Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 23 að vera 90—95% og baktryggt af ríkinu sem viðurkenna þyrfti að fiskurinn væri það mikilvægur gjaldmiðill að þess virði væri að ganga í ábyrgð fyrir hann. Lækkun olíukostnaðar væri mikilvægur þáttur og benti Árni á þann möguleika að stofnað yrði innflutningsfyrirtæki með aðild atvinnuveganna til að flytja inn olíu, þannig mætti hugsanlega ná fram þeirri 30—40% lækkun olíu- kostnaðar sem þyrfti. Eggert Haukdal ræddi stöðu rikisstjórnarinnar og hið pólitíska ástand í landinu undanfarna mán- uði. Hann lagði áherslu á það að nauðsynlegt væri að formaður flokksins tæki sæti í ríkisstjórn- inni, þannig fengist fram meiri festa í störf stjórnarinnar og hún gæti unnið að málum á breiðari grundvelli. Eggert benti á í máli sínu hvernig afurðasölumálum bænda mætti betur við koma með því að aðskilja rekstur vinnslustöðva og bænda þannig að vinnsla skili bóndanum verði framleiðslunnar en ekki eftir að rekstur stöðvanna hefði verið gerður upp og gengið á kjör bændanna án þess að þeir hefðu þar áhrif á. Eggert ræddi nokkuð sam- göngumál í kjördæminu og benti á nauðsyn þess að bygging þriggja brúa yrði framkvæmd í náinni framtíð, Ölfusárbrúar við Óseyr- arnes, Markarfljótsbrúar og brúar á Kúðafljót. Hann sagði hugsan- legt að bjóða þessar þrjár brýr út í einu og ná þannig fram lækkun á kostnaði. Á fundinum var kosin stjórn kjördæmisráðsins, óli Már Ar- onsson formaður, aðrir í stjórn: Ingibjörg Johnsen, óskar Magn- ússon, Einar Kjartansson og Aðal- björn Kjartansson. sig. jóns. Fræðsla verði um sölu- mennsku Á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi sem haldinn var á Hellu um sl. helgi, kom fram í máli Árna Johnsen alþingismanns að væntan- leg er þingsályktunartillaga um að sölumennska verði tekin upp í menntakerfinu sem kennslugrein. Sem dæmi um nauðsyn þessa sagði Árni að nú væru starfandi um eitt þúsund fyrirtæki í inn- flutningi en burðarmikil útflutn- ingsfyrirtæki væru ekki nema í kringum tíu. Þessu sagði hann að þyrfti nauðsynlega að breyta og gera þyrfti pólitískt átak í því að gera sölumennsku hærra undir höfði en gert hefði verið. Öflun nýrra markaða byggðist á sölu- mennsku og áróðri. arútvegs. Samhliða þarf að efla nýiðnað og auka þjónustustarf- semi. Úrbætur í orkumálum er Ieitt gætu til lægra raforkuverðs hafa mikla þýðingu fyrir atvinnuþróun í kjördæminu. Áframhaldandi markvissar aðgerðir í varanlegri vegagerð ráða einnig úrslitum í stjórnvöld á að fylgja fram áætl- unum um þessi efni. Aðalfundurinn telur stjórnar- samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa skilað umtalsverðum árangri og rétt sé að halda því áfram að því tilskildu að málefnaleg samstaða náist um nýjar aðgerðir gegn verðbólgu fyrir atvinnuuppbyggingu og bættum lífskjörum. Lambsdorff ákærð- ur fyrir skattsvik — til viðbótar því að hafa þegið mútur Bonn, 5. desember. AP. OPINBER saksóknari í Bonn í Vestur-Þýzkalandi skýrði svo frá f dag, að ákæra hefði verið gefin út á hendur Otto Lambsdorff, fyrrverandi efna- hagsmálaráðherra, fyrir hlutdeild í skattsvikum. Áður var búið að ákæra hann fyrir mútuþægni. Hefur sakóknarinn farið þess á leit við Sambands- þingið, að þinghelgi Lambsdorffs verði aflétt, svo að unnt verði að sækja hann til ábyrgðar fyrir rétti. Lambsdorff vísaði ákærunni á bug í dag og sagði það vera „und- arlegt réttarfar", að hann skyldi vera ákærður fyrir hlutdeild 1 skattsvikum, á meðan þeir, sem eiga að hafa komizt hjá því að greiða skatt, hafa ekki verið ákærðir. Haft var eftir heimildum í Bonn í dag, að Sambandsþingið myndi veita leyfi af sinni hálfu fyrir jól til þess að kalla Lambsdorff fyrir rétt, en þingið verður að veita heimild sína um sérhvert sjálf- stætt ákæruatriði. Áður var það búið að heimila að hann yrði kall- aður til ábyrgðar fyrir meinta mútuþægni. Otto Lambsdorff Angola: 31 þús. manns í liði Kúbu Loodon, 5. desember. AP. í herliði Kúbu í Angola eru nú 31.000 manns, sem eru mjög vel búnir vopnum og hefur verið fjölgað í þessu liði um 6.000 manns frá því í fyrra. Skýrir tímaritið Jane’s De- fense Weekly frá þet-su í gær. Blaðið segir, að með tilliti til langrar og umfangsmikillar her- þjálfunar þessa liðs þá sé ekki hægt að gera of mikið úr þeirri „ógnun“, sem stafi frá Kúbu. Árið 1976 hafi kúbanska herliðið í Ang- ola verið 1.400 manns, en 19.000 1979, 23.000 1982 og 25.000 1983. Enn eykst gildi KJÖRBÓKARINNAR V ísitöluuppbót. Ársvextir kjörbókarinnar eru 28% frá því að lagt er inn. Nú er það nýmæli í reglum Kjörbókar Landsbankans að kjör bókarinnar verða borin saman ávöxtun á 6 mánaða vísitölutryggðu reikningi í lok hvers árs. Sé ávöxtun Kjörbók lakari, er greidd uppbót sem nemur mismuninum. Þannig verða kjörin a.m.k.jafngóð verðtryggingu aðviðbættum gildandi ársvöxtum vísitölutryggðs reiknings. Hagstæð ávöxtun. Hafir þú hug á að ávaxta fé þitt til lengri tíma en 2ja mánaða, hentar KJÖRBÓKIN þér prýðisvel. Kynntu þér KJÖRBÓKINA betur á næsta afgreiðslustað. KJÖRBÓK LANDSBANKANS - bók sem þarf ekki að gylla! LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.