Morgunblaðið - 07.12.1984, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
Reglur um uppgjör við bændur:
55 % verðskerðing á mjólkur-
framleiðsiu umfram búmark
Landbúnaöarráðuneytið hefur
samþykkt tillögur Framleiðsluráös
landbúnaðarins um ákveðnar vinnu-
reglur við uppgjör afurða nautgripa
og sauðfjár á síðasta verðlagsári,
það er frá 1. september 1983 til 31.
ágúst sl. Við uppgjör mjólkur gildir
sú meginregla að á mjólkurfram-
leiðslu frá 90% búmarks og upp að
búmarki fá bændur 10% verðskerð-
ingu en 55% verðskerðingu á það
sem umfram er búmark. Engin
verðskerðing verður reiknuð á
kindakjötsframleiðslu á lögbýlum
innan búmarks en 25 %á framleiðslu
umfram búmark með nokkrum und-
antekningum.
Um uppgjörið skulu gilda eftir-
farandi almennar reglur: a) Bú
með 200 ærgilda framleiðslu eða
minni verði undanþegin verð-
skerðingu ef þau eru aðaltekjuöfl-
unarþáttur viðkomandi framleið-
enda að mati Framleiðsluráðs
landbúnaðarins, þó framleiðslan
Kökubasar
Systrafélags
Ffladelfíu
SYSTRAFÉLAG Fíladelfíu heldur
árlegan kökubasar sinn og kaffi-
sölu laugardaginn 8. desember
klukkan 14 í Hátúni 2. Að þessu
sinni verða einnig á boðstólum
prjónavörur, svo sem lopapeysur,
sokkar og vettlingar.
í fréttatilkynningu frá systrafé-
laginu segir, að sérstakt söluborð
fari fram úr búmarki. b) Réttur er
til að færa 15% á milli kindakjöts
og mjólkur svo sem verið hefur
áður.
Um verðskerðingu kindakjöts
gilda eftirfarandi reglur: a) Engin
verðskerðing verði reiknuð á
kindakjöt innan búmarks hjá
framleiðendum á lögbýlum.
Reikna skal 25% verðskerðingu á
það kjöt, sem er umfram búmark
á lögbýlum, en þó skal felld niður
verðskerðing á ærkjöti, ef fram-
leiðendur hafa fellt allan stofninn
haustið 1983 og hafa tilkynnt það
til Framleiðsluráðs. Heimilt er að
reikna aðeins 5% verðskerðingu á
ærkjöt umfram búmark hafi
menn fækkað mikið en ekki fellt
allan stofninn, þó þeir framleið-
endur hafi ekki tilkynnt það til
Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
b) Framleiðendum í þéttbýli sem
hafa búmark verði reiknuð 10%
Hirkja Ffladelfíusafnaðarins.
verði með kertum til styrktar
barnaheimili fyrir heimilislaus
börn í Argentínu.
verðskerðing á kjötframleiðslu
innan búmarks, en 25% á kjöt um-
fram búmark. 25% verðskerðing
verði reiknuð á alla kjötfram-
leiðslu hjá þeim sem ekkert bú-
mark hafa.
Eftirfarandi reglur gilda um
verðskerðingu mjólkur: a) Á
mjólkurframleiðslu frá 90% bú-
marks upp að búmarki, að teknu
tilliti til tilfærsluréttar sam-
kvæmt b-lið almennu reglnanna
faí 10% verðskerðingu, þó ekki á
minni búum en 300 ærgildi eða
minna skipt í hlutfalli við fram-
leiðslu eins og á síðasta verðlags-
ári. b) Mjólkurframleiðslan um-
fram búmark, sbr. þó b-lið al-
mennu reglnanna, fái 55% verð-
skerðingu. c) Undanskilin allri
verðskerðingu er mjólkurfram-
leiðsla hjá eftirtöldum mjólkur-
samlögum: Mjólkursamlag Vest-
ur-Barðstrendinga á Patreksfirði
(817.361 lítri), Mjólkursamlag ís-
firðinga á ísafirði (1.497.439 1),
Mjólkursamlag Kaupfélags Lang-
nesinga á Þórshöfn (261.113 1.),
Mjólkursamlag Kaupfélags
Vopnfirðinga (673.385 1), Mjólk-
ursamlag Kaupfélagsins Fram í
Norðfirði (567.371 1) og Mjólkur-
samlag Kaupfélags Berufjarðar á
Djúpavogi (385.813 1). Samtals
hafa þessi undanþágusamlög
heimild til að framleiða 4.202.482
lítra án verðskerðingar. Framleið-
endur á þessum svæðum sem
framleiða mjólk umfram búmark
fái hana undanþegna verðskerð-
ingu þetta verðlagsár, en geta ekki
vænst þess að slíkt verði viðtekin
venja eftirleiðis, segir í samþykkt
Framleiðsluráðs.
