
hvað Ameríkanar eiga, þrátt fyrir
allt, margt ólsert af Evrópubúum
og um leið hversu hættulega braut
hugmyndafrseði öfgamanna til
hsegri er að beinast
Listin blómstrar
Mitt í kreppu og hallæri eru
það leikhúsin sem fara með sig-
ur af hólmi um þessar mundir,
jafnt þau frjálsu sem hin ríkis-
reknu. Eru þau eitt af því fáa
sem gengur vel í þjóðfélaginu.
Held ég satt að segja að fátt
standi hjarta íslendingsins nær
en vel heppnuð leikhúsferð. Hef-
ur framboð á slíku sjaldan verið
meiri en einmitt nú þegar efna-
hagslifið er í rústum.
Frjáls leikhús
Þetta haust er ekki hið fyrsta
sem frjálsu leikhúsin slá þeim
ríkisreknu við.
Besta sýningin í höfuðborg-
inni um þessar mundir er tví-
mælalaust á Kjarvalsstöðum að
mínu viti. Er það leikrit Fass-
binders um lesbíuna óhamingju-
sömu, Petru von Kant.
Enga ábyrgð tek ég á því að Marfa Sigurðardóttir f hlutverki lesbfunnar ógæfusömu, Petru von KanL
siðferðisvitund betri borgara
verði ekki fyrir hnjaski. Hitt get
ég fullyrt að hér er komið eitt-
hvert magnaðasta leikhúsverk
síðari ára.
Sýning þessi er sigur fyrir Al-
þýðuleikhúsið og þó sérstaklega
fyrir leikstjórann Sigrúnu Val-
bergsdóttur og Maríu Sigurðar-
dóttur (Petra von Kant) sem fer
með aðalhlutverkið.
Það eina sem skyggir á er hús-
næðisleysi leikhússins (með
fullri virðingu fyrir Kjarvalsstöð-
um). Að vísu er mjög hentugt
húsnæði til: Gamla Sigtún (Sjálf-
stæðishúsið við Austurvöll.
En Gamla Sigtún er notað
undir (haldið ykkur) mötuneyti
Pósts og síma. Það er samt og
fyrr: glæsilegt leikhús enn þann
dag í dag, notað undir matar- og
kaffitíma fyrir brot þess fjölda
sem það rúmar.
Er hér komið ennþá eitt dæm-
ið um það bruðl og þann hroka
sem skriffinnar íslenska ríkis-
báknsins hafa tamið sér gagn-
vart fólkinu i landinu: Leikhús
fyrir mötuneyti! Ekki nema það
þó!
Enn eru nú nokkrar sýningar
eftir af annarri frábærri sýn-
ingu, en það er verkið „Skjald-
bakan kemst þangað líka“ í EGG-
leikhúsinu. Þar sannar Viðar Egg-
ertsson enn einu sinni hvílíkur
snillingur hann er orðinn.
Ríkisleikhúsin
Þjóðleikhúsið er nú óðum að
rétta úr kútnum eftir lægð síð-
ustu ára. Ris hispurslaust hæst
leikrit Ólafs Hauks Sfmonarson-
ar Milli skinns og hörunds.
Verk þetta er að vísu alls ekki
gallalaust, en engu að síður stór-
brotin tilraun til þess að fjalla um
fjölskylduvandamál velferðarríkis-
ins á þann hátt sem seint mun
gleymasL
A fjölum Iðnós er annað raf-
magnað verk, Dagbók önnu
Frank, ennþá ein kærkomin
áminning um þau myrkraverk
sem fasistar og hreinlínumenn
hafa framið á saklausu fólki frá
upphafi vega.
íslenska óperan
Íslenska óperan hefur enn
styrkt sig í sessi með sýningu
sinni á Carmen.
Að þessu sinni er það Sigríður
Ella Magnúsdóttir sem hrífur
áhorfendur með söng sínum og
sjarma. Tekst henni að gefa
þessari frægustu sígaunastúlku í
heimslistinni það líf sem hún
verðskuldar.