&■
Frumsýning
á morgun
Sjáumst!
BÍLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
MorgunbU6i9/Árni Sæberg
Hans Kristian Olesen og Magnús Friðgeirsson með saltaða nauta-
skinku og reykt svið.
Unnið að endurskipu-
lagningu kjötiðnaðar-
stöðvar SÍS
Ýmsar nýstáriegar nýjungar á markaðinn
FRÁ ÞVÍ f sumar hefur verið unnið að endurskipulagningu kjötiðnað-
arstöðvar Sambandsins á Kirkjusandi í Reykjavík. Að skipulagningunni
hefur Hans Kristian Olesen, tæknilegur ráðgjafi frá Slátrunarskólanum
í Hróarskeldu, unnið. Hann hefur jafnframt unnið að ýmsum nýjungum
sem stöðin hefur verið að senda á markað.
Meðal nýjunga sem hann hef-
ur gert eru Graflamb og Reykja-
víkurpylsa sem voru kynnt á Bú-
vörusýningunni í haust. Graf-
lambið er dilkakjöt, nánar til-
tekið innanlærisvöðvi, sem er
grafið á sama hátt og graflax.
Magnús Friðgeirsson, fram-
kvæmdastjóri búvörudeildar
SÍS, sagði í samtali við Mbl. að
Graflambið hefði fengið frá-
bærar viðtökur neytenda og selst
ótrúlega vel. Sagði hann að það
nýttist best sem forréttur.
Reykjavíkurpylsan er hrein
kjötpylsa, reykt og soðin. Magn-
ús sagði að hún hefði einnig lík-
að vel.
Nýlega komu reykt svið á
markaðinn, eins og fram hefur
komið í Mbl., og nautaskinka og
á næstunni kemur söltuð nauta-
skinka á markaðinn frá kjötiðn-
aðarstöðinni. Báðar tegundir
nautaskinkunnar eru seldar í
áleggsbréfum. Þá er kjötiðnað-
arstöðin með söluumboð fyrir
nýjar vörur úr hrossakjöti sem
kjötiðja Kaupfélags Skagfirð-
inga á Sauðárkróki framleiðir.
Eru það soðin Eyrarpylsa og
reyktur trippavöðvi. Eru Skag-
firðingarnir að reyna að koma
hrossakjötinu í verð, en eins og
kunnugt er hefur verið offram-
leiðsla á hrossakjöti í landinu og
erfiðleikar í sölu þess á erlend-
um mörkuðum.
Nýtt hefti af
Hár & fegurð
komið út
ÚT ER komið þriðja tölublaðið
HÁR OG FEGURÐ, fjórði ár-
gangur. Meðal efnis blaösins að
þessu sinni er heimsmeistara-
keppnin í Las Vegas þar sem sam-
band hárgreiðslu- og hárskera-
meistara gerist aðili að heimssam-
bandinu þannig að íslendingar
hafa keppnisrétt á næsta heims-
meistaramóti. Og þar með er
tímaritið Hár og fegurð einnig
komið inn í heimspressuna.
Kynntur er fatnaður frá tískuhúsi
Stellu, Maríunum Klapparstíg,
mokkafatnaður frá Framtíðinni,
Laugavegi og leðurfatnaður frá
Leður og rúskinn. Hártískan frá
Sanrizz London, hártíska frá Al-
exandre de Paris. Kynntar eru
kápur frá Kápusölunni Borgar-
túni. Hártíska frá Allan Internat-
ional London. Efni frá intercoiff-
ure París. Grein um París. Litið
inn hjá Orkubót og hugað að læra-
pokunum. Efni frá Irvine Rusk,
Glasgow. Grein eftir Armand
Tanny, Kynþokki og vaxtarrækt.
Bobby Miska í New York. Léttir
þættir um ýmislegt. Efni frá Tony
Guy.
(Úr frcUatilkynningu.)