Þessi sýning sannar eina ferð-
ina enn hversu vel þeim Garðari,
Ólöfu og félögum hefur tekist að
beina þessu vandasama fyrir-
tæki inn í farveg sem öll íslenska
þjóðin kann að meta.
Lokaorð
Það er hljótt um stjórnmála-
menn okkar um þessar mundir,
enda ekki glæsilegt um að litast
þegar glápt er yfir efnahagslífið.
En þegar skóinn kreppir áttar
fólk sig loks á því hvað skiptir máli
og hvað ekki. Og eitt er víst: f því
uppgjöri hugans verður listin og
leikhúsin þar ofarlega á blaði.
Vonandi verður þetta blómlega
starf til þess að þjóðin fær að eign-
ast fleiri þau leikritaskáld sem
geta fyllt öll þessi svið því Iffi sem
slær í takt við okkar erfíðu tfma.
Snorra-Edda
í Uglukilju
MÁL OG MENNING hefur sent frá
sér fyrstu Sígildu Ugluna í nýjum
flokki af pappírskiljum; Eddu
Snorra Sturiusonar eftir handriti
Konungsbókar sem mun geyma upp-
haflegustu gerð textans. Heimir
Pálsson annaðist útgáfuna, skýr-
ingar og nafnaskrá fylgja.
I formála segir Heimir: „Þessi
útgáfa Snorra-Eddu er ekki fræði-
leg útgáfa í þeim skilningi að sér-
stakar rannsóknir handrita hafi
verið gerðar til undirbúnings
henni. Hún er lestrarútgáfa ætluð
íslenskri alþýðu og því er allur
texti færður sem næst nútíma-
stafsetningu og frágangi."
Edda skiptist í fjóra hluta. í
Prologus eða formála er sagt frá
sköpun heims að heiðnum átrún-
aði, í Gylfaginningu er goðafræðin
sett fram, í Skáldskaparmálum
segir frá heitum og kenningum í
skáldskap og í Háttatali skilgrein-
ir Snorri eina hundrað bragar-
hætti.
Bókin er 258 bls. Heimir Páls-
son setti textann en að öðru leyti
var bókin unnin í Prentsmiðjunni
Odda hf. Kápu gerði Sigurður
Ármannsson.
CORDA, nýtt matar- og kaffistell.
Hönnuðurinn HERTHA BENGTSON er
sænsk og tekst henni hér mjög vel að sam-
eina léttleika og dæmigert skandinavískt
útlit. Nýjungar. svo sem lengri börð á diskum
og skálum, falla vel að heildarsvip og auka á
notagildi.
CORDA er eldfast og hentar vel til notkunar
í örbylgjuofnum.
CORDA er fagurt og notadrjúgt matar- og
kaffistell. HERTA BENGTSON hefur einnig
hannað dúka, diskamottur, servíetturog
servíettuhringi í stíl við CORDA.
Gullfalleg Rosenthal vara, —
matarstell ídrapplitu, rauðu
eða gulu.
SCANDIC stellið sameinar
gæðaframleiðslu, fallega
hönnun og frábæran stíl
SCANDIC stellið er kjörið fyrir
þá, sem kunna að meta fagra
hluti og notadrjúga
SCANDIC er dæmigerð vara
frá Rosenthal.
ARCTA ER AÐDÁUNARVERT
ARCTA matar- og kaffistellið
vekur óskipta athygli og aðdáun
hvar sem það sést; — fyrir fal-
legar línur, frábæra hönnun og
skemmtilega áferð.
ARCTA fæst aðeins hjá okkur.
Nýja línan í matar- og kaffistellum
trá Thomas er Holiday. Holidayer
sérlega létt og meðfærilegt
og þess vegna á allan hátt
notadrjúgt við hvers kyns heimilishald
Leikandi létt og hrífandi, þannig
er Holiday^alveg eins og sumar-
fríið á að vera.
Svo við minnumst á veðrið, — nei
verðió, þá er það sérlega hag-
stætt. Komið og skcðið Holiday.
studio-linie
Á.EINARSSON & FUNK HF
Laugavegi 85
SÍMI18400